Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 3
MTOVffiXJDAGUR 14. ágúst 1968. TIMINN Kvikmynd um sauðkindina Baldur Tryggvason t. v. og Croydon við vélina sem er á Landbúnaðarsýningunni. (Tímamynd GE) MASSEY-FERGUSDN VERKSMIBJIIRNAR HEFJA FRAMLEIÐSLU Á ÞUNGAVINNUVELUM Fyrsta vélin seldist fyrir 1.5 millj. á Landbúnaðarsýningunni. GÞE-Reykjavík, þriðjudag. -jAr Búvörudeild SÍS hefur í sam vinnu við Framleiðsluráð landbún aðarins látið gera auglýsingakvik- mynd um íslenzku sauðkindina og afurðir hennar. Er ætlunin að senda hana til viðskiptamanna SÍS erlendis til frekari kynning- ar á sauðfjárafurðum okkar, dilka kjöti, ullar- og skinnavarningi. if Er þess vænzt, að kvikmynd- in, sem er snotur að allri gerð, verði góð auglýsing fyrir sauð- fjárafurðir okkar, einkum dilka- kjötið, sem liefur verið selt úr landi með talsverðum niðurgreiðsl um. Stöðugt er verið að leita Héraðsmót Fram- sóknarmanna í Skagafirði Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður að Miðgarði við Varmahlíð, laugardaginn 17. ág. og hefst kl. 9 síðdegis. Ræðumenn: Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur. Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur; undirleikari Ólafur Vign- ir Albertsson. , Hkjómsveitin Gautar frá Siglu firði syngur og' íeikur fyrir dansi. Ólafur Indriði EKH-Reykjavík, þriðjudag. Á fimmtudag í síðustu viku fóru nokkrir borgarstjórnarmenn frá Reykjavík til Akureyrar í boði bæjarstjórnarinnar þar og dvöld- ust þar í góðu yfirlæti fram á sunnudag. A síðasta ári bauð Borg arstjórn Reykjavíkur fulltrúum bæjarstjórnar á Akureyri til Reykjavíkur og voru Akureyring ar nú að endurgjalda það boð. Þetta mun vera í fyrsta skipti, að efnt er til gagnkvæmra licimsókna Sveitastjórnarmanna hér á landi, en víða erlendis er slíkt algengt t. d. meðal vinabæja. Heimsóknir sem þessar eru líklegar til þess að glæða skilnmg og cfla sam- vinnu milli bæja og auk þess gefa þau bæjar- og sveitarstjórnar- mönnum tækifæri á að auka per- sónuleg kynni sin á milli og er það ekki síður mikilvægt. Fulltrúar Reykjavíkur í heim- sókninni til Akureyrar voru þeir Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Jón Tómasson, ritari borgarráðs og borgarráð, Reykjavíkur. sem skip að er eftirtöldum: Auði Auðuns, Birgi ísleifi Gunnarssyni, Gísla Halldórssyni, Guðmundi Vigfús- syni og Kristjáni Benediktssyni. Blaðið hitti að máli Kristján Benediktsson, fulltrúa Framsókn- arflokksins í borgarráði. og innti nýrra markaða, sem bjóða betra verð, en við höfum áður fengið, og m.a. hefur fengizt ágætur markaður í Færeyjum, vaxandi markaður er í Sviss, en ekki er vanþörf á að hafa auglýsingastarf semina sem bezta. Fréttamönnum var í dag boðið að sjá kvikmyndina. Hún er til í tveimur eintökum, annað er með íslenzkum texta, og verður sýnd á Landbúnaðarsýni-ngunni í Laug- ardal, en það, sem ætlað er fyrir útlendinga er með enskum texta og nefnist Spring liatnb. Óskar Gíslason hefur annazt töku henn ar og Jón Reynir Magnússon, starfsmaður við Búvörudeild SIS hefur verið honum til aðstoðar. Baldvin Halldórsson leikari hefur lesið íslenzkan texta, en Peter Kidson þann enska. f kvikmyndinni er brugðið upp fögrum svipmyndum af íslenzkri náttúru og helztu sérkennum henn ar, fossum, eldstöðvum, hverum, o.fl. Sauðkindin skipar þó að sjálf sögðu öndivegið f myndinni og ævi lambsins, frá því að það fæðist og þar til það er leitt til slátrun- ar, er rakin. Þá er greint frá helztu afurðum og gæðum þeirra og sýnd vinna við sláturhús o.fl. Að síðustu er drepið á íslenzka ull og gærur, og sýndur er alls kiyns varningur, m.a. gæruskinn, peysur, pelsar og teppi, og ýmis legt fleira sem unnið er úr ís- lenzkri ull. Kvikmyndin er 20 mín. á lengd. Hún er í litum, og Ijóm- andi vel gerð. Agnar Tryggvason framkvæmda- stjóri Búvörudeildar SÍiS tjáði fréttamönnum eftir sýningu mynd arinnar, að á árinu lfX>7 hafi sala dilkakjöts hérlendis og erlendis numið 402 milljónum króna, en hún hefði verið helmingi meiri hér en erlendis.Útflutningur dilkakjöts hefur verið mestur til Bretlands, en þar eru miklir markaðir en Framhald á bls. 14. hann eftir fregnum af heimsókn- inni til Akureyrar. — Hvernig var heimsókninni hagað, Kristján? — Við fórum fná Reykjavík á fimmtudag og vorum fram á sunnudag. Bjuggum á Hótel KEA við bezta yfirlæti en okkur var haldið myndariegt kveðjuhóf í Sjálfstæðishúsinu. Móttökur Ak- ureyringa voru frábærar og mætt um við hvarvetna hinni mestu gest risni. Forráðamenn bæjarins lögðu sig alla fram um að yið hefðum sem mest gagn og gaman af heim sókninni og fengjum sem mest að sjá og kynnast. Heimsóknin gekk í alla staði eins og í sögu, nema hvað við misstum af knattspyrnu leiknum milli KR og ÍBA á sunnu daginn, þar eð ekki var hætt á að bíða til kvöldsins með flugferð, því búizt var við þoku með kvöld inu. — Bar ekki margt nýstárlegt fyrir augun á Akureyri? — í fyrsta lagi þykir mér merkilegt hvað Akureyringar eru miklir „Akureyringar“ í sér. Ýmsir hiutir á Akureyri eru svo stórir í sniðum að furðu sætir.Næg ir í því tilviki að nefna Slippstöð ina h. f., en Skafti Áskelsson, sá sem þar ræður húsum sýndi okk- ur gestunum öll hin miklu mann- KJ—Reykjavík, þriðjudag. Massey-Ferguson verksmiðjurn- ar hófu í vor framleiðslu á stór um þungavinnuvélum, og verða þær framleiddar í verksmiðju sem er skammt frá Rómaborg og i Ohio í Bandaríkjunum. Þessar vel þekktu verksmiðjur höfðu í mörg ár undirbúið þessa nýju fram- leiðslugrein, og í apríl í vor þeg ar verksmiðjurnar voru formlega opnaðar buðu þær upp á fjölbreytt asta úrval þungavinnuvéla, sem nokkru sinni hefur verið boðið upp á nýjar í einu. Ein þessara véla, er vökvagrafa, sem er til sýnis á Landbxinaðarsýningunni ’68. Var vélin fengin hingað frem virki stöðvarinnar. í Slippstöðinni er nú búið að leggja kjölinn að öðru hinna tveggja strandferða- skipa sem stöðin hefur tekið að sér að byggja. Þá skoðuðum við hina nýreistu Kjötiðnaðarstöð KEA og er hún annað dæmið um stórhug Akur- eyringa á ýmsum sviðum. Stöðin er sögð geta séð öllum landsmönn um fyrir nógu kjöti og kjötrétt- um vinni hún með fullum afköst- um. Þá er Skíðalyftan í Hlíðar- fjalli miklu meira fyrirtæki, en þeir almennt gera sér. grein fyr- ir, sem ekki hafa hiana augum lit ið. Yfirleitt má segja að sú upp bygging sem fram hefur farið á vegum Akureyrarbæjar í Hlíðar- fjalli sé til mikillar fyrirmyndar. Einnig gafst okkur gestunum tæki færi á að skoða Sana, hina nýju og fullkomnu gosdrykkjarverk- smiðju. — Þótti yðui Reykvíkingar ekki mega eitthvað læra af Akur- eyringum? — Það væn þá einkum hvað varðar rekstur Útgerðarfélags Ak ureyringa. Félagið hefur gert út fjóra togara að undanförnu og hefur bæjarsjóður aðeins þurft að greiða um milljón með hverj um togara árlega en það er tölu- vert mlnna en Bæjarútgerð ur til sýnis en sölu, en var seld í gær og kostar eina og hálfa mill jón. Þeir Baldur Tryggvason fram kvæmdastjóri Dráttarvéla h. f. og Ricbard H. Croydon sölustjóri fyr ir þungavinnuvélarnar MF, en svo nefna verksmiðjurnar þessa nýju framleiðslu sína, kynntu blaðamönnum vélarnar og verk- smiðjunnar nýju í gær. Hér er um að ræða tvær vökvagröfur, og sú sem er hér til sýnis er svo ná- kvæm í vinnu að í gær var nef- tóbaksdós tekin upp af jörðinni me'ð skóflunni og sá ekki á j’örðinn* á eftir. Beltaskóflur eru af fjórum gerðum, og keyPti sænski herinn Reykjavlkur þaif á að halda með sínum togurum Ekki var laust við að vaknaði með okkur öfund, þegar við komum í „Ráðhús Ak- ureyringa" en þeir hafa nú komið öllum bæjarskrifstofum sínum undir eitt þak og er það til mikils hagræðis. Það ei ekki vanþörf á að slíkt fyrirkomulag komist á í Reykjavík. Akureyringar geta verið hreykn ir af lystigarði sínum og því mcrkilega starfi sem þar er unnið. Mér skilst að umsjónarmönnum garðsins hafi tekizt að safna saman í garðinum nærri allri hinni íslenzku flóru. Af þcitn tegund- um sem vitað er að hafa fundizt hér á landi vantar aðeins tíu til tuttugu í lystigarðinn, en þanga'ð eru þegar komi.ar 420 jurtateg- undir. Einnig er mjög skemmtilegt að finna til þess hve íþróttaáhugi er mikill og almer.nur á Akureyri, kemur þetta fyrst og fremst fram á knattspyrnux ellinum og við skíðaiðkanir. — Var farið með ykkur gestina eittlivað út fyrix Akureyrai-bæ? — A föstudagsmorguninn var fiarið í sérlega skemmtilegt ferða lag að Mývatni en síðar um dag- inn var haldið ti) veiðiheimilisins Framhald á bls 14 35 slíkar að vandlega yfirveguðu máli, eftir aliþjó'ðlegt útboð. Þá eru tvær gerðir af hjólaskóflum, og er hægt að fá þær með stýringu á öllum hjólunum fjórum, og eins með fjórhjóladrifi. Allar vélarnar eru me'ð Perkins dieselvélum. Það má sj'á það á útlitinu á þessum vélum, að þar eiga ítalir einhvern hl-ut að máli, því útlitið er einkar viðfelldið og töluvert fnáibrugðið öðrum slíkum þungavinnuvélum. Oroydon sag'ði að við ger'ð þess arar nýju framleiðslu Massey Ferguson verksmiðjana hefði mikil áherzla verði lögð á vélarkraftinn, öryggisatriði, þægindi fyrir stjórn anda og að gott sé að komast að einstökum vélarhlutum til við- gerða. Þannig væri t. d. sæti og stjórntæki staðsett þannig að jafn smávaxinn Japani sem stórvaxinn íslendingur ætti auðvelt með að stjórna vélinni. Verksmiðjan á Ítalíu hefur til umráða 62 ekrur lands kosta'ði mc'ð öllu um 30 milljónir dollara. Áður en þessar nýju verksmiðj ur tóku til t'arfa höfðu Massey Ferguson verksmiðjurnar fram- Framhald á bls 14. Einar Sumarhátíð FUF * Árnessyslu Sumarhátíð FUF i Arnessýslu verður að Aratumgu laugardaginn 17. ágúst og hefst klukkan 21. Dagskrá: Einar Ágústsson alþing ismaður og Ólafur Ragnar Grims son hagfræðingur flytja ræður. Keflavíkurkvartettinn syngur við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Hljómsveit Hauks Motxnens skemmtir milli • dagskráratriða og leikur síðan fyrir dansi. Borgarstjórnarmenn frá Reykjavík í heimsókn á Akureyri: Móttökur Norðanmanna afbragðsgóðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.