Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 11
MIBVIKUDAGUR 14. ágóst 1968. TIMINN 11 CS>5 Skip strandaSi í Landeyjum, þegar Einar Benediktsson var sýslumaður i Rangárvallasýslu. Á uppboði er sýslumaður hélt var meðal annarra muna seldur áttaviti úr skipinu. Einhver uppboðsgestanna spyr, hvort hann muni vera í fullu lagi. — Já, ætli ekki það, segir Einar. — Að minnsta kosti gátu þeir siglt skipinu í strand eftir honum. Hóla-Bjarm var maður nefnd ur. Hann vat Þingeyingur að ætt og hinn mesti óknyttamað ur, stundum naumast með réttu ráði en gat oft verið meinlegur í tilsvörum. Einu sinni var hann spurð- ur, hvers vegna' Langnesingar, sveitungar hans, heyjuðu svo lítið sem raun bæri vitni. Þá sagði Bjarni: — Það er lóstur á Langanesi kunningi, að stráin eru föst á öðrum endanum.“ Ég hef áhyggjur vegna kon- unnar minnar Hún þarf alltaf að eignast það sama og vin- konur hennar. — En þú átt nóg af pening ttm. — Já, það er ekik vandamál ið. í gær hitti hún t. d. eina vinkonu sína. sem nýlega var orðin ekkja, en ætlaði að fara að fá sér nýjan mann. — Faðir minn, sem er lögfræð ingur og frændi minn, sem er lögreglustjóri. álíta að við eig um skilyrðislaust að gifta okk- ur. Bílstjóri hjá Steindóri og hótelstúlka í Valhöll voru eitt sinn á skemmtigöngu á Þing- völlum. Bílstjórinn segir: — Hérna hitti Gunnar Hall gerði fyrst. Stúlkan: — Er hann bi,lstjóri hjá Stein dóri þessi Gunnar? Björn var að láta taka mynd af sér og syni sínum í tilefni af því að sonurinn hafði nýlok ið stúdentsprófi. — Ég held að myndin verði eðlilegri, ef stúdentinn styddi annarri hendihni á öxl föðiir síns, sagði Ijósmyndarinn. — Eðlilegast þeld ég væri, að henn hefði hendina í vasa mínum, varð Birni þá að orði. Eitt er þó gott við að búa hér: Við purfum aldrei að hafa á- hyggjur út af því að fá ekki hvít jól. Krossgáta Nr. 91 Lóðrétt: 1 Slaðra 2 Borða 3 Dæld 4 Knattspymufélag 6 Viðbrenndur 8 Portúg. ný lenda 10 Raka 12 Bágindi 15 Fæða 18 Öslaði. Ráðning á gátu nr. 90: Lárétt: 1 Andfúl 5 Ort 7 De 9 Ósár 11 Alt 13 Æru 14 Strý 16 M 17 Arana 19 Aftann. Lárétt: 1 Hrella 5 Dropi 7 For- Lóðrétt: 1 Andast 2 Do 3 nafn 9 Landsvæði 11 Frítt um Fró 4 Útsæ 6 Truman 8 borð. 13 Amibátt 14 Eins bókstafir Elt 10 Árinn 12 Traf 15 16 Tveir eins 17 Lömdu 19 Kátar. Ýrt 18 AA. ÁSTAHP Barbara McCorquedale 54 sagði mér að fára sjálfri, Alloa. — Þú verður að treysta mér, — sagði Mamma Blanchard og lok- aði hurðinni á eftir sér. — Treysta mér — Orðin virt- ust bergmála í herberginu eftir að hún fór úl.~ Treystu mér. Treystu mér. — Það hafði Dix líka sagt. Og samt vegna þess að hún gat ekki treyst honum, hafði hún brugðizt honum. En var nokkur ástæða til þess að hún treysti honum, jafnvel ekki nú þegar hann var í svona óskaplega hættulegri aðstöðu. Hún var dauðsxelfd við tilhugs- unina um að hún yrði e.t.v. of sein að vara hann við. Henni var ómögulegt að sitja kyrr og gekk þess í stað um 'gólf. Mínúturnar liðu eins og klukkustundir. All- oa gekk fram op aftur um gólf- ið og hugur hennar var í miklu uppnámi. Hvers vegna kom Dix ekki? Var hann langt í burtu? Var það ekki hreint brjálæði að láta hana bíða nérna eftir honum þegar hún gæti verið komin til hans og búin að segja honum að flýja? Hver vissi nema lögreglan væri einmitt að handtaka hann? Lögreglan hafði et.v brotið upp hurðina áður en mönnum gafst tími til að flýja. E.t.v. var Dix kominn í fangelsi. Hana langaði til að hljóða af einskærum hryllingi við þessa hugsun sína, en þá opnuðust dyrn ar skyndilega. Hún snerist á hæl. Dix stóð í dyrunum Hann var í vinnubuxum og skyrtu frá- hnepptri í hálsinn og strigaskórn ir voru þaktir sandi Hárið var úfið eins og hann hafði hlaupið alla leið. — Alloa. — Hann nefndi nafn hennar og áður en hún vissi af var hún i faðmi hans og hélt utan um hálsinn á honum en hann þrýsti henni að sér. — Ástin mín, hvað er að? — Ó, Dix, guði sé lof, að þú ert kominn. Þú verður að flýja strax, núna á stundinni. — Hvað áttu við? Hvað pr að? — Þeir hafa komizt að þessu og ætla að taka þig fastan í dag. — Hverjir eru þeir? — Lögreglan auðvitað. Spurðu mig ekki, hvernig ég frétti það. Það er ekki tími til þess. Farðu bara strax. Þú hefur bfl Dix hélt henni þétt að sér og beygði sig hægt og kyssti hana á munninn. — Ég elska þig, — sagði hann. — Ó, Dix,, þú mátt engan tíma missa, — grátbað Alloa hann. — Ég elska þig ííka. Mér þykir hræðilega fyrir því, sem kom fyr ir í gærkvöldi en það er enginn tími til að tala um það núna. Þú verður að komast í burtu. Skil- urðu það ekki? Það á að taka þig fastan. — Þú skelíur ástin mín, — sagði hann. — Þér er líka kalt á höndunum. — Ertu svona hrædd? Hrædd mín vegna. — Þú veizt að ég er það, — sagði Alloa. Hlustaðu á mig. Dix — það þýðir ekkert að standa hér og tala. Þú verður að komast í burtu. — Segðu mér frá þessu, — sagði hann skipandi. — Lou sasjð; mér þetta, — Alloa og reyndi að r.ala hratt en skýrt. — Hún hitti mann f gær- kvöldi. Hann ei öryggislögregl- unni og sagði nenni, að hann væri sendur hingað til> þess að handtaka hóp af smyglurum. Þeir hafa haft auga með beim um nokkurn tíma en beðið eftir að1 geta handtekið þá alla í einu. Þeir ætla að gen það í dag. — En hvað þessi maður úr ör- yggislögreglunni hlýtur að vera óáreiðanlegur sagði Dix. — Við ættam að vera honum þakklát, — sagði Alloa — Óskap- lega þakklát. — Það hefur gefið mér tækifæri til að vara þig við. Ég vissi fyrst ekki hvernig ég ætti að geta náð í þig, en mundi svo, að þú hafðir sagt, að Mamma Blanchard ætti verzlun í bænum. — Það var gott, að þú mundir eftir því, — sagði Dix. — Hún vildi ekki leyfa mér að koma með til þín. Hún sagði að ef þú hefð- ir ekki sagt mér, hvar þú værir, þá vildirðu ekki, að ég vissi það. — Það var rétt hjá henni. Ég vildi það ekki, — sagði Dix. — Ég var svo hræddur um, að hún kæmist ekki tii þín í tæka tíð, en fyrst þú ert kominn hing að, þá er allt ! lagi. Hún getur falið þig hér og svo verður þú að laumast út úr borginni eins fljótt og auðið er Þú verður þó að gæta þín á vegunum Það gæti verið lögregluvörður þax. Geturðu farið með skipi? — Þú hugsar fyrir öllu, — sagði Dix. — Eo pú gleymir einu. — Hvað er bað? — spurði Al- loa. — Að ég fer ekki án þín! Hún starði á hann stundarkorn eins og hún tryði ekki sínum eig- in eyrum. — Hvað áttu við? — spurði hún loksíns — — Það, sem ég sagði, — svar- aði hann. — Heldurðu, að ég vilji flýja og fara huldu höfði án þín? Þá fer ég nú heldur í fang- elsi. Það er betra að vera með vinum sínum en að vera einn. ’ — Finnst þér það í raun og veru? — spurði Alloa. — Þú veizt, að mér finnst það, — sagði hann. Ég þrái þig og elska. Ef ég legg á flótta, þá vil ég, að þú komir með mér. — Hvert ætcum við að fara? Hann breyddi út faðminn á móti henni. — Hvert sem er, — sagði hann. — Heimurinn er stór. Hvaða máli skiptir það ef við er- um saman? Frakkar leita okkar e.t.v. í Frakklandi en hvað er að því að fara til Afrfku, Suður- Ameríku, Carriba-hafsins eða Vestur-Indía? Hvaða staður sem væri yrði eins og Paradís með þér, Alloa. — En við værum flóttamenn, — sagði hún Dlíðlega. — Já, flóttamenn, — svaraði hann. — En við yrðum saman. Hún dró andam. djúpt. — Verð ur ekki erfiðara fyrir þig að hafa mig með þar? — spurði hún. — Þú gætir ferðasi hraðar ef þú værir einn. En ei þú værir bund- inn af að hafa mig með þa gæti þetta verið heimingi hættulegra. — Það væri ress virði. — sagði hann. — Það væri meira virði en allt annað að vita, að þú værir með mér og tilheyrðir mér. — En ef ég kem nú ekki? Hann yppti öxlum — Þá læt ég þetta ráðast — sagði hann. — Ég ætti að vera heiðarlegur og standa með vmum mínum. — Þeir eru c-Kki vinir þínir, — sagði Alloa reið — Það má vera að þú vinndr með þeim og sért tengdur þeim vegna þess, sem þeir taka sér tyrir hendur, en þeir eru ekki cínir sönnu vinir. Fólkið. sm v;ð ■orum með f gær kvöldi eru ’inn bínii en ekki þessir hræðílegu menn sem ógn- uðu mér og bundu mig Þeir gerðu mig hrædda. vegna bess að ég vissi að þeii svifust einskis. Dix brosti. — Gott oe vel Þeir eru ekki dnir mínir. Hvað viltu þá, að ég geri? — Flýir, — sagði Alloa. — Reyndu að skilja að hver mínúta er dýrmæt. Lögregla tekur ekki létt á þessu. Ef hún ætlar að taka ykkur fasta þá er það vel undirbúið Þú verður að flýja núna. — Ætlar pu að koma með mér? Alloa vissi, hverju hún varð að svara. Hún vissi að allt, sem hún hafði gert og allt sem hún hafði unnið að til þessa valt á svari hennar á þessan stundu. Henni varð hugsað til föður síns og móð- ur. Hún elskaði pau en einhvern veginn var ást hennar til þeirra ekki eins miknvæg og sterk og ástin, sem hún bai til Dix. — Ég elska pig - sagði hún mjög lágt. - Ég kem með þér. Hann horfði á hana andartak eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. ávo hrópaði hann ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 14. ágúst. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há degisútvarp 13.00 Við vinnuna 14.40 Við sem heima sitjum: Inga Blandon endar lestur sögunnar „Einn dag ris sólin hæst“. — 15.00Miðdegisútvarp 16.15 Ve? urfregnir. íslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. Tónlist eftir Béla Bar- tók. 17.45 Lestrarstund fyrir litlu börnin 18.00 Danshljóm- sevitir leika Tilkynningar. — 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Til- kyningar. 19,30 Daglegt mál. 19.35 Ævilok stórmenins. Jón Aðils les kafla úr ævisögu Winstons Churchills. 20.00 Ungt listafólk: Helga Hauks- dóttir og Ásgeir Beinteinson leika. 20.30 „Táningamæður", smásaga. 21.00 Indversk tón- list og ljóðmæli. Þorkell Sigur björnsson talar um tónlistina, en Baldur Pálsason les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan 22.35 Djassiþáttur. 23.05 Fréttir i stuttu máll — Dagskrárlok. I DAG Fimmtudagur 15. ágúst 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 12.50 Á frívaktinni Eydls Eyþórsdóttir stj. 14.30- Við, sem heima sitj- um 15.00 Miðdegisútvarp 16.15 Veður- fregnir 17 00 Frél.tir Tónlist eft- ir tvö bandarisk tónskáld. 17. 45 Lestrarstund fyrir litlu börn in 18.00 Lög á nikkuna 18.45 Véðurfresnir 19 00 Tilkynning ar 19.30 Kórlög eftir Mendels sohn og Brahms 19.45 Silfur hafsins Samfelld dagskrá í um- sjá Höskuldar Skaefjö’-ðs 20. 50 Tríó í Es-dúr op. 100 eftir Schubert. 21.30 Ötvarpssagan: „Húsið i hvamminum“ eftir Óskar Aðalstein Hjörtur Páls son les (4> 22.00 Fréttir og vcð urfregnir 22.15 Kvöldsagan: ..Viðsiá’- 6 vestnrs'óðum“ eftir Eskine Caldwo'1 Kristinn Reyr les (121 2235 Kvöldhliómleík ar Konsert fyrir hljómsvait eft ir Béla Bartók. 23.15 Frétíir f stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.