Tíminn - 22.08.1968, Page 1

Tíminn - 22.08.1968, Page 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesendá. 176. tbl. — Fimmtudagur 22. ágúst 1968. — 52. árg. Tékkneskir leiðtogar í höndum Sovéthersins .. i •i_ iÍuE Sw r : Þessi mynd af sovézkum skriðdreka á Venceslas-torgi í Prag ( gærmorgun er táknræn fyrir sovézkt ofbeldi í Tékkóslóvakíu. Mikill fólksfjöldi er á götunum, I baksýn er ÞjóSminia. safnið, en styttan er af einum dýrlinga Tékka, St. Venceslas. (Símsend mynd) • Herlið frá Sovétríkjun- um, Austur-Þýzkalandi, Pól- landi, Búlgaríu og Ungverja- landi, réðist í fyrrinótt inn yfir landamæri Tékkóslóvak- íu og hernumu landið. Þrátt fyrir nokkur átök við óbreytta tékkneska borgara, sem nokkr ir hafa misst lífið, hefur her- námið kostað litlar blóðsút- hellingar til þessa. • Innrásarherinn hefur tek ið öll völd í landinu. Alex- ander Dubcek og aðrir tékk- neskir leiðtogar hafa verið handteknir, og herma fregnir að í gærkvöldi hafi |>eir verið fluttir til óþekkts staðar í böndum. 4 ráðherrar eru í Júgóslavíu. • Innrásarherinn hefur stöðvað frjálsar útvarps- og sjónvarpssendingar að mestu, og í kvöld var tékkneska fréttastofan CETEKA stöðv- uð í fréttasendingum. • Víða í Prag hefur komið til nokkurra átaka, og inn- rásarherinn hefur skotið úr skriðdrekabyssum og vélbyss um á byggingar og stundum á fólk. Er hverfið umhverfis hús útvarpsins í Prag að miklu í rústum. • Innrásin í Tékkóslóvakíu hefur verið fordæmd um all- an heim, nema í hinum hörð- ustu kommúnistaríkjum. — Kommúnistar Evrópu hafa klofnað, og styðja júgóslav- neskir og rúmenskir kommún istar Tékka, ásamt vestræn- um kommúnistaflokkum. • Leiðtogar Rúmeníu styrktu í gær varnir sínar á landamærunum og mynduðu nýjar hersveitir verka- manna, bænda og mennta- manna. Leiðtogi Rúmena sagði í dag, að aldrei yrði þolað að sjálfstæði Rúmeníu yrði virt að vettugi. • Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag, og samþykkti, eftir mótmæli sovézka fulltrúans, að taka innrásina i Tékkóslóvakíu á dagskrá. Fulltrúi Tékka hjá S.þ. lagði formlega fram mót mæli gegn innrásinni, og krafðist þess að allt erlent herlið yrði kallað til baka. Myndir og frásagnir: Bls. 2, 3, 5, 6, 7, 9, 12, 13, 14 og 16

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.