Tíminn - 22.08.1968, Page 2

Tíminn - 22.08.1968, Page 2
2 TIMINN FIMMTUÐAGUR 22. ágúst 1968. INNRASINITEKKOSLOVAKIU » i t < STADAN Á MIÐNÆTTI Mynd Iþessi var tekin í Prag í gær. Hiúsið á m'yndinni er aðsetur miðstjórnar kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, en þar ,var Dubcek og nokkruim öðrum leiðtogum haldið í stofufangelsi fram eftir degi, en þeir síðan fluttir brott með leynd. (Símsend mynd) NTB-Prag, miðvikudag. ic í yfirlýsingu, sem undirrit uð er af 11 ráðherrum í stjórn Dubceks er. lýst yfir fullum stuðningi við hin löglega kjörnu yflrvöld, samkvæmt stjórnarskrá ríkisins. Segir í yfirlýsingunni, að hernámið, sem hafi átt sér stað án vitund ar og vilja stjórnarinnar, brjóti herfilega í bága við alþjóðarétt og grundvallarsjón armið hins alþjóðlega komm- únisma. Hvorki Dubcek né aðr ir af fremstu leiðtogum lands ins eru meðal þeirra, sem rita undir yfirlýsingu þessa, ein faldlega vegna þess, að þeir voru innilokaðlr. Svipuð mót mæli hefur ráð miðstjórnar tékkneska kommiúnistaflokks- Ins látið frá sér fara. ■Ar f kvöld skýrði tékkneska fréttastofan Ceteka frá því, að Alexander Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokks- ins, Josef Smirkovskij, forsetl þjóðþingsins, Josef Spacek, meðlimur flokksráðsins ' og Frantisek Kriegel, meðlimur miðstjórnarinnar, hefðl verið ekið á brott I brynvörðum bíl til óþekkts staðar. Voru þeir« bundnir á höndum og fótum. Þessir fjórir leiðtogar höfðu setið í stofufangelsi í dag í byggingu miðstjórnar flokks- ins. Fjöldl annarra tékkneskra Ieiðtoga voru í raun fangar inn rásarherjanna í hinum mörgu opinberu byggingum, sem tekn ar höfðu verið herskildi. ★ Laust fyrir kl. 11 í kvöld að ísl. tíma tilkynnti tékkneska fréttastöðin Cel t’ a að hún væri komin í hendur ,,erlend um hersveitum“. Fram að þeim tíma hafði Ceteka óhindrað án nokkurrar íhlutunar sent út fjölda tilkynninga, sem for- dæmdu innrásina og nefndu sovézku-hermennina ,,hemáms- Iið“. Kl. 10.45 í kvöld til- kynnti fréttastofan: ,,Frá og með þessari stundu er loklð hinni frjálsu fréttaþjónustu Ceteka.“ Síðasta setningin sem fréttastofan sendi út og ekki var skrifuð til cnda hljóðaði svona: „Verði sendar frekari fréttatilkynningar héðan koma þær ekkl frá . . .” Meira kom ekki. ★ í kvöld fór sendinefnd þingmanna til sovézka sendi- ráðsins í Prag til þess að grennslast fyrir um, hvað orð ið hefði um aðra sendinefnd, sem farið hefði tll sendiráðs ins fyrr um daginn. Þingmanna nefndinni var vlsað á braut af sovézkum hermönnum og seint I kvöld var enn ekki vitað, hvað komið hcfði fyrir fyrrl sendinefndina. ★ Sovézkar hcrsveitir réðust í kvöld inn í byggingu tékkn eska þjóðþingsins í Prag með an fulltrúar þingsins sátu þar á fundi, að þvi er fréttastofan Ceteka skýrir frá. Segir í frétt inni, að fulltrúarnir hafi hald ið áfram viðræðum sínum, eins og ekkert hefði I skorizt. ★ f kvöld var skýrt frá því, að til átaka hefði komið milli Tékka og sovézkra hermanna. í Prag hefðu fjórir menn fallið og margir særzt. Á tímabili leit út fyrir, að til blóðugrar uppreisnar kæmi. Unglingar köstuðu heimatilbúnum benzin sprengjum, svokölluðum Molo tov-kokkteilum að sovézkum skriðdrekum, sem umkringt höfðu útvarpsbygginguna í Prag. f um það bil tvær klukku stundir mátti heyra miklar sprengjudrunur og gný frá þungum vopnum, sennilega sprengjuvörpum. f Bratislava, höfuðborg Slóvakíu kom einnig til átaka. Þar féllu tveir menn fyrir sovézkum byssukúlum og þrír særðust. í Kosice I austur hluta Slóvakíu var 17 ára gam all drengur skotinn til bana, en þrír menn særðust í átök um við sovézkar hersveitir, er fóru í gegnum bæinn. ic Sovézkir skriðdrekar hófu skothríð á þjóðminjasafnið I Prag í dag. Fólk gekk í átt að skriðdrekunum og kallaði til hermannanna, hvers vegna þeir gerðu þetta. Fólkið hrópaði: Farið heim og segið félögum ykkar, '*að við þurfum ekki á hjálp að halda til að vcrja sósíalismann í Tékkóslóvakíu. ic f allan dag var fjöldi sjúkrabíla á ferð um Prag og víða i borginni mátti heyra skothríð. Á mörgum stöðum loga eldar og inikil reykský stíga lil himins. Mest var þó um, að sovézkir hermenn skytu yfir höfuð æsts mannfjölda, sem safnaðist saman til að mót mæla innrásinni, eða sprengju vörpur sendu kúlur inn á efri hæðir bygginga. Ekki voru nein merki samstilltrar and- stöðu, enda þótt sums staðar væri beitt vopnaðri mótspyrnu. ic Gífurlegur mannfjöldi safn aðist saman á götum Prag og kom fólkið annað hvort fót- gangandi eða hópunv saman á vöruflutningabílum. Mannfjöld inn hrópaði í takt ýmis slag- orð, ýmist til stuðnings stjórn Dubceks eða til að mótmæla innrásinni. Ókvæðisorðum var beint að sovézku hermönnun um. Nokkrir stukku upp á sovézka skriðdreka og liófu liá- værar deilur við hermennina. Ung stúlka sló til byssu sov ézks foringja og hrópaði: Farðu heim. Veiztu hvar þú ert? Þú ert í mínu landi. Komdu þér í burtu, fíflið þitt. Foringinn tók brosandi I hönd stúlkunnar og losaði uni tak liennar á byssunni um leið og hann sagði: Ég veit hvar ég er. ★ Nokkrir þingmenn komu í dag saman til fundar, en aðeins nokkrum þeirra tókst að brjót ast í gegnum múr varðmanna við þinghúsbygginguna. Marg ir þingmenn hafa horfið og sama er að segja um marga af helztu rithöfundum og öðrum Iistamönnum Tékkóslóvakíu, Þ ramhair a bi,- 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.