Tíminn - 22.08.1968, Síða 6

Tíminn - 22.08.1968, Síða 6
6 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1968. INNRASINITEKKOSLOVAKIU I j i l i j ; ) i i i ) / / f i i f Í i / i i t ) i / i 1 i { < / ) / / i V t \ i j ; ) i i l i ) ! i Er Cierna-fundinum lauk var nýr fundur haldinn í Bratislava í Tékk óslóvakíu, og mættu Tékkar þar fulltrúum þelrra fimm Austur-Evr. ópuríkja er nú hafa hertekið landið. Á myndinni sjást böðlarnir brosandl. en fremstir eru f. v, Kosygin, Janos Kadar, Ungverjalandl, Pod- gornf, forstl Sovétríkjanna, Brsnev og Úlbricht hlHn'áusVúr-þýíkl.' .......■ :i-‘ Fraiixhald aí bls. 5 geta gefið neinar skýringar á innráisinni í nótt, en bað þjóð- ina um að bíða fyrirmæla frá löglegum yfirvöldum landsins. Talið var, að forsetinn hefði lesið sína stuttu yfirlýsingu í síma og hún tekin upp á seg- ulband. Lék lög eftir Smetana í annarri sendingu sagði út- varpið: Við munum sjáliir halda áfram að senda út, svo lengi sem mögulegt er. Æsið ekki til blóðsúthellinga. Við lifum nú e.tt sársaukafyllsta augnablik frá síðari heimsstyrj öld. Aðeins 200 metra frá okk- ar stöð hefur verið komið upp ólöglegri útvarpsstöð. Hlustið ekki á hana — trúið _henni ekki. Hún kallar sig Útvarp Vltava og sendir út á lélegri tékknesku og slóvakísku — hlustið ekki á hana. Eftir þessa áhrifamiklu á- skorun hóf útvarpið að leika iög eftir Smetana. Þegar þið heyrið þjóð- sönginn er öllu lokið Sovézkar hersveitir tóku sjónvarpshúsið á sitt vald um kl. 6.30 í morgun og hvarf þá myndin af skerminum skyndi- lega. Þetta staðfesti útvarpið nokkru seinna og þegar út- varpið skýrði frá því, að sov- ézkir hermenn reyndu að brjót ast inn í fcygginguna, hljóp fjöldi fólks að útvarpsbygging unni og hrópaði: Dubcek — Dubcek. Þá mátti heyra óm af sfcotdminum í útivarpinu. Spennan jókst og þar kom, að þulirnir fóru að taka fram í hvor fyrir öðrum. Þeir reyndu að koma sem flestum fréttum og áskorunum til fólksins, áð ur en siovézku hermennirnir tækju bygginguna á sitt vald. Margar raddir hrópuðu nú í útvarpinu: Munið, að við höf- um alltaf sagt sannleikann. Greypið siíðustu orð okkar í huga ykkar Síðan brustu radd irnar og heyra mátti, hve hrærðir útvarpsmennirnir voru KL 6,35 heyrðist rödd hrópa í útvarpið: Við heyrum ægileg- an hávaða. Útvarpsstöðin var eina mín útu í gangi og þulur hrópaði: Við erum hér enn'— en þeg- ar þið heyrið pjóðsönginn, vit- ið þið, að öllu er lokið. Mín- útu seinna var þjóðsöngurinn leikinn. Útvarpi og sjónvarpi lokað Útvarpið í Pilsen, sem enn var í höndum Tékka sjálfra sagði í morgun, að verkamenn um allt land hyggðust leggja niður vinnu í tvær mínútur um hádegisbilið til þess að láta ; ljós stuðning sinn við stjórn Dubcek, sem þeir líti á sem hina einu löglegu stjórn Tékkóslóvakíu. Fréttastofan Ceteka sendi stöðugt út fréttir, en hins veg- ar hefur útvarps- og sjónvarps stöðinni í Prag /erið lokað. Talið var, að aðeins væri tíma- spursmál, hvenær stöðinni í Pilsen yrði einnig lofcað. Tékkneska blaðamannasam- bandið hefur sent áskorun til allra félagsmanna sinna um að vera trúir framfarastefnu Tékkóslóvakiu og skrifa ekki neitt, sem þeir kynnu að iðr- ast síðar. Handtökur Fréttastofan Reuter greindi frá því í morgun, að dr. Cest- mir Cisar, einn þeirra leiðtoga, sem harðast hefur barizt fyrir frjálsari stjórr.arháttum í land inu, hafi ver.ð tekinn höndum. Tveir óeinkernisklæddir menn hafi haft haiin á brott. Ekki hefur verið staðfest. að fleiri leiðtogar hail verið handtekn- ir af öryggisiögreglu. í morgun var frá því skýrt, að samtökin Tékkóslóvakía — Sovétríkin ha.fi sent frá sér yf- islýsingu, þar sem lýst er yfir fullum stuðningi. við stjórn Dubcek og innrásarliðin hvött til að hverfa heim. f dag lenti flugvél af gerð- inni Tupolev-104 á flugvellin- um í Prag og var hún þéttset- in sovézkum hershöfðingjum. Tékkneskir hermenn voru knúnir til að aka hershöfðingj unum til borgarinnar. Var þeim ógnað af sovézkum her- mönnum. Miðstjórnin á stöð- ugum fundum Miðstjórn tékkneska komm únistaflokksins sat á mikilvæg um fundi * allan dag og voru þar til staðar allir meðlimir miðstjórnarii.nar og einnig Jo sef Lenart. i orsætisráðherra í stjóm Novotnys. f allan da'í streymdu til yf- irvalda traustsyfirlýsingar á stjór’n Dubcek og þess jafn- framt krafiz., að innrásarher- mennirnir hverfi þegar í stað frá Tékkóslóvakíu í sumum yfirlýsingunum er þess kraf- izt, að 14. p ug. flokksins. sem koma átti saman 9. september n.k., yrði þegar í stað kallað til fundar til þess að sam- þykkja íitjcrnarfarsbreytingar Dubcek. Fréttastofan Ceteka sagði í dag, að þar sem flokksráðið í Tékkoslóvakíu hefði ekki leng ur neitt samband við umheim- inn, eins og það var orðað, hefði ^flokkstjórnin í Prag á- kveðið að serda út yfirlýsingu, þar sem innrásin er harðlega fordæmd. Þá hefur fréttastofan skýrt frá því, að ritstjóri Rude Pravo Oldrich Svestka, hafi verið neyddur til að yfirgefa skrif- stofu sína. Hafi vopnaðir sov- ézkir hermenn verið þar að verki. Leiðtogar í stofu- fangelsi Eins og áður segir, er Du- bcek í eins konar stofufang- elsi : bækistöðvum miðstjórn- arinnar í Prag. Samkvæmt ó- staðfestum fréttum sitja þess- if menn einnig með honum í stofufangelsiinu. Josef Smir- bovskij, forseti þjóðlþingsins, Frantizek Riegel, formaður í þjóðarráði flokksins og Josef Spacek, formaður í hinni hug myndafræðilegu nefnd flokks- ins. Nokkru síðar skýrði Ceteka frá því, að íniklar og hávær- ar mótmælaaðgerðir stæðu yf- ir á götum Prag og heyra mætti skothríð fyrir utan skrif stofur fréttastofunnar. Víða mætti heyra miklar sprenging ar og á möi gum stöðum log- uðu eldar. Kl. 10 í morgun hefðu unglingar kveikt í þrem sovézkum skr’ðdrekum fyrir ut an útvarpshúsið í Prag og nokkru síða. »ar tilkynnt. að byggingin siálf stæði í björtu báli. #/Við erum að verja ykkur fyrir Vestur- Þjóðverjum!" Fréttastofan AFP hafði það í dag eftir tékknesku frétta- stofunni Ce.eka, að tékknesk- ir unglingar, sem bynnu rússn esku, hefðu spurt sovézku her- mennina, hvort þeir hefðu gert innrás í landið Hermennirn- ir hefðu svarað: Við erum komnir til að frelsa ykkur frá Vestur-Þjóðverjum. alveg á sama hátt og við gerðum árið 1945. Af og til í dag sagði Ceteka, að búast mætti við því, að fréttastofunui yrði þá og þeg- ar lokað, en hún myndi halda áfram sendingum fram á síð- ustu stundu Yfirlýsing TASS í gærmorgun Tass fréttastofan í Moskva skýrði frá innrásinni í Tékkó- slóvakíu í morgun og gaf þá skýringu, að tékkneskir leið- togar hefðu b.eðið Sovétríkin ásjár vegna yfirgangs andbylt ingarafla í landinu. Sagði fréiiastofan, að hún hefði fengið heimild til að lýsa því yfir, að ilokks- og stjórnar leiðtogar alþýðulýðveldisins Tékkðslóvakiu hefðí farið fram á aðstoð Sovétmanna og ann- arra bancamanna Tékka, bræðraþjóðinm til handa. í yfirlýsirigúnni segir. að andbyltingaröfl hafi vaðið uppi í landinu og leitað samstarfs við eriendar bjóðir sem óvin- veittar séu EÓsíaiistum Hafi þetta verið hættuiegt hagsmun um Sovétrílkjanna og annarra sósíaiistískra landa og ógnun við friðinn í Evrópu. Þá segir í yfirlýsine-nni a? hersveit- irnar verði saliaðar tii baka frá Tékkóskovakíu. þegar nær vera þeirra sé ekki lengur nauð synleg. Að lokum er sagt, að þessar aðaerðir muni ekki snerta hagsmuni nokkurs rík- is. Ákvörðunin um að láta til skarar skríða í Tékkóslóvakíu, hefur augljóslega verið tekin á fundi miðstjórnar sovézka kommúnistafiokksins í gær. Stjórnarmeni. höfðu verið kall aðir á sérstakan fund í Moskva í gær, en margir þeirra voru í fríi. Sovétmenn réttlæta innrás- ina í Tékkóslóvakíu á ná- bvæmlega sama hátt og er her- sveitir þeirri. bældu niður upp reisnina í Ungverjalandi árið 1956. Þessir tveir atburðir eru þó ekki hliðstæðir þar sem innrásin í tmgverjalana var gerð, er uppreisn hafði brot- izt þar út, sn í Tékkóslóvakíu var hins vegar allt með kyrr- um kjörum. þegar hinar er- lendu hersveitir ruddust inn í landið. Árið 1956 voru Rúss- ar einir um _ð bæia uppreisn- ina mður. en nú hafa beir kvatt hersve.tir annarra aðild- arríkja Varsjárbandalagsins með sér tii innrásar í Tékkó- slóvakíu. Lepparnir „Tékkneski- leiðtogar". sem báðu Sovétrikin um að senda hernámslið til lands síns, sögðu síðdeei'1 í dag, að þeir þefðu gert bað til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í Tékkóslóvakiu að því er seg- ir í vfirlv /u sem sovézka fréttastofan I'ASS í Moskvu sendi út. Þessir leiðtogar for- dæmdu jafriframt Novotny- stjórnina gömlu og aðferðir hennar. í langri áskorun til tékk- nesku og slóvönsku þjóðarinn- ar skora leiðtogar þessir, sem Framhaid a Ofcs- 7.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.