Vísir - 10.06.1977, Síða 11

Vísir - 10.06.1977, Síða 11
„Ástandið er uggvœnlegt þótt öll von sé ekki úti" Offjölgun, fæðuskort- ur, umhverfismengun og umhverfisspjöll, — Hvað getur maðurinn gert til að snúa við af þeirri braut sjálfstor- timingar sem hann hef- ur fetað til þessa? Hven- ær þrjóta náttúruauð- iindir jarðarinnar, þær sem eftir eru? — Hversu lengi enn getur jörðin brauðfætt mannkynið og hvað með dýr merkur- innar? Þessar spurningar brenna á vörum manna, sem vaknaö hafa upp viö vondan draum um leiö og þeir gera sér ljóst aö ógætilega hefur veriö haldiö á málum til þessa. A sama tlma koma nafn- kunnir visindamenn úr öllum heimshornum saman til skrafs og ráöageröa I höfuöborg lslands og ræöa möguleika til úrbóta, sem að þeirra dómi þolir enga biö. „Ógnvænleg mynd blas- ir við” „Viö reynum aö draga fram staðreyndir um þróun umhverfis- mála þannig aö fólk geti gert sér grein fyrir hversu uggvænlegt á- standiö er ef ekkert veröur aö gert. Sá er einmitt tilgangurinn meö ráöstefnu sem þessari. Þannig fórust Dr. Nicholas Polunin, framkvæmdastjóra Um- hverfismálaráöstefnunnar, orö á fundi meö fréttamönnum, sem efnt var til vegna umræöna sem fariö hafa fram á ráöstefnunni aö undanförnu. A fundinum sátu I forsvariauk hans prófessor Linus Pauling, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, prófessor Reid A. Bryson frá Bandarlkjunum Don- ald J. Keunen frá Hollandi, próf- essor Edward D. Goldberg frá Bandarlkjunum og Peter Stone frá Bretlandi en hann er ritstjóri umhverfismálablaösins „Development”. A fundinum kom fram aö flestir helstu umhverfismálasérfræð- ingar I heiminum finna slöur en svo til sektarkenndar þrátt fyrir haröoröar ásakanir um aö þeir sjái aöeins „dauöann og djöful- inn” I umhverfismálum framtfö- arinnar og aö þeir beinlfnis hræöi fólk meö þvl aö mála myndina of svarta. — „Ég viöurkenni aö ég er á- kaflega svartsýnn”, sagöi próf- essor Donald J. Keunen, — „enda viröistmér myndin sem blasir viö fremur ógnvænleg.” Átta þúsund milljónír um næstu aldamót Professor Keunen benti á hina geigvænlegu fólksfjölgun sem ætti sér staö I heiminum þrátt fyrir ýmsar ráöstafanir sem geröar hafa veriö I þeim efnum. Fatehsingrao Gaekwad tók I sama streng og rakti ástandiö I heimalandi slnu Indlandi meö samanburöi viö aöra heimshluta s.s. á Islandi, þar sem offjölgun er ekki vandamál, a.m.k. „ekki ennþá” eins og einhver komst aö oröi. I umræöunum á ráöstefnunni héríReykjavIk hefur komiö fram aö þrátt fyrir miklar framfarir I fyrirbyggjandi aögeröum varö- andi fólksfjölgun, er einsýnt aö meö áframhaldandi þróun veröi mannkyniö komiö upp I 8 þúsund milljónir um næstu aldamót. Veröur meö engu móti séö, hvernig hægt verður aö fæöa og klæöa slikan fjölda aö óbreyttum aðstæðum. Eöa eins og prófessor Reid A. Bryson sagöi: „Þaö er gjörsamlega óhugsandi aö koma þvl heim og saman.” Kólnandi veðurfar Prófessor Bryson var spuröur um spádóma og rannsóknir á llk- um fyrir kólnandi veöurfari á jöröinni á næstu áratugum. Sagöi hann að miöbik þessarar aldar, þ.e. frá 1930 til 1960 heföi heföi veriö hlýjasta tlmabiliö I sögu mannkynsins um marga alda skeiö. Hann lagöi þó áherslu á aö engin almenn niöurstaöa væri komin fram i þessum efnum, þótt allar llkur bentu til, aö mögu- leikar á ööru sllku 'hlýindaskeiöi á næstu áratugum væru afar litl- ir. Þvl væri ekki óllklegt, aö veö- urfar færi kólnandi I framtlöinni. Ástæðulaust að gráta Þegar hér var komiö sögu sátu fréttamenn niöurlútir viö boröiö eins og þeir sæju fyrir sér framtlö sem „biöi þeirra þögul og myrk”, eins og Steinn komst aö oröi hér um áriö. Þá kvaddi sér hljóös prófessor Edward D. Goldberg, sem fullvissaöi menn um aö ekki væri öll von úti enn ef rétt yröi á málum haldiö I framtlöinni og Peter Stone, ritstjóri Develop- ment bætti viö, aö ástæöulaust væri að leggjast niöur og gráta þrátt fyrir svart útlit. Prófessor Linus Pauling tók undir þetta og sagöi, aö menn gætu veriö vongóöir þrátt fyrir allt, þótt vissulega væri ástæöa til aö undirstrika hættuna sem fyrir hendi væri þannig, aö viöeigandi ráöstafanir yröu geröar hiö bráö- asta. Mikilvægast í þessu sam- bandi væri aö almenningur væri nú farinn aö gera sér grein fyrir ástandinu. Dr. Polunin bætti viö I lokin aö breytt viöhorf stjórnmálamanna til þessara mála væri einnig afar mikilvægt, en þvl miöur virtust þeir a.m.k. enn sem komiö er, aö- eins hafa áhuga á næstu kosning- um. — Sv.G. INNI í DJÚPUM DAL UNDIR HÁU FJAILI systkinin Bjarni og Disa voru á ferð yfir fjall að vetri til, þegar skall á þau ofstopahrið. Disa var ekki klædd til strangra vetrar- ferða, i kjólgopa, en hafði með sér hangikjöt, sem hún ætlaði að færa einhverjum handan fjallsins. Brátt fraus kjólgopinn utan á Disu svo henni varö erfitt um gang, og tók Bjarni bróöir hennar þá það ráð aö grafa hana i fönn og snúa til byggða eftir hjálp. Siðan var safnað liði og fór fyrir þvi hreppstjórinn með skóflu I hendi og var gengið sem leið lá að tilvis- an Bjarna. Þegar leitarmenn nálguðust staðinn sáu þeir hvar Disa var risin upp og gólaöi ógur- lega. Kjólgopinn stóð i vöndli utan um hana. Hreppstjórinn herti ganginn og barði hana i höfuðið meö skóflunni og fara ekki meiri sögur af Disu. Sigfús virðist ekki alls kostar ánægður meö þessi málalok. Auðvitað lá I augum uppi að hreppstjórinn áleit að Disa væri gengin aftur, enda hafði hann orð á þvi. En þaö má skilja á sagnaritaranum aö ekki hafi þaö nú verið alveg vist. . Leitað náttúru- legum skýringum Hinir frægu Stokkseyrarreim- leikar skömmu fyrir aldamótin, þegar menn höfðust ekki við i verbúð þar á staðnum, og Grimur Thomsen orti um, eins og vitnað er til hér að framan, hafa eflaust átt sina náttúrulegu skýringu. Margt ber i drauma þegar ein- hverjar breytingar verða t.d. á andrúmslofti. Kolsýringseitrun gæti komið fram i martraðarein- kennum og miklum þunga, sem virtust vera helstu fylgikvillar reimleikanna. Og þá er ógetið einhvers mesta spaugs, sem landsmenn lágu undir og trúðu á um langan aldur, en það var úti- legumannatrúin. Vist er að Ey- vindur og Halla lágu á fjöllum og stöku einstaklingar aðrir skamm- an tima i einu. Atján manna sög- urnar úr hellum eru ævintýri á borö við kóngsdæturi og kóngssyni þjóðsagnanna. Grunur leikur á þvi að hver skráð útilegumanna- saga eigi sér tvær hliðar. Maður fer milli byggða og mætir öðrum manni, sem einnig er á leiö milli byggða. Hvor um sig heldur að hann sé að mæta útilegumanni. Upphefst þá flótti eöa árás eftir atvikum. Kannski er stigiö af baki og istaðsólar leystar svo hægt sé aö nota istööin sem bar- efli. Þokuvillur manna oni djúpa dali þurftu ekki að þýöa annaö en villst hafi verið til afskekkts bæj- ar. Og svo stækka auðvitað allar svona sögur i meöferð manna. Gildi þjóðsagnanna Yfirleitt eru sögur þessar á- hrifamiklar og skemmtilega fram settar af sögumönnum. Og I þjóðsögum eru ókjörin öll af ald- arfarslýsingum, persónuþáttum og ævisögubrotum, sem varla hefðu verið skráð, hefði tilefniö ekki verið að rekja fólki ævintýri. Þyrfti I rauninni að gefa út safn úrvals slikra þátta, á borð viö þjóösagnabók Sigurðar Nordals. Koma þá i hug ýmsar frásagnir af mönnum i bókum þeirra Sigfúsar Sigfússonar, Guðna Jónssonar, Blöndu og Rauðskinnu Jóns Thor- arensen svo eitthvað sé nefnt. Lifum í mörgum heimum Nýlega hefur staöið yfir ritdeila um trúna á lifið eftir dauöann, andatrú og viðhorf kirkjunnar manna til þessara atriða. Leik- menn drógust inn i þessa deilu, vegna þess að um andatrú og lifiö eftir dauðann gildir hið sama og þjóðtrúna: þar getur hver talað út úr sinu horni. Sagt var að Sigurð- ur Jónasson hefði ekki lengi verið buinn aö dvelja hinum megin, þegar hann kom fram á miðils- fundi og bauð góðkunningja sin- um hornlóð. Þekktur þingmaður, sem nú er hættur þingmennsku, hafði flest sin tiðindi frá látnum bankastjóra. Þannig lifum við i mörgum heimum misjafnlega á- þreifanlegum og höfum að likind- um alltaf gert. Þjóðtrúin á útleið En raunvisindin þráast við aö leita upplýsinga meöal huldra krafta. Auövitað getur raunvis- indum orðið á i messunni, einkum fái þau ekki nægan tima til undir- búnings, eins og við Kröflu. En hafi þá raunvisindamenn skort tima til að átta sig á stöðunni við Kröflu, mun kona með kvist aö vopni varla leysa úr þeim spurs- málum, sem enn er ósvaraö þar norður frá. Hins vegar er þessi kona vottur þess, að enn lifir i landinu trú á yfirnáttúrulega krafta, og sú trú á að fá að lifa án nokkurrar áreitni. Hún gerir eng- um neitt og finnur hvorki meiri eða minni gufu viö Kröflu en raunvisindamenn. Það má svo teljast til sorgarefna, aö hjátrúin skuli vera á útleið, og sögur skuli ekki lengur hef jast á setningunni: Þaö var inni i djúpum dal undir háu fjalli. Jafnvel kynslóðin sem siðust hafði samneyti viö álfa er nú komin aö fótum fram. Fyrir hundrað árum eða svo heföi fund- ist maður eða kona I landinu sjálfu, sem hefði kunnaö það fyrir sér aö sjá gufu við Kröflu. Og hafi gufumiðillinn ekki verið i sam- hengi viö tiðarandann var hann þó samrunninn einhverri fjöl- skrúðugustu sagnahefö sem nokkur þjóö getur státaö af hvort sem hún á nóg af gufu eöa ekki. „Þaö er svo annaö mál, hvort Magnús Kjartansson heföi samþykkt gufumiöilinn væri hann iönaöarráöherra ... hann heföi aö vlsu hleg- iö minna ...”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.