Vísir - 24.06.1977, Page 3

Vísir - 24.06.1977, Page 3
VISIR Föstudagur 24. júnl 1977 3 ,---1,— 4 fl "* «T» c* Þörungavinnslan á Reykhólum: Tilraunarekstur nœstu þrjá mánuði — allt í óvissu um hvað þá tekur við Nýir aöilar hafa tekiö við rekstri Þörungavinnslunnar á Reykhólum á Baröaströnd. Eru þaö þau sveitarfélög sem þarna eiga mestra hagsmuna aö gæta, ásamt starfsmönnum viö verk- smiöjuna. Veröur þetta fyrir- komulag á um þriggja mánaöa skeið. Ekki er enn ljóst hvaö tekur við að þeim tima loknum, né heldur hvort rikissjóöur mun leggja fram fé til rekstursins þessa þrjá mánuði. Að sögn Þorvarðs Alfonssonar hjá Iðnaðarráöuneytinu verður væntanlega gengið endanlega frá þeim atriöum á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn verð- ur i lok þessa mánaðar. Væntanlega veröur það þvi reynslan af starfi verksmiöj- unnar næstu þrjá mánuði sem sker úr um framtiö Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum, og þar með um framtið þörunga- vinnslu hérlendis yfirleitt. I ráði mun vera að bæta alla aðstöðu til þörungavinnslunn- ar, m.a. með þvi að afla meira magns af heitu vatni, og meo breyttum aöferðum við þang- skurð. Þau sveitarfélög sem tekið hafa að sér starfrækslu verk- smiðjunnar I samráði við starfsmenn og þangskurðar- menn eru Geiradalshreppur, Gufudalshreppur og Reykhóla- hreppur. _ah Tilfinnanlegur skortur á kennslu- tœkjum í Vélskóla Aðsókn að Vélskólanum vex nú svo ört, að útlit er fyrir að neita þurfi jafnvel fleiri nemendum um skólavist á 1. stigi en síð- astliðið haust, en þá var um þrjátíu umsóknum synjað. Skólanum var slitiö fyrir skömmu og við þaö tækifæri gáfu nemendur sem útskrifuðust úr rafmagnsdeild 1967 skólanum kennslugögn i háþrýstivökva- fræði að verðmæti 250 þúsund krónum. Skortur á kennslutækj- um er nú orðinn mjög tilfinninga- legur i skólanum. A siöastliðnu ári voru veittar átta milljónir króna til kaupa á kennslutækjum og þykir forráðamönnum skólans það heldur naumt skorið við nögi. Um 430 nemendur stunduðu nám við Vélskóla íslands i vetur, þar af 379 i Reykjavik en einnig störfuðu vélskóladeildir á Akur- eyri, Isafiröi i Vestmannaeyjum og Keflavik. Alls luku 288 nem- endur vélstjóraprófi af ýmsum gráðum. Auk ofangreindra deilda er I athugun að á næsta skólaári verði starfræktar vélskóladeildir á Akranesi, Neskaupstað og á Sauðárkróki, sem veiti fræðslu til 1. stigs vélstjóraprófs. Fjölbraut- arskóli Suðurnesja hefur nú vél- stjórabraut 1. stigs og er hann fyrsti fjölbrautarskólinn sem hef- ur slika námsbraut. Nú i vor út- skrifuðust þaðan fyrstu vélstjórn- arnir. Búast má við þvi aö fleiri fjölbrautarskólar muni taka upp vélstjórabraut. —AHO Tjaldstœðin opnuð á Laugarvatni Tjald- og hjólhýsasvæðin á Lögð verður áhersla á að Laugarvatni voru opnuð al- koma i veg fyrir ölvun og með- menningi i sumar frá 10. júni. ferð áfengis á sumardvalar- Búist er við að margir leggi leið svæðunum. 1 tjaldmiöstööinni sina þangað, enda verður er til sölu hverskyns ferða- Laugarvatn sifellt vinsælla sem mannavarningur og þar er ferðamannastaður. einnig snyrtiaðstaða. —GA Húll- umhœ um allt land Skemmtiflokkurinn Húllumhæ leggur um næstu helgi upp i ár- lega sumarferð sina um landið, og byrjar að þessu sinni skemmtanahald á Austfjörðum. i flokknum verða i ár hljómsveit Ólafs Gauks eftirhermumeistar- inn Jörundur, sá sem lék hinn kunna Palla i sjónvarpinu, Svan- hildur, og siðan kemur liðsauki frá Bretlandi, sem er dansmærin Lisa Clark, en hún kemur hingað beint frá Spáni, þar sem hún hef- ur dansað fyrir sóldýrkendur aö undanförnu. Eins og áður veröur spilað stutt bingó á hverri skemmtun, en vinningur I hvert sinn er sólarlandaferð með Sunnu. I sumar tekur flokkurinn upp þá nýbreytni, að halda barna- A myndinni talið frá v.: ólafur Gaukur. Jörundur (I gervi Nonna homma) færir Svanhiidi blóm, Benedikt Pálsson (bak við) og Helgi Kristjánsson. A myndina vantar dansmeyna LIsu, sem ekki var komin til landsins frá Spáni þegar myndin var tekin. skemmtanir á þeim stööum þar sem þvi verður við komið. A barnaskemmtununum verða margvisleg atriði, enda er hér um að ræða listafólk, sem talsvert hefur fengist við að skemmta börnum, Jörundur i sjónvarpinu með brúöuna Palla, Svanhildur á hljómplötum og i sjónvarpi, bæði á barnaskemmtunum viða og sama er að segja um hljómsveit Ólafs Gauks. Meöal efnis fyrir börnin verða leikþættir, spurn- ingaþættir, bingó með góðum vinningum frá Tómstundahúsinu, leikir. söngur og grin. Þessa dagana gefst tækifæri aðhlusta á RÍÓ á söngferða- lagi þeirra um landið. FALKINN NÝ FRAB/ER HUOMPLATA!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.