Vísir


Vísir - 24.06.1977, Qupperneq 27

Vísir - 24.06.1977, Qupperneq 27
Verður Friðrik Ólafsson forseti FIDE? m VISIR Föstudagur 24. júnf 1977 ( Símatími lesendasíðu Vísis frá klukkan 13-15. Sími 86611 Umsjón: Hallgrímur H. Helgason 27 ) STYÐJUM FRIÐRIK Það er nú ákveðið að okkar ágæti skákmaður, Friðrik Ólafsson, gefur kost á sér sem forseta FIDE. En þótt hann njóti stuðnings dr. Euwe, nú- verandi forseta, er ekki þar með sagt að hann fái þessa virð- ingarstöðu. Það eru engir smá- kallar sem bjóða sig fram á móti honum. Islenska ríkisstjórnin hefur heitið stuðningi við framboð Friðriks, en ekki er enn ljóst i hverju sá stuðningur verður fólginn. Þetta þyrfti að skýrast sem allra fyrst. Það er talsverð fjöður í hatt- inn að eiga forseta FIDE og fá aðalstöðvar sambandsins hingað til lands. Rikisstjórnir mótframbjóðendanna munu áreiðanlega ekki liggja á liði Þær urðu margar ásjónur Nixons í þáttum Davids Frosts sem sýndir voru nýlega i Bandaríkjunum og verða vonandi sýndir í íslenska sjónvarpinu. Sýnið sjónvarps- viðtöl Nixons Suðurnesjamaður skrifar blaðinu og fjallar þar m.a. um sjónvarpsviðtölin við Nixon fyrrum bandarikjaforseta: „Viðtöl breska sjónvarps- mannsins David Frosts við hinn fallna forseta Bandarikjanna, Richard Nixon hafa vakið mikla athygli viða um heim. Þetta á þó sérstaklega' við um þann hluta viðtalsins, sem fjall- aði um Watergate-málið og af- sögn Nixons. Ég vil nota þetta tækifæri til að skora á forráðamenn is- lenska sjónvarpsins að fá a.m.k. áhrifamestu hluta þessa viðtals til sýningar hér. Ekki er að efa að margir myndu horfa á það efni með athygli hér sem annars staðar.” sinu, auk þess sem skáksam- bönd landa þeirra eru miklu stærri, sterkari og efnaðri en Skáksamband Islands. Það verður þvi að koma í ljós sem alira fyrst að islenska rikissstjórnin hyggist gera veg FIDE góðan ef það kemur hingað til lands. Skákáhugi og skákfréttir fara vaxandi I heiminum. Með því að fá aðal- stöðvar FIDE hingað til lands tryggjum við okkur mikla og góða landkynningu, auk annars góðs sem af þessu leiðir. Það má þvi ekki hika og humma, þar til allt er um seinan. Islenska rikisstjórnin þarf að vinna vel að þvi, ásamt Skáksambandinu, að tryggja að þessi f jöður lendi ekki einhvers- staðar annarsstaðar. —óT. Sóknarkonurnar á vegum heimilishjálpar borgarinnar veita öldruðum og sjúkum borgarbúum ómetan- lega þjónustu i heimahúsum, en eru ekki taldar geta hjálpaö til á sjúkrahúsunum. Þarf þvl aö senda sjúklinga heim vegna sumarleyfa hjúkrunarfræöinga. Vísismynd: JA. HJUKRUNAR- MÁLIÐ ÞARF AÐ LEYSA G. Guöjónsson, Reykjavlk hringdi: Mér þykir þarft aö Visir skuli hafa tekið upp vandamál aldraðs fólks og sjúklinga i höfuðborginni varðandi þjónustu við þá eftir að þetta fólk er sent heim af sjúkra- húsunum. Ég get ekki skiliö þá þröngsýni, sem virðist rikja meðal lækna og stjórnenda sjúkrahúsa i sam- bandi við afleysingar á spitulun- um þegar hjúkrunarfræðingarnir fara i sumarfri. Hvers vegna er ekki hægt að láta sóknarkonurnar leysa vandann á spitulunum i stað þess að senda fólkið sjúkt heim og láta þær annast sjúklingana þar á vegum heimilishjálpar borgar- innar. Það þarf endilega aö vinna ötullega að þessu máli, þannig að leyst verði úr þvi neyðarástandi, sem nú hefur skapast. Mér þótti þaö merkilegt sem kom fram i Visi að starfsfólk heimilishjálparinnar hjá borginni er um 250 manns. Það er miklu umfangsmeiri starfsemi en ég hafði gert mér grein fyrir, en nú kemur vel i ljós hversu þörf hún er. Vonast ég til að Visir taki fleiri þætti þessa máls fyrir og þannig takist að vekja nægilega mikla athygli á þessu máli, til að eitt- hvað róttækt verði gert i þvi. Ég þekki til fjölskyldu sem hef- ur verið í miklum vandræðum vegna veikinda, sem upp komu þar nýlega og heimilishjálpin hef- ur ekki getað sinnt vegna þess álags, sem nú hefur skapast eftir aö fariö hefur verið að senda sjúklingana heim af spitölunum. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu Altikabuoin Hverfisgötu 72. S. 22677 VÍSIR Ég óska aö gerast áskrifandi Simi 86611 Síöumúla 8 Reykjavik "1 Nafn Heimili Sveitafélag ÍMh

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.