Tíminn - 07.09.1968, Side 7

Tíminn - 07.09.1968, Side 7
LAUGARDAGUR 7. septcmber 1968. TÍMINN 7 Únl' mm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jön Helgason og IndritB G. Þorsbeinsson Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiSslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — I iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Vestur-Þýzkaland hefur greitt fyrirstríðsskuldir Þýzkalands Alls var samið um greiðslu á nær 13 milljörðum marka. Gróusögur Mbl. MorgunMaðið afhjúpaði slæma forsögu sína og flokks . síns í landlhelgismálinu, með því að vera eina blaðið, sem ' ekki minntisit á tíu ára afmæli 12 mílna fiskveiðiland- helginnar. Til að breiða yfir þetta, hefur Mbl. gripið til ‘ þess ráðs að búa til tvær Gróusögur og i hef ja pex um þær til þess að draga athyglina frá hinni vondu fortíð SjáLfstæðisflokksins í þessu efni. Önnur Gróusaga Mbl. er sú, að gefið er í skyn, að Ólafur Jóhannesson hafi verið hlynntur aísali einhliða útfærslu- réttarins, sem fólst í því, að samkvæmt samningnum frá 1961 verður að tilkynna Bretum með sex mánaða fyrirvara, ef fiskveiðimörkin eru færð út, og síðan fá Bretar málskotsrétt til Alþjóðadómstólsins, ef ekki semst á tíimabilinu. Hin Gróusagan er sú, að íslendingar hafi barizt á Genfarráðstefnunum 1958 og 1960 fyrir því að lögbinda 12 fiskveiðilögsögu sem alþjóðareglu, og því hafi þeir getað fagnað fullum sigri með landhelgis- samningnum 1961. Fyrri Gróusögunni nægir að svara með því að birta eftirfarandi kafla úr ræðu, sem Ólafur Jóhannesson flutti, þegar landhelgissamningurinn var til umræðu í Sameinuðu þingi 2. marz 1961: „ÞaS ákvæði þessa samnings við Breta, sem að mínum dómi er langsamlega háskalegast og ógeð- feldast, er skuldbindingin um að tilkynna Bretum með sex mánaða fyrirvara,, er færa á út landhelgis- línuna í framtíðinni. Þessi skuldbinding felur það óbeinlínis í sér, að við viðurkennum Breta sem einskonar samningsaðila um útfærslu fiskveiðimark- ana eftirleiðis, að við hverfum frá landgrunnslögun- um frá 1948, en þau eru byggð á þeirri forsendu, að allt landgrunnið umhverfis ísland tilheyri því. Frá þeirri reglu er horfið með þessum samningi. En frá landgrunnsstefnunni á alls ekki að hopa, því að miðað við þá þróun, sem átt hefur sér stað í landhelgismál- inu til þessa, er hvort tveggja sennilegt, að innan tíðar verði þörf nýrrar, verulegrar útfærslu og að alþjóðalög viðurkenni rýmri rétt fiskveiðiþjóða í þessu efni en nú. Með þessu tilkynningarákvæði er opnað fyrir samningaviðræður við Breta hverju sinni, og þá fer niðurstaðan eftir því, hverjir þá halda um stjórnvölinn í þessu landi. Hér er um að tefla hreinan nauðungarsamning, sem felur í sér það tvennt, að opna landhelgina fyrir ' Bretum og torvelda frekari útfærslu fiskveiðilögsög- unnar um ófyrirsjáanlegan tíma eða loka þar jafnvel leiðum. Þess vegna er stundarfriðurinn í landhelgis- deilunni við Breta of dýru verði keyptur að mínum dómi." Þessi ummæli Ólafs Jóhannessonar á Alþingi 1961 hnekkja fyrri Gróusögu Mbl. til fullnustu. Um afstöðu íslands á ráðstefnunum 1958 og 1960 er það að segja, að stuðningur þess við 12 mílna mörkin sem aðalreglu, var jafnan bundin því skilyrði að það yrði jafnframt samþykkt, að strandríki, sem byggði af- komu sína aðallega á fiskveiðum, hefði víðtækari út- færslurétt. Slíkt ákvæði er hvergi að finna í landhelgis- samningnum 1961. Þess vegna var hann stórfellt undan- hald frá stefnu íslands á umræddum ráðstefnum. En aumur er málstaður þess flokks, sem verður að láta aðalblað sitt búa til hreinar Gróusögur til að dylja fortíð sína í einu mikilvægasta sjálfstæðismáli þjóðar- innar. Eins og kemur fram I eftirfarandi grein, hefur stjórn Vestur-Þýzkalands tekið að sér að greiða fyrir stríðsskuldir fyrir Þýzka- land allt. Austur-Þýzkaland hefur því losnað við þessar skuldagreiðslur. Hins vegar hefur Austur-Þýzkaland orð ið að greiða Rússum stór- felldar stríðsskaðabætur en Vestur-Þýzkaland hefur sloppið við slíkar greiðslur. Segja má því að Austur- Þjóðverjar hafi greitt stríðs skaðabætur fyrir Þýzkaland allt. Engar glöggar upplýs- ingar eru fyrir hendi um það, hve miklar striðsskaða bætur Austur-Þjóðverjar hafa orðið að greiða Rúss- um. Það eitt er víst, að þær hafa verið mjög stórfelldar. Á SÍÐASTLIÐNU vori voru liðin 15 ár frá,því að undir- ritaður var í London samning ur um erlendar skuldtoinding- ar og greiðslur Þýzkalands, og á þessu tfmabili hefur ekki aðeins verið staðið við þau loforð, sem stjórnin í Bonn gaf þá, heldur hafa greiðslur jafnvel verið örari en gert var ráð fyrir. Það voru alls 12,? milljarðar, marka, sem stjórnin í Bonn tók að sér að greiða, og af þeim eru nú aðeins uan tveir milljarðar marka ógreiddir. Má því segja með nokkrum sanni, að náð hafi verið þvi marki, sem um var rætt í for- sendum fyrir samningsgerðinni — „að ryðja á brott þeirn hindrunum, sem eru í vegi fyrir eðlilegu viðskiptasam- bandi sambandslýðveldisins Þýzkalands og annarra ríkja.“ Undanfari skuldasamnings þessa voru erindi, er fóru milli stjórnarinnar í Bonn og stjórn gr hernámsveld anna og fjöll- uðu um endurnýjun sjálfstæðis Vestur-Þýzkalands. Höfðu er- indaskipti þessi hafizt 23. okt 1950. f þeim var Bonnstjóm in viðurkennd sem „eina þýzka ríkisstjórnin, sem gæti talað fyrir Þýzkaland og komið fram fyrir þess hönd á alþjóðavett- vangi.“ Ennfremur segir í er- indum þessum, að ..sambands- stjómin hefur heimild til að taka við réttindum hins fyrr- verandi þýzka ríkis og taka að sér skuldbindingar þess.“ Með þessum hætti tók stjórnin í Bonn að sér greiðslu allra þýzkra skulda. Tilgangurinn var fyrst og fremst að endur- reisa lánstraust Þjóðverja á alþjóðavettvangi og treysta trú annarra þjóða á, að vestur- þýzk stjórnarvöld mundu standa við öll heit á sviðl stjómmála og viðskipta. Á SVIÐI alþjóðlegra við- skipta og fjármála hafði traust inu hrakað í rikum mæli, því að dregið hafði verið mjög úr skuldagreiðslum þýzka ríkisnis eftir 1933, en síðan hafði þeim verið hætt alveg, þegar styrj- öldin brauzt út. Bonnstjórnin taldi því nauðsynlegt, að efla LUDViG ERHARD — hann samdi um fyrirstríðs- skuldirnar. alþjóðlegt lánstraust sitt, og þess vegna tilkynnti hún her- námsstjórn bandamanna 6. marz 1951, að hún tæki að sér fyrirstríðsskuldir Þjóðverja og viðurkenndi, að endurgreiðsla þeirra skulda, sem til hefði verið stofnað vegna efnafaags- hjálpar við Þýzkaland, skyldi njóta forgangsréttar um greiðslu umfram allar aðrar kröfur á hendur Þýzkalandi eða þýzkum þegnum. Auk þess kvaðst hún reiðubúin til að taka að sér greiðslu á kröfum einstaklinga á hendur Þýzka- landi eða þýzkum þegnum. Upp úr þessu voru hafnar samningaviðræður I London, og urðu þær bæði flóknar og tímafrekar. Við samningamönn um blasti sú staðreynd, að skuldirnar höfðu margfaldazt á ýmsan og ruglingslega mis- munandi hátt á liðnum árum, svo að næsta erfitt var að slá föstu, hverju þær næmu í raun réttri. Þjóðverjum fannst, að ekki yrði hjá því komizt, að heildaruppfaæðin yrði minnkuð og greiðslutimi hafður sem lengstur. Þá var það og til trafala, að ágrein- Ingur var að gera sér þess greim, hver verða mundi greiðslugeta þýzks efnafaagslifs á komandi tímum, þvi að hún var mjög takmörkuð, þrátt fyrir verulega uppbyggingu á fyrstu árunum eftir stríðið. Auk þess varð að taka tillit til þess, að sambandslýðveldið náði ekki yfir veruleg land- flæmi, sem tillheyrt höfðu Þýzkalandi áður. Loks var aug ljóst, að efnafaagslíf Þýzka- lands gæti ekki þróazt á heil- brieðan hátt, ef greiðslur væru ekki takmarkaðar við gjaldeyr istekjur af útflutningi og ekki þyrfti að grípa til varasjóða til að inna slikar greiðslur af hendi. ÞEGAR öll þessi atriði höfðu verið vegim og metin, komust aðilar að samkomulagi. Áætlað var, að fyrirstríðsskuld ir og vaxtaskuldir þýzka ríkis- ins, héraðsstjórna og samfé- laga, auk iðnaðarskulda verzl unarskulda og skulda einstakl inga, næmu að gullgildi 13,3 milljarða D-marka. Við samn- inga lækkuðu lánardrottnar þessa uppfaæð í 7,3 milljarða DM. Aðalatriðið varð að úti- standandi fjárfestingarskuldir skyldi greiða að fullu, en hins vegar skyldi gefa afslátt af föllnum vöxtum og væntanleg um vöxtum. Loks var samið um, að vissar vaxtaskuldir skyldu látnar báða, unz Þýzka- land hefði verið sameinað á ný. Skuldasamningarnir i Lond on fjölluðu á hinn bóginn ekki um hinar nýju skuldbinding- ar sambandsstjórnarinnar, fyr- ir utan í té látna efnaihags- hjálp, t.d. Marshallhjálpina. Ekki var heldur fjallað um bætur ísrael til handa, sem sér stakur samningur fjallaði um. Varningur og þjónusta, sem hér var um að ræða, nam að verðmæti 3,55 milljörðum marka, sem greiddar voru til fullnustu á áruoum 1953—1966. Annar aðalþátbur Lundúna- samninganna fjallaði um til- högun greiðslu fyrir efnafaags- hjálp þá, sem Bretland, Frakk land og Bandaríkin höfðu veitt eftir stríð, en auk þess var sérsamningur við Daomörku vegna greiðslu á þeim kostn- aði, sem orðið hafði af dvöl þýzkra flóttamanna þar í landi á árunum 1945—1949. Kröfur lánardrottna námu í upphafi 16 milljörðum marka, en voru lækkaðar í 7 milljarða. Sam- tals nam skuldarupphæðin þvf 14,3 milljörðum D-marka, en við nánari útreikninga lækkaði hún í 12,8 milljarða. AF þessari fjárfaæð er nú búið að greiða rúmlega 10 milljarða, auk 3,45 milljarða til ísraels, og má þetta fyrst og fremst þakka hagstæðri gjaldeyrisöflun Þýzkalands. — Þau vandamál og sá kvíði, sem þrúgaði Lundúnaráðstefnuna, telst nú ti! sögunnar. Þó verða menn að hafa í huga, að skuld arupphæð sú, sem viðurkenmd var í London, nam þá helm- ingi ríkistekna Vestur-Þýzka- lands. Þeir rúmu tveir milljarð ar marka, sem enn eru ógreidd ir nema hins vegar aðeins broti af héildarfjárhæð núgildandi fjárlaga sambandslýðveldisins. Þjóðverjar hafa þess vegna sýnt, að þeir hafa staðið við skuldbimdingar sínar með sæmd. Af skuldum vegna efnafaags hjálpar eftir stríðið er eftir að borga 1,3 milljarða marka. Danmörk, England og Frakk- land hafa fengið sinar kröfur að fullu greiddar, og upp í skuldina við Bandaríkin hefur ríkisbankinn fengið einn mill jarð, svo að eftir standa að- eims 300 milljónir marka. Sið- asta greiðsla þeirra verður innt af hendi árið 1971. Lokagreiðslur á fyrirstríðs- skuldum fara að nokkru leyti fram eftir all-langan tíma. Loka greiðsla Dawes-lánsins frá 1924 fer fram á næsta ári, en síð- asta afborgun Vong-lánsins frá 1930 fer ekki fram fyrr en 1980, og Kruger-eldspýtnalánið sem Þýzkaland tók 1930, verð ur greitt að fullu árið 1994.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.