Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 29. sept. 1968. TIMINN 3 Englendingum hefur jafnan verið gjarnt á að gagnrýna klæðaburð og útlit konungs- fjiölskyldu sinnar. Einna lengst í þessu efni hefur enska blað- ið Nova gengið, og fyrir nokkru voni starfsm. blaðsins sendi.r til Parísar, sem enn sem komið er telst aðaitízku- borg heims. Þessir menn höfðu me'ðferðis nokkur hundruð myndir af drottningunni, fóru með þær til nokkurra fegrun- arsérfræðinga, sem lagfærðu myndirnar, og hér á myndinni sjáum við, hvernig drottningin liti út ef þeir fengju að ráða. — Augnabrúnirnar eiga að vera þynnri, munnurinn á ekki að líta út eins og rautt sár, húðin er með of mikið af dauð um frumum og virðist vera of þurr að dómi fegrunarsérfræð inganna frönsku. Blaðið heldur því einnig ★ Þessi mynd var tekin í Plzen í Tékkóslóvakíu, þegar Ludvik Svoboda kom í heim- sókn til Skoda-verksmiðjanna þar. Ung stúlka kom og færði honum blómvönd frá verka- mönnunum þar, sem fögnuðu hoDum óspart. Hér er hann að þakka stúlkunni. frasn, að það myndi hressa upp á vaxtarlag drottningarinnar ef hún klæddist tízkufatnaði frá Oourréges, en drottningin er þjóðernissinni og brezk skulu fötin vera. Auk þess verð ur hún að fara eftir ströngum reglum í samibandi við klæða- burð. Hún á að vera í þægi- legum skóm, svo að hún geti staðið lengi. Pilsin eiga að vera hæfilega síð, svo að hún geti skammlaust farið út og inn í bifreið, hún á að bera tösku með hanska, svo að hún geti smeygt henni upp á handlegg- inn og haft hendurnar frjáls- ★ ar, og auk þess mega h-vorki hattur né hárgreiðsla skygga á andlitið. ★ — Það verður stórkostlegt að hætta að umgangast svona margar fallegar stúlkur, að maður hættir að sjá að þær séu fallegar, og að losna við að brosa eftir skipun. — Þetta voru orð Roger Moore, öðru nafni Simon Templers, þegar lokið hafði verið töku síðasta dýrlingsþáttarins. — Það þekk ir enginn lengur mitt rétta nafn, sagði dýrlingurinn, — og í hvert sinn, sem viðtal er við mig í sjónvarpi, er alltaf sett- ur um mig geislabaugur. Roger Moore mun hér eftir aldrei leika framar í kvikmynd um um dýrlinginn. Innan skamms mun hann leika í þrem kvikmyndum, sem sýnd- ar verða í kvikmyndahúsum. En það eru fleiri en dýrling- urinn, sem eru orðnir leiðir á að leika stöðugt í sjónvarps- þáttum. Má þar nefna Patrick MeCohan harðjaxl, og Rey- mond Burr, sem hefur leikið Perry Mason árum saman. Patrick hefur náð geysilegum vinsældum, jafnvel svo hon- um þykir nóg um, og hefur hann orðið að flýja land þar sem sjónvarpsaðdáendur hans hafa setzt að í námunda við hús hans í London og fylgzt með hverri hans hreyfingu í gegnum kíki, og þegar iögregl an bannaði honum að byggja háa girðingu umhverfis húsið seldi hann húsið og hvarf af sjónarsviðinu í bili. Rejrmond Burr hefur leikið Perry Mason í níu ár og er hann talinn sá leikari, sem mesta alúð og áherzlu leggur á starf sitt, enda á hann enga fjölskyldu. Hann hefur reynt margt um ævina, meðal ann- ars var hann smali, fulltrúi og sjómaður. En eftir það gekk hann í herinn og særðist hættulega í seinni heimstyrj- öldinni og lá marga mánuði á sjúkrahúsi. Hann er þrígift- ur. Fyrsta kona hans lézt í flugslysi, aðra konu sína skyldi hann við, og hin þriðja lézt úr krabbameini. Hann eign aðist aðeins eitt barn, sem lézt úr blóðsjúkdómi tíu ára gamalt. í dag er það vinnan, sem hefur mest að segja fyrir hann, en áður en langt u-m líð * ur hefur hann hugsað sér að giftast og eignast börn. Ray- mond Burr er nú fimmtugur að aldri. ★ Aðalumrœðuefni Bandaríkja- manna um þessar mundir er það, hvort eigi að leyfa fólki að eiga skot-vopn eða ekki. Hluti Bandaríkjamanna segir: Það hefur alltaf verið réttur frj-álsra Bandaríkjamanna að bera vopn, svo að hann gst.i varið sig og sína. Aðrir seg-ja: Löghlýðnir borgarar þurfa ekki á skotvopnum að halda. Þeir benda einnig á, að frá því um aldam-óitin hafi fleiri látið lífið af völdum skot- vopna (í sam-bandi við morð, slys og sjálfsmorð) heldur en þeir Bandaríkja-menn sem hafa látið lífið í styrjöldum Banda ríkjamanna, þar með taldar heimstyrj-aldirnar báðar, stríð ið í Vietnam og Kóreustríðið. ★ Það er ekki oft, sem eittihvað skemmtil-egt gerist í sambandi við afbrot, en eftirfarandi at- burður gerðist ekki alls fyrir löng-u í Gautaborg. Þrjátíu og tveggija ára gömul kona var ein á gangi á götu þar í borg um miðja nótt. Allt í einu réðist á að gizka hálffimmtug ur maður á hana. Hún barðist um á hæl og hnakka til þess að losna. Allt í einu öskraði árásarmaðurinn upp yfir sig skelfingu 1-ostinn: Hjálp! Hún hefur misst höfuðið. Hvað hef ég ger-t? Lögregla! Lögregla! Og siðan hl-jóp hann eins og fætur toguðu. Konan lagfœrði föt sín og burstaði af sér og tók eitthvað u-pp úr götunni. Síðan fór hún á næstu lögreglu stöð og til-kynnti atburðinn. Höfuðið var enn á sínum stað, en það var hárkollan sem hún missti. ★ Fyrir n-okkru kom hár og velklæddur maður inn á lög- reglustöðina í Middleton og kastaði þar skammbyssu á borðið og sagði: — Ég vil gjarnan gera allt til þess að fólk afhendi skotvopn sín. Á örfáum árum hef ég misst tvo vini mína af völdum skot- vopna. Maður þessi var Willi- am Manohester rithöfundurinn sem skri-faði hina u-mtöluðu bók, Morð forseta. Næstum um sama leyti og þetta átti sér stað ávarpaði leikarinn Warr en Beatty 30 þús. manns, sem var við baseballkappleik í San Francisko. Hann hvatti alla til þess að afhenda skot- vopn sin. Áheyrendur skiptust í tvo hópa með og móti. Það var Warren Beatty, sem lék hinn skotóða glæpamann í kvik myndinni Bonny og Clyde.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.