Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 9
'8UNNUDAGUR 29. sept. 1968. TIMINN 9 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) 7 Af- greiðsluslmi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f. Samvinnuskólinn Fyrir nokkrum dögum var Samvinnuskólinn settur í fimmtugasta sinn. Sú menntastofnun hefur ekki aðeins verið einn af burðarásum samvinnustarfsins í landinu, heldur haft mikil og varanleg áhrif á þjóðlífið allt. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu stofnaði Samvinnu- skólann fyrir hálfri öld, voru veraldleg stofnefni harla naum, en Jónasi tókst að gera skóla sinn að einni merki legustu menntastofnun félagslegrar vakningar í landinu og blása lífi hugsjóna í viðhorf nemenda sinna. í snjallri grein, sem Guðmundur Sveinsson, núver- andi skólastjóri, skrifaði um Jónas Jónsson og Samvinnu skólann eftir lát Jónasar á s.l. sumri gat hann um það merkilega skólaviðhorf Jónasar að líta á skólann og kennslustarf sitt sem þjálfun og undirbúning undir hið raunverulega nám lífsins, og þegar hann kvaddi nem- endur sína að lokinni skólavist, var hann ekki að út- skrifa þá frá námi heldur innrita þá til náms í lífinu. Meðan Jónas gegndi ráðherrastöðu var dr. Þórkell Jóhannesson skólastjóri Samvinnuskólans, mikilhæfur sagnfræðingur og ágætur kennari. Á Guðlaugi Rósin- krans, sem lengi var yfirkennari skólans, hvíldi daglegt starf mjög, og hann átti mikinn þátt í stjórn hans. Með Guðmundi Sveinssyni og flutningi Samvinnuskól- ans að Bifröst í Borgarfirði verða tímamót í starfi skól- ans. Guðmundur hefur að allra dómi leyst það forystu- hlutverk af hendi frábærlega vel. Honum var mikill vandi á höndum að gera það tvennt að vernda og efla lífæðina frá Jónasi í skólastarfinu og jafnframt finna nýjan farveg nýs tíma og nýrra viðhorfa og verða við nýjum kröfum. Starf skólans í alveg nýjum stakki lagði einnig margan vanda á herðar- Guðmundur Sveinsson hefur leyst þennan vanda með skilningi, víðsýni og skörungsskap. Skólinn heldur enn hátt á loft merki félagslegrar vakningar í anda samvinnuhugsjónarinnar, og hann veitir meiri fræðlu og þjálfun en fyrr. Til marks um álit skólans er það, að 288 ungmenni sóttu um það að fá að setjast í neðri deild skólans á þessu hausti, eða sjö sinnum fleiri en að komust. Þetta sýnir, að full þörf er fyrir annan samvinnu- skóla í landinu og fleiri stig samvinnufræðslunnar í margri mynd. Á þessu er fullur skilningur, og nú mun á næstunni efnt til sérstakrar ráðstefnu um framtíðar- skipan skólamála samvinnumanna, Lokað þing Þegar ungir Framsóknarmenn héldu þing sitt á Laug- arvatni fjrir skömmu, opnuðu þeir það fréttamönnum blaða, útvarps og sjónvarps og öllu fólki, sem óskaði að hlýða á umræður og fylgjast með störfum þingsins. Þetta var í fyi-sta sinn, sem þing stjórnmálasamtaka var haldið fyrir opnum tjöldum, og létu ungir Fram- sóknarmenn í Ijós þá von, að önnur stjórnmálasamtök myndu feta í fótspor þeirra. Um þessa helgi er haldið þing ungra Sjálfstæðismanna, en því miður hafa hinir ungu menn í Sjálfstæðiflokknum ekki treyst sér til að hafa það opið fréttamönnum og öllum almenningi og fer þingið því fram fyrir luktum dyrum. Það er ekki nóg fyrir unga Sjálfstæðismenn að apa fundaefni eftir ungum Framsóknarmönnum. Þeir verða líka að sýna í verki að þeir raunverulega vilji opnari og frjálsari stjórnmálastarfsemi. Ungt fólk á íslandi spyr ekki aðeins um orð heldur einnig efndir og því miður hafa ungir Sjálfstæðismenn fallið á fyrstu prófrauninni. Forustugrein úr „The New York Times“ Sérhver, sem greiðir Wallace atkvæði, óvirðir þjóðina 1 Oánægja réttlætir ekki, aS menn fremji hreina vitleysu MILLJÓNIR Bandaríkja- manna eru reiðir eða æstir, eða bera í brjósti óljósan ótta. Ástæður og orsakir þessarra tilfinninga eru eins margvís- legar og fólkið sjálft. Margir — ef til vill meiri hlutinn — eru reiðir vegna þess, að styrj- öldin í Víetnam dregst á lang- inn og sýnist vera að verða að æ tilgangslausara þrátefli. Ungum mönnum gremst skráningarkerfið í herninn, en það er óréttlátt og reikullt og knýr þá til að fara og taka þátt í styrjöld, sem þeir hafa engan áhuga eða trúa á. Rosk- ið fólk er gramt róttækum stúdentum, sem sækja það fast ar að trufla háskólana en að tileinka sér menntun þeirra, sem eldri kynslóðirnar dreymdi um og lögðu á sig fórnir til að korha á. Enn aðrir eru í uppnámi vegna hippíanna með langa, ó- hreina hárið og lífsháttu, sem virðast tilgangslausir. Og með- al hinna óánægðu eru einnig margir negrar, með fornar, lög mætar kröfur, sem enn eru ó- fullnægt. Andspænis negrun- um Standa hvitir menh, sem eru að vísu velmegandi og vel haldnir sjálfir, en trúa því eigi að síður, að efnahagsframfarir og réttlæti öðrum til handa hljóti með einhverjúm hætti að bitna á þeim. AÐ baki þessum æstu, stríð- andi tilfinningum leynast sennilega að einhverju leyti síðbúin viðbrögð við hin- um hryggilegu morðum í vor, þegar þeir dr. Martin Luther King og Robext F. Kennedy féllu. Báðir ..trufluðu þeir frið inn“ í hinni góðu og skap- andi merkingu, eða unnu gegn óréttlætinu. En dauði þeirra hefir haft þau undarlegu og grátbrqslegu áhrif að styrkja öfl aðgerðaleysis eða aftur- halds, sem þeir börðust gegn. Margir kjósenda vita nú ekki hvað þeir vilja í utanríU ismálum eða hvað snertir stefnuna í félagsmálum innan lands. Hið eina, sem þeir gera sér grein fyrir að vilja um- fram allt annað, er — svo að notuð séu orð stjórnarskrár innar — „að tryggja kyrrð í þjóðfélaginu.“ SÁ, sem hefir stjórnmálahag af gremjunni og óánægjunni í þjóðfélaginu, er George C. Wallace, fyrrverandi fylkisstj í Alabama. Niðurstöður opin berra skoðanakannana benda til, að fimmti hver kjósandi kunni að greiða honum at- kvæði. Líklegt er, að hann beri, sigur úr býtum í átta eða níu fylkjum sunnantil í Bandaríkj- unum og hann kann einnig að ráða úrslitum í öðrum fylkj- um syðst í landinu eða mið- vestur fylkjunum sumum. Hreyfing Wallace er með öðr um orðum orðinn snar þáttur í stjórnmálum þjóðarinnar, Þrátt fyrir þetta er Wallace gersamlega ófær um að vera forseti Bandaríkjanna. Hann telur fáfræði sína og reynslu- WALLACE leysi meira að segja til með- mæla. Hann heldur því fram. að sérhver venjulegur þegn gæti gert betur en hinir „til- nefndu leiðtogar“ beggja flokka, sem hafa haft stjórn- artaumana í hendi sér. Hann var fyrir skömmu að svara gagnrýnendum, sem héldu fram, að hann vissi ekk- ert um utanríkismál, og sagði þá við áheyrendur sína: „Ég leyfi mér að spyrja, hvað Re- publikanaflokkurinn og Demo krataflokkurinn viti um þessi mál? Þeir hafa borið ábyrgð á ríkisstjórninni undangengin fimmtíu ár og við höfum háð fjórar styrjaldir, höfum eytt 122 milljörðum dollara (í að- stoð við erlend ríki), erum fé- vana og eigum færri vini en nokkru sinni áður, og við verð- um að sætta okkur við, að kommúnistar vaði upp í Banda ríkjunum sjálfum." ÞJÓÐIN hefur heyrt þetta þvaður áður enda þótt að Wal- lace hafi sennilega þann heið- ur að vera fyrsti frambjóðandi við forsetakjör, sem heitir því, að leggist einhver niður fyrir framan bílinn hans skuli hann hiklaust myrða hann með því að aka yfir hann. Þessi geigvænlega ógnun, sem Wallace lætur sér sífellt um munn fara. undirstrikar kröfu hans um ofbeldi Hann talar um lög og reglur, en þar er um að ræða hina löglausu reglu, sem aftökumaðurinn án dóms og laga kemur á með kaðli sínum os Ku Klux Klan- maðurinn með nautasvipunni sinni. Wallace ræðst ekki gegn negrum í orði kveðnu. en heit- ir í raun og veru. að klekkja á róttækum stúdentum, síð- hærðum hippíum og frjálslynd um starfsmönnum stjórnar- valda með sama, ómjúka lík- amlega aflinu og hvítir menn í suðurfylkjunum beittu við negrana á sinni tíð. í stjórn- málunum er hann tákn þeirra, sem brenna skóla, sprengja kirkjur í loft upp og fara her- ferðir á náttarþeli. Bandaríkjamenn verða að gera upp við sig, hvort óánægja þeirra sé svo djúptæk, gremja þeirra svo beizk, að þeir séu reiðubúnir að fylgja þessum boðanda ofbeldisins og reiðinnar á þann leiðarenda, sem þeir vita ekki hvar er. TIL eru viðskiptajöfrar, hin n ir svonefndu „feitu kettir“ í K Dallas, St. Petersburg og Los 1 Angeles, sem hafa eignazt a feikna mikil auðæfi síðast liðin n þrjátíu ár, meðan þjóðin laut g stjórnmálaforustu, sem þeir fyrirlitu. Sumir þessara manna leggja Wallace fé í baráttunni. Þeir verða nú að gera upp við sig, hvort peir séu í græðgi sinni og andvaraleysi í stjórn- málum reiðubúnir að feta í fót- spoí þýzku auðjöfranna á fyrri hluta fjórða tugs aldar- i innar, og ætli að halda á- | fram að kosta baráttu lýðæs- ingamanns, sem þeir vita ekki né sjá eða hafa vald á, hvert stefnir að lokum. Til eru íðnverkamenn, sem hafa fengið mjög verulega bætt lífskjör síðustu árin og öðilazt fjárhagslegt öryggi. Þeir verða nú að spyrja sjálfa sig, hvort þeim sé svo mikið kappsmál að „klekkja á negrunum" — eins og verkalýðsleiðtogi einn í New Jersey komst að orði — að þeir ætli að greiða þessum orðliðuga ævintýramanni at- kvæði. Til eru ungir menn, sem sækja fundi Wallace. Þeir | verða að spyrja sjálfa sig — hver svo sem andúð þeirra á Hubert Humphrey og Richard Nixon kann að vera — hvort þeir haldi í raun og veru, að maðurinn. sem rekur höfuðið upp fyrir skothelda ræðustól- inn, nálgist á nokkurn hátt að hafa til að bera þá réttsýni. víðtæka skilning, miskunnsemi og meðlíðan, sem krefjast verð ur af forseta Bandaríkjanna. / SÝKING nerjar þjóðina. Hún verður ekki læknuð með því að horfa í aðra átt eða láta svo sem hún sé ekki til. Hreyfing Wallace er af hinu vonda. George C. Wallace er ekki hæfur tii að vera forseti Bandaríkjanna. Hann er ekki einu sinni þess verður að vera nefndur á nafn í sömu andrá og forsetinn. Þjóðin þarf ekki á nokkurn hátt á falsi hans, dylgjum, of- beldishneigð eða óskynsemi að halda. Sérhver karl eða kona, sem greiðir honum atkvæði, ó- virðir bjóðina með því tiltæki. Látum oss Bandaríkjamenn á- kveða að segja skilið við þenn- an lýðskrumara í eitt skipti fyrir öll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.