Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 8
TIMINN SUNNUDAGUR 29. sept. 1968. Þjóðstjómin 1939 í sambandi við þær viðræð- ur stjórnmálaflokkanna, sem nýlega eru hafnar, hefur nokk uð verið vitnað til þess, þegar hín svunefnda þjóðstjórn var mynduð vorið 1939. Aðstæður þá voru þó svo ólíkar því, sem nú er, að slíkur samanburður hefur lítið gildi. Því til árétt- ingar þykir rétt að benda á eftirgreind atriði. Ríkisstjórnin, sem sat að völdum 1939, þegar viðræður um þjóðstjórnarmyndunina fóru fram, var minnihlutastjórn Framsóknarflokksins, er naut fótímabundins hlutleysiis Al- þýðuflokksins. Hún átti yfir hofði sér vantraust næstum hvenær sem var. Vegna klofn- ingsins, sem nýlega var orð- inn í Alþýðuflokknum, var úti lokað að endurnýja samstarf hans og Framsóknarflokksins. Eini möguleikinn til að mynda meirihlutastjórn var að koma á samstarfi Framsóknarflokks ins, Sjál'fstæðisflokksins og Al- |þýðiuílokk£|iins, þar sem ekki var grundvöllur fyrir stjórnar sani'starf milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins eða milli Aiþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Alþýðuflokkurinn eða Fram- sóknarflokkurinn vildu vinna með Sjálfistæðisflokknum ein- um, eins og ástatt var. Þótt Framsóknarfi^kkurinn færi með ríkisstjórnina, hafði hann ekkert sterkari aðstöðu í viðræðunum um stjórnarmynd un en hinir flokkarnir, þai;1 sem þeir gátu fellt minnihlutá stjórn hans hvenær sem var. Óþarft var því fyrir ríkisstjórn hans að segja af sér til þess að skapa flokkunum jafnræðis- stöð uvið samningaborðið. Nú er hins vegar þannig á- statt, að ríkisstjórnin er meiri hlutastjórn, sem að vísu styðzt við tvo flokka, en samvinna þeirra er svo náin, að erfitt er að sjá hvor er hvor. Meðan ríkisstjórnin segir ekki af sér, hafa þessir flokkar því ólíkt betri samningsstöðu en stjórn a r andstöðuflokkamir. Þess vegna er út í hött, meðan ríkisstjórnin segir ekki af sér, að bera saman samnings aðstöðu stjórnarflokkanna nú og Framsóknarflokksinis 1939. Stríðshættan Vandamálin, sem glímt var við 1939, voru líka allt önnur og meiri en þau, sem nú er fengizt við. Þjóðin hafði bú- ið við stöðugt kreppuástand, aflaleysi og markaðshrun óslit ið i nær heilan áratug eða síðan á síðari hluta ársins 1930. Við þetta bættist svo, að stríðs hættan jókst með hverjum degi. Nauðsynlegt var því að undir búa ráðstafanir með tilliti til þess, að styrjöldin gæti haf- izt hvenær sem var. Um þetta fórust Hermanni Jónassyni svo orð, þegar hann tilkynnti mynd un þjóðstjómarinnar: „Þegar og stöðugt syrtir að í alþjóðamálum og stríðshætt an virðist vaxa ört með hverj um degi, væntj ég þess af hverjum góðum íslendingi, að hann skilji það sjónarmið, að það sé nauðsyn, að þjóðin mæti þeim erfiðleikum, sem óflrið ur myndi valda, sem heild, Fáir atburðir hér hafa vakið jafnmikla athygli og jafnteflisleikur Vals og Benfica á dögunum, í Evrópukeppninni í knattspyrnu, enda mjög sjaldgæft, að áhugamannalið nái svo ai.hyglisverðum árangri í þessari miklu keppni. Og á morgun halda Valsmenn utan og heyja síðari leikinn við Benfica á miðvikudag í Lissabon og verður sá leikur einhver erfiðasta keppnl, sem íslenzkir íþróttamenn hafa háð. — Myndin hér að ofan er frá leik liðanna á Laugardalsvelli. Landsliðsmaðurinn portúgalski, Simoes, spyrnir á mark, en Sigurður Dagsson í marki Vals er vel á verði, eins og ávallt í leiknum. o§ málofni en ekki í hörðum deilum hver við annan.“ Þrátt fyrir þetta viðhorí^ var þátttaka i þjóðstjórninni samþykkt með aðeins eins at- kvæðismun í þingflokki Sjálf stæðisflokksins. Framangreind ummæli Her- m-anns Jónassonar reyndust ekki ástæðulaus aðvörun. Stjórnin kom til valda 18. apríl, en Þjóðverjar hófu síð- ari heimsstyrjöldina 1. septem- ber sama ár. Upphaf dýrtíðar- bóta Sjávarútvegurinn bjó við mjög erfiða aðstöðu, þegar áðurnefnt samstarf stjórnmála flokkanna hófst vorið 1939. Hann hafði lengi búið við lágt útflutningsverð, markaðstap og aflaleysi. Því var horfið að pví ráði að lækka gengið. Til þess að koma í veg fyrir, að geng isfellingin þrengdi kjör þeirra, sem lakast voru settir, voru lögfestar dýrtíðaruppbætur á lægstu launin. Hér var um að ræða nokkuð líkt fyrirkomulag og samið var um milli verka- lýðssamtakanna og atvinnurek- enda á síðastl. vetri. Dýrtíðar- uppbóitin, sem var samþykkt vorið 1939, hefur síðan haldizt í einu eða öðru formi, að und anskildum árunum 1960—63. Hún hefur verið meginvörn launþega gegn dýrtíðinmi og átt drjúgan þátt í að tryggja hlutdeild þeirra í þjóðartekjun um. Mtfisksalan Mikil deila er nú risin upp um sölu saltfisksins. Mikill hluti saltfiskframleiðslunnar er enn óseldur, en samt hefur verið neitað um leyfi til að taka ákveðnu tilboði um kaup á allmiklu magni. Þótt hér verði ekki að sinni lagður dómur á þessa deilu, sýnir hún ljóslega, að það er orðið meira en tímabært að endurskoða lögin um útflutn- ingsverzlunina. Hún er í dag háð leyfisveitingum. Umrædd lög voru sett á sínum tíma vegna þess, að ekki hafði gefizt vel að hafa söluna í höndum margra. En það má hugsa sér milliveg milli algerrar einokun ar og algers frjálsræðis. Segja má að þetta hafi nokkuð ver- ið reynt, en þá stjómazt af hreinu handahófi og persónu legum sjónarmiðum. Friðrik Jörgensen fékk víðtæk leyfi, enda átti hann góða bakhjarla í báðum stjórnarflokkunum. Nú er hins vegar neitað um leyfi, enda mun enginn háttsettur stjórnarsinni standa að leyfis- beiðninni. Á Alþingi 1966—67 fluttu fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins (Þórarinn Þórarins- sonv Sigurvin Einarsson, Ein- ar Ágústsson og Ingvar Gísla son) tillögu um heildarendur- skoðun laga, er fjalla um út- flutningsverzlun og gjaldeyris mál. í greinargerðinni var bent á, að nauðsynlegt væri fyrir Alþingi að fylgjast vel með framkvæmd slíkra laga og endurskoða þau öðru hverju. Þessi tillaga fékkst ekki sam- þykkt, enda þótt ný og ný at- vik sanni, að heiidarathugun þessara mála er orðinn mjög aðkallandi. Námskostnaður Skólarnir eru nú yfirleitt að hefja störf sín í sambandi við það rifjast upp, að mjög er námisaðstaðan mismunandi. Margir nemendur verða að dvelja utan heimila sinna og fylgir því að sjálfsögðu rnikill aukakostnaður. Oft eða oftast er um heimili að ræða, sem illa geta -risið undir sMkum kostnaði. Á undanförnum þingum hafa þingmenn Framsóknarflokksins (Ingvar Gíslason, Sigurvin Ein arsson, Ólafur Jóhannesson og Páll Þorsteinsson) flutt tillögu um, að skipuð yrði sérstök milliþinganefnd til að skila áliti um fjárhagslegan stuðning við nemendur á skyldunáms- og framhaldsskólastiginu, sem óhjákvæmilega verða að dvelja til langs tímia urtan heimiilia sinna vegna skólagöngu. Því miður hefur þessi tillaga ekki hlotið stuðning stjórnarflokk- anna. Aðrar þjóðir hafa hins vegar tekið upp að veita slíkum nem- endum sívaxandi fjárhagslegan stuðning. Það er talið sjálf- sagt réttlætismál. Þessu for- dæmi verða íslendingar að fylgja. Það getur kostað þjóð ina miklu meira, ef dugandi unglingar verða að hætta framhaldsnámi sökum fátækt- ar. Jafnframt þessu er hér um mikið mannréttindamál að ræða. Þess ber að vænta, að meirihluti Alþingis líti á þetta mál frá nýrri sjónarhæð, þeg- ar fjallað verður um það að nýju. Nýting fiskimiða Nýlokið þing Sjómannasam- bands íslands lýsti vaxandi á- hyggjum vegna þeirra öfug- þróunar. sem hefur orðið á nýtingu fiskveiðilandhelginnar, þar sem stór hluti fiskveiðiflot ans telji sér nauðsynlegt að brjóta íslenzk lög æ ofan æ til að skapa sér rekstrar- grundvöll. Þingið skoraði því á stjórn sambandsins að beita sér fyrir sérstakri ráðstefnu viðkomandi aðila. er hefði það að takmairki að koma á skipt- ingu landhelginnar í veiði- svæði eftir veiðiaðferðum. Hér er hreyft merku máli, sem Jón Skaftason og fleiri Framsóknarmenn hafa flutt tillögu um á undanförnum þingum. Samkvæmt henni átti að skipa sérstaka nefnd, er ynni að því að undiirbúa heild arlöggjöf um hagnýtingu fiski miðanna umhv©rfis landið. í greinargerð hafa flutnings- menn bent á, að þetta yrði að gerast annars vegar með því að ákveða veiðisvæði fyrir vissar tegundir veiðarfæra og hins vegar með því að ákveða viss friðunarsvæði, þar sem uppeldisstöðvar nytjafiska eru. Stjórnarflokkarnir hafa ekki viljað fallast á þessa tillögu. Þeir hafa kosið að láta þessi mál afskiptalaus, ekki einu sinni hirt um að láta innheimta landhelgissektir. Viða hefur lika verið beitt veiðiaðferðum, sem eiga eftir að hefna sín síðar meir. Það væri vel, ef frumkvæði sjómannasamtak- anna gæti orðið upphaf raun- hæfra aðgerða á þessu sviði. Blindhæðirnar Þess verður víða vart, að uggur færist í menn vegna uimferðarbreytiingarinnar, þeg ar haustar að. Einkum gildir þetta þá, sem þuría að aka hina mjóu vegi út um landið. Sérstakan ótta vekja þó blind hæðirnar svonefndu, því að þar þykir slysahættan mest. Á seinasta þingi, lögðu þeir, sem voru mótfallnir umferðar- breytingunni, áherzlu á, að hún yrði a. m. k. ekki hafin fyrr en búið væri að skipta í akreinar blindhæðum og blind beygjum á þjóðvegum. í frani haldi af þessu, fluttu þrír þing- menn Framsóknarflokksins (Halldór E. Sigurðsson, Ingvar Gíslason og Eysteinn Jónsson) tillögu um það á Allþingi, að hafizt yrði strax handa um að koma á umræddri akreina- skiptingu og yrði reynt að Ijúka því verki fyrir haustið. Þetta fékkst ekki samþykkt. Al- þingi sýndi þar varhugavert tómlæti, svo að ekki sé meira sagt. Harmsefni Vel er skiljanleg sú ályktun þings Sambands ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi, að það „harmi, að ekki skuli hafa tekizt betur í hinu langa samstarfi við Alþýðuflokkinn en raun ber vitni“ að tryggja framkvæmd á því stéfnumáli Sjálfstæðisflokksins, að heil- brigt einkaframtak fái notið sín. Aldrei hefur verið þrengt meira að heilbrigðu einkafram taki en á þessum tíma, og hefur í þeim efnum verið beitt versn andi lánskjörum, síhækkandi sköttum, vaxandi höftum (sbr. verðlagshöftin), auk nær stöð- ugrar verðbólgu. En engin á- stæða er til að vera að nefna Alþýðuflokkurinn í þessu sam- bandi, þvi að hann hefur hér ekki annað gert en fylgja þvi, sem foringjar Sjálfstæðis- flokksins og sérfræðingar hans hafa lagt til. Það eru forustu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem fvrst og fremst eru hinir seku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.