Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 16
 FLOTINN AÐ- GERÐARLAUS VEGNA HVASS- VIÐRIS 909. 29. sept. T968. — 52. árg. Mótmæla þjóðaratkvæða- greiðslunni í Grikkiandi FB-Reykjavík, laugadag. uð var hér fyrir skömmu Grikklaitdshreyfingin, sem stofn | samþykkti á stjórnarfundi sínum iat£&* á miðvikudaginn mótmælaorðsend ingu vegna svonefnds þjóðar- atkvæðis um nýja stjórnarskrá í Grikklandi, sem fram á að fara á /morgun sunnudag. Mótmælaorð- sendingin var send eftirtöldum að ilum: Georg Papadópúlos forsætisráð- herra hertforingjastjórnarinnar, Lyndon B. Johnson Bandaríkja- forseta, Kurt Kiesinger kanslara Vestur-Þýzkalands, Manlio Brosio framkv'æmdastjóra Atlantshafs- bandslagsins, Hubert H. Hump- hrey forsetaefni Demokrata £ Bandaríkjunum, Richard Nixon for setaefni Repúblikana í Banda- ríkjunum, Evrópuráðinu og ýms- uim fréttastofnunum. Mótmælaorð sendingin er á þessa leið: „fslenzka Grikklandshreyfing- in — sem samanstendur af full- trúum verkalýðssamtakanna, æsku lýðssamtaka allra stjórnmálaflokk anna, allra pólitískra stúdentafé- laga og ýmissa annarra félagssam- taka, auk ritstjóra allra dagblað- Framhald á bls. 15. Stjarna, önnur af hryssum Margrétar prinsessu, ásamt nýköstuöu folaldi sínu, sem hefur fengið nafnlð Fenja. — Myndin er tekin í girðlngu hjá Gunnari Jónssyni, forstjóra, en þar hafa hryssur prinsessunnar verið í hagagöngu. SALA Á HROSSUM TIL DANMERKUR EYKST HRÖÐUM SKREFUM Fjölgar í „stóði" Mar- I grétar Danaprinsessu Þær fréttir berast nú frá Danmörku, að fjölgað hafi í „stóði“ Margrétar Danaprins- essu. Konungsgersemin Stjarna kastaði seint í ágúst, en hún er önnur þeirra tveggja hryssa, sem Margrét fékk héðan frá íslandi í brúðargjöf. Vakti gjöf þessi mikla athygli á sínum tíma, og það sem meira er, Danir hafa fengið mikinn áhuga á íslenzka hest- inum, en til Danmerkur er nú verið að selja hross í stríðum straumum. fslenzkir hestar hafa að vísu áður gert garðinn frægan í Danaveldi. Svo var um Rauð Eiríks á Brúnum, sem hann gaf Valdimar prins, og varð af nokkur saga, m.a. í Paradís- arheimt Halldórs Laxness. Og ekki má heldur gleyma því fræga hrossi Tulle', sem komst til hárrar elli, og er sögð hafa lifað fimmtíu og sjö ár. En hvorugt þessara hrossa vakti þó almennan áhuga Dana á hrossakaupum við íslendinga. Það var ekki fyrr en væntan- leg drottning þeirra, Margrét prinsessa. fékk þessar tvær hryssur að gjöf, sem áhuginn vaknaði fyrir alvöru. Stjarna eignaðist merfolald og hefur það fengið nafnið Fenja. Folald þetta er undan Stygg frá Álfhólum, en þar er gott hrossakyn. M.a. var seldur baðan móalóttur stóð hestur í sumar á sjötíu þúsund krónur. Hryssur prinsessunn- ar hafa verið í hagagöngu hjá Gunnari Jónssyni, forstjóra, sem á nokkur íslenzk hross og geymir þau í Steinholti í Oddei-vang. Perla, hin hryssa Margrétar, hefur verið flutt í reiðskólann í Kristjánsborg, þar sem konunglegir meistar- ar setja hana til gangsins. Nú í sumar hafa tvær sending ar af hrossum farið til Dan- merkur á vegum SÍS, og i október kemur hingað sérstakl gripaflutningaskip. sem flytur 250—300 hross úr Skagafirði til Jótlands Sýnir bessi fjöldi hinn ört vaxandi markað fyr ir íslenzka hestinn 1 Danmörku. Fer ekki á milli mála. að það eru hryssurnar Stjarna og Perla, sem hafa skapað þenn- an markað. Þá mun hafa tek- izt að selja einum af ritstjór um úlbreiddasta blaðs í Dan- iKMMnnw mörku, BT, íslenzkan reiðhest, sem hefur þýtt þáð, að öðru hverju birtast loflegar greinar um íslenzka hestinn í þessu út- breidda blaði. Reiðhestur rit- stjórans er bleikur að lit og ofan af Akranesi. Heyrzt hef- ur að ritstjórinn kallaði hann „Reggviðsson". Nýlega stóð í BT að íslenzk ir hestar væru nú fluttir inn til Danmerkur í stórum stíl handa fólki til frístundagam- ans. Segir í blaðinu að íslenzki hesturinn sé trábær frístunda- og fjölskylduhestur Segir að hann sé að vísu ekki eins stór og ven.julegur hestur en samt stærri er hann sýnist Bent er á, að í níu hundruð ár hafi hann haldizt oblandaður og sé því um hið upprunalega Norð ur-Evropukyn að ræða hrein ræktað Þá ei það sa?t hest inum okkar til lofs, að sjúk- dómar séu nær óþekktir t stofninum, og það að hestarn- ir geti gengið úti árið um kring. Það þurfi aðeins að reisa skjólgarð handa þeim Skýrt er frá því að þeir þurfi ekki neraa um sex kíló af heyi á dag. Ekki kostaði nema ein- ar litlar hundrað krónur dansk ar á mánuði að eiga íslenzk- an hest. og sama og engu þurfi að eyða í dýralækna. Hins vegar séu þetta svo þolnir grip ir, að maðurinn þreytist fyrr en hesturinn á ferðalögum oe venjulega sé reiknað með 80— 80 kílómetra dagleiðum á ís- landi. Skýrt er frá helztu eigin- leikum íslenzka hestsins. og hvergi dregið af. Virðist sem Bleikur frá Akranesi hafi reynzt góður blaðafulltrúi. fyrst á annað borð tókst að koma honum undir ritstjór- ann. Og einn af höfuðkostum hestsins er gangur hans. Á sama tíma og venjulegir hest- ar hafi brennan gang. kunni íslenzki hesturinn fimm mis munandi ganga. eða tölt og skeið til viðbótar. Með stuðningi dönsku hlað anna. bví fleiri blöð skrifa nú Framhald a bis 15 OÓ-Reykjavík, laugardag. Hvassviðri er nú á síldarmiðun- uin fyrir norðaustan land og er sjógangurinn svo mikill að skipin geta ekki kastað. Eru sum þeirra á landleið en önnur halda sjó og bíða þess að lygni. Fimm síld- veiðiskip fengu afla í gærkvöldi, samtals 280 lestir og eru nú á leið til lands. Er sjógangurinn svo mikill að þau verða að sigla á hægri ferð, en hvassara er og kaldara eftir því sem nær dreg- ur landi. Undanfarna sólarhringa hetfur sfldveiði vefið sæmileg og er nú sfldin komin allt vestur undir tí- undu gráðu, og er varla nema um sólarhringssigling af miðunum til Raufarhafnar, en nokkru lengri á Austf.jarðarhafnir Er því síldin vel söltunahæf upp úr veiðiskip- unum þótt hún sé ekki ísuð, eða gerðar aðrar rástafanir til að halda henni ferskri. Enda hefur lifnað mjög yfir atvinnulífi á Aust fjörðum og söltunarstöðvar á Norðurlandi voru iðandi af lífi í vikunni. Á Austfjörðum og Rauf- arhöfn sáu menn fram á skort á söltunarstúlkum, en nú kemur aft Framhald á bls. 15. Fundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur Framsóknarfé lag Reykjavíkur heldur fund i Framsóknarhús- inu við Fríkirkju veg n.k. fimmtu- kl. 8.30 s.d. frum mælandi Ólafur Jóhannesson for maður Framsóknarflokksins. Nán- ar verður sagt frá fundinum í þriðjtulagsblaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.