Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 29. sept. 1968. Þjóðleikhúsið: Fyrirheitið TÍMINN 5 Eftir Aieksei Arbuzof Leikstjóri Eyvindur Eriendsson Leikmynd Una Coliins Stórbrotið er það ekki, frum- legt er það ekki, ádeilumagnað er það ekki, en snoturt og snuðru lftið er verkið, sem Þjóðleikhús- ið frumsýndi á laugardaginn fyrir rúmri viku. — þar segir fy,rst frá griáum örlög- um þriggja unglinga, sem svipt hafa verið flestum ættingjum og vinum, skjóli og öryggi, umsjá og handleiðslu í þeim hörmungum, sem styrjöMum er samfara. í neyð sinoi bindast þessir vesalingar tryggðaböndum, sem reynast svo órjúfanleg, er tímar fram líða, að txl ólfkinda verður að teljast. Til að bjóða óblíðu hlutskipti birg- inn, þá ganga þau í nok'kurs kon- ar fóstbræðralag, ef svo má að orði komast. Hreinskilni, fórnfýsi, drengskapur og . göfuglyndi eru aðeins örfáir af þeim ótal kostum, sem prýða þessa heilögu, sovézku þrenningu. Leikurinn gerist í ljúfasta draumaheimi, þar sem dáðir eru drýgðar og riddaramennska og fagrar dyggðir eru iðkaðar af eld- móði og með glaðasta geði. Ég er ekki frá því, að Fyrirheitið sverji sig í ætt við riddarasögur miðalda eða öllu heldur stríðs- kvikmyndir þær, sem Hollywood ungaði út af sinni alkunnu frjó- semi á styrjaldarárunum. Fyrir- heitið er samið í svipuðum anda og þær. Sami grauturinn í sömu skál. Hetjulund og bræðraþel hald ast í hendur við tilfinningasemi og barnatrú um betra líf hér á jörðu. Eftir lýsingunni að dæma, þá er óhugsandi, að nokkur mann raun sé þessum goðum glæstu söguhetjum ofraun. Manndáð þeirra er jafnvel betri en forn- kappanna okkar fræknu og er þá ekki svo lítið sagt. Óskadraumur Líku, Leonídiks og Marats er ekki fólginn í því að una glöð við sitt, heldur hinu, að setja merkið svo hátt, að þau komi aldrei niður á jörðina. Hug- sjónir og hugsýnir eru þeirra ær og kýr. Raunsæi láta þau lönd og leið. Að vísu munar minnstu, að Líka verði raunsæinu að bráð, en þegar hún er á góðri leið með að gerast full jarðbundin eða smá- borgaraleg, þá kemur það í hlut Marats að blása nýju lífi í draum- óra hennar og bjarga henni frá smánarlegri meðalmennsku og lág kúru. Leikurinn endar á því, að Líka og Marat leita sér svikhælis hátt í sigurhæðum, þar sem sól- in skín á vonar brá. Sé þetta þverskurður af sovézk- um æskulýð, þá þari enginn áð örvænta um framtíð Ráðstjórnar- ríkjanna og forystu, sé þetta hins vegar glansmynd af gerzku ævin- týri í gylltum ramma, þá gegnir ef til vill öðru máli. Leikskáldið, Aleksei Arbuzof, virðist vera flestum hnútum kunn ugur, en ekki öllum. Hann ehfur tileinkað sér talsverða tæknikunn áttu og sviðskyn, auk þess getur hann brugðið á glens, þegar svo ber undir. Kímni hans er þó hvorki mergjuð né eftirminnileg, en það er samt sem áður ekki á allra færi að þræða það einstigi. sem er á milli gamans og leið- inda eins og Arbuzof gerir í Fyr- irheitinu. í sannleika sagt þá er eins og vanti allt púður í þetta Höfundi hefur einhvern veginn láðst að setja rúsínuna í pylsu- endann, hvort sem það stafar nú af gleymsku eða einhverju öðru. Ef Arbuzof hefur óvenjulega næmt tímaskyn og verðskuld- ar snillingsnafnbót fyrir það eitt að kunna þann hvíta galdur að láta leik sinn spanna yfir 17 ára skeið, þá erum við svei mér ekki í neinu hraki með snillinga. Að nefna Arbuzof og Tshékof í sömu andrá nálgast guðlast svo mikill er snildarmunurinn. Arnar Jónsson leikur af þrótti, og samleikur þeirra fullkominn. Ýkjur og tilgerð, reigingur og sýndarmennska virðast vera eitur í þeirra beinum. Smekkvísi og hagvirkni, víðsýni og skynsemi einkenna leikstjórn Eyvinds Erlendssonar. Að stað- setningum og leikhraða er fátt að finna, en hins vegar hefði ekki hvaða hætti kjötkássan komst a pönnuna í ofninum. Yfirnáttúrleg fyrirbæri af þessu tagi sæta furðu ekki sízt ef hliðsjón er höfð af þeirri staðreynd, að leikurinn er settur á svið í raunsæjum stil. Þetta er vitanlega smáatriði, en ef höndum er kastað til smáatr- ða, þá er yfirleitt ekki að vænta Þórunn Magnúsdóttir, Arnar Jónsson og Hákon Waageí hlutverkum sínum. íþrótt og ánægju. Limaburðir og látbragð í bezta lagi, framsögn til fyrirmyndar og skilningur á hlutverkinu hárréttur. Þótt Leoní- dik virðist veiklundaður og sér- hlífinn á ytra borði, þá hefur hann engu að síður manndóm í sér til að fórna bæði brennivíni og konu fyrir hugsjón sína og geri aðrir betur. „Sannur maður“, skal hann líka heita, eins og Marat. Það er í einu orði sagt æðsta takmark þeirra Leonídiks og Marats. Við fáum aftur á móti aldrei að vita í hverju sá sann- leikur, sem þeir dýrka svo ákaft blint, er í rauninni fólgin og er það eftir öðru. Þrátt fyrir takmarkaða sviðs- reynslu, þá tekst Hákoni Waage að gera sér hlutverk sitt furðu innlíft og sannferðugt. Hæfileikar hans eru ótvíræðir, fas hans fölskvalaust og áðlaðandi, svip- brigði oftast eðlileg. Honum hætt ir þó stundum til að geifla var- irnar á skökkum stað og stundu, en þetta eldist áreiðanlega af hon um með auknum þroska og þjálf- un. Lofsvert er hversu vel hann brúar bilið á milli óharnaða ungl- ingsins, sem segir af sér lognar frægðarsögur og fulltíða mannsins sem sæmdur hefur verið eftirsótt- ustu heiðursmerkjum lands síns fyrir afrek á vígvellinum. Þórunn Magnúsdóttir gerir hlut- verki sínu tæmandi skil. Eðlis- þættir persónunnar, sem henni er falið að túlka, Koma allir berlega í Ijós. Hófstilling hennar er að- dáunarverð allt frá fyrsta atriði og til þess síðasta. Þórunn talar skýrt og skörulega, en verður einstaka sinnum á smámismæli. Það er ánægjuefni hversu átak þremenningana ungu er samstillt sakað að_ stytta leikritið og það talsvert. í framhaldi af þessu væri fróðlegt að fá þá gátu leysta með þess, að árangurinn verði glæsi- legur. Leikstjórinn má vel við una þrátt fyrir þessa yfirsjón, enda skeikar honum hvergi nema hér. Um það hversu nákvæm og vönduð þýðingin er, er ég því miður ekki fyllilega dómbær, þar sem ég er hvorki læs á frummál- ið né hef átt þess kost að kynn- ast ensku þýðingunni, sem hér mun hafa verið farið eftir að mestu leyti. Enda þótt málfar Steinunnar Briem og Eyvindar Erlendssonar sé víðast eðlilegt og gallalítið, þá hnaut ég engu að síður um einstök orð og orðasam- bönd. Á einum stað segir Líka t.d., að Leonídik „sé ekki í formi“. Hefði ekki farið betur á því að orða það eitthvað á þessa leið: „Leonídik er ekki eins og hann á að sér að vera.“ í stað þess að tönglast ó eftirfarandi setningu: „Þú ert sólar megin í lífinu, hefði ekki verið íslenzkulegra að segja: „Mikill lánsmaður ertu.“ Leonídik minnist á ,Pétra og Pála.“ Fátt er fráleitara en að nota fleirtölu í þessu tilviki. Leiktjöld Unu Collins eru slétt og felld en ekkert þar fram yfir. Mikið lof á listakonan skilið fyrir þá stórkostlegu hugdettu að láta reisa hamar og sigð á leiksviðinu. Án þessa mannvirkis hefði megin þorri leikhúsgesta eflaust ekki rennt grun í hvar leikurinn gerð- ist. Hvílík hugkvæmni! Hægðar- leikur væri að hagnýta sér þessa hugmynd eftirleiðis Frelsisstytt an væri t.d. tilvalin í bandarísk- um sjónleik, Heilög Jóhanna í frönskum og Fjallkoman í íslenzk- um. Ef einhver kynni að spyrja hvaða erindi Fyrirheitið ætti til íslendinga, þá er því fljótsvarað: Auðvitað til að stappa stálinu í dáðlausa þjóð. ef það er þá ekki um seinan. Halldór Þorsteinsson. ORÐSEND til blfreiðaeigenda um land allt Bifreiðatryggingafélögin minna á að gjalddagi iðgjalda af lög- boðnum ábyrgðartryggingum bifreiða er 1. maí ár hvert. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa ekki greitt iðgjaldið ennþá, eru minntir á að gera það án tafar. Munið að ef þér valdið tjóni á meðan iðgjaldið er ógreitt, á tryggingarfélagið rétt á að endurkrefja tjónsbæturnar hjá yður. Greiðið því iðgjaldið strax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.