Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1968, Blaðsíða 12
12 TÍMINN SUNNUDAGUR 29. sept. 1968. Valsmenn til Lissabon. Á morgun, mánudag, leggja Valsmenn land undir fót og haida áleiðis til Portúgals, en á miðvikudaginn leika þeir síð- ari leik sinn í Evrópubikar- keppninni gegn Benfica. Frammstaða Valsmanna i fyrri leiknum hefur vakið verð- skuldaða athygli, enda er Ben- fica annað tveggja liða í Evrópu, sem mest hefur komið við sögu í Evrópubikarkeppn- inni. Hitt liðið er Real Madrid. Og enn geta Valsmenn státað af því að vera eitt af fáum liðum í Evrópu, sem ekki hefur tapað leik á heimavelli í eþss- ari frægu keppni. Stóra spurningin er, hvað skeður í Lissabon? Aðeins kraftaverk getur hindrað sig- ur Benfica. Eg, fyrir mitt leyti. er ekki trúaður á kraftaverk í annað sinn, því að nú hafa Benfica-menn fengið að kynn ast Valsmönnum og leikaðferð þeirra. Otto Gloria, hinn frægi þjálfari Benfica, væri slakur þjálfari, ef hann fyndi ekki svar við henni með alla þessa frægu og snjöllu leikmenn á bak við sig. En hver svo sem úrslitin i Lissaibon verða, þá verður frammistaða Valsmanna lengi í minnum höfð. í lengstu lög vonar maður, að samnefn- arinn í fyrri leiknum „Denfen- so fantastica" — eins og Sim- oes komst að orði um Vals- vörnina — verði hinn sami í síðari leiknum. Góða ferð, Valsmenn! Steinn & Co til Oslóar. Það verða fleiri íslendingar í eldlínunni í Evrópubik- arkeppninni á miðvikudaginn en Valsmenn. íslenzkt dómara- tríó mun annast dómgæzlu í síðari leik norsku meistaranna, Lyn, gegn tyrknesku meistur- unum. en leikurinn fer fram í Osló. Dómari verður Steinn Guðmundsson, sem nýlega öði aðist réttindi sem milliríkja- dómari, en línuverðir með honum verða Baldur Þórð- arson og Gumundur Guð- mundsson. Þetta dómara trió hefur staðið sig vel í leikj- um hér heima í sumar. og er engin ástæða að ætla annað en þeir þremenningar standi sig vel í Osló. Bylting í þjálfunarmálum landsliðsins framundan? Það er komið haust. Sumar- íþróttirnar eru að kveðja. Sennilega fer síðasti knatt- spyrnuleikurinn fram um næstu helgi. Þá er komið að vetraríþróttunum og eðlilega verður handknattleikurinn of- arlega á baugi. Handboltinn er þegar byrjaður að rúlla og meira að segja er ein erlend handknattleiksheimsókn af- stáðin . Það er sagt, að frammistaða landsliðs á hverjum tíma sé spegilmynd getu okkar í hin- um ýmsu íþróttagreinum. Þetta er ekki að öllu leyti rétt, því að oft hafa þjálfunarmál lands- liðs, hvort sem er í handknatt- leik eða knattspyrnu, verið í ólestri, og komið hefur fyrir að teflt hefur verið fram lands liðum, sem sýnilega hafa verið lakari en beztu félagslið okk- ar. Hitt er svo annað mál að landsleikirnir vekja alltaf mesta athygli og ætíð mesta kappsmálið að standa sig vel í þeim. Sú staðreynd ætti að kenna okkur að vanrækja ekki skyldurnar við landsliðin og er þá aðallega átt við þjálfunar- málin. Nú eru ýmsar blikur á lofti í sambandi við þjálfun lands- liðsins í handknattleik. Verð- ur Birgir Björnsson landsliðs- þjálfari áfram — eða tekur ein hver annar við af honum? Vit- að er, að Birgir hefur nóg á sinni könnu, því að hann er bæði leikmaður og þjálfari FH Þó að það skipti miklu máli, hýer stjórni landsliðsæfingum, þá er þo aðalatriðið, hvernig skipulagi þeirra er háttað. Með breyttu og bættu móta- skipulagi í handknattleiknum - vetur, ráðgerir landsliðsnefnd að breyta tilhögun landsliðsæf inga. Framvegis verður ekki um æfingar til langs tíma að ræða, heldur verður landsliðið tekið í strangar æfingar 10— 14 daga fyrir landsleik. Með þessu er lögð aukin ábyrgð á hendur félaganna um þjálfun leikmanna sinna, a.m.k. hvað þrek snertir. Og það ætti að vera auðvelt, því að nú fá fé- lögin algert næði til að æfa, þar sem ákveðið hefur verið að keppnisda^gar. bæði í Reykja víkur- og íslandsmóti, verið miðvikudagar og sunnudagar. Alla aðra daga geta félögin æft. Það verður fróðlegt að vita, hvernig þessi tilraun tekst. Gamla skipulagið reyndist ekki nógu vel. Þá voru landsliðs æf ingar einu sinni í viku, en að- sókn að þeim mjög dræm, mæt- ingar aðeins um 50—60%, sem ekki er óeðlilegt, þegar það er athugað, að leikmennirnir æfa 2—3svar í viku með félögum sínum ,en þarna bættist fjórði dagurinn við. Og síðan leikið a.m.k. einu sinni í viku, þann- ig, að aðeins var um einn eða tvo frídaga í viku að ræða. Tilraun landsliðsnefndar er mjög athyglisverð, en hún tekst því aðeins ,að góð sam- vinnS verði milli nefndarinn- ar og félaganna. Ársþing HSÍ verður háð í október og má ' búast við, að sama stjórn sitji áfram. Það þýðir, að sama landsliðsnefnd verður áfram, en Hannes Þ. Sigurðsson er formaður hennar og meðnefnd armenn Hjörleifur Þórðarson og Jón Kristjánsson. Reyndar mun Jón hafa hug á að hætta og er þá búizt við, að Jón Er- lendsson komi inn í nefndina í staðinn. Fram og FH mætast annað kvöld. Ástæða er til að vekja at- hyglí á leik Fram og FH ann- að kvöld í Laugardalshöllinni. Leikir þessara liða hafa jafnan verið mjög spennandi og á undanförnum 8 árum_ hafa þau skipzt á að sigra í íslands- mótinu. Annað kvöld fáum við e.t.v. forsmekkinn af þvi, sem mun' gerast í íslandsmótinu í vetur, þó að önnur lið komi einnig til greina sem signrveg- ari t.d. Haukar. Leikur Fram og FH er liður í afmælishátíð Fram, sem fagn aði 60 ára afmæli fyrr á þessu Framhald á bis. 15. Sláturtíðin er hafin Reynsla hundraða viðskiptavina vorra er aðeins á einn veg. Frystikistur og skápar borga sig betur en nokkuð annað heimilis- raftæki. Úrvals einangrunarefni í ríflegri þykkt (57 mm) tryggir lágmarks"- rafmagnsnotkun. Ekki aðeins flestur matur, heldur einnig kökur geymast mánuðum saman án þess að tapa ilmi eða bragði. Innbyggt ljós, stillanlegt kuldastig (15—80 stiga frost) og hrað- frystibúnaður gerir notkunina árangursríka og ánægjulega. Frigor-frystiskáparnir hafa þá yfirburðakosti, að hver hilla lokast sérstaklega með loki og kælibúnaður er í hverri hillu. • Innra byrði úr alúmíni kemur í veg fyrir tæringarhættu. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ UNDIRBÚA MATARKAUP Á HAGSTÆÐU VERÐI FYRIR VETURINN MEÐ ÞVÍ AÐ PANTA o n-n: FRYSTIKISÍU EÐA SKAP. i f n m 111 ' STÆRÐHÆÐ DÝPT BREIDÐ 275 1 146cm.67cm 60 cm 160- 98— 67 — 60 — ■ :|i.... : 3 jí J ■■ v . 11 r 11111 * ^ FÆRIR HÚSMÓÐURINNI EKKS BARA SPARNAÐ HELDUR EINNIG ÞÆGINDI, MATARKAUPIN ÞURFA EKKS LENGUR AÐ GERAST I FLÝTI ÞEGAR ÞÖRFIN KEMUR UPP HELDUR HVENÆR SEM ER ÞEGAR HENTAR HÚSMGÐURINNI. HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVÍK • SÍM! 18395

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.