Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 1968. TIMINN Hóprannsóknir kvenna eru að hefjast á veg- um Hjartaverndar Sieg Heil, Sieg Heil, hrópuðu mótmælendur yfir hverjum manni og konu, sem voru á leið til að fagna þjóðhátíðardegi alþýðulýðveldisins og taka þátt í síðlegisdrykkju í boði verzlunarfulltrúans. HERNÁMSKOKTEILL Framhald af bls. 1 byo að ekki var hægt áð hreyfa farartækið. í þröngum gangi sem er framam við anddyrið var einn- ig hópur ungmenna og héldu marg ir á mótmælaspjöldum þar sem innráis Varsjárbandalagsrikjanna í Tékkóslóvakíu’ var mótmælt. Veg farendum voru afhent dreifibréf. Við innganginn stóðu tvær tékkn- eskar konur, sem búsettar eru hér á landi, undir tókkneska fán- anum, sem dreginn var í hálfa stöng og oifan við fánann voru svartir borðar á stönginni. Undir þetta tákn gengu þeir síðdegis- drykkjugestir sem inn komust. Hjá konunum stöð Björn Þorsteins son, sagnfræðingur, formaður Tékknesk-íslenzka félagsiris. Þess ber að geta að félagið sem silíkt stóð ekki fyrir mótmælaaðgerð- unum. Þeir sem helzt höfðu sig í frammi voru íslenzkir námsmenn. sem dvalið hafa í Tókkóslóvakíu og nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Þá mátti sjá gamail- kunn andlit frá ýmisum mótmæla- aðeerðum hernámsandstæðinga. A öðru dreifibréfanna er haka- kross undir yfirskriftinni Jedem das seine — hverjum sitt. Undir þessu ártölin 1938, undir því SA—SS, og 1968 D.JýR. Hitt dreifibréfið er svóhljóðandi: MINNIZT TÉKKÓSLÓVAKÍU Adolf Hitler Walter Ulbricht 1938. 1968. Úr samþykkt Tékknesk-íslenzka félagsins 25. ágúist S. 1.: Við lýsum aðdáun okkar á þeirri dirfsku, staðfestu og stilll- ingu, sem þjóðir Tékkóslóvakíu hafa sýnt gagnvart ofurefli inn- rásarherja Varsjárbandalagsins. Jafnframt skorum við á fólk að láta óbvírætt í ljós við fuilltrúa ininríísarríkjanna fyrirlitningu sína á athæfi ríkisstjórna þeirra, hve- nær sem færi gefst. — Um það bil er veizlan skyldi hefjast voru mótmælendur setstir á sína staði og við dyrnar stóðu tveir lögreglumenn og gátu þeir ekki annað gert en biðja gesti að hafa biðlund og unga fólkið að hleypa þeim inn. En það sat sem fasta.st og harðneitaði nokkrum manni um aðgang, en söng hástöf um Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag. Ulbricht á afmæli í dag o. s. frv. og auðvitað var kveðskapurinn sunginn með sínu lagi. Þess á milli var hrópað Sieg Heii, Sieg Heii, með tilheyrandi handauppréttingu. Trúlega hefur mörgum boðsgest um ekki þótt fýsilegt að berjast með lögregluvaldi gegnum mann söfnuðinn. En örfáum tókst að komast inn í innri gang og að lyftudyrum. En lengra ekki. Lög reglumenn báðu fólkið að standa upp úr tröppunum og fara úr lyf-tunni, en allt kom fyrir ekki. Því fastara sem að var sótt þeim mun hærra var sun.gið og hrópað Sieg Heil. Örfáir veizlugesta stóðu við lyftudyr og komust hvorki út né inn, en báðu vanmátt uga lögreglumenn um aðstoð. For maður Menningar og friðarsam- taka íslenzkra kvenna stóð þar fremstur í flokki. Upphófust nú nokkrar deilur meðal setufól'ks um hvort hleypa skyldi fólki í gleðina eða ekki og hvort sýna ætti óvirka andstöðu eða beita valdi. Björn Þorsteinsson reyndi að tala til mótmælenda og bað um ; að þessu fólki yrði hleypt í „her 1 námskoktei'linn“ og væri enda skömm þess enn meiri heldur en ef því væri meinuð innganga, Skiptist unga fólkið í tvo flokka og vildu sumir hleypa fólki inn en aðrir þvertóku fyrir það. Bar nú að fyrirferðamikinn ferðaskrifstofuforstjóra, sem ekki var á þeim buxunum að láta nokkr ar unglingspútur standa í vegi fyr ir sér, og þurfti sé enga lögreglu vernd til að komast gegnum þvög una og talaði hátt við þá sem vildu meina honum inngöngu. í stiganum mundaði ungur piltur myndavél að forstjóranum, sem brást hinn versti við og heimtaði að engar myndir urðu teknar af sér og vildi fá að sjá nafnskírteini unga mannsins og skrifaði niður nafn hans og vita ekki aðrir til hivers. Var liðið nokkuð á boðaðan síð degisdrykkjutima þegar lögreglan fékk liðsauka og hafizt var handa um að „hreinsa út“. Létu mótmæl endur sig hvergi og lögðust sumir í tröppurnar og á gólfið og varð að bera bæði stráka og stelpur sem ekki voru síður harðskeittar út. Þegar búið var að ryðja and dyri byggingarinmar og fjölmennt lögreglulið stóð vörð utan við dyrnar fór fleiri gesti að bera að. Þeir sem inn fóru voru flestir verzlunarmenn en fjölmennastir gesta sýndust vera starfsfólk sovézka sendiráðsins. Þótt lögregl an gerði sitt bezta til að vernda þá sem„ inn þurftu að komast, varð hver og einn veizlugesta að ganga inn undir uppréttum hönd um mótmælenda og undir tékkn eska fánann, og var hrópað í sífellu Sieg Heil. Sá nú lögreglan sitt óvænna og voru tveir af mótmælendum hand teknir og stungið í lögreglubíl. Nokkru síðar bar að enn meiri Framhald á bls. 14 FB-Reykjavik, föstudag. Nú er að hefjast annar hluti kerfisbundinnar rannsóknar á veg um Hjartaverndar hér í Reykja- vík. í þessum hluta verða rann- sakaðir 16 árgangar kvenna í Reykjavík og nágrenni, en nú er að Ijúka fyrri hluta rannsóknar- innar, þar sem rannsakaðir vor 16 árgangar karl á aldrinum 33 til 60 ára. Rannsóknarstöð Hjarta verndar hóf starfscmi sína með kerfisbundinni hóprannsókn í fyrrahaust. Rannsóknirnar eru gerðar í samráði við Alþjóðahcil brigðismálastofnunina, en sú stofnun hefur stuðlað að sams konar rannsóknum í fjölda landa víðs vegar um heim. Þátttakan í hóprannsókn karla hefur verið mjög góð, eða um 85%, en til samanburðar má nefna, að ekki er vitað um neina 'rannsókn í Bandaríkjunum, þar sem þátttaka ''hefur verið yfir 70%. Yfirleitt er það svo í öðrum löndum, að þátttaka kvenna í hóp rannsóknum er minni en karla, en forstöðumenn Hjartaverndar vonast hins vegar til þess, að kon urnar verði ekki eftirbátar karl- mannanna hér á landi. Rannsóknin er í aðalatriðum á þann hátt, að þátttakendur fá boðsbréf, þar sem tilgangur og fraimkvæmd eru sikýrð. Þiggi hann boðið, er honum úthlutaður tími fyrir rannsóknina og sendur spurningalisti um heilsufar til út- fyllingar. Rannsóknin er í því fólg in, að tekið er þvagsýni, hjarta- línurit, mældur blóðþrýstingur, húðfita mæld, sömuleiðis bein, hæð þyngd og tekið blóðsýni. Þá er tekin röntgenmynd af hjarta og lungum, gerð öndunarpróf og mældur augnþrýstingur. Tekur rannsóknin eina og hálfa til tvær stundir. Að lokum fær þátttak- andi tíma fyrir næstu heimsókn, en þá fer fram læknisskoðun, og tekur hún um 10 til 15 mínútur. Heimilislækni er send nákvæm skýrsla um allar niðurstöður. Allar niðurstöður rannsóknann eru færðar jafnóðum inn á gata- spjöld. Rafreikni er beitt við úr- vinnslu gagna jafnóðum og þau berast, Tekið skal fram, að farið er með allar upplýsingar sem al- gjört trúnaðarmál. Það er mjög mikilvægt, að þátttakendur komi til rannsóknar, þegar þeim er boð ið, en ekki fyrr. Þær kérfisbundnu hóprannsókn ir, er hér verða framkvæmdar, munu taka nokkur ár, þar sém gert er ráð fyir að fylgja eftir vissum hópum á þriggja ára frekti Framhald á bls. 14 Vetrarstarf- semi Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur Á ko-mandi vetri mun Æsku- lýðsráð Reykjavi’kur staoda fiyrir fjölbreyttu fiélags- oig tómstundastarfi fyrir ungt fólk. Aðstaða til félagsstarfa, mangvíslegra skemmtana og dansleikja á vegum Æskulýðs- ráðs er fullkomnari nú en nokkru sinni áður, en Reykja- víkurborg hefur eins og kunn- ugt er, keypt veitingaihúsið að Skaptahlíð 24 (óður Lídó), en þar munu verða haldnir dansleikiir og ýrnsar skemmtan- ir fyrir ungt fólk. Að Fríkirkj'uvegi 11 verður starfsemin með líku sniði og undanfarna vetur. Þar verður „Opið hús“ fyrir unglinga 15 ára og eldri þrjú kvöld í viku, og fyrir 13—15 ára á sunnu- dögum. í samibandi við „Opið hús“ verður efnt til ýmiss kon ar skemimtana, sýninga og dansleikija. Nokkur félög og klúbbar munu einnig starfa að Fríkirkjuvegi 11 og í Golf- skálanum, í samvinnu við Æsku lýðsráð. Náimskeið í radíó- vinnu og ljósmyndaiðju verða haldin a‘ð Fríkiirkjuvegi 11, og í sjóvinnuibrögðuim að Lindar- götu 50. Innritun í námskeið- in hefjast um miðjan október. í bátaskýli siglingaklúbbsms Framhaid a bls 15 FRAMSÓKNARVIST Á HÓTEL SÖGU Framsóknarfélag Reykjavík ur gengst fyrir þriggja kvölda spilakeppni á Hótel Sögu. Fyrsta spilakvöldið verður fimmtudaginn 10. okt. annað 7. nóv. og það þriðja 5. des- ember Úrvals verðlaun verða veitt, þeim sem hæstan slaga fjölda hafa í lok keppninnar. Auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir hvert kvöld. Framsóknarvistin n. k. fimmtu dag hefst á Hótel Sögu kl. 20.30. Verður fyrst spilað und ir stjórn Markúsar Stefánsson ar, síðan flytur Einar Ágústs son alþingism. ávarp, og að lokum verður dansað. Verið með frá byrjun — Tryggið ykkur miða sem fyrst í síma 24480. Aðgöngumiða má vitja á skrifstofu Framsóknar 3ja KVÖLDA KEPPNI flokkssins Hringbraut 30 og af- greiðslu Tímans Bankastræti 7. Tveir dreng ir við radíóvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.