Tíminn - 08.10.1968, Síða 5

Tíminn - 08.10.1968, Síða 5
) f>RIÐJUDA(íUR 8. október 1968. TIMINN Slys á slys ofan „Sunnlendingur" sikrifar: Þeir eru margir slysastaðirn ir á iþjóðvegum landsins, en þó mun oftast svo, að reynt er að lagífiæra vegi, þar sem slys end urtaka sig. Svo er þó að sj'á, að þetta þyki ekki nauðsynlegt á blindhæðinni rnilli Spóastaða og Skálholts. Á þessari blind- hæð er einnig kröpp beygja, og einhver viðvörunarmerki munu vera þar, en hvgrgi nærri nógu hrópandi. Þama hafa orðið árefcstrar hvað eftir annað, stórskemmdir á ökutækj um og siys á mönnum, innlend rai og erlendum. Þarna hafa tveir 'bílar að minnsta kosti eyðiiagzt í árekstri í sumar. Pyrir nobkru var þama erlend ur sendiráðsbáll á ferð og lenti í árekstri, og slösuðust nokkr- ir. Mildi er, að þama hafa ekki orðið dauðaslys í sumar. Auðvelt mun að laga veginn þama, þó að það kosti auðvit- að nokkurt fé, og kvartanir frá ferðafólki og héraðsmönnum hafa komið fram hvað eftir amnað. Én ekkert hefur þó ver- ið að gert. Auðvelt ætti þó að vera að setja þarna að minnsta kosti upp skýrari hættumerki, t.d. með stórum stöfum HÆTTA.“ Safnað gögnum. Imgvi Guðmundsson skrifar: „Nú þegar ríkisstjórnin er að láta safna gögnum fyrir stjómarandstöðuna, og bjóða henni ráðherrastóla, og þar með' sýna henni hvernig við- reisnarstefnan hefur tekizt, og hvert leiðin til bættra lífisk'jara TUNG-SOL’ tung-sql amerískar samlokur jafnan fyrirliggjandi Varahlutaverzlun Jóh. Ólafsson & Co. Brautarholti 2, sími 11984. TIL SOLU 50 watta Seímer söngkerfi, ný yfirfarið, og nýr Vox gítarmagnari. Uppl. í síma 18857, eftir kl. 7 e- h. liggur, þá finnst almenningi, sem ekki býr við allt of mikið abvinnuöryggi og helst til of ört vaxandi dýrtíð, að tímabært væri að safna gögnum um eft- irfarandi: 1. Að athugað verði ihve marg ar vinnustundir séu fluttar inn í fullunninni vöru, sem við getum svo hæglega umnið sjálf? T. d. í öllum fatnaði, þar með talinn all- ur nærfatnaður og undir- fatnaður fcvenna, kjólar og kápur, og herrafatnaður, frakkar og anmar hlífðar- fatnaður. 2. Hve margar vinnustundir séu fluttgr inrn í brauðmat, þar með taldar allar teg- undir af kexi og sælgæti, en þær munu ekki vera fáar. 3. Hvað ætli séu margar vinnustundir fluttar inn í niðursoðinni vöru, t. d. í sultu, sósu og grænum baunutn? íslenzku baunirn- ar munu vera betri og nær helmingi ódýrari en þær dönsku. Sama mun vera að segja um tómatsósuna og sultuna, sem mun síst vera lakari vara en sú innflutta. 4. Hve margar viunustundir ætli séu fluttar inn í til- búnum veiðarfærum og ný- srníði á skipum og tækjum til þeirra? 5. Að lokum, hvað ætli séu margar vinnustundir flutt- ar inn í tilbúnum húsgögn- um, imnréttingum og heil- um húsum? Svona mætti lengi telja. Hömlulaus innflutningur. Ég er viss um að í ofanrit- uðum vörutegundum flytjum við inn milljónir vinnustunda sem við getum unnið sjálf, og sem fcostar okkur hundruðir milljóna í erlendum gjaldeyri. Fólki verður oft á að spyrja hvaða tilgaingi allur þessi hömlulausi innflutningur á full unninni vöru á að þjóna þegar hér er bæði atvinnuleysi og gjaldeyrisskortur. Engimn þekk ir dæmi þess frá öðrum þjóð- um að þær leyisi sín efnahags- vandamál með hömlulausum innflutningi. Allir vita að felenzkur iðnað ur er í rústum, svo honum væri full þörf á þeim verkefnum sem flutt eru inn í fyrrnefindri vöru og nægir í því sambandi að nefna vélsmiðjurnar, þótt svipað ástand sé í öðrum iðn- greinum. Unnu ekki yfir 200 manns í vélsmiðjunni Héðni árið 1959? Hvað ætli vinni þar margir nú? Mér er sagt að það séu fáir tugir manna. Ef dreginn væri upp sönn mynd af áistamdi iðnaðarins og þjóðarbúsins, eins og hún er í dag, þá væri hún ekki fögur. E. F. T. A. Það virðist vera óskadraum- ur sumra ráðamanna þjóðarinn ar að koma íslandi í E.F.T.A., fyrst aulka aðild, en síðar fulla aðild. í ljósi þessa óskadraums ætti að vera hægara að skýra okkar hömlulausa innflutning á fullunninni vöru, þrátt fyrir gjaldeyrisskort og yfirvofandi atvinnuleysi. Þetta er því bara forspilið að því lagi sem á að spila í E.F.T.A. Hugmyndin mun vera sú að gera ísland ásamt landgrunn- inu og hafinu umihverfis land- ið, að hráefnis—forðaibúri fyr- ir iðnæfðar stórþjóðir. En eftir að búið er að gera þennan draum að veruleika, þá verður varla mikið af felenzkri iðnað- arvöru á boðstólum hér, eða annars staðar í heiminum, og þá atvinnuöryggi okkar að sama skapi. Þetta verður íslenzka þjóðin að gera sér Ijóst, og spyma við fótum áður en það er um seinan. Núverandi ástand, og ákaf- inn í að komast í E.F.T.A. staf ar fyrst og fremst af vantrú valdhafanna á land og þjóð, það er hún (vantrúin) sem knýr þá. Það sr beasi saraa van trú á land og þjóð, ssm fær erlendum auð'hringum aðgang að fallvötnum landsinis, einu því dýrmætasta sem við eigum, og lætur þeim í té orku á mifclu lægra verði en landsmenn verða að greiða fyrir hana. Fyrst nú útlendingar fá orkuna á mörgum sinnum lægra verði en við, hverjir verða það þá, sem greiða orkuverið endan- . lega, og það e.t.v. oftar en einu sinni. Hverjir verða þeir end- anlegu vextir sem þjóðin þarf að greiða fyrir vantrúna og til- tækið sem henni fylgir. Við s'kulum hafa það hug- fast, að stöðugt þrengist um fólkið á jörðinni, og jafnvel hér út á íslandi getur hver blettur orðið það eftirsóknar- verður að varla muni okkur veita af trúnni á land og þjóð, og vera þess minnugir að „hollt er heima hvað“. Annars getur farið svo að við verðum orðnir útlendingar í eigin landi fyrr en varir. Að lokum langar mig til að minna okkur öll á bæn og trú Hannesar Hafstein, sem fram kemur í ljóði hans Aldamótin: Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsœld og manndáð, vek oss endurboma. Strjúk oss af augum nótt og harm þes-s horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Starfið er margt, en eitt er brœðrafoandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: áð elska, byggja og treysta á landið. Karlmannaföt Stakar buxur Fjölbreytt úrval - - Hagstætt verð. > CORONA SKÓLARITVÉLIN, sem endíst yður œvilangt. SKRIFSTOFUTÆKNI Ármiila 3, síml 38 900. • 5 A VlÐÁVANGI Engilsvipur er á hvarms f Degi á Akureyri segir svo um viðræður stjórnmálaflokk- anna um efnahagsástandið: „f opinberri fréttatilkynn- ingu segir, að gagnasöfnun um helztu þætti efnahagsmálanna standi yfir og sé þeirra að vænta um miðjan mánuðinn. IEn nokkrum vikum áður báðu stjórnarflokkarnir stjórnarand- stöðuna um viðræður um vanda efnahagsmálanna því vá væri fyrir dyrum. Viðræðurnar hófust og standa yfir „án þesp nokkurra frétta sé af þeim að vænta fyrst um sinn,“ eins og Isagt hefur verið, og án þess að ríkisstjórnin hafi í höndum nauðsynlegar upplýsingar. Er það mál manna, að stjórninni bæri fremur að segja af sér en biðja um hjálp, og láta kjósend ur ákveða forystu þjóðmálanna eftir uppgjöf ílialds og krata. Uppgjafaryfirlýsing Ennfremur segir: Víst fer, í fljótu bragði séð, ekki illa á því, að ríkisstjórn- in hefur snúið sér til stjórnar- andstöðunnar og beðið hana um viðræðu til að leita ráða til þess að koma þjóðarskút- unni út úr þanghafi þeirra efnaliagsörðugleika, sem stjórn in hefur siglt henni inn í. En spurningin er þó, hvaða hugur fylgir máli hjá stjórn- inni með tilmælum þessum. Er henni það aðalatriði, að vand- inn verði fljótt og örugglega leystur með sem heillavænleg ustum hætti fyrir þjóðfélagið? Spurningar Vill hún láta gera við og breyta þeim vitlausa áttavita, sem hún hefur siglt eftir? Eða vill hún fleka stjórnar- andstöðuna til að samþykkja siglingu eftir vitlausa áttavit- anum Iengra inn í þanghafið? Eða hyggst hún koma því svo fyrir, að stjórnarandstaðan hljóti að hafna samvinnu, en á þann hátt að takast megi að túlka það fyrir almenningi sem þvergirðing? í þessum spurningum þykja máske vera slæmar getsakir í garð ríkisstjórnarinnar um létt úð. En er það ekki líka fyrir léttúð hennar í stjórn efna- hagsmálanna, að nú er komið í óefni? Undirheimabros Og er það ekki sú almenna efnahagsmálaléttúð, sem stjórnarfarið hefur skapað, sem gerir þetta óefni miklu erfiðara viðfangs en ella væri? Er það ekki af stjórnmála- legri léttúð, að hún segir ekM af sér, eins og ástandið er? Er það ekki blygðunarlaus léttúð, að hún lætur blöðum sínum líðast að segja — og segir jafnvel sjálf — að „við- reisnin" hafi náð tilgangi sín- um? Skáldsnillingurinn Einar Benediktsson lýsir léttúðardrós þannig: „Engilssvipur á hvarmi undirheimabros á vör.“ Þeir, sem eiga nú í sam- starfsviðræðum við stjórnina, gái að undirheimabrosinu."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.