Tíminn - 18.10.1968, Qupperneq 3

Tíminn - 18.10.1968, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 18. október 1968. TÍMINN 3 \ Frá Hrossamarkaðnum á Hólum á sunnudagimi. Þarna er H.J. Hólmjárn (ímiðið með liatt), sá landsfrægi hrossaræktunar»uaður að skoða hrossin. (Tímamynd:—Stefán Pedersen). HROSSAMARKAÐIR ÆSKILEGIR KJ-Reykjavík, fimmtudag. — Ég teldi það mjög æski- legt, að efnt yrði til hrossa- markaða á fleiri stöðum á land inu, því það gæti orðig bæði hrossakaupendum og seljend um til niikils hagræðis, sagði Þorkell Bjarnason hrossarækt- ’arráðunautur, er Tíminn hafði tal af honum í dag vegna ný- afstaðins hrossamarkaðs á Hól- um í Iljaltadal. Eftir að hestamennska komst í tízku, eru það stöð- ugt fleiri og fleiri, sem bæt- ast í hóp hestamanna, og get- ur það verið býsna snúið oft fyrir byrjendur, að kaupa fyrsta hestinn. Oft er það svo, að þeir leita langt yfir skammt, og erfitt getur stund ium verið að fá nákvæma vitn- eskju um hestinn. Er Tíminn hafði tal af Þor- keli Bjarnasyni hrossaræktar- ráðunaut og spurði um álit hans á hrossamörkuðum, kvaðst hann þeim mjög fylgj- andi. — Það sem stendur á, sagði Þorkell, er að enginn kemur sér til þess að standa fyrir slíkum mörkuðum, nema kyn- bótabúið á Hólum. í reglum þess eru ákvæði þess efnis, að halda skuli árlega hrossamark- aði, eða opinbert uppboð á þeim hrossum, sem ætlunin er að selja. — Við gætum t.d. hugsað okkur, að í ágúst hvert ár væri haldin hrossamarkaður hér á Selfossi (Þorkell býr á Laugar- vatni), og þangað gætu bænd- ur t.d. leitað ef þá vantaði smalahesta eða hvers konar hesta. Gæti það orðið til ó- metanlegs hagræðis fyrir bæði kaupendur og seljendur hrossa að geta komið á einn stað, og gert hestakaup. Erlendis er það mjög algengt að efnt sé til markaða með búfé, og því ekki áð gera það lfka hér. Við gætum hugsað okkur, að á hrossamarkaði fylgi lýsing á hverjum hesti, sem óvilhallur maður gerði. Væri það viss trygging fyrir kaupendur. — Eftir að hestar urðu meira almenningseign, er enn brýnni þörf á hrossamarkaði, og þá sérstaklega fyrir þá, sem eru að byrja hestamennsku, og eru ekki „inn í“ hestakaup- mennsku. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur (t.v.) og Haukur Jörundsson, skólastjóri, ræða við viðskiplavin á hrossamark- aðnum. ERFIÐUR RIÐILL Á SKÁKMÓTINU HSÍM-Reykjavík, fimmtudag. Það verður erfiður róður hjá íslenzku skáksvcitinni á Ólympíu skákmótinu í Lugano, sem hefst í dag, því í riðli með henni eru tvær mjög sterkar skákþjóð- ir, Búlgaría og Tékkóslóvakía, sem sennilega tryggja sér sæti í A-riðli úrslitakeppninnar. Dregið var í riðla í dag og töluröð er þannig í þeim riðli, sem ísland teflir í. 1. Tyrkland 2. ísland 3. Búlga- ría 4. Andorra 5. Túnis 6 Kúba 7 Singapore 8 Tékkóslóvakía í fyrstu umferð mótsins teflir ísland því við Singapore. Það er talsvert athyglisvert við þennan riðil, að þarna lenda saman fjór- ar þjóðir, sem síðast — á Ólym- píumótinu á Kúbu fyrir tveimur árum — komust í A-riðil í úr- slitakeppninni, það er ísiand Búlgaría, Tékkóslóvakía og Kúba. Eftir undankeppnina skipast þjóð irnar í riðla efti-r árangri, tvær efstu lenda í Ariðli, tvær þær næstu í B-riðli og svo framvegis. Ef að líkindum lætur ætti ísland að lenda i B-riðli úrslitakeppninn ar — en ef heppnin er með ætti sæti í A-riðlinum ekki að vera útilokað. YFIRLÝSING í tilefni af fréttatilkynningu, sem þeir Hanniibal Valdimarsison, Björn Jónsson og Steingrímur Pálason hafa sent frá sér til skýr- inga á því tiltæíki sínu, að gera kosningabandalag við Framsókn- arflokkinn um kjör í nefndir og trúnaðarstöður á Alþingi, vil ég gera eftirfarandi athugasem<jjr: Framttala a dis 11 ir Bjarni Benediktsson mælti í neðri deild í gær fyrir frum- varpi um Stjórnarráð íslands. Talsvcrðar umræður urðu um þetta frpmvarp og verður þeirra getið í næstu Þingsjá Tímans. ir Jóliann Hafstcin mælti í efri deild fyrir frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar og Magnús Jónsson fyrir frumvarpi um hcimild til handa Iláskólahappdrættinu að gefa úl nýjan flokk, C-flokk, hlutamiða. Báðum þessum frumvörpum var vísað til 2. umræðu og nefnda. ir Magnús Jónsson mælti fyrir frumvarpi um staðfestingu á bráðabirgðalögunum um 20% innflutningsskattinn. Umræðunni var frestað að ræðu ráðherrans lokinni. ir Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal, Þórarinn Þórarins- son, Lúðvík Jósefsson og Jón Skaftason, hafa endurflutt frumvarp sitt um breyting á lögum um þingsköp Alþingis. Frumvarp þetta varð ekki útrætt á síðasta þingi. ir Lagt var fram í gær stjórnarfrumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfcsta fyrir íslands hönd breytingar á og viðauka við stofnskrá Alþjóðagjaldcyrissjóðsins. ir Engir fundir verða á Alþingi í dag og næstu fundir í deild- um þingsins vcrða á mánudag. Rafgeymaverksmiöjan Pólar hefur framleiðslu á CHLORIDE rafgeymum Nýlega er hafin hjá Rafgeyma- verksmiðjunni Pólar h.f. fram- leiðsla á hinum viðurkenndu og heimsþekktu Chloride-rafgeym- um. Óþarft er að kynna þetta vöru- merki, þar sem þetta er með elztu og stærstu verksmiðjum á þessu sviði í heiminum. Ha£a þeir framleitt rafgeyma í 75 ár. Undanfarna mánuði hafa stað ið yfir samningar milli Pólar h.f. Chloride-samsteypunnar og Sam- bands ísl. Samvinnufélaga, sem eru umboðsmenn verksmiðjanna og hefur samvinna tekizt á milli þessara fyrirtækja um framleiðslu á Chloride rafgeymum. í beinu framhaldi af þessari samvinnu getur nú Rafgcymaverk- smiðjan Pólar h.f. framleitt helm-; ingi fleiri stærðir en áður og [ jafnframt hagnýtt sér allar hinarj tæknilegu nýjungar, sem Chloride verksmiðjurnar hafa að bjóða, og j notfært sér í fjöldaframleiðslu: þeirra á ýmsum hlutum, sem yrði of dýrt að framleiða hérlendis. Jafnframt geta nú Pólar boðið rafgeyma til hinnar margvísleg- ustu nota svo sem rafmagns-lyft-1 ara, rafstöðva, simstöðva, spítala o.fl. Pólar h.f. hafa að undanförnu hagrætt rekstri sínum til þess að mæta nýjum aðstæðum og geta nú framleitt 30—40% fleiri raf geyma og í mun fjölbreyttara úr- vali en áður. Með aukinni vélanotkun síð- ustu ára hér á landi hefur raf- geymanotkunin vaxið jafnt og þétt. Skurðgröfur, jarðýtur og vél- bátar, allt þarfnast þetta stórra og kröftugra rafgeyma. Fram- ' leiðsla Póla h.f. hefur þess vegna aukizt að meðaltali um 10—15% árlega. í sambandi við verksmiðjuna rekur fyrlrtækið einnig þjónustu fyrir rafgeyma V hleðslu- og viðgerðarstöð, að Þverholti 15 og eins rekur það sams konar þjón- ustu á Akureyri að Grundargötu • 5. Flestir umboðsmenn fyrirtæk- * isins úti um land hafa einnig að- stöðu til að hlaða rafgeyma. Með hinni nýju samvinnu milli 1 Póla, Chloride og SÍS eiga neyt- • endur að fá vöru i bezta gæða- ’ flokki fyrir hagkvæmara verð og ! í fjölbreyttara úrvali fáanlegu hér lendis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.