Tíminn - 18.10.1968, Side 11

Tíminn - 18.10.1968, Side 11
FÖSTUDAGUR 18. október 1968. TIMINN GEITHÁLSSLYSIÐ Framhald af bls. 16 fyrir slysið er Willys-jeppi, græn málaður með dökka blæju. Nefur lögreglan sömuleiðis fengið lýs- ingu á ökumanni jeppans. Á svip uðum tíma komu tveir bilar að austan og óku fram hjá Geithálsi áleiðis til Reykjavíkur, en ná- kvæm tímasetning hvenær þessir bílar fóru fram hjá veitingahús- inu er ekki fyrir hendi. Hefur enginn ökumanna þessara bfla né farþegar sem í þeim voru, gefið sig fram við lögregluna, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir til allra sem leið áttu um vegarkafl- ann milli Geitháls og Reykjavíkur á þessu tímabili að gefa sig fram við íögregluna. Að þessum aðilum undanskild- um hefur fólk sýnt mikla sam- vinnulipurð við umferðardeild rannsóknarlögreglunnar og fjöl- margir gefið sig fram og gefið upplýsingar sem að gagni kunna að koma. Hafa þeir sem að mál- inu vinna, yfirheyrt fjölda manns sem leið áttu um veginn á svip- uðum tíma og slysið vildi til og eru skýrslur sem varða þetta mál orðnar miklar að vöxtum. í dag var yfirheyrt vitni sem ók framhjá Gunnari rétt áður en ekið var á hann og sneri maður þessi við og kom að slysstaðnum rétt á eftir lögreglu og sjúkraliði. Maður þessi gat sig fram við rannsóknarlögregluna strax á mánudag, en ekki vannst tími til að yfirheyra hann fyrr en í dag vegna anna þeirra sem að rannsókninni vinna, og hafa þeir tekið skýrslur af tug'um manna, sam gefið hafa sig fram og haft einhverjar upplýsingar fram að færa. Þessi ma'ður, sem var einn f bíl sínum, ók upp að Geithálsi um nóttina. S'á hann Gunnar á leið upp að Geithálsi og var hann þá kominn nær alla leið að veitinga stofunni, en Gunnar var gangandi á þjóðveginum. Maðurinn veitti honum ekki frekari athygli. En þegar hann stuttu síðar var á leifS frá Geithálsi, en þar stanzaði hann um stund, sá hann hvar Gunn ar var gangandi á veginum á leið í átt til Reykjavíkur. Gerði Gunn- ar enga tilraun til að stöðva bil- inn til að fá far með honum. Ók maðurinn því áfram. Á leiðinni til Reykjavíkur stanzaði hann stutta stund og hélt síöan áfram. Þegar hann síðan var á leið niður Ár- túnsbrekkuna sá hann hvar sjúkra og lögreglubíll komu á móti sér. YFIRLÝSING rramhaio al ois. 3 1. Sú skýring þeirra á kosninga- bandalaginu við Framsóknar- flokkinn, að þeir hafi þurft að tryggja sér viðuraandi setu í nefndum, fær ekki staðizt, þar sem fyrir lá, að þingflokkur Alþýðuhandalagsinis var ein- huga um að standa að óbreytt- um kosningum í nefndir. Þeir félagar vissu fullvel, að þeir áttu sama kost og áður til setu í nefndum á vegum þing- flokks Alþ'ýðubandalagsins. 2. Það er augljóslega rangt, sem þeir félagar segja í fréttatil- kynningu sinn, að samkomu- lagi þeirra við Framsóknar- flokkinn hafi ekki verið beint gegn þingmönnum Alþýðu- bandalagsins. Samstilling þeirra með Framsóknarflokkn- um miðaði að því að fella Gils Guðmun'dsson úr utanríkismála nefnd og kosningabandalag þeirra um nefndakjör í neðri deild miðaði að því að fella þingmgnn Alþýðubandalagsins úr nokkrum nefndum, þó að ekkert af þessu tsekist. 3. Þeir Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson og Steingrimur Pálsson hafa alltaf verið boðað ir á þingflokkisfundi Alþýðu- bandalagsins með sama h'ætti og aðrir þingmenn þess og hefðu því haft fulla aðstöðu til að fylgjast með ölium störfum þingflo'kksins, ef þeir hefðu vilj að. Alþingi, 17. okt. 1968, Lúð\ik Jósepsson form. þingflokks Alþýðubandalagsins. ÚTGERÐ Framhald af bls. 1 — Og í sjálfu sér er það mikið átak og á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íslenzkt atvinnu- líf. Framtíðaráform félagsins sem vonandi þarf ekki að vera langt í land með, er smíði skuttogara. Yrði smíði skipsins boðin út með- al íslenzkra skipasmíðastöðva og allar áætlanir um þann rekstur verða gerðar í samræmi við nýja tíma óg nýja tækni.“ Hann sagði stofnun félagsins mikilvægan atburð í sögu íslenzks atvinnulífs. „Á þeim tímum, er þjóðin þa:-f að þola mikla erfið- leika, vegna sífelldra áfalla, taka | áhugamenn sig saman um að stofna félg, leita liðsinnis hjá al- menningi og vinna að þvi að mynda sterkt útgerðarfélag, sem er þess megnugt að fara út í þá útgérð, sem gefur þjóðarbúinu ör- uggastar tekjur, eykur atvinnu og getur skilað hluthöfum góðum arði, ef vel er haldið á spilun- um.“ Almenna útgerðarfélagið hefur aðsetur að Sjávarbraut 2 í Reykja vík, og eru þar veittar allar nán- ari upplýsingar um hið nýja fé- lag. LOPAPEYSUR Framhald af bls. 12 lendum markaði er það að segja, að í Bandaríkjunum er lopahesp- an seld á 1 dollar og 90 cent og upp í 2 dollara, en í dönskum krónum kostar hespan frá kr. 8.50 í 9.50. Hespulopinn kostar hér frá 30 í rúmar 33 krónur. — Við erum að senda frá okk- ur núna 7 ný prjónamunstur, og eru þó komnar á markaðinn sam- tals 20 mismunandi gerðir af peysupakknmgum og kosta þær frá 227 krónum í 357 krónur. Er þetta bæði 'hlýleg, góð og ódýr jólagjöf. — Aðeins ein af verðlaunapeys- unum úr fyrstu prjónakeppninni hefur verið gefin, út í prjóna- munstri. Er það peysa nr. 5 eftir Guðlaugu Þorgilsdóttur frá Siglu- firði. Aðrar verðlaunapeysur þóttu of vandunnar til þess að okkur þætti ástæða til að leggja í þann mikla kostnað, sem nauösynlegt er til þess að gefa út peýsumunstr- in. í fyrstu prjónakeppninni tóku þátt 160 aðilar og vonandi verða þátttakendurnir nú enn fleiri. Dómnefndina skipa Haukur Gunn arsson, Rammagerðinni, formaður Elisabet Waage, Baðstofunni, Sig- rún Stefánsdóttir og Gerður Hjör leifsdóttir íslenzkum Heimilisiðn aði. SÍMINN Framhald af bls. 1 ásstöðinni, sem ekki komast í ■ ^amband við þessa tvo bæi. — Viðgerð var þegar hafin, og mun að jafnaði einir 10 menn vinna við hana, þar til henni lýkur, en þeir bjuggust við, að þetta færi í, samband smám saman eftir kvöldmat í kvöld. Þó verður haldið áfram viðgerðinni í alla nótt og fram á morgun, eða jafnvel lengur, og ekki hægt að segja um það, hvenær viðgerðinni verður lok- ið að fullu. því almennilegt samband kemst ekki á fyrr en öllu er lokið. A VlÐAVANGI Framhald af bls. 6 gera til að rétta við atvinnulíf ið, auk umsvif, tryggja fulla at vinnu og baéta hag landsins gagn vart útlöndum — Nú reynir á það, hvort stjórnarandstaðan vill sýna þjóðhollustu og að- stoða við lausn vandans, eða að mlnnsta kosti að leitast ekki við að gcra hann torleystari en hann er. Þjóðin öll mun fylgj ast með viðbrögðum stjórnar andstöðuflokkanna og dæma þá eftir því, hver afstaða þeirra verður nú, þegar þjóðin á mest í húfi. En hún mun líka veita stjómarflokkunum þann styrk og stuðning,, sem þeir þurfa U Sem sagt: Okkar er að á- kveöa og framkvæma. Ykkar er adeins að samþykkja herrar mín ir með bros á vör. Ef ekki, þá verðið þið áreiðanlega dæmdir, en við höfum stuðning þjóðar- innar. Spurning: Hvað era svona menn að tala við aðra yfir leitt? Ég er forvitin blá (Jag er nyfiken bla) — íslonzkur tcxti — Sérstæð og vel leikin, ný, sænstk stórmynd, eftir Vilgot Sjöman. Aðalhlútverk: Lena Nyman Börje Ahlstedt Þeir, sem ekki kæra sig um að sjá berorðar ástarmyndir er ekki ráðlagt að sjá mynd- ina. Sýnd kl. 5, 7 og 9 -v. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Teflt á tvísýnu Akaflega spennandi og vjðburð arrík ný frönsk sakamálamynd sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð börnum. LAUGARAS Slmar J207i ob 38150 Dulmálið Sophia Loren Gregory Peck íslenzkur texti. Endursýnd kl. 5 og 9 Fram til orrustu (Lost army) Stórfengleg kvikmynd gerð af Film Polski eftir kvikmynda- handriti Alexanders Scibor- Rilskys, samkvæmt skáldsögu eftir Stefan Zeromsíki. Leik- stjóri: Andzej Vajda. íslenzkur texti. Aðalhlutverik: Daniel Olbry Beata Tyszkiewiiz Pola Raksa Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Tónaflóð (Tht Sound of Music) Sýnd kl. 9 FjársjóSsleitin Afar fjörug og skemmtileg amerisk gamanmynd í litum, með Hayley Mills — íslenzkur texti — Endursýnd kl. 5, 7 og 9 Slmi 11544 rHER-1 NAMSJ LARINJ SEIMI HLUTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð vngri en 16 ára (Hækkað verð) Verðlaunagetraun Hver er maðurinn? Verðlaun 17 daga Sunnuferð til Mallorca fyrir tvo. 11 ÞJOÐLEIKHUSIÐ íslandsklukkan Sýning í kvöld kl. 20 Púntila og Matti Sýning laugardag kl. 20 Vér morðingjar Sýning sunnudag kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl 13.15 t.il 20, slml 1-1200. LEYNIMELUR 13 í kvöld MAÐUR OG KONA laugardag Uppselt HEDDA GABLER sunnudag Fáar sýningar eftir. MAÐUR OG KONA miSvikud. Aðgöngumiðasalan I Iðnó ei opín frá kL 14. SímJ 13191. T ónabíó Slm 31182 íslenzkur textl Goldfinger Heimsfræg ensk sakamála- mynd 1 litum. Endursýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum innan 14 ára MÆJÁRSí Slmi 50184 í syndafjötrum Ný þýzk stórmynd með ensku tali. Martin Held Hildegaard Kaef Elsa Knort Christa Lende Sýnd kl 9 Bönnuð lnnan 16 ára Austan Edens Hin hetmsfræga ameríska verð launamynd i Utum. — íslenzkui textl. James Dean Julie Harrls Sýnd kl. 5 og 9 GAMLA BÍO tslenzkur text) Bönnuð tnnan 12 ára Sýnd kJL 4 og 8,30. Sala hefsi kL 3. Hækkat verð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.