Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1968, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. október 1968. TIMiNN VIKING SNJÓHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. Sendum um allt land gegn póstkröfu; Hjólbarðavinnustofan opin alla daga kl. 7.30 til kl. 22.00. Gúmmívinnusfofan h/f Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavik. MILLIVEGGJAPLOTUR RÖRSTEYPAN H*F KÓPAVOGI • SlMI 40930 Háaleitishverfi - Hlíðar Vanur starfandi kennari vill taka nokkur sex ára börn í tímakennslu eftir hádegi. Upplýsingar 1 síma 8 18 84. - Sprautun - Lökkun • Aisprautum og blettum allar gerðir aí bílum • Sprautum einmg heimilistæki. isskápa. þvotta- vélar. frystikistur og fieira i hvaða lit sem er. VÖNDUÐ OG ODYR VINNA. STIRNIR s.f. — Dugguvogi 11. flnngangur frá Kænuvogi) — Simi 33895 JÓLASKEIÐARNAR ERU KOMNAR Tvær stærðir — Silfurplett — Gullplett og ekta silfur — Hagstætt verð —; Póstsendum GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, gullsmiður Bankastræti 12 — Sími 14007 Félag rafveitustjóra sveitarfélaga V egna skrifa um raf ■ veitumál Vestfiarða í blaði þessu var nýlega birt iöng grein fra Rafmagnsveitum ríkisins um raforkumál á Vest- fjörðum. Enda þótt ýmsar tölur séu þar settar fram á mjög vill- andi hátt og aðrar hreinlega rang færðar, hyggst stjórn Féfags raf- veitustjóra sveitarfélaga, FRS, ekki svara greininni í teild, þar sem hún gerir ráð fyri/ að Bíld- dælingar og Patreksfirðingar svari hver fyrir sig. Hins vegar telur stjórn FRS nauðsynlegt að gera athugasemd við upphaf greinarinnar, sem varðar beint félagifr svo og niðurlag greinar- innar, þar sem ranglega er skýrt frá þróun raforkumála hér og er- lendis í þeim tilgangi að styðja þjóðnýtingarstefnu Rafmagns- veitna rikisins. Rafmagnsveitur ríkisins ráðast á FRS. í upphafi greinarinnar segir orðrétt: „Að tilhlutan „Félags rafveitustjóra sveitarfélaga", sem samanstendur af einstaklingum rafveitustjórum nokkurra bæjar- rafveitna, hafa að undanförnu ver ið allmikil blaðaskrif um raforku- mál Bíldudals og nú síðar einnig Patrekshrepps“. Enda þótt stefnu mál félaga í FRS séu andstæð þjóðnýtingarstefnu Rafmagns- veitna ríkisins, þykir stjórn FRS heldur lítilmannlegt af Rafmagns- veitunum að ráðast opinberlega á hið unga félag, þótt þær hafi lent í deilum við Bílddælinga og Patreksfirðinga vegna viðskiptá við þá. Það er gefið í skyn að FRS samanstandi af aðeins nokkrum rafveitustjórum, bæjar- rafveitna. í Félagi rafveitustjóra sveitarfélaga eru allir rafveitu- stjórar bæjarrafveitna að undan- skildum aðeins tveimur. Frá FRS hafa ekki komið önn- ur blaðaskrif um raforkumál Vest fjarða, en þar sem getið var um þau í fréttatilkynningu félagsins frá síðasta aðalfundi. Hins vegar hefur félagið verið Bílddælingum til ráðuneytis varðandi viðskipti þeirra við Rafmagnsveitur ríkis- ins skv. beiðni þar að lútandi. Tilefni skrifa Patreksfirðinga var einhliða yfirlýsing Rafmagns veitna ríkisins um að þeir óski ekki eftir rafmagni frá Rafveitu Patrekshrepps inn á kerfi sitt, fyrir ákvæði hinna nýjú orkulaga um skyldu til að gera' samrekstr- arsamninga þar sem tveir eða fleiri áðilar annast vinnslu raf- orku inn á samtengt kerfi. Það sem birtist i blöðum um þetta mál kom frá fréttamönnum blað-j anna á staðnum. Sú fullyrðing Rafmangsveitna ríkisins, að þau blaðaskrif, sem verið hafa að undanförnu um raf orkumál Bíldudals og síðar einn ig Patrekshrepps séu „að tilhlut- an“ FRS, er algjörlega röng og sett fram gegn betri vitund. Upphaf baráttu bæjarrafveitna gegn yfirgangí ríkisrafvcitnanna. í niðurlagi greinar Rafmagns veitna ríkisins segir: „í þessu máli er verið að vekja upp draug liðins tima í raforkumálum". Nokkuð er erfitt að átta sig á því hvað átt er við, en þó mætti geta sér þess til að hér væri átt við tillögu, sem flutt var á 15. aðalfundi Sambands íslenzkra raf veitna 1957, en hún var svohljóð- andi: „Fimmtándi aðalfundur Sam- bands xslenzkra rafveitna, hald- inn að Eiðum, dagana 17—20. ágúst, samþykkir eftirfarandi á- lyktun: í þeim tilgangi, að ná sem bezt- um árangri um rafvæðingu lands- ins, telur fundui’inn þá skipan raiforkumála æskilega, afj þeim að ilum, sem að þessum málum vilja starfa, verði leyfðar raforkuvirkj anir og starfsræksla slíkra mann- virkja. Þannig verði bæjar- og sveitarfélögum, svo og sérstökum orkufélögum auk ríkisins, heimilt að sinna þessum málefnum, og að ríkið jafnfraínt örvi og styðji framtak nefndra aðila til þátttöku í rafvæðingu landsins. Þá hafi rík ið eftirlit með samræmingu virkj ananna, á þann hátt, að þær geti fallið innan þess ramma sem hag- kvæmt þykir tilliti til heildarskip unar raforkumála". Tillaga þessi var flutt af þáver andi rafveitustjóra Rafveitu Hafn arfjarðar, Valgarð Thoroddsen, en hann er nú sem kunnugt er, rafmangsveitustjóri ríkisins. Sam- kvæmt bókun umrædds fundar gat Valgarð þess í framsöguræðu sinni með tillögunni, að Raf- magnsveitur í'íkisins væru nú, að kaupa margar bæjarrafveitur og færa rekstur rafveitnanna mikið í form ríkisrekstrar. Taldi hann þetta ekki vera spor í rétta átt. Hollara væri, að bæjar- og sveit- arfélögum, svo og orkufélögum væri leyft að sinna þessum mál- um. Miklar umræður urðu um til- lögu Valgarðs, og fékk hún al- mennan stuðning fundarmanna enda var hún samþykkt með 10 atkvæðum, en 2 atkvæði voru greidd gegn henni. Rafveita Bíldutlals „gleypt með húð og hári“. Á aðalfundi Sambands ís- lenzkra rafveitna árið eftir var lesin upp ritgerð frá Valgarð Thoroddsen um stjórn á almenn- ingsrafveitum, en hapn hafði sjálf ur ekki getað setið fundinn. I rit- gerð þessari rakti Valgarð þróun raforkumálanna og það hvernig framtak bæjar- og sveitarfélaga var drepið niður með setningu raforkulaganna 1946. Valgarð segir í ritgerðinni: „Þegar lög þessi gengu í gildi, hafði Samband íslenzkra raf- v.eitna starfað í 3 ár. Lagauppkast ih kom ekki til umræðu né um- sagnar í Sambandinu. Það er ekki fyrr en á árinu 1957, að málefni þessu er hreyft á þeim vettvangi. Það verður þá fyrsL þegar ríkið gleypir 6 bæjarrafveitur með húð og hári á einu ári og meðlimum þess sambands fækkar að sama skapi um 6“. Ein af þessum 6 rafveitum sem Valgarð Thorodd- sen núverandi rafmagnsveitu- stjóri ríkisins taldi hafa verið gleyptar með húð og hári, eins og hann orðaði það, var einmitt Rafveita Bíldudals í ritgerðinni segir ennfremur: „Einkaréttur ríkisins og sú þrautseigja, sem viðhöfð er til þess að hindra fram tak annarra aðila í rafvæðingu landsins hafði valdið og mun síð- ar æ meir valda stöðnun í þess- um málum“. Sem dæmi máli sínu til stuðnings rakti hann síðan hvernig ráforkumálastjórnin hafði sett fótinn fyrir byggingul jarðgufurafstöðvar í Krýsuvík. Þá sagði hann síðar í ritgerð sinni: „Ég minnist þess að hafa heyrt þá rök.semd fyrir setningu einka- réttarákvæðisins í lögin 1946, að með því myndi skapast grundvöll ur fyrir hagkvæmari og stærri virkjunum en áður var. Reynzla undanfarinna ára hefur þó orðið Iþveröfug þegar ríkið hefur eitt ráðizt í virkjanir hefur þar ein- göngu verið um smávirkjanir að ræða“. Þetta virðist koma mjög vel heima við umrædda grein Rafmagnsveitna ríkisins, þar sem segir: „Athugandi er að þessi halli stafar svo til allur frá kostnaðarsömum rafstöðvum og aðalorkuflutningslínum í fjórð- ungnum, en ekki frá dreifingu í kauptúnum og þorpum." Oisök og aðdragandi að stofn- un FRS. Með þvi að draga fram fram- angreindar umræður frá fundum SIR 1957 og 1958 um baráttu raf- veitustjóra sveitarfélaga gegn yfir gangi ríkisrafveitnanna í skjóli einokunarstöðu þeirra, hefur ver- ið dregin fram megin ástæðan fyrir nauðsyn aukinnar samstöðu rafveitustjóra sveitarfélaga, sem ýtti mjög undir stofnun félags þeirra, FRS. Áður er kom til stofnunar félagsins héldu raf- veitustjórarnir nokkra fundi. Fyrsti fundurinn var haldinn að Varmalandi í Borgarfirði 29. og 30. ágúst 1964 og fluttu fundar- menn þess fundar, sem voru 12 að tölu, eftirfarandi tillögu á 22. aðalfundi Sambands íslenzkra raf- veitna, sem haldinn var strax á eftir. „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra rafveitna, haldinn að Bif- röst í Borgarfirði dagana 31. ágúst til 2. september ályktar eftirfar- andi: „Raforkulögin frá 1946 verði tekin til algerrar endurskoðunar og eigi Samband íslenzkra raf- veitna þar fulltrúa. Við endurskoð un laganna verði mörkuð ný stefna í rafvæðingarmálum lands- ins er miði m.a. að því, að fram- tak einstakra bæjar- og sveitar- félaga fái notið sín betur en nú er. Jafnframt þessu verði sam starf raforkumálastjóra við raf- veitur bæjar- og sveitarfélaga auk ið. Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að koma ályktun þess- ari á framfæri við hlutaðeigandi aðila hið fyrsta.”' Miklar umræður urðu um til- lögu þessa, sem síðan var sam- þykkt samhljóða. Segja má að .síðari hluti þess- arar tillögu sanni þann skort, sem ávallt hefur verið hjá ríkisrafveit- unum á samvinnu við sveitarfé- lögin, og skyldi því engan undra þótt upp úr hafi nú soðið á Vest fjörðum. Straumhvörf í þróun raforku- mála með nýjum orkulögum. Núverandi rafmagnsveitustjóri ríkisins sagði 1958 að ríkið hafi á einU ári, þ.e. 1957 gleypt 6 bæjarrafveitur með húð og hári. Nú segir í umræddri grein Raf- magnsveitna ríkisins: „Hinar mörgu, smáu, sjálfstæðu og ein- angruðu bæjarrafveitur hafa runn ið sitt skeið með vaxandi þróun raforkumálanna." Vissulega hafa Framhald á bls. 15 j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.