Tíminn - 30.10.1968, Side 6
e
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiöur
Bankastræti 12.
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hrauntungu 31,
sími 42240
HÁRGREIÐSLA
SNYRTINGAR
SNYRTIVÖRUR
Fegrunarsérfræðingur
á staðnum
ÓSKILAHROSS
JarpUr — sneitt, biti a. h. — fjöður fr. v. Stein-
grár — blaðstíft fr., biti a. h. — heilrifað v.
Rauður — bith a. h. — biti fr. v. Rauður hang-
fjöður fr. h. — biti a. v. Hvítur — fjöður fr. h.
Rauð hryssa — óvíst mark Jörp veturgömul.
Laugardaginn 9. nóv. kl. 3 e.h., verða óútgengin
hross seld.
Hreppstjóri Kjalarnesshrepps.
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 30. október 1968.
Gísli Kristjánsson:
Hvert er viöhor
Hvert er viðhorf þitt, heiðraði
lesandi, til tillitslausrar álagning-
ar opinberra gjalda á háaldraðan
almennimg, svo sem fólk (konur
og karla) á áttræðis- og níræðis-
aldri. Máske með vinnulaun er
naumlega hrökkva fyrir daglegum
þörfum þess, en auk þeso ellilíf-
eyri svonefndan, ca. 36.000,00 kr.
árlega. Eftirlaun engin, en eiga
íbúð, sem á hvílir skuld, máske
meiri og minni. Leitast þó við að
viðhalda heimili, t.d. háöldruð
hjón sem forðast vilja opinbera
aðstoð, sem lengst?
Framfærslukostnaður (meðal-
fjölskyldu) er nú talin kr. 263 þús.
ca. Mér er spurn, er ætlunin að
hrekja aldurhnigið fólk á ver-
gang?
f nokkrum byggðarlög-um á
landinu er útsvar ekki lagt á fólk
sem nýtur ellilífeyris, (er 67 ára)
þótt hafi nokkrar vinnutekjur,
þurftatekjur naumar.
f öðrum er tekið tillit til ald-
urs, heilsu og starfsgetu að ein-
hverju leyti.
Virðist sem þetta sé í sjálfs-
vald sett, hinum mörgu og mis-
j'öfnu, sem vinna að álagningu op-
inberra gjalda í hinum ýmsu
byggðarlögum, hvað snertir há-
aldrað fólk.
Skýr lagasetning virðist ekki
marka vinnubrögðin. Þið eigið
flestöll föður og móður.
Páfinn í Róm lét selja synda-
kvittanir um og fyrir daga Mart-
eins Lúters og hafði til þess um-
boðsmenn í hinum ýmsu katólsku
löndum. Ekki var sama verð hjá
umboðs- eða sölumömnum á synda
kvittunum, heldur smurðu þeir á
hver eftir lund sinni.
Eins virðist farið með álagningu
opinberra gjalda á íslandi nú,
hvað snertir háaldrað fólk. Eins
og páfinn kærði sig kollóttan hvað
sölumenn syndakvittana brölluðu,
svo er um valdamenn og löggjaf-
ann á íslandi lengi. Báðir aðilar
Rúðuþurrkumótorar
6V.—12V.—24V.
Einnig fyrir:
Volkswagen
Mercedes-Benz
Varahlutaverzlun
JÓHANN
ÓLAFSSON & CO.
Brautarholti 2
Sími.11984
hlutu og hljóta sinn bróðurpart
fyrir sínar stbfnanir. Katólska
kirkjan þar, ríkiskassinn hér. Ekki
er auðvelt að fá tekið til greina
ástæður hins aldurhnigna. Lækn-
iisvottorð oft einskis metin, eins
og marklaust plagg væri. Kostar
þó nokkurt fé og fyrirhöfn að afla
þessa. Vottorðin þó útgefin af
heiðarlegum og vel metnum sér-
fræðingum í sinni grein, og styðj
ast við margra ára kynni af heilsu'
ástandi umbeiðanda vottorðsins.
Æskilegt væri, lesandi góður, að
heyra álit þitt á hraklegri fram-
komu við aldurhnigið fólk. Hér er
beitt af hálfu hins opinbera meiri
harðýðgi, en trúlegt má þykja, svo
ekki sé meira sagt. Þó hefur um-
rætt fólk unnið hin daglegu nytja-
störf í þágu þjóðarinnar í 50—60
ár, án þess að hafa eignazt 'mokkra
fjármuni, sem að ráði mættu létta
því afkomuna á elliárunum.
Margar starfsstéttir hafa sín eft-
irlaun auk ellilífeyris, að loknu
lífsstarfi og er vel farið. En al-
þýða hlýtur lakara hlutskipti, sem
er illa farið og til stórrar skamm-
ar og óliðandi lengur. Það er van-
sæmd að láta háaldrað fólk greiða
nokkur gjöld af þurftartekjum
sínum í velferðarríki með ótal
bjargræðisvegi.
Æðstu ménn skattþjónustunnar
sinna oft kærum seint og illa, sýna
nánast óþolinmæði sé til þeirra
leitað, þótt kæra sé studd vottorði
sérfræðinga, eins og hér var að
framan minnzt á.
á heimili sínu, sem trúlega var
þeim undurkært og dýrmætt að
mega halda. í stað 20—30 þúsund
krónanna sem náðust, verður að
greiða vegna hjónanna 160—300
þúsund krónur, eins og verðlagið
er í dag. Ekki er þetta búhnykk-
ur fyrir byggðarlagið og ríkið. Sé
fólk rúmliggjandi verður dv 4Wí)r-
( kostnaður allt að 150 þús. kr. pr.
mann.
Ég teyifi mér, áður en ég lýk
; þessari stuttu grein, sem er til-
raun til sanngjarnrar breytni við
aldurhnigið fólk og tilraun til
(vabningar um vandamál, sem alla
varðar, að beina þeirri ósk til hátt
i virtra starfsmanna kirkjunnar,
hins æðsta einnig, háttvirts
biskupisi'ns yfir íslandi, að þeir
(láti nú þegar sterklega til sín taka
j varðandi vandamál hinna aldur-
j hnignu, að sá sem ekki er þegar
I fallinn, verði studdur til sjálfs-
bjargar sem lengst. Þátt þessa
mikla vandamáls varðandi aldur-
hnigna, hefur hinn sístarfandi for-
stjóri, hr. Gísli Sigurbjörnssoní,
gert að lífsstarfi og á mikla þökk
skilið fyrir og rétt á öllum stuðn-
ingi, sem mögulegt er að veita, og
skynsamlegt.
Lesandi góður, minnstu þess að
þú átt föður og móður, og kannt
sjólfur að verða háaldraður og
brostinn að þreki.
10. okt. 1968
Gísli Kristjánsson,
Herjólfsig. 22, Hafnarfirði
Hvað sparast samfélaginu, þjóð
inni, meðan aldurhnigin alþýða
kemst af fyrir eigin vinnutekjur?
Vel þegnar úr hendi hins tillits-
sama vinnuveitanda. Ég segi til-
litssama, af því að oft er aldrað
fólk ekki eftirsótt, þótt vinnuað-
staða nú til dags geri störfin létt-
ari og hinum minnimáttar því
færari að inna af hendi og sé
mjög iðið við starfið og vinnist
því vel. Það er algengast að sjá
auglýst eftir starfskröftum, „Ung-
ur og reglusamur". Ekki vil ég
vera kynntur að því, að hnjóða í
þá ungu kynslóð sem nú vex upp
og er gjörvileg, en vantar oft verk
efni til þess að eflast við og styrkj
ast. Sparnaðurinn við það að gefa
aldurhnignu fólki kost á að vinna
fyrir sér sem lengst, nemur millj-
ónatugum yfir landið allt. Nóg
verkefni samt, að hlynna að og
hjúkra þeim, sem Elli kerling
hefur harðast leikið.
Ég skora á alla sanna menn, að
stuðla að þvi, að hrundið verði af
þjóðinni vansæmd og kæruleysi
varðandi lífsafkomu aldurhniginna;
og enn eru ekki fallnir í glímunni!
við Elli kerlingu, en berjast við j
að sjá fyrir sér með vinnu sinni.1
Heimili, sem telur 4—5 manns
og mun vera meðalfjölskylda, þarf
að sögn kr. 263.000,00 til fram-
færslu og mun ekki ofreiknað.
Aldurhnigin hjón þurfa vitanlega
minna, en þó er heimili þeirra
vart borgið með um kr. 140—150
þúsundum, og geta þá kr. 20—30
þúsund, sem þeim er gert að
greiða í opinber gjöld samanlögð,
riðið baggamuni'nn varðandi það
að halda íbúð ásamt kostnaði við
heimilishald, og verða að gefast
upp og leita til elliheimila, sem
ekki geta máske, þrátt fyrir góðan
vilja forráðamanna tekið við þeim
en kostnaður á elliheimili getur
numið kr. 80 þús. eða meira á
mann eftir atvikum. Þá verður
það ljóst, að hið opinbera fær
margfaldan kostnað af hjónunum,
sem uppgáfust, vegna þessara 20
—30 þúsund króna, sem reyttar
voru af þeim, meðan þeim hélzt
Fyrirspurn
í Morgunblaðinu 11. október s.
1. segir að kjördæmisráð Sjálf
stæðismanna á Vestfjörðum hafi
á fundi sínum í september ályktað
á þeissa leið:
„Fundurinn leggur ríka á-
herzlu á að fyrirhugaðri Vest-
fjarðaáætlun í atvinnumálum
verðl hraðað og við gerð hennar
sé haft náið samráð við forustu
menn í atvinnulífinu og sveitar-
stjórnir.“
í tilefni af þessu vil ég spyrja:
Hver hefur forgöngu um fyrir-
hugaða Vestfjarðaáaétlun í atvinnu
málum?
Fjármálaráðherrann sagði á
Alþingi í fyrravetur, að þær
byggðaáætlanir, sem ríkisstjórnin'
léti vinna að. ættu ekki að vera
neinar heildaráætlanir um atvinnu
mál héraðanna, heldur yfirlit um
væntanlegar framkvæmdir ríkis-
ins á því svæði, vegi, hafnir, skóla,
sjúkrahús o. s. frv.
Samkvæmt því er það fullkom-
inn misskilningur ef einhver held-
ur að ríkisstjórnin hafi fyrirhug
að láta gera Vestfjarðaáætlun í at-
vinnumálum.
En hver er það þá?
Ég mun ekki að þessu sinni
elta ólar við Mbl vegna orða
þess í forustugreininni 11. okt.
um afturhaldssemi Framsóknar-
mt.nna og aðra ókosti þeirra. Lát-
um gífuryrðÍD liggja milli hluta.
Finnum kjarna málsins
Og hér er kjarni málsins sá
hver hafi fyrirhugað að gera Vest
fjarðaáætlun í atvinnumálum,
'hverjir vinna að henni og hvað
langt er hún komin.
Mér finnst að Sigurður Bjarna
son alþingismaður og ritstjóri
ætti að svara þessu
Það eru fleiri Vestfirðingar en
ég, sem ætlast til þess.
Kirkjubóli í Önundarfirði,
Halldór Kristjánsson.
/