Tíminn - 30.10.1968, Page 11
MIÐVEKUDAGUR 30. október 1968.
TIMINN
DENNI
C-aman aS sjá þig.
— Þetta er nú meira, ég var ný-
DÆMALAUSI
56
fm
_
12 13 14 '-
HHHB
Lárétt: 1 Stíur 6 ListamaSur 10
Burt 11 Klaki 12 Hálft hundrað
ára 15 Tími.
Krossgáta
155
Lóðrétt: 2 Púki 3 Fæða
4 Ok 5 Yfirsjón 7 Vafi 8
Sonur Nóa 9 Tusku 13 Fund
ur 14 Málmur.
Ráðriirig á-'gátu nr. 154.
Lárétt: 1 Aldís 6 Árstími
10 Læ 11 At 12 Króatía 15
Skúms.
Lóðrétt:
2 Lás 3 ííf 4 Hálka 5 Litað
7 Rær 8 Tía 9 Maí 13 Ósk
14 Tóm.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.35 Millistríðsárm:
Haustið 1919 voru styrjald
araðilar óðum að taka upp
friðsamleg störf á ný. Wil-
son, Bandaríkjaforseti átti
í miklum erfiðleikum heima
fyrir Iðnaður var í örum
vexti og vísindum hafði
fleygt fram. Þýðandi og
þulur: Bergsteinn Jónsson.
21.00 Svipmyndir frá afmælis-
hátíð:
Stutt kvikmynd frá hátíða-
höldunum, sem fram fóru á
Siglufirði í suntar í tilefni
af 50 ára kaupstaðarafmæli
og 150 ára afmæli verzlun-
arréttinda Siglufjarðar.
Þulur: Ólafur Ragnarsson.
21.10 Heima er bezt
(Cathy Come Home). Leik-
in kvikmynd um örðugleika
ungra brezkra hjóna. Mynd
in e- gerð eftir sögu Jeremj
Sandford og héfur vakið
mikia athygli, enda er þar
fjallað um vandamál, sem
mörgum þjóðum eru sam-
eiginleg, húsnæðisskort o.fl-
Leikstjóri: Tony Garnett.
Aðalhlutverk: Carol White
og Ray Brooks. íslenzkur
texti: Gylfi Gröndal.
22.30 Dagskrárlok.
Agnesi sammála. Og Anna varp
öndinni.
— Við verðum þó að minnsta
kosti að gá, hver það er, sagði
Kristín.
— Ekkd að setja kaffið yfir!
hrópaði Agnes á eftir henni.
Kristín kom aftur að vörmu
spori með Eirík frá Skógarkoti.
Hann brosti ofurlítið vandræða-
lega.
— Ég mátti til að stíga á hjól-
ið undir eins og halda hingað til
þess að segja ykkur fréttir, sagði
hann.
— Hvað er það? spurði Anna
foirvitin.
— Við ættum að vera þakkl'át,
Agnes, svaraði Eiríkur brosandi.
— Vasinn, sem þú brauzt í morg-
un. . . .
— Er María reið út af þvi?
spurði Agnes kvíðandi.
— Það er nú eitthvað annað,
sagði Eiríkur og hló — Hún bless
ar þig fyrir það. Þú manst að ég
sparkaði brotunum inn undir stól
og maraima sópaði þeim ekki sam-
an fyrr en í kvöld. Þegar hún
var að því, fann hún kvittunina
frá kaupmanninum.
— Ó. hrópaði Kristín.
— Nei, en. . . .varð Önnu að
orði.
— Það má nú kalla að þetta
séu fréttir, maður! sagði Jóhann.
— Hvað sagði ég ekki? mælti
amma. — Þetta lagast alltaf.
Kristín rétti Eiríki höndina. —
Til hamingju!
Hann þrýsti hönd hennar fast.
— Lánsmerki að brjóta leir. . . .
— En pabbi, má ég samt efcki
gefa Maríu nýjan vasa?
— Jú, auðvitað.
— Það verður metið að verð-
leikum, sagði Eiríkur.
21. kafli.
Jólagjöfin.
Á Hellulæk hafði enginn ró í
sér til að sofa lengi fram eftir
á aðfangadagsmorgun, þótt ÖU-
um undirbúningi væri lokið. sem
hægt var að ljúka og því ekki eft-
ir að færa mikið i lag. Þegar fram
á dagiran leið kom þó í ljós að
ýraúslegt var eftir að gera.
Öll börnin áttu að sendast með
jólagjafir, og ýmsum átti að færa
bragðbita af jólamatnum. Anna
og Jóhann fóru aldrei neitt á að-
fangadagskvöld, og am.ua fór
bara út að Bakka.
Sjálfsagt* taldist að Jón færi að
Hrafnsnesi, en Agnes átti að faraj
tjl Óskars og Grétu og að Sunda-
vík. Kristín átti að fara í búðina!
og tók einnig að sér að færa j
Malínu gjöf eftir venju, svo og
tóbak, karamellur og því um líkt
serai vistfólkinu á elliheimilinu
þótti vænt um að fá. Um leið
sótti hún Óla Pétur, svo hann
þyrfti ekki að taka áætlunarvagn-
inn.
— Þú ættir að líta inn á Neðra
bæ um leið og óska þeim gleði-
legra jóla, sagði Anna við Krist-
ínu þegar hún var ferðbúin.
— Kemur ekki til mála, anzaði
Kristín. — Við erum búin að senda
þeim jólakort, sem þau fá í dag.
— Já, þó það, eigi að síður.
En Kristín sat við sinn keip.
Kristín sökkti sér niður i hugs-
anir sínar þar sem hún ók aleið
is til búðarinnar : léttikerrunni
með Baldur fyrir Það var ekki
laust við að hún ætti við smáveg-
is iólavanda að etja, þótt ekki
léti hún þess getið heima fyrir.
Það gat verið viðkvæmt mál varð
andi jólagjafirnar. Það var svo
sem ekki of flagt þótt hún gæfi
Hirariki ofið teppi í bílinn sinn,
svo mikið hafði hún ekið í hon-
um. Hún vissi líka að honum
mynd þykja vænt um það því
hún hafði unnið það sjálf frá upp
hafi til enda úr ull af sínum eig-
in kindum. Eigi að síður hefði
hún að líklega ekki gert það ef hún
hefði ekki einhverju sinni af til-
viljun látið orð falla um að hún
skyldi fá það í jólagjöf. Töluð orð
verða ekki aftur tekin. En ef
hann myradi þetta nú og sendi
henni líka jólagjöf, hvernig
myndi það líta út? Þau höfðu
aldrei skipzt á gjöfum hingað til.
Yfirleitt færðu þau engum gjafir
á jólum utan vandamönnum og
næstu nágrönnum og svo þeim
Sundvíkingum er ætíð bjuggu við
skorinn skammt. Þau höfðu ekki
einu sinni sent þeim neitt á
Hrafnsnesi, sem voru þó gamlir
grannar og góðir vinir. Annað
mál var þótt þeir Andrés og Jón
væru með eitthvað pukur sín á
milli. En Hinrik. .
Aflt í einu skellti hún uppúr.
Eitja jólagjöf var hún þegar bú-
in að senda, — það var biradi til
Óla. En það var líka annað mál.
Hún hafði alltaf veitt bindunum
hans Óla eftirtekt. Hann var of
mikið gefinn fyrir sterka liti og
bindin fóru ekki ætíð vel við blá-
leitu skyrturnar, sem hann gekk
oftast í. Þetta bindi sem var í
mildum litum, mátti öllu fremur
skoðast sem glettin ábending og
þannig myndi hánra taka því.
Hann myndi hlæja og bera það
á sér næst þegar hann færi út
að dansa við hana, en ekki finra-
ast hann skyldugur til að gefa
henni neitt í staðinn.
Það var tilbreytni að hugsa til
Óla í þessu sambandi. Sú hafði
verið tíðin að hún var að því kom
in að taka hann alvarlega, en það
var um garð gengið. Hún vissi
raunar að honum leizt vel á hana
— kannski betur en flestar aðr-
ar — og henni féll svo sem vel
við hann. Það var gott til þess
að vita, að einhver var sem hún
gat spaugað við, dansað og ef til
vill daðrað svolítið við án þess það
ætti sér dýpri rætur.
Og hugurinn reikaði víðar. til
þeirra Skógarkotsbúa. Það var vit
að mál að María átti að fá vasa
frá Agnesi, en Kristínu langaði
líka til að gefa henni eitthvað.
Eiríki sömuleiðis. Það voru svo
margir smámunir til, sem hún
hefði getað — og gjarna viljað
gefa honum, eins og sokkar, vettl-
ingar. handklæði eða eitt og ann-
að sem honum kæmi vel og hún
gæti framleitt úr heimaspunninni
ull. En hún þorði það ekki. Enn
síður þorði hún að gefa Maríu
heimaofinn dúk, sem hefði þó
hentað svo vel að hafa á eldhús-
borðinu í Skógarkoti um helgar.
Nei. Það var bezt að fara var-
lega. María vildi ekki þiggja
neinar „náðargjafir“ En Eirík-
ur? Hann vann þó fyrir pabba.
Væri ekki ofur eðlilegt að hún
gæfi honum þykka taumavettl-
inga? En hann yrði kannski vand
ræðalegur þegar hún kæmi til
hans með jólagjöf Nei, hún varð
víst að sleppa því. Enda gæti hún
hún gefið honum vettlingana
síðar. þegar þeir væru farnir að
draga við úr skóginum. og gæfi
þá föður sínum aðra eins
Henni gramdist er hún fór að
hugsa um betta. Hvers vegna
mátti maður ekki gefa þeim sem
maður helzt vildi? Hvers vegna
þurfti viðtakandinn að finna til
feimni yfir að geta ekki svcrr.ð
í sömu mynt? Svona var það nú
samt. Fólk gerði ráð Eyrir þessu.
Agnes reið úr garði hlaðin bæði
gjöfum og matföngum, og til baka
myndi hún koma álíka hlaðin
bögglum og pokum. Auk þess
myndi hún koma með ýmislegt
smávegis frá Sundavík, ekki sér-
lega dýrmætt, en einmitt þess
vegna svo ákaflega vel þegið, þótt
einkennilegt megi virðast.
— Já svona var það. Og sjálfs-
þótti Maríu myndi bíða alvarleg-
an hnekki, ef hún gæti ekki gold-
ið í sömu mynt. Annars voru þau
of nýkomin til að mjög náin
kynni væru sjálfsögð. Ójá, þannig
var það nú.
Búðin var full af fólki, svo
Kristín ók fyrat til elliheimilisins
í von um að rýmkast kynni ögn
í verzluninni þangað til hún kæmi
aftur. En þar hafði lítið brejdzt,
og Óli Pétur mátti bíða góða
stund unz hún kom út aftur að
loknu erindi.
Hinrik var inni og að því kom-
inn að ganga út er Kristín kom
inn. Hann heilsaði henni og fólk
gaut hornauga til þeirra. Þau
námu staðar frammi við dyrnar,
þar sem þau voru fyrir allra aug-
um, en illt að heyra hvað þau
töluðu fyrir ys og annríki innar
í búðinni.
— Kristín, mælti Hinrik á hálf
um hljóðum. — Veiztu hvað okk-
ur vantar heima, núna á aðfanga-
dagskvöldið?
— Nei? svaraði hún en grun-
aði þó hvað koma myndi á eftir.
— Þig.
Hverju átti hún að svara? —
HLJÓÐVARP
Miðvikudagur 30. okt.
7.00 Morgunútvarp
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin TVmleikar 12.25
Fréttir og veðurfregnir. Til
kynningar
13.00 Við vinnuna- Tónleikar.
14.40 Við. sem heima sitjum
15.00 Miðdegisútvarp
Fréttir. Tilkynningar. Létt
lög:
16.15 Veðurfregnir
Klassísk tóniist
16.40 Framburðavkennsla í esper
anto og bvzku
17.00 Fréttir.
Við græna borðið
Hialti Eiíasson flýtur bridge
þátt.
17.40 Sögur og söngur
Gyða Ragnarsdóttir stjórnar
þætt.s fvrir vngstu hlustend
urna.
18.00 Tónleikar Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir Tílkvnningar.
19.30 Hvað hefur gerzt?
Stefán Jónsson talar við
fólk.
20.00 Söngur í útvarpssal: Sigurð
ur Björnsson 'svngur sex lög
úr ..SvanacSngvum“ eftir
Schubert GnWrún Kristios-
dóttir leikur á pianó.
20.20 Kvöldvaka
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir,
Meyrt en ekki séð
Pétur Sumarliðason flytur
ferðaminningar Skúla Guð-
jónsconar á Ljótunnarstöð-
um 12) s
22.3‘ i • • • ’lian Bream
flvtur
22.50 Á hvítum reitum og svört-
um.
Guðmundur Arnlaugsswr
flytur skákþátt.
23.25 Fréttir i stuttu máli-
Dagskrárlok.