Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 2
Miövikudagur 20. júll 1977 VISIB ! Ertu farin(n) að kviða fyrir sköttunum? B ■ Mikael Gu&varðson, leigubil stjóri. Nei, svo sannarlega ekki. Éger búinn aö borga minarfyrir- framgreiöslur og þarf ekki aö kviöa fyrirneinu. Ég geri aö visu ráö fyrir aö ég fái háa skatta þvi aö ég hef miklar tekjur, en þaö er allt f lagi. Edda Dagbjartsdóttir, af- grei&slustúlka. Auövitaö, hver gerir þaö ekki. Mér finnst ég alltiaf hafa borgaö nóg og meira en þaö. Annars er ég aö vona aö ég kom- ist léttar frá þessu núna en oft áö- ur, hvaö sem veröur. SigurOur Sigurbjörnsson , mjólkurfræ&ingur. Nei, ekki enn- þá. Ég býst viö aö þetta reddist eins og vanalega. Ég reikna meö aö fá mjög svipaöa skatta og áö- ur. Kristin Sveinbjörnsdóttir, hús- mó&ir. Nei, ég kvlöi ekkert fyrir þeim. Maöur veröur bara aö láta ráöast hvaö veröur. Þaö er best aö láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Hins vegar býst ég tvi- mælalaust viö meiri sköttum nú en áöur. Marvin Friöriksson, flugvéla- virki.Nei. Allavega þarf ég ekki aö hafa áhyggjur af aö borga þá þvi aö þeir hjá skattinum ná þessu af mér einhvernveginn. Ég fæ hærri skatta núna en áöur. Meiri tekjur og þar af leiöandi meiri skattar. Spánverjar geta ver- ið jafn blóðheitir á ís- landi og íslendingar á Spáni. Þetta kom greinilega i ljós þegar spánskt skip kom til Ólafsfjarðar á dögun- um til að taka saltfisk til útfiutnings. Meöan á lestun skipsins stóö varð þaö óhapp, að klafi, sem Skipstjórinn (i miðið) á leið til skips eftir að hafa hringt. Til vinstri er Gylfi Jóhannsson verkstjóri. notaöur var við að hifa saltfisk- inn um borö, rakst í lunningu skipsins meö þeim afleiöingum aö málning rispaöist af lunning- unni á örlitlu svæöi. Viö það hitnaöi skipstjóranum svo i hamsi, aö hann rak alla verkamennina frá borði. Siöan kraföist hann þess aö komast i sima, hvaö hann fékk. Mun hann hafa haft tal af umboðs- manni skipsins á fslandi. A meðan lagðist vinna 50 til 60 manna niöur. Eftir um klukkustundar þjark leyföi skipstjórinn að vinna næf- ist á ný, en hafði sjálfur eftirlit meö útskipuninni eftir það. Er mál manna aö aldrei hafi út- skipun veriö framkvæmd af annarri eins natni og þá. Fréttaritari Visis á Ölafsfirði reyndi að ná tali af skipstjóran- um er ólætin stóöu yfir, en eina svarið var „drink, drink”. Leiöa menn ýmsum getum aö þvi hvernig bæri aö skilja það. —SJ/GJ Ólafsfiröi. Undrandi hafnarverkamenn i óvæntu vinnuhléi. Visismyndir: GJ, Ólafsfirði. VILLUGJARNT Á ÞJÓÐVEGUM Þar sem þaö er yfirlýst stefna Aiþingis aö ekki megi ieggja varanlega vegi um landiö á meöan fyrirfinnast vegaspottar hér og þar sem betri mættu vera, eru allar horfur á þvi aö gamla vegakerfiö veröi aö duga okkur enn um sinn meö þeim fáeinu endurbótum, sem á þvi hafa veriö gerðar, eins og hörp- uöum ofaniburöi og skiptingu I akreinar á blindhæðum. Þá má teljast til bóta aö komiö hefur veriö upp merkingum viö vega- mót, eins og á alvöruvegum erlendis, og sýna gul skilti hvaö er hiö næsta framundan, t.d. á a&alleiðinni nor&ur til Akureyr- ar. En þeir sem þekkja lltið til staöhátta, og þó einkum útlend- ingar, sem flykkjast nú til landsins i bilum og vita fyrst og fremst um tvo staöi á landinu, Akureyri og Reykjavik og kannski Egilsstaði, sjá lengst af ekki hvert þeir eru að fara, eöa hvort þeir eru á réttum vegi, þegar þeir eru staddir einhvers staöar á hringleiöinni vegna þess aö hún er merkt meö þaö fyrir augum aö smalamenn komist sem fyrst i sæluhús lendi þeir i blindhrið á haustdögum. Þekktur maöur var I fyrra á feröalagi meö fjölskyldu sina og skrifaöi grein i Timann aö þeirri ferö lokinni og benti á þá sta&reynd aö meginhlutann af leiðinni milli Reykjavikur og Akureyrar var hann samkvæmt vegaskiltum á lei&inni til Borgarness. Nú hefur Borgar- nes ekki veriö i þjóöbraut siöan Vigfús vert rak veitingaskálann IBrákarey og flóabáturinn flutti rútufarþega til og frá sta&num. Borgarnes veröur varla í þjóö- braut þrátt fyrir brúna, nema byggöin vaxi verulega og þá norður fyrir hinn væntanlega brúarsporð. Alveg eins væri hægt aö merkja noröurlei&ina Hvammstanga svona mestan part, en öllu styttri krókur er af aðalvegi þangaö en af vegamót- um til Borgarness. Gallinn viö svona merldngar er alveg aug- ljós. Þær koma engum viö og eru aöeins til aö vilia um fyrir ókunnugum. Hinn vaski ferðamaöur, sem vakti athygli á þessum merkingargöllum f Timanum i fyrra, lenti auk þess I þeim vanda aö fá hvergi tjaldstæði á Sauðárkróki. Hann tjaldaöi þvi I kirkjugarðinum og grillaöi þar sinarsteikur, en Sauökrækingar móögu&ust og er þaö önnur saga. En þaö var svo sem ekki I fyrsta sinn ser.i kirkjugaröur varö hinsta athvarfiö i miklu fer&alagi. Hinsvegar viröist enginn hafa móögast vegna ábendinga um vitlausar merk- ingar á vegum. Hægt er að hugsa sér þrjár aðalmerkingar á hringleiðinni. Hin fyrsta er Reykjavik-Egils- staðir. Þegar þangaö er komiö þarf aö taka upp merkinguna Egilsstaðir-Akureyri og siöan Akureyri-Reykjavik. Auövitaö þurfa þessar merkingar aö verka i báðar áttir. Þaö er nefnilega ekki nóg aö vita þaö viö vegamótin til Borgarness, að feröamaöurinn sé þrátt fyrir allt á leiöinni til Reykjavikur, eöa viö Grundarbrú yfir Hér - aösvötn aö hann séá leiöinni til Akureyrar. Auðvitað væri einfaldasta leiöin að tengja hringveginn viö Evrópuveginn og merkja hann eins. Þannig væri hægt aö leysa máliö með einum bókstaf og viöeigandi tölu, og þyrfti enginn aö villast eftir það. Þá gætu þær merkingar, sem nú eru I gildi og gera litið annaö en rugla menn i riminu, haldiö gildi sinu vegna þe ss, aö menn sæju jafnframt á merkjunum hvort þeir væru á hringveginum eöa ekki. Þaö er svo sem ekki viö þvi aö búast a& hægt sé aö leggja varanlega vegi um landið, fyrst ekki tekst betur til meö hina minni skipulagningu. Vegaskilti eru alveg bráönauösynleg, en þau geta ekkialfarið veriö ætluö fjárstússmönnum til glöggvun- ar i þokum og hri&um innan sveitar, einkum þegar svo er komiö aö borgarbúar flykkjast út á þjó&vegina um hverja helgi til a& sko&a landiö sitt. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.