Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 9
VISIB. Miðvikudagur 20. júli 1977 9 Hilmar Einarsson, 6 ára, kemur út úr einu húsinu. Petra Kristin réttir nagla Þessir hressu krakkar hafa reist smáborg skammt frá Armúla- skólanum í Reykjavik. A myndinni eru f.v.: Ingimar Þór Friðriks- son, 13, ára, Pálmi Sigurhjartarson, 11 ára, Ingimar Kristjánsson, 7 ára, og Petra Kristin Friðriksdóttir, 9 ára. Visismyndir: JA Hver byggingin hefur risiö á svæðinu á fætur annarri. AB-bók: Fimmta bindi islensks Ijóðasafns <jt er komið hjá Almenna bóka- félaginu 5. bindi' íslensks ljóöa- safns, 4. bókin hjá Bókaklúbbi AB þetta ár. Ritstjórn, val ljóða og alla umsjón verksins hefur Kristján Karlsson annast. Hér er um að ræða úrval þýddra ljóða, hið fyrsta sinnar tegundará íslandi, þar sem valið er úr öllum ljóðum sem þýdd hafa verið á islensku. Alls eru þýðend- ur ljóða i bókinni 42, hinn fyrsti Jón Þorláksson á Bægisá og hinn siðasti Aöalsteinn Ingólfsson fæddur 1948. Höfundar ljóða i bókinni eru samtals 133 frá 27 löndum. Kristján Karlsson segir i for mála m.a. á þessa leið: „Kvæðin eru flokkuð eftir þýö- endum. Með þvi fyrirkomulagi vildi ég taka af skarið um það, aö hér er engin tilraun gerö til þess að veita yfirlit um ljððagerð ann- arra þjóða né verk einstakra erlendra höfunda. Slikur tilgang- ur væri úrvalinu ofviða og sjálfs- blekking að hafa hann i huga. Ég hefi enga þýðingu tekið með vegna höfundarnafns, heldur ein- ungis kvæði sem mér virtust góð- ur skáldskapur á islensku. Eða þegar best lætur frumlegur skáldskapur á islensku. Ég fór eftir þeirri trú að ekki sé til alls- herjar mælivarði á gildi kvæöa. Allt úrval er gjörræði. Ég leyfi mér aftur á móti að vænta þess, að úrvalið megi veita sæmilega hugmynd um þýðingar sem grein islenskrar ljóðagerðar undan- farin hundrað og fimmtiu til tvö hundruð ár. Bindið hefst á köflum úr Paradisarmissi, sem kom út áriö 1828 en lýkur á kvæði sem birtist 1975.” Bókinni fylgir, auk formála rit- stjórans og tvöfalds efnis yfirlits, æviágrip þýðenda og skrá yfir höfunda eftir þjóðernum þeirra svo og greint frá hvenær þeir voru uppi og hvar i bókinni þá sé að finna. Þýðingasafnið er 430 bls. að stærð, prentað og bundið i Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Með þessari bók eru komin út 4 bindi ljóðasafns AB. Fjórða bind- ið — 20. öldin — er enn ókomið, en þess verður ekki langt að biða. Hver er maðurinn? 9 1-IVIiR lil? MAOÚRINN?! Myndin er af: Sendandi: Heimili: Sveitarfélag sýsla Simi: Þau mistök urðu viö birtingu niundu myndarinnar i getrauninni „Hver er maðurinn?” i gær, aö seðillinn, sem fylgdi með, var merktur nr, 8 en ekki 9. Hér er seöill með réttu númeri þvi birtur aftur. Skilafrestur er til 2. ágúst. Viljir þú hafa þaó tjolt... Tjöld, og tjaldhimn- ar frá flestum íslensku framleið- endunum, einnig hin svokölluðu göngu- tjöld sem eru mjög létt. Gasprímusar af ýmsum gerðum og aðrir sem gerðir eru fyrir olíu- bensín eða spritt. Ýmsar vörur sérstaklega ætlaðar göngufólki. Skófatn- aður, eldunartæki, dúnsvefnpokar, mjög létt tjöld, (göngutjöld) o. fl. Bakpokar margar stærðir og gerðir, allt frá litlum dag- pokum upp í mjög vandaða poka gerða fyrir meiriháttar leiðangra. Grill 12 gerðir, einnig annað sem til þarf, þ. á. m. viðarkol, kveikivökvi og fleira. Kælikassar margar stærðir, vindsængur 1 og 2 manna og svampdýnur í miklu úrvali. SÍM112045 SNORRABRAUT 58.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.