Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 3
VISIF Miftvikudagur 20. júli 1977 Krónan sígur enn gagn vart dollara og pundi Gengi islensku krón- unnar hefur sigið gagn- vart Bandaríkjadollar um 3, 1% frá áramót- um. Á sama tima hefur verð sterlingspunds hækkað um 3,9%. Um áramótin kostaöi dollar- inn 189,90 kr., en i dag kostar hann 195,80 kr. Pundið hefur hækkaö á þessum tima úr kr. 324,15 i kr. 336,75. býska markiö hefur sigið mun hraöar, eða um 5,4% Um áramótin kostuöu 100 mörk 8.115,80 kr.,en i dag kosta þau 8.584,30. Astæður þessarar hækkunar eru fyrst og fremst gengisfellingar innan slöngu- iandanna svokölluöu, sérstak- lega á dönsku krónunni. Gagnvart myntum hinna Norðurlandanna hefur staöa islensku krónunnar veriö mun stööugri. Þannig hefur sænska krónan lækkaö i veröi frá ára- mótum og danska krónan og sú norska hafa litið hækkaö. 100 sænskar krónur kostuðu um áramót 4.638,60. 1 dag er verðið 4.502 kr. 100 danskar krónur hafa hækkað úr 3.296 kr. i 3.301 kr. og 100 norskar krónur úr kr. 3.:692,65 i kr. 3:730. Vegna gengisfellingar peset- ans hefur hann lækkað úr 278.70 kr. i 225,90 hvert hundrað og enn meiri lækkun hefur oröiö á escudos, mynt Portúgaia, 100 escudosar kostuöu um áramót 605,05 kr., en kosta nú 507,70. -SJ húsið skemmt- ir ferða- mönnum í gamalli baðstofu Light Nights, kvöld- vökuskemmtanir fyrir enskumælandi ferða- menn hefjast i kvöld, þriðjudagskvöld og verða haldnar i ráð- stefnusal Loftleiðahót- els. Þetta er áttunda sumarið i röö, sem Ferðaleikhúsið i Reykjavik stendur fyrirslikum kvöldvökum, en þær eru sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks erlendum ferðamönnum. Efnið er allt islenskt, en flutt á ensku, að undanskildum nokkrum þjóð- lagatextum og kveðnum lausa- visum, sem fluttar eru á milli at- riða. Samtals eru tuttugu og átta at- riði á dagskrá. Meðal efnis má nefna þjóðsögur af álfum, huldu- fólki, tröllum og draugum, gaml- ar frásagnir, upplestur úr Njálu, leik á langspil, heimsókn kvæða- manns og islensk þjóðlög. Leik- sviðsmyndin er gömul islensk baðstofa. Light Nights skemmtanirnar hafa undanfarin sumur verið vel sóttaraf ferðafólki.Stofnendur og eigendur Ferðaleikhússins eru Kristin M. Guðbjartsdóttir og Halldór Snorrason. Sýningar verða á mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudags- kvöldum klukkan niu til 1. september. — AHO Humorveiðar stöðvast á þriðjudaginn: Gœði humarsins eru léleg núna Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknarstofn- unar ákveðið að humarveiðum ljúki 26. júli næstkomandi. 1 fréttatilkynningu ráðu- neytisins um ástæður humar- veiðibannsins, en á sinum tíma var humarveiðitiminn ákveðinn frá 20. maí fil 12. ágúst, segir orðrétt: „Er þessi ákvöröun tekin þar sem aflakvótanum fyrirþetta ár verður þá um það bil náð, auk þess sem gæði humars eru um þessar mundir léleg”. „Mikið er um lindýri aflanum um þetta leyti árs, en það stafar af þvi að humarinn er að skipta um skel. Einmitt núna er hlut- fall lindýra mjög hátt i' aflanum, en óheppilegt er að veiða humarinn i þviástandi auk þess sem hanner þá ekki gotthráefni til vinnslu” — sagði Hrafnkell Eiriksson, fiskifræðingur, þegar Visir innti hann nánar eftir ástæðum humarveiðibannsins. Þá sagði Hrafnkell aö um sið- ustu mánaðamót heföi humar- veiðin verið komin yfir 2000 tonn, en árskvótinn heföi á sin- um tima verið ákveðinn 2800 tonn. Þeim kvóta yrði fyrirsjáan- lega búið að ná 26. júli „auk þess töldum við að viturlegt væri aö hafa þetta i samræmi við aðrar friðunaraðgerðir” — sagði Hrafnkell aö lokum. —H.L. Fœrri umferðarslys í ór en ó sama tíma í fyrra Samkvæmt nýútkominni bráðabirgðaskýrslu um um- ferðarslys fyrstu sex mánuðina á árinu kemur i Ijós að umferðar- slysum hefur i heiid fækkað nokk- uð frá þvi á sama tima árið 1976. Frá áramótum til júniloka hafa orðið 2.847 umferðarslys en þau urðu á sama tima árið 1976 sam- tals3.263.1 159 þessara slysa hlut- ust meiri eða minni meiösli, á móti 178 slysum i fyrra. Dauða- slys á þessu ári eru orðin fleiri en hafa verið á undanförnum árum. Þannig hafa orðiö 12 dauöaslys i ár þar sem 15 manns hafa látist, en urðu i fyrra 8 og 8 árið 1975. Þess má geta að árið 1975 létust fleiri i umferðarslysumen nokkru sinni áður á einu ári, eða samtals Langflestir þeirra sem slösuö- ust eða létust i umferðarslysum fyrri helming þessa árs voru öku- menn og farþegar bifreiða, sam- tals 132. Gangandi vegfarendur eru næstflestir 57, ökumenn bif- hjóla 7,11 ökumenn léttra bifhjóla og i reiðhjólaslysum slösuðust 13 Langflest slysanna urðu vegna áreksturs tveggja eða fleiri öku- tækja. í ár hafa 7 fleiri slasast á aldr- inum 65 ára og eldri, eða samtals 17 á móti 10 á sama tima i fyrra. Af öðrum aldurshópum sem slös- uðust eða létust lentu i slysum á árinu voru 45börn á aldrinum 0-14 ára. Eru það 8 færri en árið 1976 og slysin eru færri i öllum aldurs- hópum nema á bilinu 21-24 ára, 23 á þeim aldri slösuðust bæði árin. 33. GA. Norrœnir gestir rekja slóðir íslendingasagna Hér á landi eru staddir 15 nemendur i norrænum fræðum frá hinum Norðurlöndunum. Erindi þeirra er aðaiiega að kynnast með eigin augum slóö- um islenskra fornsagna. Það er stofnun Arna Magnús- sonar i Reykjavik sem einkum stendur fyrir þessari heimsókn, en hún er að mestu leyti fjár- mögnuð af Norræna menningarsjóönum. Fyrirmynd hennar eru hliðstæðar skoðunarferðir, sem norrænir jarðfræðingar fara árlega um Island. Koma norrænunemanna nú er hin fyrsta sem skipulögð er, en að sögn Jónasar Krist jánssonar handrita- fræðings eru uppi hugmyndir um slikar heimsóknir annað hvert ár. Fyrst eftir komuna til Islands héldu þátttakendur og aðstand- endur meö sér fund. Þar var aðallega rætt um gildi ís- lendingasagna sem sagnfræði- heimildar. Var kastljósinu eink- um beint aö Landnámu, Eglu. Njálu og Kjalnesingasögu. Er álitið að sögurnar þróist i þess- ari röð frá þvi að vera sagn- fræðiverk i skáldsögur að mestu leyti. Siðan var haldið á söguslóðir á Suöurlandi og sunnanverðu Vesturlandi, sem eru m.a. sögu- svið fyrrnefndra verka. A fundi með fréttamönnum bentu leiðangursmenn á það, aö is- lensku fornsögurnar öðluðust alveg nýja merkingu þegar söguslóðirnar heföu veriö skoðaðar. A fundinn voru mættir fulltrú- arfrá Noregi og Danmörku. Þar kom m.a. fram, að styttar út- gáfur af islenskum fornsögum eru skyldunámsgrein i norskum menntaskólum og töldu norsku fulltrúarnir mikinn áhuga rfkja áþeim.Sögurnareruhins vegar ekki jafn rikur þáttur i dönskum skólum að sögn Evu Rode frá Danmörku. Hinir norrænu gestir lýstu yfir mikilli ánægju með þetta fram- tak og töldu dvölina hér hafa verið bæði lærdómsrika og ánægjulega. —HHH. og í JOKER gengur það sinn vanagang í leiktœkjasalnum Grensásvegi 7 fjöldinn allur af leiktœkjum sem stytta stundirnar. M.a. Alls konar kúluspil/ boxtæki, körfuboltatæki, vél byssa, riffill, loftvarnarbyssa, karatetæki, gjafmildur fíll þyrla og m.fl. Gos og sælgæti Litið inn Opið alla daga frá kl. 12-23.30 ^ Leiktœkjasalurinn lÓkCb* Grensásvegi 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.