Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 8
,/Við ætlum að reyna að eiga tvö heimili héðan i frá/ annað á Islandi og hitt í Svíþjóð til þess að við getum búið til skiptis hér heima og úti" sagði Sigurlaug Rósinkranz söngkona, er við hittum hana nýlega að heimili hennar og Guðlaugs Rósinkranz í f jölbýlishúsi að Dvergabakka 22. Sig- urlaug hefur verið búsett i Sviþjóð síðustu fimm árin ásamt eiginmanni sínum, Guölaugi og börnunum tveimur/ Ragnari og Guðlaugu/ en er nú komin til Islands í stutta heimsókn til að syngja og heilsa upp á fjölskyldu og vini. ,,Ég vildi endilega fá ibúö i blokk þvi að ég nýt þess að hafa margt fölk i kringum mig” sagði Sigurlaug þegar við vor- um sest i þægilegan sófa. inn i stofu og byrjuö að rabba saman. „Mér finnst þægilegt að vita af þvi, aö bæði fyrir ofan og til allra hliöa sé eitthvaö, sem lifir og andar. „Ekki hrifin af að eyða tímanum til einskis" „Mér fannst eiginlega lifið vera slokknaö fyrst eftir aö viö komum til Sviþjóðar, þegar ég haföi ekkert aö gera nema sjá um heimiliö og börnin” sagöi Sigurlaug, er viö báðum hana aö segja frá dvölinni i Sviþjóö. „Ég er vön þvi aö hafa alltaf nóg aö starfa og er ekki hrifin af að eyða timanum til einskis. Þess- vegna tók ég mig til og þýddi unglingabókina Kastrulresan eftir Edith Unnerstadt yfir á is- lensku og hún var birt sem framhaldssaga i Æskunni. Ég haföi mjög gaman af aö vinna aö þessu og haföi nóg aö gera. Þegar ég haföi lokiö viö þýöing- una sat ég hins vegar aftur eftir tómhent, en full áhuga á aö gera eitthvað”. „Skömmu seinna hóf ég þvi nám við óperuskólann i Stokk- hólmi þvi að þaö er annaðhvort að lifa eða deyja”. Tók þátt í flutningi fimm ópera Operuskólinn i Stokkhólmi flytur þrjár óperur opinberlega á ári. A meöan Sigurlaug var þar við nám tók hún þátt i flutn- ingi fimm ópera. Hún söng hlut- verk Leonoru i „Trúbadorinn” og greifynjunnar f „Brúðkaupi Figarós”. Einnig söng hún i Madame Butterfly, Don Carlos og Bastian og Bastianne, sem er ein af fyrstu óperum Mozarts. I óperuskólanum lagöi hún stund á skapandi dramatik, sviös- og söngæfingar á sviöi, leiksviöstækni, söngleikaæfing- ar, músíknám, hópsöng, tal- tækni, hreyfingartækni, stil- dansa, afslöppun, samsöng, sminkun og óperusögu. Námiö gekk vel og i skirteini frá skólanum segir meöal annars aö Sigurlaug hafi „óvenjulega fagra og vel þjálfaöa lyriska og dramatiska sópranrödd” og aö röddin hafi „skólast og þroskast framúrskarandi vel”. Þegar Sigurlaug haföi lokiö náminu söng hún um tima aöal- lega i kirkjum i Stokkhólmi. Fyrir tveim árum haföi svo Menningarnefnd rikisins i Svi- þjóð, sem sér um „List um land- iö”, samband viö Sigurlaugu og spuröi hvort hún vildi syngja á tónleikum, sem haldnir eru ár- lega i Tyreshöll samkvæmt ævagamalli hefð. „Var ógurlega hrædd fyrst" „Ég var svoiitiö smeyk fyrst og ætlaöi varla aö þora þessu, en loks ákvaö ég að drífa mig i '■(? <*■ Miövikudagur 20. júli 1977 VISIR þetta” sagöi Sigurlaug. „Ég þurfti ekkert aö sjá eftir þvi, höllin fylltist af fólki, ég söng og ^llt fór vel. Eftir þessa tónleika \ef ég ferðast mikiö um Sviþjóö og sungið viöa. Ég syng yfirlei'tt ekki undir minu eigin nafni, heldur kalla mig Sigi Guö- mundsdóttur. f fyrsta lagi er alltaf hálfþvingandi að hitta fólk sem ef til vill hefur séð mann syngja á sviði eða kannast við nafniö. Ég vil helst halda kon- unni og söngkonunni aöskildum. Auk þess er of erfitt fyrir Svia aö bera fram nafnið mitt. Þaö vill einhvernveginn alltaf vöðl- ast og afbakast uppi I þeim. „Þessar ferðir og tónleika- hald eru talsvert erfiðar, sér- staklega vegna barnanna” hélt Sigurlaug áfram. „Ég vii vera sem mest með þeim og það er dálitiö öröugt aö samræma sönghlutverkiö móöurhlutverk- inu. En þetta lærist og ég held að mér hafi tekist aö halda á- gætu jafnvægi þarna á milli”. „Ég er óskaplega ánægö með aö hafa lært aö syngja. Mér finnst þaö útaf fyrir sig ekkert merkilegt að vera söngkona, en mig langaöi til þess áöur en ég vissi hvað ég hét og það er fyrir öllu að fólk reyni aö láta drauma sina rætast. Þaö sem er mikilvægast i minum augum er, aö allir vinni störf sin eins vel og þeir geta, hvort sem þeir eru söngvarar eða verkamenn. „Erfitt aö samræma sönginn móöurhlutverk- inu" Þoröi i fyrstu ekki að hitta Guðlaug Um næstu jól kemur út bók, sem hefur að geyma frásagnir fimmtán tslendinga af atburð- um úr lifi þeirra, sem þeim eru sérstaklega minnisstæðir og var Sigurlaug beðin aö skrifa eina frásögn. „Ég ákvað aö segja frá þvi meðal annars þegar ég söng i fyrsta skipti opinberlega. Það var á Hólum i Hjaltadal og ég var átján ára gömul. Ég var ekkert hrædd við aö syngja, en ósköp óframfærin og þegar Siguröur Birgis söngkennarinn minn stakk upp á þvi aö ég tai- aöi við Guðlaug um aö fá inn- göngu I Þjóðleikhúskórinn þorði ég þvi ekki. Þetta finnst mér dálitið skemmtilegt meö tilliti til þess sem seinna gerðist”. Sigurlaug heldur þarna á umsögninni sem hún fékk aö loknu námi i óperuskólanum i Stokkhólmi. Þar segir meöal annars aö hún hafi „óvenjulega fagra og vel þjáifaöa lyriska og dramatiska sópranrödd” og aö röddin hafi „skólast og þroskast framúrskarandi vei”. Visismynd JA. Það er annað hvort að lifa eða deyja - segir söngkonan Sigurlaug Rósinkranz í viðtali við Vísi „Hafði gaman af látun- um út af Fígaró" Ég hafði bara gaman af öllum látunum”sagðiSigurlaug þegar taliö barst að fjaörafokinu, sem varð út af henni þegar óperan „Brúökaup Figarós” var flutt hér fyrir nokkrum árum”. „Ég er þeirrar skoðunar, að þaö hafi valdið miklu um þetta hvaö islenskir listamenn hafa litla at- vinnumöguleika. Ef allir lista- menn heföu nóg aö gera myndi enginn umhverfast svona vegna hlutverks I einni óperu. Ég hefði kosiö að ég heföi verið gagnrýnd á heiöarlegan hátt i staðinn fyr- ir að veröa að sitja undir óljós- um athugasemdum sem ekkert komu málinu við, enda voru á- hrofendur yfirleitt ánægðir. Svo er lika þess að gæta, aö eftir að Guölaugur hætti störfum sem þjóðleikhússtjóri og ég var ekki lengur „þjóöleikhússtjórafrú” hefur allt gengið vel. Gera mætti ráð fyrir að allt færi i sama horf, ef ég væri aftur orðin kona þjóðleikhússtjóra, kona sem er i brennidepli má helst ekki vera neitt”. Þegar Sigurlaug kemur aftur til Sviþjóðar mun hún fara i tón- leikaferð um'landið, og syngur hún þá meðal annars i Gauta- borg. Eitthvað gæti lika hafa bæst við á meðan hún var i burtu þvi að það eru sérstakir aöilar i Sviþjóð sem sjá um að skipuleggja þessar feröir. —AHO V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.