Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 5
VISIR Miövikudagur 20. júll 1977
£3
5
Umsjón: Óli Tynes
GISCARD D,ESTAING,
FORSETI FRAKKLANDS,
HEFUR EKKI TRÚ Á ÞVÍ
AÐ HINIR SVONEFNDU
EVRÓPUKOMMÚNISTAR
SÉU í GRUNDVALLAR-
ATRIÐUM ÖÐRUVÍSI EN
AUST ANT J ALDSKOMM-
ÚNISTAR. HANN RÆÐST
HARKALEGA Á ÞÁ
í VIÐTALI VIÐ NEWSWEEK
„Forsetinn er þeirrar
skoðunar að ,,Evrópu-
kommúnistar” séu ein-
faldlega kommúnistar
sem hafi breytt um bar-
áttuaðferð til að ganga
betur i kosningum”,
sögðu aðstoðarmenn
Valerys Giscard d’Esta-
ing, forseta Frakklands,
þegar þeir reyndu að út-
skýra harðorð ummæli
hans um þetta pólitiska
fyrirbæri, i viðtali við
Newsweek.
Forsetinn var svo haröur i garö
hinna svonefndu evrópukommún-
ista, aö þaö hefur vakiö nokkra
undrun, stuöningsmanna sem
andstæöinga.
1 stuttu máli má segja aö
d’Estaing hafi sagt aö evrópu-
kommúnistar væru ekkert skárri
en aörir kommúnistar. Vegna
þess aö þeir byggju i lýöræöis-
rikjum yröu þeir hinsvegar að
laga sig aö siöum þar, aö
minnstakosti þartil þeir heföu
sjálfir náö völdum.
Giscard d’Estaing hefur
kannske meiri ástæöu til aö hafa
áhyggjur af evrópukommúnist-
um en nokkur annar vestrænn
leiðtogi, aö meðtöldum Giulio An-
dreotti, forsætisráðherra Italiu.
Vinstri sigur i mars?
Franski kommúnistaflokkurinn
er aðili aö mjög sterkri vinstri
samsteypu, ásamt sósialistá-
flokknum og hinum öfgasinnaða
vinstri flokki. Nýlegar skoðana-
kannanir sýna að þessi sam-
steypa nýtur töluvert meiri vin-
sælda en hægri/miöflokks stjórn-
in sem nú er viö völd.
Ef vinstri samsteypan heldur
áfram að sækja i sig veðriö eru
töluverðar likur til aö hún geti
bundið enda á tuttugu ára
stjórnarferil hægri/miðflokks
samsteypunnar, i kosningunum
sem fara fram i marsmánuöi
næstkomandi.
Vinstri sigur i mars mundi þeg-
ar i stað leiöa af sér stjórnar-
kreppu i Frakklandi, þar sem for-
setinn hefur jafnvel meiri völd en
i Bandarikjunum.
Sem forseti yröi d’Estaing aö
biðja sigurvegarann i kosningun-
um að mynda rikisstjórn. Ef
vinstri menn ynnu yrði hann að
öllum likindum að kalla sósial-
istaleiðtogann Francois Mitte-
rand á sinn fund, þvi hann er al-
mennt talinn leiðtogi vinstri sam-
steypunnar. Og þaö er nokkuö
öruggt aö kommúnistar ættu sæti
i þeirri stjórn sem Mitterand tæki
aö sér að mynda.
Hve lengi á
öndverðum meiði?
Og menn velta þvi fyrir sér
hversu lengi d’Estaing gæti „búiö
með” rikisstjórn sem starfaöi
öndvert viö hans eigin skoðanir.
Giscard d’Estaing hefur lýst
þvi yfir aö hann muni gegna emb-
ætti forseta út kjörtimabil sitt,
sem lýkur 1981, hvaö sem gerist i
kosningunum i mars. En hann
veit vel um erfiöleikana sem
vinstri sigur hefði i för meö sér.
1 viötalinu viö Newsweek sneri
d’Estaing einu uppáhalds slag-
orði kommúnista gegn þeim. Þeir
hafa löngum hamrað á þvi aö
undir hans stjórn yröi Frakkland
undirgefiö Vestur-Þýskalandi.
Forsetinn sagöi viö Newsweek
að efnahagsöngþveitiö sem
mundi skapast viö stjórnartöku
vinstri aflanna i Frakklandi og á
Italiu, yröi svo hroöalegt aö
Þýskaland myndi veröa ráöandi i
Evrópu sem efnahagslegt stór-
veldi.
d’Estaing er þeirrar skoöunar
aö Frakkland veröi þvi aöeins
undirgefið Vestur-Þýskalandi aö
kommúnistar taki viö völdum og
segi sig úr samstarfi viö Efna-
hagsbandalagiö og NATO.
En þótt forsetinn leggi mikla
áherslu á aðild aö NATO sjást
þess engin merki að hann hafi i
hyggju að breyta þeirri ákvörðun
De Gaulles að Frakkland skuli
ekki vera aöili aö sameiginlegri
herstjórn bandalagsins.
Það er lika mjög vafasamt aö
hann gæti þaö. Ef hann reyndi að
gera Frakkland aö fullu aðildar-
riki á nýjan leik yröi ekki aöeins
kommúnistarnir vitlausir, heldur
einnig Gaullistarnir i hans eigin
flokki. Og þar sem þeir eru I
meirihluta i samsteypunni, eru
litlar likur til aö d’Estaing reyni
að gera nokkrar breytingar á
fyrirkomulaginu eins og þaö er
nú.
Giscard d'Estaing.