Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 13
„Finnarnir sterkir á sínum heimavelli" — sagði Magnús Jakobsson, fararstjóri frjálsíþróttaalndsliðsins, sem keppir í Finnlandi um helgina — Ingunn keppir í 8 greinum! „Eg er auövitað bjartsýnn á að liðið standi sig vel i þessari keppni sem verður áreiðanlega jöfn og spenn- andi eins og endranær,” sagði Magnús 'Jakobsson, fararstjóri islenska frjáls- iþróttalandsliðsins, sem keppir i Kalott-keppninni i Sotkamo i Finnlandi um helgina, i viðtali við Visi. En það er árleg keppni milli Norður-Finnlands, Norður- Sviþjóðar, Norður-Noregs og Islands i karla og kvenna- greinum, og keppa tveir ein- staklingar i hverri grein. Þessi keppni fór fram hér á landi i fyrra og pá sigruðu islensku stúlkurnar i kvennakeppninni, en karl- arnir urðu i öðru sæti á eftir Finnum. Þar áður fór keppn- in fram i Tromsö i Noregi og þá sigraði islenska karlalið- ið. „Þetta er fjórða árið i röð sem við tökum þátt i þessari keppni og hún hefur ávallt verið hnifjöfn og úrslit oft ekki ráðist fyrr en i siðustu greinunum. Við erum með mjög sterkt lið núna og hafa afreks- mennirnir aldrei verið betri, en hvort sem það dugar til sigurs verður erfitt að geta sér til um fyrirfram, þvi að Finnarnir verða áreiðanlega mjög sterkir vegna þess að keppnin fer fram á þeirra heimavelli.” Magnús sagði ennfremur að keppt yrði i 20 greinum hjá körlunum og 15 greinum hjá konunum. Gerviefni væri á brautunum i Sotkamo og sýndi það best hversu vel væri búið að frjálsiþrótta- fólki i Finnlandi þvi að i bæn- um byggju milli fimm og tiu þúsund manns. Islenska karlaliðið heldur utan á föstudagsmorguninn og á þá erfitt ferðalag fram- undan, þvi að reiknað er með að ferðin til Sotkamo taki 10 klukkustundir og strax dag- inn eftir hefst svo keppnin. Kvennaliðið ætti að vera bet- ur undir átökin búið því að stúlkurnar héldu beint frá Dublin á Irlandi þar sem þær kepptu i undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar um helgina, til Finnlands þar sem þær munu æfa sig fram að keppninni. tslenska liðið verður skip- að 36 keppendum, þar af eru stúlkurnarlS, en karlmenn- irnir verða 21. Ingunn Ein- arsdóttir IR fær mest af öll- um að gera, þvi að hún kepp- ir i hvorki meira né minna en átta greinum, 100 m, 200 m, 400 m, 100 m gr. 400 m gr, langstökki — og i 4x100 og 4x400metra boðhlaupunum. Aðrar i liðinu eru þessar: Sigurborg Guðmundsdóttir IR, Lilja Guðmundsdóttir IR, Aðalbjörg Hafsteinsdótt- irHSK, Thelma Björnsdóttir UBK, Guðrún Arnadóttir FH, Lára Sveinsdóttir Á, Sigrún Sveinsdóttir A, Sig- riður Kjartansdóttir KA, Þórdis Gisladóttir IR, Maria Guðnadóttir HSH, Gruðrún Ingólfsdóttir USU, Ása Halldórsdóttir A, Kristjana Þorsteinsdóttlr Viði og Björk Eiriksdóttir IR. Karlaliðið er þanníg skip- að: Vilmundur Vilhjálmsson KR, Sigurður Sigurðsson A, Þorvaldur Þórsson ÍR, Jón Diðriksson UMSB, Gunnar P. Jóakimsson IR, Agúst As- geirsson IR, Sigfus Jónsson IR, Sigurður P. Sigmundsson FH. Agúst Gunnarsson UBV, Agúst Þorsteinsson UMSB, Björn Blöndsl KR, Jón S. Þórðarson IR, Guðmundur R. Guömundsson FH, Elias Sveinss. KR, Magnús Jónas- son A, Friðrik Þ. Óskarsson 1R, Jóhann Pétursson UMSS, Jón Oddsson HVI, Hreinn Halldórsson KR, Óskar Jakobsson IR og Erlendur Valdimarsson KR. —BB Verður vonandi ## órleg keppni ## — segir Einar Guðnason einn þeirra sem gekkst fyrir „Pro-am" keppninni í Grafarholti „Ég er mjög ánægður með hvernig þetta tókst til hjá okkur. Við fengum margt fólk til þess að koma og horfa á skosku kylf- ingana og ég vona að þetta verði einungis byrjunin á árlegri keppni af þcssu tagi hér á landi”, sagði Einar Guðnason, einn þeirra sem stóðu fyrir „Pro-am” vikingakcppninni i Grafar- holtinu um helgina, þegar við ræddum viðhann Igær. „Þetta hefur auðvifað kostað geysilega vinnu og miklar vangaveltur að koma þessuá, en samvinna Flugleiða, tslensku útflut ningsm iðstöðvar- innar h/f og Taks h/f sem stöðu að þessu var mjög góð, og með samstilltu átaki tókst þetta. Þetta er að visu stórt fjárhagslegt atriði að halda svona keppni, og kostnaður hátt i 2 milljónir króna. En ég tel að árang- urinn hafi sýnt svo að ekki verður um villst að svona keppni á rétt á sér, og ég reikna með að stefnt verði að þvi aö gera þetta aö árlegum viðburði”. „Ég vil fyrir hönd okkar skosku keppendanna hér þakka kærlega fyrir mót- tökurnar, og ég er mjög ánægður að hafa sigrað i fyrstu „Pro-ain” keppni á islandi”, sagði Jim Farmer eftir að keppninni lauk i Grafarholti i gær. .Völlurinn hér hefur komið okkur á óvart og er góður þótt „grinin” séu auðvitað öðruvisi en við eigum að venjast. En það var gaman að koma hingað.og ég vona að ég eigi eftir að koma aftur”. gk— Erlendur Valdimarsson,einn af afreksmönnum I Islenska frjásliþróttalandsliðinu sem keppir I Finnlandi um helgina, en hann er einn af bestu kringlukösturum á Noröurlöndum. Auk þess að keppa I kringlukasti mun Erlendur keppa I sleggjukasti. Ljósmynd Einar Frá leik Vikings og Þróttar, Neskaupstað, á Laugardalsveilinum í gær kvöldi. Þaðer fyrirliöi Vlkings, Eirikur Þorsteinsson til vinstri, sem á I höggi við einn úr liði Þróttar og má ekki á milli sjá hvor hefur betur I þeirri viðureign. Ljósmynd Einar Gunnar Víkingarnir áfram á mistökum þjálfarans — þeir unnu Þrótt N. 2:1 i Bikarkeppni KSI í gœrkvöldi Vikingur skipaði sér i gær- kvöldi ihóp þeirra liða úr 1. deild sem hafa tryggt sér rétt til að leika i 8 liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ, er liðið sigraði Þrótt fra Neskaupsstað á Laugardals- vellinum með tveimur mörkum gegn engu i afspyrnuslökum leik. Þaö er alveg vist, að ef Vikingarnir leika ekki betur i næstu umferöinni, þá skiptir ekki máli hvaða liði þeir mæta þar; þeir verða slegnir út. Lengst af var ekki hægt að sjá hvort liðið á vellinum i gærkvöldi var úr 1. deild og hvort úr 2. deild. Leikurinn fór að mestu fram á miðjum vellinum, þar var hart barist, og Þróttararnir tóku vel á móti. En á köflum i ieiknum náðu Vikingarnir þó að sýna smávott, en að það væri eitthvað afgerandi var ekki um að tala. Þór Ragnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Viking á 15. minútu, og þá héldú menn að nú væri isinn brotinn, Vikingarnir myndu taka leikinn i sinar hendur. Þór fékk þá boltann við nærstöng eftir hornspyrnu, og skallaði laglega i markið. En aðeins 6 minútum siðar stóð Njáll Hreinsson leikmaður Þróttar skyndilega einn og óvaldaður með boltann rétt fyrir utan vitateig Vikings, og hann sendi boltann með þrumuskoti i vinstra markhornið. Diðrik hafði aðeins hönd á boltanum, en náði ekki að verja. Og stuttu siðar tifuðu „Vikings- hjörtun” heldur betur þegar Njáll komst i gott færi inn i vftateig Vikings, en misheppnað skot hans fór i stöngina og út. Þar skall hurð nærri hælum. Undir lok hálfleiksins náðu Vikingargóðum kafla og fengu þá nokkur marktækifæri. Hannes Lárusson áttu meðal annars skalla i stöng, og stuttu siðar skoraði hann sigurmark leiksins. Það mark kom eftir mikil mis- tök Magnúsar Jónatanssonar þjálfara og miðvarðar Þróttar sem ætlaði að gefa boltann aftur á markvörðinn. Sending Magnúsar var laus, og Hannes renndi sér inn á milli, lék á markvörðinn og skoraði siðan af öryggi. 1 siðari hálfleiknum var hart barist, en þau tækifæri sem komu, voru öll Vikinga. Gunnar örn átti skalla i þverslá af stuttu færi, og Magni Björnsson mark- vörður varði glæsilega skot af stuttu færi frá Jóhannesi Bárðar- syni. Þróttararnir komu á óvart með baráttu sinni og leikgleði, en greinilegt er þó að þeir standa feti aftar liðunum i 1. deild. Vikingarnir áttu einn sinn slakasta leik i sumar, og voru heppnir að mótherjinn var ekki sterkari. Dómari var Hinrik Lárusson og varafarslakur. Flautaði sama og ekkert þótt oft væri ástæða til, og virtist ekki vera i mikilli þjálfun sem dómari. Huish fór létt með Einar! Skoski atvinnúgolfleikar- inn llavid Iluish gerði sér ferð á Nesvöllinn i gærdag, og var erindiö aö útkljá þar smá-veðmál við Einar Guönason. Skyldu þeir heyja þar keppni (!) hol ur> og haföi Einar tvö högg i for- gjöf. Að sjálfsögðu voru peningar undir. um 30 þúsuud islenskar krónur. Þarf ekki að orðlengja það að Iluish bar sigur úr býtum, hanu lék !) holuruar á 32 höggum, eða þremur undir pari vallarins. Einari gekk ekki eins vel, og endaöi á 11-43 höggum, og varð um leið þessum peningum fá- tækari. gk—. Sœnska pressan fjölmenn Þegar landsleikur islands og Sviþjóðar hefst á Laugar- dalsvcllinum i kvöld kl. 20 vcrður það i !)!). skipli sem island leikur landsleik i knatlspyrnu. Fyrirhugað hafði verið að þetla yröi 100. landsleikur islands, en af þvi gat þvi miður ekki orðið þar sem cinn fyrirhugaður leikur lcll niður, leikurinn við Fær- eyinga. Þcir KSi-mcnn iita samt sem áður á leikinn sem af- mælisleik, þvi aö Knatt- spyrnusambandiöer 30 ára á þessu ari. Af þvi tilefni mun lorscti islands, hr. Kristján Eldjárn verða viðstaddur lcikinn og heilsa leik- mönnuin iiöanna áöur en hann hefst. Gilurlegur áhugi er fyrir þessum leik i Svíþjóð, og sem dæmi um það má nefna að Sviar senda liingað 10-15 hlaóamenn, og „pressan” i Sviþjóð hefur „heimtað” sigur i leiknum. Það sé ckki liægt að tapa l'yrir lslandi þegar sænska liðið sé búið að vinna sér rétt til að leika i úr- slitakeppni IIM á næsta ári. Sviar inyndu lita á þaö sem meiriháttar áfall. Vafalaust fjölinenna islenskir áhugantenn á völl- inn, slíkt er islenska liöinu mikill stuðningur og getur hreinlcga riðið baggamuninn um hvort sigur vinnst eða ekki. gk—. LIÐIl) MITT Atkvœðaseðill í kosningu VISIS um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumarið '77 LIDID MITT ER: NAFN HEIMILI BYGGÐARLAG SYSLA SÍMI STHAXIPOST Sendu seðilinn til VÍSIS Siðumúla 14, Reykjavik strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt i kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá SPORTVALI, Hlemm- torgi, Reykjavík. Aukavinningurinn er dreginn er út i lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þeirra, sem greiddu vinsælasta liðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i Sportvali, Hlemmtorgi, Reykjavik. VINNINCAR HAIFSMANAÐARLEGA mm Sigtúni 3 Datsun 1200coupé'72, mjög góður bíll, rauður, litað gler o.fl. Til sölu: Chev. Vega árg. '73 VW 1302 árg. '72 Saab99 árg.'73 Ford Cortina árg. '71 Blazer Cheyenneárg. '74 Datsun 220 dísel árg. '73 Willys Wagoneer 6 cyl. árg.'74 DatsunlOOA árg.'72 Opið frá kl. 9-7 J Laugardaga kl. 10-4 \ (JÖRBÍLLINN ugtúrai 3 ;ími 14411. PASSAMYNDIR s \' feknar i litum filljftjnar strax 1 barna & f ÍölskylcJu L) OSMYMDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 FERÐAVÖRUR fjölbreytt úrual Ýmsar vörur sérstaklega ætlaðar göngufólki. Skölatnaöur, eldunartæki, dúnsvetnpokar, mjög létt tjöld (göngutjöld) o.fl. Sh l I I BUOIJM Rekin a( Hjálparsveit skata Reykjavik SNORRABRAUT 58.SÍMI 12045 ANORAKAR vind- og regngallar ALLAR STÆRÐIR Verð frá kr. 4.500

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.