Tíminn - 19.11.1968, Side 13

Tíminn - 19.11.1968, Side 13
ÞRHÐJrUÐAGUR 19. nóvember 1968. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 • Síðari landsleikurinn við Vestur-Þjóðverja: Hneyksli forðað — á síðustu stundu. Þjóðverjar höfðu 10 mörk yfir á tímabili, en Jóni Hjaltalín tókst að minnka muninn í 4 mörk. Hörmung! Það er eina einkunn in, sem hægt er að gefa íslenzka landsliðinu eftir síðari leikinn við Vestur-Þjóðverja. Nokkrum mínút um fyrir leikslok stóðu leikar 23: 13 Þjóðverjum í vil, en Jón Hjalta lín Magnússon forðaði íslenzkum handknattleik frá hneyksli með því að laga stöðuna stórkostlega fyrir leikslok, en Jón skoraði 5 mörk með stuttu millibili á loka mínútunum og lauk leiknum 24: 19 Vestur-Þjóðverjum í vil. Sá, sem þessar línur skrifar, hef ur ekki orðið vitni að öllu lélegri frammistöðu íslenzks landsliðs í handknattleik. í fyrri hálfleik gátu Þjóðverjar leyft sér næstum allt, sem þeir vildu. Vörnin galopin og Herbert Liibking og félagar not færðu sér það óspart. Tölurnar í hálfleik voru ekki beint uppörf andi, 16:8, eða 8 marka munur. Og í síðari hálfleik var munur inn 10 mörk á tímabili, 23:13, og þá var eins og Þjóðverjum fynd ist nóg komið og slöppuðu af. Jón Hjaltalín notfærði sér það vel og með stökkkrafti sínum lyfti hann sér nokkrum sinnum yfir þýzku vörnina og skoraði nokkur falleg mörk og breytti stöðunni í 24:19, sem eru viðunanlegri úr- slit. Hvað skeði í þessum leik? Hver er orsökin fyrir hinni frámuna Missti af flugvél og kom of seint Alf-Reykjavík. — Fararstjórar vestrm-þýzka landsliðsins voru næsta daufir fyrir fyrri landsleik- inn á móti íslendingum á laugar- daginn. Ástæðan var sú, að hinn frægi þjálfari liðsins, Vick, var ekki kominn til landsins og var ekki von á honum fyrr en eftir leikinn. Missti Vick af flugvél í Ham- borg á föstudaginn og varð að fljúga til Kaupmannahafnar. Það an fór hann með vél til Bergen og Færeyja og kom loks til Reykja víkur klukkutíma eftir að fyrri leiknum lauk. Hins vegar stjórn aði hann liða sínu vel utan vallar í síðari leiknum. | lélegu vöm íslenzka liðsins? Hver : er orsökin fyrir þeirri deyfð og i áhugaleysi, sem virtist allsráðandi I hjá íslenzku leikmönnunum? Það I er erfitt að svara þessum spurning ! um, en í fljótu bragði freistast maður til að kenna lélegum æfinga undirbúningi um. Með þessu er ekki verið að beina spjótum að landsliðsþjálfara eða landsliðs ' nefnd, en skemmst er að minnast þess, að formaður Iandsliðsnefnd ar kvartaði undan því, að liðið fengi allt of fáa æfingatíma. Úr þessu verður stjórn HSÍ að bæta. Þó að útkoman í sóknarleiknum sé ekki mjög slæm — 19 mörk í síðari leiknum og 21 í þeim fyrri, Framhald a dls ia ÍR og KR sigruðu Köitfuiknaittleiksmót Reykjavík- ur hófst á sunnudagskvöldið. Fóru þá fram tveir leikir í mfl. karla. ÍR sigraði KFR 71:55, en í hálf- leik stóðu leikar 33:22. Þá sigr- aði KR lið stúdenta með 61:33, en staðan í hálfleik var 35:19. í ’kvöld verður mótinu haldið áfram að Hálogalandi kl. 20.15 með lei'kj um í yngri flokkunum. í 4. flokki leika ÍR—Árrnann og KR—KFR og í 3. flokki leika Ármann—KFR og ÍR—KR. BREZK knattspyrna Úrslit í i. deild á Englandd s.l. laugardag: Burnley — Woives 1:1 Ghelsea — Soutihamton 2:3 Ctoventry — Leeds 0:1 JSwertom — QSPR 4:0 / Manch. DbiL — Ipswiclh 0:0 NeweaisHe —.. Manch, C. 1:0 Nott. F. — Arsenal 0:2 Síhefif. W. — Liverpool 1:2 Totteriham — Sunderland 5:1 - WBA — Stoke 2:1 West Ham — Leieester 4:0 Liverpool og Everton eru efist í dei|dinni með 28 stig hvort fiélag. Geir Hallsteinsson skorar lijá hinum frábæra markverði, Wilfred Meier, einhverjum snjallasta mark- verði, sem hér hefur Ieikið. (Tímamynd Róbert) f/us og hríplekt skip úti á rúm- sjó, sem býíur eftir að sökkva „Fljótir í vörnina, strákar", kallaði landsliðsþjálfarinn, Ililmar Björnsson, eftir eitt af mörgum misheppnuðum upp- hlaupum íslenzka liðsins í leikn um á sunnudaginn. En hvaða vörn átti landsliðsþjálfarinn við? Það var alls engin vörn hjá íslenzka liðinu. Helzt minnti þetta maiin á hriplekt skip úti á rúmsjó, sem beið eftir því að siikkva. Það lak bókstaflega allt inn hjá ís- lenzku „vörninni“. Varnarleikur inn í fyrri leiknum á laugardag inn var lélegur, en hann var þó aðeins forsmekkurinn að því, sem skeði á sunnudaginn. En að vissu leyti var ágætt, að þessi leki kom í ljós, þó að hann hafi orðið okkur dýrkeypt ur. Nú vitum við. hvar skórinn skreppir að. Hvort við getum lagfært gallana til fullnustu fyrir næstu leiki, skal látið ósagt, en það ætti að vera hægt að laga þá mikið. Varnarleikurinn var gersam- lega stjómlaus. Þarna vantaði Sigurður Einarsson illilega, því að auk þess, sem hann er okkar ágætasti miðvörður, hefur hann þann eiginleika að vera góður stjórnandi. Sem betur fer, eru allar likur á þvi, að Framhald á bls. 14 . —■ - '■ :: --í--- ■■ —-, .. ... . .....j Á myndinni hér að ofan, sem Gunnar tók, sést hinn frægi þjálfari v- þýzka landsliðsins í handknattleik, Vick, með leikmönnum sínum í sfðari leiknum. Fyrirliðinn, Herbert Liibking er annar frá vinstri. Pípuhattur GALDRAKARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA eftlr H, C. Andersenverðlaunahöfundinn TOVE JANSON í þýðingu Steinunnar Briem. Ævintýri múmfnálfanna eru löngu orðin heimsfræg. Tove Janson er finnsk skáldkona og teiknari. Hún hlaut árið 1966 hina eftirsóttu viðurkenningu barnabókahöfunda, H. C. ANDERSENVERÐLAUNIN, fyrir bækur sínar um múmfn- álfana, en þau eru oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunln". Múmfnálfarnir búa f skógum Finnlands. Eitt slnn fundu þelr pípuhatt galdrakarlsins, reglulegan galdrahatt. Ef eitthvað var látið í hann, þá.... BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Borgartúni 21,sími 18660. (hús Sendibílastöðvarinnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.