Tíminn - 20.11.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
253. tbl — MiSvikudagur 20. nóv. 1968. — 52. árg.
Blóm springa
út í
þessa daga!
KJ-Reykjvík, þriðjudag
Núna þegar farið er að síga á
seiniii hluta nóvembermánaðar
eru svo mikil hlýindi, að blóm
springa út í húsagörðum. f dag
hringdi kona á Suðurlands-
brautinni tii okkar hér á Tím-
anum, og sagðist varla liafa trú
að sínum eigin augum í morg-
un, er hún sá að stjúpmæður
voru famar að springa út í
garðinum hennar. Ljósmyndari
okkar G.E. fór á staðinn og
festi blómið á mynd, sem- hér
fylgir með. Ef hlýindin halda
áfram þá má búast við, að blóm
fari víðar að springa út í görð-
um, þvi ekki bar á öðru í garð
inurn á Suðurlandsbrautinni
en fleiri blóm myndu springa
þar út á næstunni.
í dag var átta stiga hiti hér
í Reykjaivík, en hitastigið á
Nbrðoir- og Auisturliandi var
þetta 7—9 stig, og þar var víð-
ast þurrt, en aftur á móti rign-
ing með kötflum 'hér. Á morgun
er búist við svipuðu hitastigi á
landinu, .heldur meira þó en í
dag, eða 8—10 stigum. Hitinn
kornst upp í fj'órtán stig á land
inu fyrir nokkru.
Fréft í Los Angeles
og Politiken:
NATO-AÐSTOÐ TIL AÐ HINDRA
SIGUR STJÓRNARANDSTðÐUNNAR
EJ-Reykjavík, þriðjudag
ir Erlend blöð hafa rætt um
efnahagsvandamálin hér á landi
og gengisfellinguna fyrr í þess-
um mánuði. Hefur verið rætt
um þann mikla vanda, sem
landsmenn eigi við að etja, og
nauðsyn þess að koma á fjöl-
breyttara efnahagslífi. Jafn-
framt hefur verið ritað lítil-
lega um þá tillögu, sem frain
kom á fundi þingmannasam-
bands NATO, en þar var skor-
að á NATO-ríkin að veita ís-
landi efnahagsaðstoð.
if í frétt, sem bandaríska
stórblaðið „Los Angeles Tim-
es“ sendi út og birtist m.a. í
danska blaðinu Politiken, kem-
ur ein skýring á því, hvers
vegna þessi tillaga kom fram.
Þar segir svohljóðandi: — „Að
baki NATO-ályktuninni iiggur
augsýnilega ótti um, að efna-
liagsvaudræðin muni veita
stjórnarandstöðuflokkunum
tveimur, Framsóknarflokknum
og Alþýðubandalaginu, þar sem
kommúnistar ráða, meirihluta í
hugsanlegum kosningum. Þeir
eru báðir á móti NATO“. —
Framhald á 15. síðu.
Mjólkurflutningar að norðan til Reykjavíkursvæðisins í fullum gangi
150-160 þúsund lítra af
mjólk skortir viku hverja
I flóðunum miklu fyrir austan ruddist Norðfjarðará úr farvegi sínum á mörgum stöðum. Ain
braut 30 metra langt skarð í veginn sem liggur að brúnni og mátti ganga þurrum fótum undir brúna,
þegar flóðin voru hvað mest. Á myndinni sést er verið er að gera við uppfyllinguna að brúnni. Þ-Ó.
Hefur ríkisstjórnin ekki áhuga á 150 milljónum í gjaldeyri og atvinnu fyrir 130—140 menn?
V/LL HÚN EKKIVIÐGERÖARDEILD
LOFTLEIDA HEIM TIL ÍSLANDS?
TK-Reykjavík, þriðjudag.
Eins og kunnugt er, ákvað
stjórn Loftleiða að flytja viðgerð
ardeild sína frá New York heim
til íslands á næsta ári, ef nauðsyn
legum skilyrðum um aðstöðu á
Keflavíkurvelli yrði fullnægt.
Myndi skapast atvinna hér á landi
fyrir hvorki meira né minna en
130—140 menn og hátt á annað
liundrað milljónir króna — eða
milli 115—155 milljónir íslenzkra
króna — sparast í gjaldeyri að
j auki. Hér var því um mikið hags
! munamál íslenzks þjóðarbúskapar
að ræða og var þessari frétt al-
mennt mjög fagnað, þvi ekki veit
ir okkur af bættri stöðu í vax-
andi atvinnuleysi og geigvænleg-
um gjaldeyrisskorti. Mátti því fast
lega reikna með skjótum viðbrögð
«m íslenzkra stjórnvalda og boði
þeirra um hvers konar fyrir-
greiðslu til þess að hrinda þessu
þjóðhagsmáli í frainkvæmd.
i Loftleiðir skrifuðu utanríkisráð-
lierra bréf og óskuðu eftir fyrir-
greiðslu hans um þessi mál, en
Keflavíkurflugvöllur heyrir undir
utanríkisráðuneytið. Síðan er Iiðið
nokkuð á þriðja mánuð og hefur
ekkert frekar af málinu heyrzt.
Ekkert bólar á svari ríkisstjórnar-
innar, en málið er að komast í ein
daga, þar sem Loftleiðir eru „á
götunni“ með þessa nauðsynlegu
starfsemi sína og verða að taka
ákvörðun um franitíðarskipan
þessara mála á uæstunni, annað
hvort að halda starfseminni áfram
í New York eða flytja viðgerðar-
deildiua til Luxemborgar, en þar
hafa yfirvöld tekið nijög vinsam-
lega í það að láta Loftleiðum slíka
aðstöðu í té.
Tíminn sneri sér í dag til Al-
freðs Elíassonar, framkvæmda-
stjóra Loftleiða, til að inna hann
frétta af framgangi þessa máls.
Alfreð Elíasson sagði það rétt
vera, að nú mundi vera Liðið nolck
Framhald a bls. 15.
FB-Réykjavík, þriðjudag.
í viku hverri eru nú fluttir
hingað til Reykjavíkur 45 þúsund
lítar mjólkur og 12 til 13 þús.
iítrar af rjóma, þar sem mikið
hefur dregið úr mjólkurframleiðsl
unni hér suðvestanlands. Stafar
þessi samdráttur mest af því, að
bændur hafa dregið úr fóðurbætis
gjöf þar sem þeir óttast miklar
hækkanir og þora ekki að spenna
framleiðsl.-na meira upp. Mjólkin
er flutt frá Sauðárkróki, Blöndu-
ósi, Akureyri og Húsavík, og geta
þetta orðið erfiðir flutn-
ingar, þegar líða tekur á vetur-
inn og færð versnar, en kostnaður-
inn við mjólkurflutninga er mikill,
að meðaltali kr. 1,50 á hvern lítra
frá Akureyri til Reykjavíkur.
Oddur Helgason, sölustjóri mjólk
ursamsölunnar skýrði blaðinu svo
frá, að nú yrði að flytja til Reykja
víkur 45 þúsund lítra af mjólk á
viku. Meðalneyzla á svæði Mjólk-
ursamsölunnar er milli 80 og 90
þúsund lítrar á dag. Þá verður að
flýtja hingað allan þann rjóma,
sem hér er seldur, en það eru
12 til 13 þúsund lítrar á viku. f
fyrra var ekkert flutt hingað af
mjólk að norðan, að sögn Odds,
en þá þurfti að flytja hingað nolck
urt magn af rjóma. Oddur sagði
ennfremur, að strax og mjólkur-
magnið yrði ekki nægilegt væri
byrjað að flytja rjómann frá fjar-
lægari stöðum, þar sem það væri
að sjálfsögðu ódýrara, því um
minna magn væri að ræða, heldur
en að flytja mjólkina að norðan
og vinna rjóm’ann hér.
13 þúsund lítrar af rjóma sam-
svarar 112 þúsund lítrum af mjólk,
sagði Oddiur, og þegar þar við
bætast þeir 45 þúsund lítrar, sem
hér vantar á neyzlumjólkurmagn
vikunnar kemur í ljós, að alls vant
ar milli 150 og 160 þúsund Iítra
mjólkur til þess að fullnægja mark
aðinum.
Jóhannes Eiríksson ráðunautur
hjá Búnaðarfélaginu skýrði blað-
inu svo frá, að bændur hefðu dreg
ið úr' allri fóðurbætisgjöf, og
einnig hefði nokkru meira verið
Framhald á 15. síðu.