Tíminn - 20.11.1968, Blaðsíða 5
UatÐVIKUDAGUR 20. nóvember 1968.
TIMINN
Bruce Reynolds, maðurinn
sem leitað hefur verið í fimm ár
fyrir að hafa verið forspra'kkitm
í lestarráninu mikla, sem víð-
frægt er orðið, sést hér leiddur
á miilá tveggja lögreglumarina
út frá fyrstu réttarhöldunum,
sem haldin voru yfir honum
þann níunda nóvember. Það er
lögregluforinginn Thomas Butl
er sem hefur haft veg og vanda
af leitinni að Reynolds og hann
hafði svarið dýran eið, að
láta elcki áf leitinni, fyrr en
hann hefði fundið þrjótinn. Það
mátti samt e'kki miklu muna að
hann fyndi hann ekki, því Tlhom
as Butter, sem nú er frægur
orðinn fyrir þetta afrek sitt,
mun láta af störfum hjá Scot
land Yard fyrir aldurs sakir.
þar eð hann mun fara á eftir-
laun, samkvæmt reglugerð um
starfsaldur opinberra starfs-
manna. Efttr réttarhöldin þann
níunda, var það gert ljóst að
Reynolds yrði haldið í fangelsi
fram til átjánda nóvember, en
þá mun eitthvað frekara vera
gert í máli hans. Eins og sjá
má er Reynolds leiddur út úr
róttarsialnum handjárnaður,
enda mun lögreglan ekki vilja
fyrir nokkurn mun missa af
þessum eftirsótta fanga.
Við réttarhöldin voru ellefu
ieinkenmsklæddir lögreglumenn
viðstaddir og annar hópur lög
reglumanna stóð fyrir utan bygg
inguna og hélt forvitnum veg
farendum í hæfilegri fjarlægð.
Mikill mannfjöldi reyndi að
komast jnn í húsið til þess að
geta verið viðstaddur réttar-
hötLdin, en einungis litlum hluta
alls þess fjölda var hleypt irm.
Af þrjátíu blaðamönnum, sem
vildu komast inn, var einungis
sjö leyfður aðgangur.
Á meðan að réttarhöldin
stóðu yfir, heyrðist mikill háv-
aði inn í húsið frá taistöðvum
lögreglunnar og ýmsum við-
búnaði öðrum, til dærnis geltu
lögregluhundar í sífeliu, og
olli þetta nokkurri truflun-
Ræninginn Reynolds, hetja
dagsins kom til réttarhald-
anna hálfum tíma áður en þau
byrjuðu. Þá þegar hafði mikill
fjöldi fólks safnazt saman við
við dyr dómsalarins ttl þess að
sjá hetjuna og til þess að fá
áð vera við réttarhöldin, en
lögreglan tilkynnti því að rétt
arsalurinn væri þegar fullskip
aður. Reynolds vár færður til
réttarhaldanna við mikinn við-
búnað, fjórir lögreglubflar óku
með nokkrum hraða upp að
dyrunum og hinn þrjátíu og
sjö ára gamli listmunasali var
leiddur inn, handjárnaður.
Á meðan á réttarhöldunum
í Bretlandi og Frafcklandi,
velta menn því nú mjög fyrir
sér hvort fyrirhuguð jarð-
gangnagerð undir Ermasund
muni borga sig. Sumir halda
því fram að nú á tímum séu
flestir svo tímabundnir, að þeir
muni miklu heldur fljúga en
að fara að- aka eftir jarðgöng-
unum. Aðrir álíta að jarðgöng-
in verði einmitt mjög vel þeg-
in samgöngubót, og að með
því að láta alla sem um þau
aka greiða umferðartoll, muni
þau verða gullnáma. Bankar
þeir sem með fjármál fyrirhug-
aðra jarðgangnaframkvæmda
fara, eru að velta því fyrir sér
hvort ekki sé ráðlegt að bjóða
almenningi hlutabréf til sölu,
sem síðan verði endurgreidd.
þegar göngin verða tekin í
notkun árið 1975. Hlutabréfa-
eigendum yrði greiddur hagn-
aður í samræmi við verð hluta
brófsins, eða þá ef tap verður
á þessum miklu framkvæmdum
verða hluthafar að standa und-
ir þeim. Þetta yrði vissulega
mikið og spennandi veðmál, en
kannski er áhættan ekki þess
virði að hún sé tekin. Allsherj-
ar kostnaður við jarðgangna-
gerðina er áætlaður 250 miHj-
ónir punda, en féð til fram-
kvæmdana kemur frá Bretlandi
(40%) og Frakklandi (40%).
en 20% koma annars staðar
frá. Jarðgöngin verða 33 mílna
löng, þar af verða 23 mflur
undir yfirborði sjávar- Járn-
brautir sem í göngunum verða
eiga að geta flutt 9.200.000
ferðamenn og tvær milljónir
bifreiða á ári.
stóð, sat Thomas Butler lög
iregluforingi andspænis Reyn
olds og blaðaði í skjölum sín
um. Á eftir var Reynolds flutt
ur í flýti í Bedford fangelsið
og síðar var hann fluttur það
an í öryggisfangelsið í Leicest
er.
Reynolds er sá síðasti af lest
arræningjunum sem lögreglan
hefur áhuga á a‘ð ræða við, fyrr
á árinu handtók Thomas Butt-
er Charles Wilson í\ Kanada, er
reyndar hafði verið fangelsaður
áður, en tekizt að flýja eftir að
hafa verið dæmdur til þrjátíu
ára inniveru. Nú er aðeins einn
ræningjanna laus, en það er
Ronald Biggs, þrjátíu og sex
ára gamall maður, sem einnig
tókst að flýja úr fangelsi eftir
að hafa verið dæmdur til þrjá
tíu ára fangelsisvistar fyrir þátt
töku í ráninu. Thomas Butler
mun víst sannarlega langa til
að hafa hendur í hári hans, en
það er því miður fremur ólík
legt að honum takist það. þar
sem hann á aðeins eftir að
starfa fimmtíu og þrjá daga
hjá Skotland Yard. Reyndar
átti lögregluforinginn að láta
af störfum og fara á eftirlaun
fyrir átján mánuðum, en þá var
starfstími hans framlengdur.
vegna þessa mikilvæga máls
fram til áramótanna ‘68—69.
Hinn áttatíu ára gamli bók
bindarameistari Johann Scheuch
þykist nú finna það á sér að
dauðinn sé að nálgast — í ann
að sinn. Af því tilefni hefur
hann eytt öllu sínu sparifé til
þess að framfylgja loforði sem
hann gaf guði sínum átið nítján
hundruð og fimmtán. f fimm
tíu ár hefur þetta loforð, eða
tilhugsunin um það, þjakað
hann. í fyrri heimsstyrjöldinni
tók þessi austurríski bókbindari
þátt í orrustu um fjallið Ool di
Lana. Þúsundir austurrískra
hermanna vörðu fjallið fyrir
ítölum. ítalarnir gerðu' óvænt
áhlaup og komu herfylkingu
Johanns að óvörum- Frá varð
Stöðu sinni sá Johann hermenn
ina nálgast, og allt í einu var
orrahríðin í algleymi. Johann
var lostinn höfuðhöggi, hann
missti meðvitund, og þegar
hann raknaði við sér var barizt
í návígi allt umhverfis hann,
hann heyrði hryllileg öskur her
mannanna þegar þeir voru rekn
ir í gegn með byssustingjum. í
dauðans angist kallaði hann upp
yfir sig: „Guð, ég skal reisa
þér kapellu á þessum stað, ef
ég slepp lifandi úr þessu hel
víti“. Og hetjan slapp.
Það er fyrst núna sem Jo-
hann hefur getað skr^pað sam
an nægilegt fé fyrir byggingu
kapellunnar. sem hann lofaði
drottni sínum bennan örlaga
ríka dag í skotgröfunum. Og
nú loksins hefur kapellan risið.
nákvæmlega á þeim stað. sem
að bardaginn átti sér stíð —
fyrir fimmtíu og þrem árum.
„Og nú hef ég loks fengið frið
í sálu minni“, segir gamli mað-
urinn, og horfir með stolti .4 kap
elluna sína.
J
A VlÐAVANGS
Gengis-Khan
Alþýðublaðið segir í gær:
„Nú eru gáningarnir farnir
að kalla forsætisráðherrann
Gengis-Khan“. Mun það mál
manna, að réttnefni se og hef
ur margur unnið sér verðskuld
aðan titil fyrir minna en fjórar
afreksferðir, hverja annarri
glæsilegri.
Beðið um ræðu
Alþýðublaðið skýrir frá því
í gær, að Jón Sigurðsson, for-
maður Sjómannasambandsins,
hafi verið kjörinn’ formaður
verkalýðsnefndar Alþýðuflokks
ins. Gott er það, en nú væri
ákaflega vel þegið, ef Alþýðu-
blaðið vildi birta ræðu þá, sem
Jón flutti á útifundi verka-
manna s.l. sunnudag, þar sem
hann sagði ríkisstjórninni eftir-
minnilega til syndanna. Jón er
góður og gegn verkalýðsfor-
ingi, og varla ætti að vera
hængur á því, að Alþýðublað-
ið birti ræðu formanns verka-
lýðsnefndar flokksins.
Orð í tíma töluð
f mjög athyglisverðri grein
Ragnars í Smára um íslenzka
iðju og iðnað í Mbl. í gær segir
m.a., og má kalla orð í tíma
töluð:
„Þjóðfélag fábreyttrar verk-
menningar, sem ekki er fært
um að framleiða iðnaðarvörur,
verður sett við sama borð og
þeir, sem ekki eiga æðri skóla,
og á þar heima.
Iðja og iðnaður breyta*frum-
skógunum í skip, hús og fagr-
an búnað, fiskinum í verðmikl-
ar Ijúffengar krásir, gullsand-
inum í skartgripi. Iðnaðurinn
hundraðfaldar verðmæti hlut-
anna eins og reiknivélin, og
skilar þjóðfélagi síhu arði í
fjölmörgum myndum, iífé, fast
eignum og aukinni verkmenn-
ingu. Iðnaðurinn er þáttur í
almennri menningarviðleitni
fólksins og á vísan stuðning
þess. Enda hvarvetna vart ef
iðnaður eins lands dregst sam-
an, ótti og öryggisleysi knýr
dyra.
Nokkur vísir að iðnaði hefur
smáþróazt hérlendis í hálfa öld,
stundum sárhægt, öðru hverju
tekið kipp, einkum á árum
heimstyrjaldanna tveggja. Þetta
hefur þó náð að verða annar
stærsti atvinnuvegur lands-
manna, og tekið við verulegum
hluta þess fólks, sem aukin
tækni í sjávararútvegi og land-
búnaði hafa skilað á vinnumark
aðinn. I nokkrum greinuin,
reyndar sárfáum, er þessi iðn-
aður cu'ðinn það myndarlegur,
að ástæðulaust var að hafa af
lionum neinar áhyggjur í venju
legu árferði, En langmestur
hluti hans kann að gefast upp
vegna sívaxandi samkeppni,
undirboða og auglýsingahern-
aðar, að ógleymdri verðbólg-
unni hér heima. Án opinbers
stuðnings beinlínis, og meiri
eða minni tak»iarkana um verzi
unarfrelsi, saflikvæmt nútíma
skilgreiningu okkar hér, og
einkum þó velvilja almennings
mun mikill hluti hans leggjast
niður og böl atvinnuleysisins
ríða í garð að nýju.“
I