Tíminn - 20.11.1968, Blaðsíða 8
■8
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 20. nóveinber 1968.
P
Hi
Ljóð Rangæinga - Sýnisbók rang-
æskrar Ijóðageröar á 20. öid
Ljóð Rangæinga — Sýnishorn
rangæskrar Ijóðagerðar á 20. öld,
nefnist bók, sem Goðasteinsútgáf-
an Skógum hefur gefið út. I bók-
inni, sem í eru sýnishorn rangæskr
ar ljóðagerðar frá 20. öld, eiga
68 höfundar ljóð.
í formálsorðum segja þeir Jón
R. Hjálmarsson og Þórður Tómas-
son, sem séð hafa um útgáfuna,
að allmörg svipuð ljóðasöfn eftir
skáld og hagyrðinga í einstökum
héruðum hafi verið gefin út síð-
ustu áratugi. Hafi bækur þessar
orðið vinsælar, örvað fólk til að
lesa ljóð og átt þátt í að varð-
veita ýmislegt, sem annars hefði
Björn Jóhannesson, Ilafsteinn Guðmundsson og Gísli Olafsson virða
fyrir sér Árbókina, en þeir eiga allan veg og vanda af ísl. útgáfunni.
Frá bókaútgáfunni Þjóðsögu: ________________
STÚRVIÐBURÐIR LtÐANDI STUND-
AR MEÐ ÍSLENZKUM SÉRKAFLA
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú
sent á markaðinn bókina „Árið
1967 — Stórviðburðir líðandi
stundar í myndum og máli — með
íslcnzkum sérkafla“. Bókin er
gefin út í samvinnu við sænska
úlgáfufyrirtækið Diana Bildre-
portage A/B í Halsingborg. —
Bókin er 316 blaðsíður í stóru
broti, og er þar fjallað um helztu
viðburði í heiminum árið 1967. f
bók?nni eru 460 myndir, þar af
80 litmyndir.
Þjóðsaga gaf út bókina í fyrsta
skipti árið 1966. Var hún að öllu
leyti eins og sænska útgáfan, nema
að textinn var á íslenzku.
Eins og í fyrra er bókin með
Menzjcum sérkafla, þar sem sagt
er í myndum og máli frá mark-
verðum atburðum úr íslenzku þjóð
lifi árið 1967. í íslenzka kaflanum
eru 76 myndir. þar af 7 litmyndir.
Þetta er í annað sinn, sem ár-
legur myndaannáll er gefinn út
á Islandi og þetta er eina bókin
um erlenda viðbúrði, sem gefin er
út á íslenzku.
Þessu nýmæli í íslenzkri bóka-
útgáfu hefur verið svo vel tekið
að það er ætlun forráðamanna
Þjóðsögu að halda útgáfunni
áfram mún , því öllum gefast ein-
stakt tækifæri til að koma sér úpp
safni íslenzkra bóka um helztu við
bui-ði, erlenda og innlenda.
Bókinni fylgir nafnaskrá, staða-
og atburðaskrá, svo og skrá um
höfunda ljósmynda sérkaflans
Þjóðsaga leggur áherzlu á, að
íslenzki sérkaflinn er ekki tæm-
andi viðburða-annáll, en leitazt
hefur verið við að koma þar fyrir
sem flestum viðburðum, án þess
að raska heildarsvip bókarinnar.
íslenzka kaflanum hefur verið
mjög vel tekið, og fylgir hann
bókinni framvegis.
Árbókin er að mestu leyti unn
in erlendis ,en setning íslenzka
textans fer fram á íslandi. Erlend
ur kostnaður við bókina er mikill
og hefur það í för með sér, að
verð hennar hefur hækkað frá því
sem upphaflega var ætlað, enda
hefur gengi krónunnar lækkað tví
vegis frá því útgáfan hófst.
Þjóðsagá hefur leitazt við að
halda verði bókarinnar í lágmarki.
Verð Árbókarinnar 1967 er 1.085
krónur. Verðmæti þessara annála
mun aukast eftir því sem árin
líða .Ennþá er unnt að fá hjá út-
gáfunni öll þrjú bindin, sem komið
hafa út.
Þeir, sem gerzt hafa áskrifend-
ur að líókinni, geta sótt hana í
Prenthúsið, eða fengið hana senda
heim, en það myndi flýta fyrir
afgyeiðslu að sækja bókina.
Forstjóri Bókaútgáfunnar Þjóð-
sögu er Hafsteinn Guðmundsson.
Ritstjóri alþjóðlegu útgáfunnar er
Nils Lodin. Gisli Ólafsson, rit-
Framhald á bls 15.
glatazt. „Vonumst við til að hið
sama muni einnig verða um Ljóð
Rangæinga“, segja þeir Jón og
Þórður.
Söfnun ljóða í bókina hófst árið
1964 með því að birt var grein
í Goðasteini, og þar var heitiö á
skáld og hagyrðinga að koma til
liðs við safnendurna. Ári síðar,
eða ■ haustið 1965, var sent dreifi-
bréf til fjölmargra einstaklinga,
sem vitað var, að hefðu eitthvað
fram að færa sjálfir, eða hefðu
aðstöðu til að hjálpa til við söfn
unina á annan hátt.
Flestir höfundar ljóðasafnsins
eru Rangæingar að ætt og upp-
runa, en örfáir eru þó fæddir utan
Rangárþings, en svo nátengdir hér
aðinu sakir langrar búsetu, að út-
gefendum virtust þeir eiga heima
í bókinni, ekki síður en hinir.
f upphafi var áætlað að birta
eitt til þrjú Ijóð eftir hvern höf-
und, og hefur þeirri meginreglu
verið fylgt en þó gerðar allmarg
ar undantekningar, þar sem um
stökur og stutt kvæði er að ræða.
„Við val ljóðanna höfðum við
helzt í huga að sýna fleiri en eina
hlið á skáldskap hvers og eins.
Væri um eitthvað sérkenni á ljóð
um þessum að ræða, er það helzt,
að mörg kvæðanna eru tengd
heimabyggð höfunda og héraðinu
í heild.
Að síðustu viljum við þakka
öllum þeim, sem leggja ljóð til
þessarar bókar, og öllum öðrum,
er á einn eða annan hátt hafn orð-
ið okkur að liði við söfnun og
útgáfu Ljóða Rangæinga, segja
þeir Jón R. Hjálmarsson og Þórð-
ur Tómasson, í inngangsorðum
bókarinnar.
Bókin er 232 bls. með myndum
af höfundum ljóðanna.
Guðmundur Frímann
Ný bók eftir Guðmund Frímann
STULKAN UR SVARTASKOGI
Stúlkan úr Svartaskógi heitir
nýútkomin bók eftir Guðmund
Frímann. Útgefandi er Ægisútgáf-
an. Sagan rifjar upp það fyrirbæri
í þjóðlífinu, er bændur réðu er-
lendar stúlkur til bústarfa.
Gabriella hin þýzka, ræðst á
fremur gamaldags sveitaheimili og
reynist hinn mesti kjörgripur.
Nokkuð er hún frjálsleg í viðmóti
og tali við sveitastrákana og urðu
þeir fæstir samir eftir hennar
komu. Einkasonurinn á bænum
reyndist í fyrstu fremur daufur til
Dagfinnur og pípu-
hattur galdrakarls-
ins, frá bókaútgáf-
unniÖrnogÖrlygur
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
sendir frá sér tvær barnabækur
á jólamarkaðinn, Dagfinn dýra-
lækni í langferðum, eftir Hugh
Lofting og Pípuhatt galdrakarls-
ins, eftir Tove Jasson.
Dagfinnur dýralæknir í langferð
um. er önnur bókin í bókaflokkn-
um um ferðir doktors Doolittle.
Bækur pessar eftir Hugh Lofting
hafa notið geypi vinsælda um allan
heim og Dagfinnur dýralæknir í
langferðum hlaut Newberry-verð
launin 1967 en það eru eftirsótt-
ustu barnabúkaverðlaun Bandaríkj
anna. Þýðandi bókarinnar er
Andrés Kristjánsson .
Pípuhattur galdrakarlsins eftir
Tove Jansson er fyrsta bókin í
bouaflokki um ævintýri hinna svo-
Xölluðú múrnínálfa. Tove Jansson
er finnsk skáldkona og teiknari.
Hún hlaut árið 1966 hina eftir-
sóttu viðurkenningu barnabókar-
höfunda, H.C. Andersen-verðlaúnin
fyrir bækur sínar um múmínálí-
ana, en þau eru oft nefnd „Litlu
Nóbelsverðlaunin"- — Múmínálf-
arnir urðu til í hugarheimi höfund
ar og eiga sér enga hliðstæðu í
bókmenntum né þjóðtrú. Þeir hafa
hlotið frægð um víða veröld og
teiknimyndasögur hafa verið gei'ð
ar um múmínálfana og birtast þær
reglulega í heimsblöðunum. Þó að
ævintýrin séu upphaflega skrifuð
fyrir börn, þá hefur það reynzt
svo, að þau eiga sér stóran les-
endahóp meðal þeirra sem eldri
eru, enda er það einkenni allra
góðra barnabóka. Bókina þýddi
Steinunn Briem.
Báðar eru þessar barnabækur
sérlega vandaðar að prentun, út
liti og frágangi öllum.
Haukur í hættu
NÚTÍMA DRENGJABÓK
Þetta er ný bók um flughetjuna
og leynilögreglumanninn HAUK
FLUGKAPPA og Markús frænda
hans. Það þarf ekki að kynna þá
fyrir íslenzkum drengjum, þvi að
flestir þekkja þá af fyrri bókum
um þá frændur. Spennandi atburða
rás og óvænt átvik, orrustur og
leyndai’dómar í lofti, á láði og
legi, fylla síður bókanna um þá-
Skúli Jensson þýddi bókina. Hún
er prentuð í Prentverki Akraness
h.f. Útgefandi er Hörpuútgáfan.
ásta, en þar kemur þó, að hann
stenzt ekki töfra Gabriellu. Dvöl
hennar verður því lengri en ætlað
var og gengur á ýmsu eins og
títt er í ástum og hernaði. Sagan
er sönn og hrífandi þjóðlífslýsing
og spennandi til enda, segir útgef-
andinn.
Guðmundur Frímann hóf sagna
ritun 1962. Hafa tvö smásagna-
söfn eftir hann komið út á vegum
Almenna bókafélagsins, Svartár-
dalssólin 1964 og Rautt sortulyng
1967.
I FREMSTU VÍGLÍNU
SANNAR FRÁSAGNIR ÚR STRÍÐINU
Skúli Jensson hefur valið þætt-
ina í þessa bók og íslenzkað þá.
Hún er í sama flokki og bókin
Til síðasta manns, sem út kom á
s.l. ári í sama flokki og hlaut
mjög góðar viðtökur. — Þetta eru
sannar frásagnir um menn, sem
börðust fyrir föðurland sitt í hild
arleik síðustu heimsstyrjaldar, frá
sagnir af kai'lmennsku, hreysti og
í fórnarlund.
f bókinni eru m.a. eftirtaldar
frásagnir:
BIBLIANI VASAÚTGÁFU
Hið ísleuzka Biblíufélag ev nú
um þessar mundir að senda út
BÍBLÍUNA — vasaútgáfu ~ í
nýrri prentun og bandi með nýju
útliti. NÝJA TESTAMENTID -
einnig f vasaútgáfu — er nú í út-
gáfu H.Í.B. (áður annaðist brezka
og erl. Biblíufélagið útg. þessara
testamennta) komið á markað í
þrenns konar bandi: skinnbandi,
tvennskonar (Persian Morocco og
French Morocco) og í skinn-eftir-
likingu (leather cloth).
v :r. \ . ‘
Biblían er prentuð — með letur
plötunum frá 1914 — í Prenthúsi
I-Iafsteins Guðmundssonar á Sel-
tjarnarnesi. Hafsteinn Guðmunds-
son hefur séð urn útlit á hinu nýja
bandi þessarar útgáfu. Nýja test.a
mentið er hins vegar prentað og
bunöið í London, en þar eru enn
— í eigu Brezka og erl. Biblíu-
félagsins —• leturplöturnar, sem
fyrst voru notaðar árið 1914 Um
endurprentanir er þvi nú enn að
ræða, bæði á Biblíunni og Nýja
Testamentinu.
Á ýcgum Bibliufélagsins hefur
nefnd manna unnið undanfar.'n ár
að því að endurskoða þýðingu
Nýja testamentisins. Til kynningar
á því verki hefur stjórn K í B.
ákveðið að gefa út sérstaktega
Lúkasar-guðspjall með hinum ný-
epdurskoðaða texta og stancía von-
ir til að sú útgáfa verði tilbúin
til útsendingar i næsta mánuði
Hið ísl. Biblíufélag hefur nú að
setur í Guðbrandsstofu i Hallgri'ms
kirkju á Skólavörðuhæð og er
skrifstofa þess og afgreiðsla par
opin síðdegis virka daga nema
laúgardaga. í síma Biblíufélagsins
— 17805 — eru einnig veittar all-
ar upplýsingar um félagið og bóka
útgáfu þess.
Einstætt afrek (Um tundurspil!
inn England í baráttu við japanska
kafbáta). Föðurlandsvinir á flótta
(Frásögn af hetjudáð norskra föð-
urlandsvina í andspyrnuhreyfing-
unni). Á reki á Miðjarðarhafi
(Hrakningar flugmanna, sem urðu
að nauðlenda á Miðjarðarhafi). —
Björgun San Demetrio (Þessi frá-
sögn hefur verið kvikmynduð). Á
hættustund (Hetjudáð flugmanns).
Tveir komust af.
Bókin er prentuð í Prentverki
Akraness h.f. Útgefandi er Hörpu-
útgáfan.
Ný Iæknaskáldsaga eftir
SHANE DOUGLAS
FMur ástarinmar
Áður eru komnar út á íslendku
tvær bækur eftir áströlsku skáld
konuna SHANE DOUGLAS. Þær
hafa hlotið mildar vinsældir hér.
eins og í öllum þeim löndum, þar
sem bækur hennar eru gefnar út.
— ELDUR ÁSTARINNAR er hríf
andi ástarsaga um ungan kven-
lækni á stóru siúkrahúsi; baráttu
hennar fyrir ást sinni og læknis-
heiðri.
Þýðinguna gerði Kristín Eiríks-
dóttir. Bókin er prentuð i Prent-
verki Akraness h.f. Útgefandi er
Hörpuútgáfan.