Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 2
TIMIJMN
MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 1968.
Tvö eru þau fyrirbæri hér
í Parísarborg, sem enginn
ferðamaður ætti að láta undir
hðfuð leggjast að skoða. Ann-
ars vegar eru það hinar frægu
Kjöthallir, sem eru steinsnar
frá Louvre-safninu, og svo
Flóamarkaðurinn svokallaði við
Porte de Qlignancourt. Á þess
um stöðum getur að líta í ó-
venjulega skemmtilegri mynd
ekta franskt þjóðlíf.eins og
það hefur verið um aldaraðir,
en er að margra hyggju á
undanhaldi undan tækni og
hentistefnu nútímans.
Kjöthallirnar, eða Hallirnar,
eins og þær heita á máli París
arbúa eiga sér óralanga sögu,
sem hófst aftur í myrkviði mið
alda, en þetta langa skeið
þeirra er brátt á enda runnið.
Eftir 2—3 ár má víst ekki sjá
tangur eða tetur af þessu
skemmtilega fyrrbrigði.
Um háþjartan daginn er
þarna lítið um að vera, en þeg
ar nóttin er skollin á, og flestir
Parísarbúar eru gengnir til
náða hefst þar líf og starf, sem
stendur fram í morgunsárið.
Þetta er harðsoðið viðskiptalíf
kryddað gleðilífi nátthrafna
borgarinnar og höndlun skyndi
kvenna, sem þangað þyrpast í
hrönnum eftir að skyggja tek-
ur.
Á þessum stað, sem er um
4 hektarar, er verzlað með
matvæli Parísarbúa. Þau eru
flutt til borgarinnar víðsvegar
að á daginn, og á kvöldin er
þeim komið fyrir í sölubúðum
þessa forna hverfis, sem eru á
misjöfnum aldri, úr mislitum
efnivið, misjafnlega skakkar,
skældar og skítugar, og þarna
koma svo kaupmenn borgarinn
ar og einstaklingar og prútta
við sölufólkið. Göturnar og
öngstrætin, sem þessar búðir
eru við, eru fullar af matvæla
kössum með girnilegu góðgæti.
Alls kyns farartæki þjóta um
göturnar á ofsahraða, svo að
það er erfitt að komast leiðar
sinnar um þessa refilstigu. í
önn næturinnar er öllum óvið
komandi ýtt og stjakað frá, og
það liggur stórsekt við að
hnupla, þó ekki sé nema einu
litlu vínberi, sem liggur í troð
fullum kassa við fætur manns.
Hundar, kettir og sennilega rott
ur líka, hoppa og stökkva um
þetta mikla athafnasvæði, og
gera sjálfsagt þarfir sínar hér
og hvar, en við því er lítið
amazt. .
Kappdúðaðar kerlingar, krók
ioppnar á höndunum afgreiða
stóra, blóðuga kjötskrokka til
kaupmanna, sem þrífa þá með
berum höndum og skella upp
á bílpalla. Síðan er brunað í
burtu og nokkrum appelsínu-
kössum skellt um í fartinni, og
þá er ókvæðisorðum kallað,
blótað hressilega og hnefar
reiddir. Frá búlum og krám
berst harmoníkumúsík og
skeggjaðir verkamenn stíga
cfans við stútungskerlingar, sem
ef til vill muna fífil sinn fegri.
Og gleðikonur af ýmsu tagi
gera þarna viðskiptasamninga
við karlmenn af ýmsu tagi.
Lífið heldur áfi'am þar til bjart
verður af degi, og síðasti bíll-
inn ekur inn í hverfin, hlaðinn
varningi: Þá er sölubúðunum
lokað,' kófuppgefið starfsfólkið
hverfur til síns heima og nátt-
hrafnarnir tínast á brott einn
af öðrum. Það er hálfeyðilegt
um að litast á þessu mikla at-
hafnasvæði á daginn, en allt
endurtekur sig hina næstu nótt.
En dagar Hallanna eru brátt
taldir. Um þessar mundir er
unnið að byggingu nýtízku
verzlunarmiðstöðvar í París
sem gegna mun hlutverki
þeirra frair.vegis. Parísarþúinn
þarf þá ekki að óttast, að hund
ur eða rotta hafi komið óþyrmi
lega nærri kjötinu, sem hann
reiðir á borð, en samt sem áð-
ur mun honum áreiðanlega
þykja sjónarsviptir af þessum
gömlu verzlunarkumböldum, og
stemmningunni, sem þar hefur
þrifizt um aldaraðir
Le marché aux puces er hið
franska heiti á Flóamarkaðnum
en puce þýðir fló. Nafnið gef
ur því til kynna um hvers kon
ar markað er að ræða, enda
kafnar staðurinn ekki undir því.
Þetta er bækistöð skransalanna.
Þeir hirða óútgengilegan varn
ing hjá kaupmönnum borgarinn
ar, og ganga jafnvel á öskuhaug
ana og fiska þar upp ýmsa
gripi, sem þeir síðan bjóða til
sölu á þessum fræga markaði.
Eins og gefur að skilja, getur
þar að líta furðulegasta sam-
safn alls kyns hluta, nýtilegra
og ónýtilegra. Þeim er komið
fyrir í afar frumstæðum sölu
tjöldum úr timbri og striga, og
sölufólkið, sem oftast er ásýnd
um, eins og það hafi sjálft ver
ið grafið upp úr ruslahugum
eða fornum kumböldum, notar
óspart raddbönd. svipbrigði og
hendur til að pranga þessu
drasli. inn á vegfarendur. Þeir
eru margir sem leggja leið sína
á þennan stað, ýmsir fyrir for
vitni sakir ,en þó allmargir til
að gera góð kaup, og það er
víst hægt þarna, enda þótt ekki
sé beinlíi.is hægt að segja að
varningunnn sé girnilegur. Má
meða1 annars nefna staka skó,
tyðgaða naglbíta, notuð heimil
istæki, en einnig snotra Iist
muni, og jafnvel brúðarkjóla,
r-nda þótt mér þætti gaman að
sjá þá Parísarfröken, sem léti
vígja sig í brúðarkjól „a la
marché au puces.“ Annars þyk
ir ekkert ófínt að verzla á Flóa
markaðnum. Það hefur sjálf
sagt þótt það einu sinni, og þá
vau verðinu á þessum varningi
mjög í hóf stillt. En ég hef það
fyrir satt, að snobbið í París
hafi farið að fjölmenna dulbú
ið þangað út eftir fyrir nokkr
um árum til að verða sér úti
um eigulega sjaldséða muni,
sem þarna er hægt að ná í. Og
nú er svo komið, að verðið á
þessu rusli er yfirleitt hærra
en á góðum vörum í venjuleg
um verzlunum, enda þótt hægt
sé að gera þarna kjarakaup
endrum og sinnum. Og hvað
sem því líður er verulega gaip
an að fara þarna út eftir og
sjá gamla franska sölumenn-
ingu, og þetta sérstæða mynd
auðuga fyrirbæri . .
gþe.
r\ /i/^v[^ír^n
SKARTGRIPIR
Modetskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — |
- SIGMAR OG PÁLMI -
Bverfisgötu 16 a. SímJ 21355 og Laugaveg 70. Simi 24910 |
FRAMLEIÐENDUR:
.TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA
FRAMLEIÐANDI
laíaBíaíalalatalgtÉiSlslaíaSIalatatgSta
ÍHLiMK S- |
lomtaíM i
B1
ElSíatataStatalalatalaElats
% KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
ífcSTAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉtt!NGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
\
ífcHAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
13
tatáta
ODDUR HF
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SlMI 21718 og 42137
FUILKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI
TIL SÖLU
vegna flutninga, nýleg
þvottavél. Uppl. í símum
36655 og 19442.
Vöruhílar
Þungavinnuvélar
Höfum mikið Qrval aí vöru
bílum og öðrum þunga
vinnutækium Látið okkur
sjá um söluna
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg
Sími 23136. heima 24109
SANDVIK
SNJÓNAGLAR
Á hjólborðum negldum með
SANDVIK snjónöglum getið
þér ekið með öryggi á hál-
um vegum.
i
SANDVIK pípusnjónaglar
fyrir jeppa, vörubíla og lang-
ferðabíla taka öðrum snjó-
nöglum fram.
Gúmmívinnusfofan h/f
Skipholti 35 — Sími 31055 — Reykjavík.
JÖLASKEIÐARNAR ERU KOMNAR
Pvær stærðir — Silfurplett — Gullplett
og ekta silfur — Hagstætt c*rð — Póstsendum
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, gullsmiður
Bankastræti 12 — Simi 14007
I