Tíminn - 27.11.1968, Side 9

Tíminn - 27.11.1968, Side 9
MIÐVTKUDAGUI! 27. nóvembcr 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framikvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu. húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiaslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523 ASrar skrifstofur, slmi 18300. Áskriftargjald kr 130,00 á mán innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. Prentsmiðjan Edda h.f. Tillaga, sem var hafnað Meðan verið var að safna öllum þeim erlendu skuld- um, sem nú eru að sliga þjóðina, var þess jafnan gætt, að taka lánin örar en þeim var eytt þegar kosningar nálguðust. Á mestu toppárunum í sögu þjóðarinnar 1965 og 1966 jók ríkisstjómin við skuldir þjóðarinnar um nærri 2000 milljónir króna, einmitt þeim árum, þegar safna hefði átt til magrari ára. Af þessum sökum mynd- aðist nokkur haldbær gjaldeyriseign. í árslok 1966 nam þessi haldbæri sjóður nærri 2000 milljónum króna. Hann er nú horfinn allur eins og dögg fyrir sólu, en það á aðeins eftir að borga skuldirnir. Áætlað er að til greiðslu á vöxtum og afborgunum af erlendum skuldum þurfi á næstj ári 2100 milljónir króna, en það svarar til allrar freðfiskframleiðslunnar í landinu á heilu ári, eins og bent hefur verið á. í janúarmánuði 1967, þegar sýnilegt var að efnahags- mál okkar stefndu í óefni, en mikill handbær gjaldeyrir var ennþá til, bar Helgi Bergs fram þá tillögu á opin- berum vettvangi, að verulegur hluti gjaldeyrissjóðsins yrði lagður til hliðar og notaður til að byggja upp fram- leiðslutækin, auka hagræðingu og vélvæðingu í iðnaði og öðrum atvinnugreinum, auka þannig framleiðni á öllum sviðum, þannig að meiri afrakstur framleiðslunn- ar kæmi í hlut hvers og eins og um leið í því skyni að auka gjaldeyrisöflun og rétta af viðskiptahallann með því að efla útflutninginn og gera innlenda framleiðslu samkeppnisfærari. Aldrei hefur verið hæðst meira að nokkurri tillögu í herbúðum stjórnarflokkanna og þess- ari tillögu Helga Bergs. Þá fengu spekingarnir tækifæri til tilþrifa. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra skrif aði langhunda í Alþýðublaðið, þar sem hann lýsti því, hvað tillögumaður væri mikið flón, sem ekki skyldi eðli og tilgang gjaldeyrissjóðsins. í stuttu máli var til- gangur hans sá, að dómi viðskiptamálaráðherrans, að þjóðin ætti að halda áfram að eyða gjaldeyri þótt hún aflaði hans ekki. Slíkan sjóð mætti ekki láta fyrir hégóma eins og framleiðslutæki og gjaldeyrisaflandi tæki og vélar og eflda samkeppnisaðstöðu innlendra atvinnuvega. Helgi hélt því hins vegar fram, að eina varanlega og örugga tryggingin fyrir því, að þjóðin gæti haft gjaldeyri til ráðstöfunar, væri að eiga og starfrækja samkeppnisfæi4 gjaldeyrisaflandi framleiðslutæki. Þetta fannst viðreisnarspekingunum gamaldags kenning. Nú þarf hins vegar ekki lengur að deila um það, hvað gera eigi við gjaldeyrinn, því að hann er enginn til, nema nýja eyðslulánið. Nýja lánið á að tryggja það m.a. að hægt verði að halda áfram að flytja inn danska tertubotna og sandkökur, súkkulaðikex og gervirjóma, svo við gleymum ekki dönsku moldinni 1 plastpokunum. Að banna slíkan innflutning um tíma með almennum reglum á sama hátt og bannaður er til dæmis innflutn ingur landbúnaðarafurða, það er alveg hroðalegur verkr. aður og slíkum tillögum er svarað með því einu að prófessor Ólafur Björnsson er látin segja sögúr af Skólavörðustígnum á blómatíma Sjálfstæðisflokksins, þegar framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var gerður að skömmtunarstjóra og einn áhrifamesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins var gerður að formanni Fjárhags- ráðs. Slík verða rök viðreisnarmanna enn um langa framtíð meðan þeir eru að sökkva þjóðinni í skuldir. En framleiðslutækin eru i niðurníðslu og mörg alger- lega stöðvuð og önnur undir hamrinum. Sýnilegt er að fjöldi fyrirtækja kemst ekki af stað þrátt fyrir gengis- lækkun vegna langvarandi rekstrarfjárskorts, sem hefur magnazt stórkostlega við áhrif gengislækkunarinnar. f ERLENT YFIRLIT Fréttabréf frá New York: Stjórn Kína er enn neitað um aðild að Sameinuðu þjóðunum Óhyggileg og óraunhæf afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna. í GÆR lauk á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna um- ræðu, sem hefur staðið í sex daga, um aðild Kína að Samein- uðu þjóðunum. Þetta er orðinn fastur dagskrárliður og mun sennilega verða það áfram á nokkrum næstu þingum. Um- ræða þessi snýst um, hvaða rikisstjórn eigi að fara með um boð Kína á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, hvort heldur það á að vera Pekingstjórnin, sem óumdeilanlega ræður yfir öllu meginlandi Kína eða útlaga- stjórnin á Formósu. Hingað til hefur niðurstaðan alltaf orðið sú, að útlagastjórnin á Formósu hefur haldið umboðinu og svo fór einnig að þessu sinni. EF FYLGT væri lögum og venju um þetta efni, ætti þetta mál að vera löngu leyst og hefði aldrei þurft að verða neitt deilumál. Eins og full- trúi Frakka tók mjög greini- lega fram í umræðunum nú og reyndar margir fulltrúar aðr ir — er ríki, en ekki ríkis- stjórn veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum. Umboð ríkisins er svo í höndum þeirrar ríkis- stjórnar, sem ræður viðkom- andi ríki á hverjum tíma, og skiptir engu máli, hvort hún kemst til valda með löglegum eða ólöglegum hætti. Bylting arstjórnin í Grikklandi tók t. d. strax við umboði Grikklands hjá Sameinuðu þjóðunum. Her foringjastjórnirnar, sem nýlega tóku völdin í Perú og Panama, tóku strax við umboði þessara ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta þykir svo sjálfsagt og eðli legt mál, að það er hvorki bor ið undir allsherjarþing eða Ör- yggisráð. Skrifstofa fram- kvæmdastjórans er alveg látin um að meta það, hvaða stjórn skuli fara með umboð viðkom- andi ríkis. Ef þessum. reglum og venj- um hefði verið fylgt í sam- bandi við Kína, ætti Peking- stjórnin að vera fyrir löngu bú in að fá umboð Kína hjá Sam- einuðu þjóðunum og það mál aldrei þurft að koma fyrir alls herjarþingið. "En hér hefur ver ið brotið út af venjum og er það ekkert leyndarmál, að þar hafa Bandaríkin verið að verki. Tvennt veldur mestu um þessa afstöðu Bandaríkjanna. Annað er það að mikil andstaða hefur verið ríkjandi í Bandaríkjunum við Pekingstjórnina síðan hún skarst í leikinn og hindraði sókn Mac Arthurs í Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn urðu þá fyr- ir miklu mannfalli og reis því miikil reiðialda gegn kínversk um kommúnistum í Banda- ríkjunum. Engin bandarísk stjóm hefur því treyst sér tíl að viðurkenna Peking-stjórnina. Annað, sem veldur umræddri afstöðu Bandaríkjanna, er svo það, að hún telur stuðning við útlagastjórn Chiang Kaj Sheks mikilvægan. því að ella gæti hún misst vöidin á Formósu eða jafnvel snúið baki við Banda- ríkjunum. ÞAÐ ER opinbert leyndarmál, að Bandaríkin hafa beitt á- hrifum sínum bak við tjöldin til að koma í veg fyrir það, að aðal skrifstofa Sameinuðu þjóðanna veitti Pekingstjórninni viður- kenningu líkt og öðrum stjórn- um, sem náð hafa völdum í við komandi ríki. Bandaríkin hafa sterka aðstöðu til að beita á- hrifum sínum, því að þau greiða þriðjung kostnaðarins við rekst ur Sameinuðu þjóðanna. Áður fyrr létu þau líka óspart í það skína, að þau kynnu að fara úr Sameinuðu þjóðunum, ef Pek- ingstjórnin fengi umboð Kína. Þegar Pekingstjórnin fékk þann ig ekki umboð Kína með venju- legum hætti, fluttu Sovétríkin og Indland, ásamt fleiri ríkj- um, tillögu um það á allsherjar þingi S. þ., að hún fengi umboð ið. Á síðari árum, eða eftir að sambúð þessara ríkja við Kína versnaði, hafa þau hætt slíkum tillöguflutningi, en Albanía, Kúba og Kambodia tekið hann að sér, ásamt fleiri ríkjum. Ind land og Sovétríkin hafa samt haldið áfram að greiða at- kvæði með því, að Pekingstjórn in fengi umboðið. Að þessu sinni bar málið þannig að, að Albanía, Kúba, Kambodía og nokkur fleiri ríki fluttu tillögu um, að útlaga stjórnin á Formósu yrði svipt umboði Kína og það afhent Pek ingstjórninni, sem væri hin lög lega stjórn Kína. Bandaríkin báru fram þá þingskapatillögu, ásamt nokkrum öðrum ríkj- um, að framangreind tillaga næði ekki samþykki, nema hún fengi tvo þriðju hluta greiddra atkvæða, en sú regla er látin gilda um öll mál, sem allsherj arþingið telur mikilvæg. Loks báru Ítalía, Belgía Chile, ísland og Luxemburg fram þá tillögu, að sérstakri nefnd yrði falið að rannsaka málið og skildi hún skila um það áliti til næsta þings. MIKLAR umræður urðu um þessar tillögur. Rök þeirra. sem mæltu með því, að Pekingstjórn in fengi umboðið, voru þau, að ekki gæti nema ein stjórn farið með umboð Kína hjá Sam einuðu þjóðunum og það væri augljóst, hver þessi eina stjórn ætti að vera, þ. e. Pekingstjórn in. Hún réði yfir öllu megin- landi Kína og 700—800 milljón um manna, en útlagastjórnin ekki yfir nema Formósu og 12 millj. manna. Augljóst væri, að ekkert alþjóðastarf væri raunhæft, einkum þó á sviði afvopnunarmála, ef ríki. sem réði yfir 700—800 milljónum manna, væri útilokað frá þátt- töku í Sameinuðu þjóðunum. Af þessum ástæðum væri ekki annað rétt eða fært en að taka umboð Kína af Formósu- stjórninni og fela það Peking- stjórninni. Þeirri fullyrðingu, að báðar ríkisstjórnirnar gætu verið aðilar að Sameinuðu þjóð unum, var mótmælt á þann veg að aðeins eitt Kína ætti aðild að þeim og tvær ríkisstjórmr gætu ekki farið með umboð fyr ir eitt og sama land. Ef stjórn in á Formósu vildi öðlast aðild að S.Þ. yrði hún að setja þar á stofn sérstakt ríki og sækja um aðild fyrir það. Hingað til hefur hún hafnað því en krafizt þess að vera talin stjórn Kína. ÞÓTT margir þeirra sem töl- uðu gegn því, að Pekingstjórn in fengi umboðið, flyttu langt mál, var málflutningur þeirra Óneitanlega þokukenndur og ruglingslegur. Rökin voru m. a. þau, að Pekingstjórnin uppfyllti ekki þau skilyrði sáttmála Sam einuðu þjóðanna að vera frið- elskandi, en bent var á, að væri því stranglega framfylgt, myndu mörg ríki þurfa að víkja úr samtökunum. Þá var bent á, að óvíst væri hvort Pekingstjórn in tæki við umboðinu, því að hún væri andvíg Sameinuðu þjóðunum. Þessu var svarað með því, að þá væri það hún í sem útilokaði sig, en ekki Sam- f einuðu þjóð'rnar. sem útilok- " uðu hana, og væri á þessu meg inmunur. Tillaga Ítalíu og íslands um áðurgreinda nefndaskipun fékk ekki miklar undirtektir, enda hafnað fyrirfram af Formósu- stjórninni og einnig af þeim, sem töluðu máli Pekingstjórnar innar. ÚRSLIT atkvæðagreiðslunnar um tillögurnar urðu þær, að tillaga Bandaríkjanna um til- högun atkvæðagreiðslunnar var samþykkt með 73:47 atkvæð- um,^ en 5 sátu hjá. Tillaga ítalíu, íslands o. fl. um nefnd arskipun var felld með 67:30 atkvæðum, en 27 sátu hjá. Með al þeirra, sem gre'ddu atkvæði gegn henni, voru Norðurlöndin ÖU, nema ísland. Að lökum var svo tillagan um, að Peking stjórnin fengi aöild Kína og Formósustjórnin svift því, felld með 58 atkv. gegn 44, en 23 sátu hjá. í fyrra urðu úrslit at kvæðagreiðslunnar um þessa til lögu þá. að hún var felld með 58 atkv. gegn 45, en 17 ríki sátu hjá. Ríkjunum, sem greiddu atkvæði með tillögunni, hefur fækkað um eitt, og staf- ar sú fækkun af því að Nigería ogÍSenegal sátu hjá nú og Indó nesía var fjarverandí, en öll þessi ríki greiddu atkvæði með tillögunni í fyrra. í staðinn greiddu tvö ný ríki henni at- kvæði, eða Suður-Yemen, sem er nýkomið í samtökin, og Mar okkó, sem sat hjá í fyrra. Jafn mörg ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni nú og í fyrra, en sú breyting varð bó á að ísland og Guyana, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni í fyrra, sátu hjá nú, en í staðinn greiddu nú atkvæði gegn henni Saudi-Arab ia, sem var fjarrverandi í fyrra, og Swaziland. sem gekk í sam tökin nyíega- Af ríkjunum, sem greiddu at kvæði með tillögunni má nefna Bretland. Frakkland og Norður löndin ÖU. nema ísland Af ríkj Framhald a 15. síðu. &&&&££&wmœti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.