Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 1968. ♦ Síðari hluti ræðu dr. Björns Björnssonar, framkv.stj. barna- verndarnef ndar Reykjavíkur, sem flutt var á ráðstefnu Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga 21. þessa mánaðar Á síðari árum hafa átt sér stað miklar umbreytingar víða erlendis á vettvangi félagsmála almennt. Uppbygging félagsmálastarfsins hefur víðast hvar gerzt á þann hátt, að sérstakir málefnaflokkar hafa hlotið viðurkenningu og starfsemi þróast í kringum þá, eftir því sem samsvarandi þarfir hafa verið viðurkenndar. Þannig verða til framfærslumál og fram- færslunefndir, barnaverndarmál og nefndir, áfengisvarnarmál og nefndir, húsnæðismál, ellimál, æskulýðsmál o. s. frv.. Þessi þróun á uppbyggingu félagsmálastarfsins átti sér einnig stað hér á landi sem kunnugt er. Þvi er ekki að leyna, að þessi skipan félagsmála hefur í vaxandi mæli sætt gagnrýni hin síðari ár. Bent hefur verið á, að hún stuðli að iþví, að tiltölulega sjálfstæðar "stofnanir myndist, hver á sínu þrönga sviði, sem aftur leiði til margvíslegra samstanfsörðugleika. Þá sé það ekki síður til baga, að sé nánar að gætt, þá eru ekki ó- sjaldan margar stofnanir í senn með máil einnar og sömu fjölskyld unnar til meðferðar, en það þýði hvort tveggja í senn, lélega nýt- ingu á starfslkröftum, og óþægindi fyrir viðikomandi fjölsikyldur, þar eð til svo margra aðila sé að leita. í kjölfar þessarar gagnrýni hef- ur síðan fýlgt endurmat á eðli fé- lagsmiálastarfsins, þar sem lögð eru til grundivallar ný félagsleg viðhorf, byggð á margra ára reynslu og félagsfræðilegum rann- sóknum. Félagsmálastjóri Reykja víkurborgar hefur í upphafserindi þessarar ráðstefnu þegar gert ítar lega grein fyrir þessum nýju við- horfum, en eins og þar bom fram er niú tekið að leggja megin- áherzlu á hugtökin fjölskyldu- vernd, fyrirtoyggjandi starf og end urhæfingu fjölskyldna. Þessi á- herzla er rökstudd með því að toenda á, að orsakir félagslegra vandikvæða, hvort sem um slíkt er að ræða á sviði framfærslu- mála, barnaverndarmála, húsnæð- ismála, málefna aldraðra, megi alla jafnan rekja til röskunar á heiilbrigðu fjölskyldu- og heimilis lífi. f ljósi þessa hefur víða í ná- grannalöndum okkar, sem og hér á landi á vegum Reykjavíkurborg- ar, verið unnið að endurskipu- lagningu félagsmálastarfsins, þar sem horfið er frá hinu eldra sér- sviðafyrirkomulagi, og að því stefnt í staðinn að koma á sikipan sem tekur mið af fjölskyldunni sem félagslegri einingu. Þessa viff'horfs gætir að sjálf- sögðu á vettvangi barnaverndar- rnála, og eiga þau eftir að hafa mikil áihrif á barnaverndarstarfið í framtíðinni. Ég tei á því engan vafa, að með hinni nýju skipan er opnuð leið til þess að vinna á mun markvissari hátt að barna- vernd en auðið var undir gamla skipulaginu, því að ef fjölskyldu- sjónarmiðið á nokkurs staðar rétt á sér, þá er það á vettvangi toarna- verndar. Þessu til stuðnings má aðeins drepa á það, að fátt, ef nokkuð, er talið skaðlegra heil- brigðum tilfinninga- og félags- þroska barns, en rösikun á eðli- legum tengslum þess við foreldra, og þá einkum við móður. Má enda iðulega rekja hegðunarvandkvæði barna og unglinga, svo sem afbrot einmitt til röskunar af þessu tagi. f beinu áframhaldi af þessum hugleiðtngum um barnavernd í ljósi fjölskylduverndar, vii ég að lokum víkja nokkrum orðum sjS breyttum viðhorfum með tilliti til vistunar barna utan foreldraheim ilis. Einnig á þessu sviði gætir nú orðið mjög þeirra hugmynda, sem lúta að fjölskylduvernd. Það er nú ekki talið fara á milli mála, að vistun barna utan foreldra- heimilis sé ætíð neyðarráðstöfun og mjög mikið velti á því,til hvers konar úrræða sé gripið, þegar slík vistun er óhjákvæmileg. Lögð er megináherzla á að draga úr þeim framandileika, sem vistunin hlýtur að hafa í för með sér og bá leitazt við að búa barninu umhveríi sem líkast bví, sem því er eiginlegt að njóta á góðu foreldraheimili. Þessi viðhorf hafa leitt til þess að vistun barna á einkaheimilum hefur víða verið gerð að megin vistunarúrræði, jafnframt því sem mjög lítil barnaheimili, með 5-6 börn, hafa rutt sér rúms, hin svo- kölluðu fjölskylduheimili. Skal nú vikið að þessum úrræðum nokkuð nánar. Á s.l. ári ákvað barnaverndar- nefnd Reykjavíkur að hlutast til um fóstur barna á einkaheimilum með öðrum hætti en tíðkazt hef- ur hér á landi til þessa. Á undan förnum árum hefur sú skoðun imjög látið að sér kveða á meðal I erlendra sérfræðinga um barna- verndarmál, að vistun barns á einkaheimiii sé, að öðru jöfnu, bezta úrræðið, sem völ er á, verði að taka barn út af foreldraheimili á annað borð. Fóstur barna er að sjálfsögðu engin nýlunda, hvorki hér á landi né erlendis. En fóstri má beita á fleiri en einn veg. Mik- ill hluti þeirra barna, sem dvelj- ast á vistheimilum Reykjavíkur- borgar, dveljast þar sökum tíma- bundinna erfiðleika á foreldra- heimili, t.d. sökum vanheilsu, læknisaðgerða á sjúkrahúsum, dvalar móður á hvíldar- og hress- ingarhæli, sökum hjónaskilnaðar o. s. frv. Langflest þessara barna mætti vista á einkaheimili, hefði barnaverndarnefnd til taks þann fjölda af heimilum, sem nauðsyn krefði. • i.ts, Víða erlendis hefur mankvisst verið unnið að því að beita fóstri einmitt til þess að mæta þeirri þörf, sem hér er drepið á, þ.e. þegar nauðsyn ber til þess að vista barn um stundarsakir. Svo mjög j hefur þetta vistunarúrræði látið að sér kveða, þar sem bezt hefur verið unnið að skipulagningu þess að verulega hefur dregið úr þörf j fyrir uppbyggingu barnaheimiia, j svo sem upptökuheimila og vöggu j stofa. Enda blasir sú staðreynd I við þeim, sem gerzt þekkja, að I Skúlí Guðmundsson: AD KAUPA Þegar kaupstaðabörnin eru komin svo á legg, að þau geta gengið í sölubúðir, eru þau oft að suða í foreldrum sínum og biðja um peninga til að kaupa gott. En það eru fleiri en litlu börnin, sem vilja kaupa gott. Á síðustu árum hefur- þjóðin, undir forustu núverandi ríkis stjórnar, keypt mikið gott frá útlöndum. Keypt hefur verið sælgæti og súkkulaði, kex, kök ur og brauð fyrir milljónafúlg ur, og fjölda margt annað, sem vel mátti framleiða hér á landi. Hér er ekki hægt að telja það allt, eD sem dæmi má nefna, að á næstliðnu ári voru innfluttir stólar og önn ur húsgögn fyrir meira en 25 miil.i. króna. Það er nokkuð af fólki hér, sem er svo fínt að afíaoverðu. að það vill komast hjá að setjast á stóla, sem eru smíðaðir hér á landi. Með hömlulausum innflutn- ingi á iðnaðarvörum hefur ver ið stefnt að því, að eyðileggja innlendan iðnað og flytja at- vinnu frá íslenzkum iðnaðar- mönnum til útlendinga. En svo virðist sem ríkisstjórninni þyki hernaðurinn gegn innlenda iðn aðinum ekki ganga nógu vel. Þess vegna fann hún upp á þvi, að fá þinglið sitt til að samþykkja að sækja um inn- göngu í Fríverzlunarsamtök Evrópu (Efta). Ef við göngum } það bandalag, ber okkur að fella niður tolla á vörum, sem við kaupum frá aðildarríkjum bandalagsins. Og þá ætti að ganga betur að koma innlendu iðnðarframleiðslunni fyrir katt arnef. Árið 1967 var hallinn á vöru skiptum okkar við Efta-löndin 1000 milljónir króna, okkur í óhag. En þó telur ríkisstjórn in rétt að ýta undir enn meirh vörukaup frá þeim löndum,, með því að fella niður tolla á framleiðsluvörum þeirra. Afnám tollanna á útlendu iðn aðarvörunum hefur í för með sér mikla skerðingu á tekium ríkissjóðs. En stjórnin kann ráð við því. i Eftaskýrslunni, sem samin var i stjórnarráðinu undir handarjaðri doktors Gylfa, segir, að til mála komi að bæta ríkissjóði tapið með dr. Björn Björnsson skammthna fóstur barna á einka- heimili er hvort tveggja í senn, bezta vistiunarúrræðið, að jafnaði, sem völ er á frá uppeldislegu sjónarmiði, og iþað lang ódýrasta fyrir viðkomandi sveitarfélag. Ástæða er til þess að vekja á því sérstaka athygli, að hér er um skammtíma fóstur að ræða, en það eitt greinir viðkomandi fóst- urheimili algjörlega frá heimilum þar sem einu barni er fengið fóst- ur til langframa. Til aðgreiningar frá fóstri barna í hinni hefð- bundnu mynd hefur þetta nýja fyrirkomulag skammtíma fósturs verið nefnt fóstrunarkerfi. Segja má að fóstrunarkerfið myndi nokkurs konar keðju af heimilum, sem skuldbinda sig til að ta'ka börn, eitt, tvö, þrjú, eða jafnvel fleiri til dvalar um óákveð inn tíma skv. ákvörðun barna- verndarnefnda, án tillité til eigin óska, og annast þau, sem þau væru þeirra eigin börn. Þess ætti ekki að vera þörf að fara um það mörgum orðum, hversu erfitt og ábyrgðarmikið starf er unnið á slíkum heimilum, en á það skal bent sérstakl'ega, að erfiðleikar með tilliti til vistunar barna hjá vandalausum (t.d. á upptöku- heimili) eru fyrst og fremst byrj- unarerfiðlei'kar, þ.e. aðlögunar- vandkvæði í upptoafi vistunartím ans, og á þessu tímabili reynir mjög á þolinmæði og krafta þess aðila, sem ætlað er að hjálpa barninu, til iþess að horfast £ augu við hinn óhjákvæmilega aðskiln- að við fore.ldraheimilið. Þessir erf iðleikar enu ætíð fyrir hendi ó heimili, iþar sem eingöngu eru tek in böm til drvalar um stuttan, óálkveðinn tíma. Sem fyrr segir ábvað barna- verndarnefnd Reykjavíkur á s.L ári að hefja vistanir barna á þenn an hátt og niú eru í starfi 7 heimili. í borginni með samtals 10 börn. Greidd eru mánaðarlaun, kr. 6.000 til heimilis með eitt barn, 'kr. 10.000 til heimilis með tvö börn og kr. 14.000 til heimilis með þrjú börn. Vistgjöld eru hin sömu og á upptöku- og vistheim- ilum borgarinnar. Sé talið fullreynt, að fóstur á einkaheimili henti ekki barni, sem vista þarf til langframa, og til þess geta legið ýmsar ástæð ur, er mælt með að fá því vist á fjölskylduheimili. Þessi tegund barnaheimila sker sig úr að því .leyti fyrst o-g fremst, að á ytra borði er fjölskyldlheimilið nánast óaðgreinanlegt frá hverj-u öðru foreldraheimili. Börnin er.u þó, 5-7, af báðum kynjum og á ólík- um aldri. Til forstöðu er mælt með, að fengin séu hjón, maður- inn vinnur úti eins og hver annar heimilisfaðir og konan vinnur sín heimilisstörf sem aðrar húsmaeð- ur, nema hvað í þessu tilviki þiggur hún laun fyrir heimilis- störfin. Fjölskyldan býr e.t.v. í einbýlishúsi, en alilt eins í raðlhúsi sða rúmgóðri íbúð í sambýlisihúsi. Á þennan hátt ttíkst ekki einungis að skapa þann eðlilega heimilis- brag, sem hverju barni er nauð- synlegur í uppvextinum, heldur Framhald á bls. 15. GOTT því að hækka tolla á kornvör um, kaffi og sykri. Og doktor Gylfi sagði í þingræðu, að hugs anlegt væri að hækka sölu skattinn. Það er langt frá því að verð mæti útflutningsins hrökkvi til að kaupa allan þann varning, þarfan og óþarfan, sem fluttur er frá öðrum þjóðum.Árið 1967 var vöruskiptajöfnuður okk- ar óhagstæður um 2800 millj. króna, enda er þjóðin sokkin í miklar skuldir erlendis. Stjórn in tekur lán á lán ofan, og veru legur hluti af lánsfénu fer til kaupa á óþörfum varningi. Þegar menn virða fyrir sér hallann á viðskiptunum við aðrar þjóðir undanfarin ár, og þá geigvænlegu skuldasöfnun í öðrum löndum, sem þar með fylgir, kemur mörgum í hug, að rétt sé að takmarka inn- fiutning á miður þörfum varn ingi, til þess að koma í veg fyrir að við sökkvum enn dýpra í skuldafeniö. En ríkis stjórnin telur allar slíkar hug renningar syndsamlegar, og m- a. til þess að afstýra því, að innflutningstakmörkunum verði beitt, vill stjórnin koma okkur í Efta, því að samkvæmt sátt mála þeirra samtaka er óheim ilt að leggja nokkrar hömlur á innbyrðis viðskipti þeirra, sem taka þátt í félagsskapnum. Litlu börnin, sem fara með peninga frá foreldrum sínum í sælgætis- og leikfangabúðir, hafa engar áhyggjur af fjármál um heimilanna. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki miklar áhyggjur af efnahagsmálum þjóðar sinnar, þegar hún er að leita eftir lánum til gott- kaupa hjá öðrum þjóðum. Og enn bætist við skuldasúpuna. Þessa dagana er Seðlabankinn, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að taka 770 milljónir að láni erlendis, meðal annars til þess að hægt sé að halda áfram að kaupa gott. En þó að einhverntíma kunni að koma að því, að ekki fáist meira fé að láni hjá öðrum þjóðum, er ekki þar með úti öll von um að hægt sé að ná í gottið. Nýlega var haldinn þing- mannafundur Nato-ríkjanna. Þangað sendu íslenzku ríkis- stjórnarflokkarnir þrjá vaska menn úr sínu liði. Heimkomnir voru þeir kátir og borubrattir. Höfðu bá gleðifrétt að færa, að Nato, sú góða mamma, væri að hugsa um að gefa krökkun- um í ráðherrastólunum á fs- land peninga til að kaupa gott.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.