Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 14
f TIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 1968. SAMSONGUR KARLAKÓRS KEFLAVÍKUR 1. desemiber n.k. eni 15 ár lið- in frá sfcofnun Karlakórs Kefla- vikur. f 'þvií tilefni mun kórinn halda samsöng, miðvilkudaginn 27. nóvember n.k. Á söngskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Flutt verður auk kórsöngs, kvartett og einsöngur. Kvartettinn skipa Haukur Þórðarson, Sveinn Pálsson, Ólafur Guðmundsson og Jón Kristinsson. Einsöngvarar eru Böðvar Pálsson, Haufeur Þórðar- son og Jón Kristinsson. Undirleik annast Agnes Löve. Söngstjóri er Jónas Ingimundarson. Söngflutn- ingurinn fer fram í Nýja bíói í Keflavik 27. nóv. og í Selfossbíói 1. des. n.k. Starf kórsins hefur ætíð staðið í miklum blóma, og félagsandinn verið með eindæmum góður. Nú- verandi formaður er Kdstján Hansson. Kröfur stúdenta um aukin áhrif á stjórn H.í. EKH-Reykjavík, mánudag. Stúdentar víða um heim hafa sett fram kröfur um aukin í- tök í stjórn háskóla sinna og fylgt þeim eftir, eins og t. d. í Frakklandi og Mexícó, með ó- eirðum. Stúdentar hérlendis hafa einnig uppi kröfur um aukin áhrif á stjórn Háskóla íslands, og þó ekki hafi verið efnt til mótmælaaðgerða liggja þegar fyrir ákveðnar tillögur þeirra lun breytingar á stjórnar fyrirkomulagi Háskólans. En hverjar eru þessar kröf- ur ísl. stúdenta? Á blaða- mannafundi með forsvarsmönn uai helztu félagssamtaka innan HÍ og eftir lestur greinar eftir Ólaf Grétar Guðmundsson í síð asta Stúdentablaði. er hann nefnir „Aukin áhrif stúdenta á stjórn Háskólans“ og ritar sem sína persónulegu skoðun, hef- ur blaðið ályktað að kröfurnar séu þessar helztar: Frumkrafa stúdenta er að fá sem fyrst a.m.k. 2 fulltrúa í háskólaráði með fullkomnum seturétti, málfrelsi og atkvæð isrétti á við prófessora. Um deildarráðin sex skal gegna sama máli, þar skulu stúdent ar hafa tvo fulltrúa. Stúdentar hafa átt einn úr sínum hópi í háskólaráði á móti 7 prófessorum, sem þar að auki hafa úrskurðarvald um það hvenær fulltrúi stúdenta skuli koma á fundi ráðsins og hvenær hann hefur málfrelsi og atkvæðisrétt. Þetta er varla hægt að kalla áhrif á stjórn háskólans, ekki sízt þegar ofan á bætist að fulltrúinn er bund inn þagnarskyldu um það sem fram fer á fundum ráðsins. Áhrif stúdenta innan deildar ráða hafa þó verið enn minni. Ráðin boða fulltrúa stúdenta á fundi sína þegar sérstök á- stæða þykir til að dómi prófess oranna og fulltrúinn hefur ekki atkvæðisrétt, þó hann hafi heimild til þess að segja álit sitt á málum. Árangur af skipulagi sem þessu er alveg undir frjáls lyndi deildarforseta og rektors komið. Það er krafa stúdenta að þagn arskyldu verði aflétt af fund um háskólaráðs og deildarráða og helzt að þeir verði haldnir fyrir opnum dyrum, enda telja þeir ekki annað sæmandi en að í skóla þjóðarinnar fari ekk ert fram mijð leynd. Stúdentaráð er í þann veginn að leggja fram ákveðnar til- lögur um áhrif stúdenta á rekt orskjör. Krafa stúdenta er að fá 25—33% atkvæða við kjör til æðsta embættis stofnunarinnar og að allir kennarar skólans séu atkvæðisbærir við rektorskjör. , en ekki aðeins prófessorar eins og verið hefur. Þá hefur sú hugmynd skotið upp kollinum innan Háskóla Is lands að látin verði fara fram meðal stúdenta prófkjör um kandidata, þegar embættisveit- ingar standa fyrir dyrum. Gæti þá komið til greina að kandidat arnir skýrð^ opibberlega frá hugmyndum sínum um kennslu og samstarf við stúdenta og síðan færi fram prófkjör, sem sýndi hug nemenda til væntan legra kennara sinna, en erfitt hlyti að vera að ganga fram hjá vilja þeirra. EiginmaSur minn, Eiríkur. Loftsson, Steinsholti, Gnúpverjahreppi, ^andaðist 23. nóvember s.l. — Jarðarförin fer fram frá Stóra Núps- kirkju laugardaginn 30. nóv. kl. 2 e.h. Húskveðja verður í Steins holtl kl. 1 ’.ama dag. Slgþrúður Sveinsdóttir. Eiginkona mín, Nýbjörg Þorláksdóttir, Víðimýri 6, Akureyri, andaðlst 23. nóvember s.l. — Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 30. nóvember kl. 13,30. Fyrit hönd vandamanna. Kjartan Sigurtryggvason. EFTIRLIT Framhald af bls. 1. þeim tilsjónarmenn. Þessi leið hef ur verið reynd hérlendis og verð ur notuð í auknum mæli. Barnaverndarnefnd Reykjavík ur hafið afskipti á g. 1. ári af 119 heimilum vegna aíiibúnaðar 310 barna. í árslok 1967 hafði nefndin 77 heimili undir stöðugu eftirliti nefndarinnar, en í mörg um tilfellum er í rauninni ekki um eiginlegt eftirlit að ræða, held ur er um margs konar hjálpar- og leiðbpiningarstarf að ræða, þar sem komið er inn á flesta þætti fjölskyldulífsins, persónuleg vanda mál, húsnæðisvandamál. atvinnu- mál, heilsubrest andlegs og líkam legs eðlis,. skólamál, afbrotamál. og hjónaskilnaðarmál og fleira. í framhaldi af upplýsingum sín- um um hlutverk barnaverndar- nefnda minnti Björn þingfulltrúa á þá grein barnaverdnarlaganna sem fjallar um að nefndunum beri að hafa eftirlit með barnaheimilum og uppeldisstofnunum í umdærni sínu, þar með talin sumardvalar- heimili og fylgjast með högum að aðbúð barna. Sömuleiðis ber barna verndarnefnd að fylgjast með þeim sem ráðstafað kann að vera úr henn ar umdæmi á barna- eða sumardval arheimili í öðru umdæmi, þ. á. m. mcð beinu eftirliti a. m. k. einu sinni á ári. Sagði dr. Björn að. mjög hafi farið í vöxt að starfrækja sumar dvalarheimili víða til sveita, jafn vel á annan tug, í sama byggðar laginu. Algengt er að taka 20 til 25 börn til sumardvalar á heim ili og dæmi eru til um margfallt stærri heimili. Að mínum dómi, sagði dr. Björn, hefur þessi starf semi verið látin þróast rújög fram úr hófi án skipulagningar og eftir lits hins opinbera, en hin öra þró un gefur átvirætt til kynna, að hér er um rapnverulega þörf að ræða, sem bæjar og sveitarstjórn ir geta ekki sneitt hjá sér öllu lengur. I Þ R Ó T T I R Frambald af bls. 13. glímumannanna luku lofsorði á leikn^ þeirra og fimi, snerpu, drengskap og karlmennsku. Þátttakendur í förinni voru þessir: Grétar Slgurðsson. Guð- mundur Stefánsson. Pétur Sigurðs son, Guðmund'ur Freyr Halldórs son, Þorvaldur Þorsteinsson, Guð- mundur Ólafsson og Hörður /Gunn arsson, sem var fara-stjóri og st.jórnandi flokksins. Þessi glímuför var farin fyrir Erlinour B^rtelsson heraðsdomslögmaður Kirkiut.org) 6. simi I 55-45 frumkvæði tveggja manna, þeirra Dr. Louis A. Muinzer, háskóla- kennara í Belfast, og Harðar Gunn arssonar, formanns Glímudeildar Ármanns, en í boði listahátíðar Queen’s háskólans í Belfast, með fjárstuðningi fra Milik Marketing Board for Northern Irland. Einnig naut fliokkurinn góðrar fyrir- greiðlsu íslenzku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags íslands. Skal öllum þessum aðilum þafckað ur þátt.uT þeirra að málinu. í Belfast var búið á einkaheimilum við góðan viðurgerning. Mikið var rœtt um ísland og' glímuna þann tíma, sem glímu- flokkurinn var í írlandi, bæði manna á meðal og í blöðum. Með- al annars kom fram ósk um, að flotokurínn færi til London til sýn inga en ekki gafst tími til þess að þessu sinni. KRISTJAN Framhald af bls. 16. Suður-Þingeyjai’sýslu. Foreldrar hans voru Karl Kr. Arngrímsson bóndi og Karitas Sigurðardóttir. Kristján lauk prófi frá Alþýðu skólanum að Laugum 1926 og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1928. Verklegt nám stundaði hann í Danmörku 1929 til 1930 og varð cand. agr. frá Landbúnaðar- háskólanum danska árið 1933. Síðan varð Kristján ráðunaut ur hjá Búnaðarsambandi Suður lands og bústjóri í Gunnarholti um nokkurt skeið, en árið 1935 varð hann skólastjóri Bændaskólans á Hólum, og gengdi því embætti' til ársins 1961. Frá 1961 var hann erindreki Stéttarsambands bænda, búsettur í Reykjavík. Kristján vann auk þessa fjöl- mörg störf í þágu landbúnaðarins og bændastéttarinnar, og eftir hann liggja margar ritgerðir um búfræðilegt efni, sem birzt hafa í tímaritum. Eftirlifandi kona Kristjáns er Sigrún Ingólfsdóttir frá Fjósatungu í Fnjóskadal. ASI Framhald af bls. 1. formaður milliþinganefndarinn- ar, gerði grein fyrir frumvarp- inu ,og sagði, að nefndin hefði gengið langt til að ná samkomu lagi. í frumvarpinu er að j mörgu horfið frá ákvæðum j þess frumvarps, sem lagt var ! fyrir framhaldsþingið í janúar. M.a. er leyfð frjáls aðild að landssamböndum, aðeins lítil- lega er fækkað á þingum ASÍ og fellt er niður hið umdeilda kosningafyrirkomulag fyrra frumvarps. Á þinginu lágu einnig fyrir breytingartillögur frá Sveini Gamalíelssyni og Baldri Óskars- svni, en þar er lagt til að nokkur atriði falli úr frumvarpinu, og um aðra skipan miðstjórnar ASÍ, og eins, að ASÍ-þing verði haldin annað hvert ár, en ekki fjódp hvert ár eins og í frumvarþi nefndarinnar. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið áður en því var vísað til nefndar og annarrar umræðu. Kom m.a. fram, að Landssamband verzlunarmanna og Landsamband vörubifreiðastjóra voru mjög and víg frumvarpinu. Sverrir Her- mannsson, formaður LÍV, lagði þannig til að það yrði fellt, enda væri , frumvarpið „ókræsilegur bræðingur“. í fyrramálið munu nefndir starfa, en þingfundir hefjast að nýju eftir hádegi. SPRENGISANDSLEIÐ fcramhaid ai bls 16 lendið úr Skagafirði, og eins þá, sem farið hafa af Kjalvegi og austur með norðurjaðri Hofsjök uls á Sprengisandsleið. Brúin verð ur eins og áður segir sett á ána við Austurbug, skammt frá liinum forna Eyfirðingavegi. Búast má við, að erfitt geti reynzt að koma brúarhlutunum að brúarstæðinu, en það verður e. t. v. gert meðan ís og snjór er yfir jörðu. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 12 Til iðnaðarmálaráðherra um Sementsverksmiðju ríkisins. Frá Benedikt Gröndal. l.,Hvað líður flutningi á skrif stofu Sementsverksmiðju ríkis ins frá Reykjavík til Akraness? 2. Gerir hið nýja gengi útflutn- ing á sementi hugsanlegan? 3. Hve mikill þyrfti útflutning ur að vera til að mynda grund- völl að stækkun Sementsverk- smiðju ríkisins? Til landbúnaðarráðherra um gengistap áburðarverksmiðju og áburðarverð. Frá Halldóri E. Sigurðssyni, Vil hjálmi Hjálmarssyni og Stefáni Valgeirssyni. 1. Hvað hefur gengistap Áburð arverksmiðju ríkisins numið há um fjárhæðum í íslenzkum krón- um frá og með árinu 1960 til þessa dags? 2. _ Hvað kemur verð á áburði frá Áburðarverzlun ríldsins til að hækka mikið í % miðað við ís- lenzka krónu vegna gengisbreyt- inga 1967 og 1968? Til iðnaðarmálaráðherra um Sementsverksmiðju ríkisins . Frá Halldóri E. Sigurðssyni, Stefáni Valgeirssyni og Villhjálmi Hjálmarssyni. 1. Hverjar voru skuldir Sements verksmiðju ríkisins í árslok 1958, og hverjar eru þær nú? 2. Hvað hefur verið varið hárri fjárhæð í stofnkostnað við verk smiðjuna síðan árið 1958? 3. Hvað hefur tekjuafgangur verksmiðjunnar numið hárri fjár- hæð samtajs? Til dómsmálaráðherra um land- helgismál. Frá Haraldi Henryssyni. Hver er skipa- og tækjakostur Landhelgisgæzlunnar til landhelg isgæzlu, aðstoðar- og björgunar- starfa, og hvernig er nýting hans? Til viðskitpamálaráðherra um olíumál. Frá Haraldi Henryssyni. Hvað líður störfum nefndar á vegum viðskiptamálaráðuneytisins, sem athuga skyldi fyrirkomulag dreifingar og birgðahalds á olíu vörum? Hafa verð gerðar eða eru á döf inni ráðstafanir til lækkunar á kostnaði við dreifingu og birgða hald olíuvara? Hafa verð gerðar athuganir á bví. hvort íslendingum væri hag kvæmt að taka i sínar hendur olíu flutninga til landSins?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.