Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 5
MEÐiVÍK UÐðS&UR 27. nóvember 1968. TIMINN 5 Dunkerque í Frakklandi hef ur einna helzt getið sér frægð fyrir það, að þaðan björguðu Bretar stórum hluta hers síns árið 1940, þegar Frakkland féll í hendur Þjóðverja. Nú getur borgin státað af annars konar firægí), en hún er núna orðin Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum á fundi þeim sem Alþýðusamband íslands gekikst fyrir til þess að mót- mæla kjaraskerðingu af völd- um gengisfellinig'arinnar. Fund, urinn var fjölsóttur, og ■ ,í lok fundarins var samiþykkt álykt un, sem síðan var afflient for- sætisráðherra í stjórnarráðinu. Á myndinni sjáum við þá Hanni bal Valdimarsson, Eðvarð Sig- urðsson og Jón Sigurðsson standa framan við stjórnarráð- ið eftir að hafa afhent ráðherr anum ályktunina. Ekki vitum við hverju hefur slegið fyrir vit þeirra inni í húsinu. Kann ski fundu mennirnir peninga- lykt? Qhurohill. Enginn leikhússtjóri í London hefur viljað taka til sýningar leikrit eftir þýzka leik skáldið Hoohhut, en hann hef- ur skrifað magnaða ádeilu sem nefnist „Hermennirnir“, kem ur Churchill þar allmjög við sögu, og er ekki alltaf með- höndlaður með silkihönzkum. Þeir leikhússtjórar sem neit að hafa að sýna leikrit þetta, hafa hins vegar ekki hikað v!ð að sýna berorð kynlífs leikrit, eða heimskulega ástarleiki. Það virðist því augljóst að Bretarn ir álíta það mun hæliulegra f.vr ir almenning að fjallað sé hreinskilnislega um stjórnmál en kynferðismál. En kannski vilja Bretar ekki láta neinn Þjóðverja svipta sig sínum rós rauðu hugmyndum um hina gömlu stríðskempu, hann er líklega yfir alla gagnrýni haf- inn. ★ Hún er ekki ólagleg stúlk- au siú arna. Hiún birtist skyndi- lega á ftagveffi í Þýzkalandi, haldandi á rauðri handtösku og komin alla leið frá Eþóiópíu Þessi nítján ána stúlka er feg- urðardirottning þeirra Eþíópíu manna og heitir Wossene Hailu. Stúlkan þykir ólík evrópskum fegurðardlísum, ekki ikannski að vaxtarlagi, heldur vegna þess að hiún not- ar akkúrat engan andlitsfarða, og hún veit naumast hvað vara litur er. Hún segir, að það sé almenningsálit í heimalandi sínu, að fegurðin eigi að vera eðlileg — náttúruleg. Hún kom tii Þýzkalands í tilefni af einhverjium menningarlegum samskiptum landanna, og á flugvellinum var hún íklædd afrískum þjóðbúningi. Ungifrú- in er hundrað sextíu og1 tveir cm að hæð og önnur ekrokk- miál hennar munu vera eitt- hvað í líkingu við tölur þær sem kvikmyndadísir á Vestur- löndum láta uppi um ummál sín. Ungfrú Wossene Hailu fræddi fréttamenn um það, að hún myndi aldrei koma fram á bikini-baðfötum í nokikurri fegurðarsamkeppni, slíkt væri iila séð í heimalandi sínu. Eþíópskur almenningur vildi bara siðsamar stúlkur, og það tíðkaðist alls etaki að fólk væri að sína sig nakið á almanna- færi. þriðja stærsta hafnarborgin í Frakklandi. Aðeins Le Harve og Marseilles eru stærri. Þjóð- verjar eyðilögðu höfn borgar- ★ innar árið 1945, en 1950 var búið að endurbyggja borgina, og þá voru flutt hálf mitljón tonna af vörum frá henni á ári, sem var jafn mikið og árið 1929. Núna fara að jafnaði átj- án milljónir tonna af vörum um höfnina, og búizt er við því að þessi tala eigi eftir að hækka verulega á komandi ár- um. í kringum 1970 verður búið að stækka höfnina enn, og þá munu skip sem eru allt að 120.000 tonn geta lagzt að bryggju. Aðdjúpt er þarna við ströndina og búizt er við að enn stærri skip muni geta lagzt þarna að. Almennt -er búizt við því að Dunkerque muni vaxa næstu keppinaut- um smum yfir höfuð vegna hagstæðrar legu borgarinnar. Antwerpen og Botterdam eru einna helzt nefndar í því sam- bandi, enda hafa þær borgir báðar fremur litla möguleika á því að vaxa eitthvað að ráði. . . Skipuleggjendur borgar- ianar gorta nú af því, að inn- an tíðar muni þeir geta tekið á móti milljón tonna olíuskip- um, verði þau nokkurn tíma byggð. ★ Qhurclhilil gamli getur víst sannarlega legið rólegur í gröf sinni, og reykt sinn vindil í makindum á hvorum staðnum sem hans nú er, því hann tap- ar ekki vinsældum enn í Bret- landi. Þrátt fyirir það að eftir- lit, kvikmyndaeftirlit eða vel- sæmiseftirlit af öðru tagi eigi nú víða í vök að verjast, og opinskáar kvikmynda- og leik- sýningar séu nú víða um heim sýndar fullum fetum t. d. í Bretlandi, þá leyfa Bretarnir ekki að neitt misjafnt sé sagt opinberlega um þann gamla s A VlÐAVANGl Heita þetta samráð á sf jórnarmálit ÞaS má sjá í Morgunblaðinu í gær, að nokkurt kastfát hef- ur komið á staksteinamanninn þegar Tíminn benti á, að þótt 32 þingmenn hefðu samþykkt traust á ríkisstjómina, hefði stjórnin verið búin að sam- þykkja vantraust á sjálfa sig, þegar hún leitaði viðtals mn vandamálin við stjórnarand- stöðuflokkana. Það var fráleitt að Tíminn væri að ásaka stjóm ina fyrir þetta. Þjóðin taldi þvert á móti, að það væri lofs- vert að stjórnin skyldi hafa svo raunhæft sjálfsmat. Andstöðu flokkamir tóku þessu vel og gengu út frá því, að til gmnd- vallar lægi sá sjálfsagði heiðar Ieiki að vera reiðubúinn að taka eitthvert tillit til þeirra, sem íeitað er ráðs hjá. Það er rétt, sem Mbl. segir í gær, að við þessar viðræður „bundu landsmenn þó miklar vonir“, en þær vonir voru um það, að stjómin væri nú loks viðtalshxef um það að breyta óheillastefnu siimi. En því mið ur reyndist ríkisstjórnin ekki hafa þroska til slíkrar betran- ar. Framsóknarmenn lögðu fram hugmyndir og ábending- ar um skynsamlegar efnahags- aðgerðir í 14 liðum, en ríkis- stjórnin fékkst ekki til þess að Iíta við þeim, heldur hélt blind sitt gengislækkunarstrik Ef það er þetta, sem ríkis- stjórnin kallar „að leita sam- ráðs“ við aðra, þá er varla von að henni verði vel til liðs. Flestir menn kalla slíka fram- komu öðm nafni. StaSreyndin er sú, að ríkis- stjórnin samþykkti vantraust á sjálfa sig en skorti síðan sið- ferðisþrek til þess að bæta ráð sítt í samræmi við það mat. Margir vilja flytja ufan Þetta er forsíðufyrirsögn úr Vísi í gær, og satt er það, að nú vofir sú hætta yfir, að menn gefist hreinlega upp og grípi til slíkra óheiUaráða að flytja úr landi. Vísir skýrir frá því, eftir samtal við brezka ræðismanninn við sendiráðið hér, að mjög margir hafi að undanförnu sótt eyðublöð til umsóknar um innflytjendarétt í Ástralíu, Kanada eða Suður- Afríku, eða rúmlega hundrað manns, og hafi fyrirspurnir um þetta mjög aukizt síðustu vik- ur. Þrauka — í von um betri daga. Traust og hreinskilið inn- flutningsfyrirtæki, sem uimið hefur ágætt starf við útvegun mikilvægra tækja í íslenzka fiskiflotann, hefur nú eftir gengislækkunina sent viðskipta vinum sínum athyglisvert opið dreiflbréf með „leiðinlegum boðskap“, eins og það segir. Því er lýst yfir í bréfinu að fjármagn og þjónusta fyrirtæk isins hafi nú verið rýrt svo „með opinberum ráðstöfunum á fjármálasviðinu, að kapital vort hefur rýrnað um 50% og álagning á vöruna rýmað svo mikið að leita verði aftur til styrjaldaráranna til að finna nokkuð sambærilegt.“ Síðan segir: o.Vér höfum ekki vald tjl aS Framhald á 15. sTSu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.