Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.11.1968, Blaðsíða 12
12 ÞINGFRÍTTÍR TIMINN ÞINGFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember 1968. Ekki má dragast að veita útveg- inum tímabundinn greiðslufrest ÞINGPALLUR — og greiða verður úr hinum vaxandi rekstrarfjárskorti fyrirtækjanna. Björn Pálsson /fiælti í neðri deild í fyrradag fyrir frumvarpinu um tímab.undinn greiðslufrest á skuld iisn útgerðarmanna, útgerðarfyrir- tækja og vinnslustöðva sjávarafla til 'Undirbúnings breytingar lausa skulda í föst lán og skuldaskil. Björn sagði, að fyrirtæki sjávai útvegsins hefðu safnað miklum •lausaskuldum undanfari,n ár vegna þrenginga, rekstrarhalía, og fjár festingar. Rekstrarfjárþörf þess ara fyrirtækja hefðu farið stór- kiostlega vaxandi vegna endur- tekinna gengislækkana og væri nú ógerlegt að fá lán í bönkum, en gengið væri með hörku eftir greiðslu á skuldum. Því væri nauð synlegt að veita eins og nú væri komið málum, tímabundinn frest til að koma í veg fyrir stöðvun atvinnutækjanna, og koma þar með í veg fyrir að atvinnuleysi ykist. Breyta þyrfti lausaskuldum þess ara aðila í föst lán með hóflegum vöxtum, en undirbúningur að slíkri löggjöf með víðtækri gagna söfnun tæki sinn tíma, en aðgerðir mætti hins vegar ekki draga til að koma í veg fyrir stöðvun fyrir tækjanna og því væri lagt til að veita tímabundinn frest meðan at- hugun fer fram. Björn sagði, að áætlað væri að tapið hjá þessum aðilum á þessu ári myndi nema um 900 milljón- um auk afskrifta um 700 milljón- um eða samtals um 1600 milljón um á þessu án og væru þó senni lega ekki öll kurl komin til graf ar og ekki unnt að gera það dæmi upp fyrr en á næsta ári. Frysti hús væri nú ekki hægt að reka víða þrátt fyrir gengislækkun vegna rekstrarfjárskorts og út- gerðarmenn hafa hvergi frið fyr ir rukkurum og eiga í erfiðleik um með að greiða sjómönnum kaupið. Hagkvæmast yrði að koma aðstoð til þessara fyrirtækja í sambandi við erfiðleikana nú í sambandi við Fiskveiðasjóð. Þá þyrfti að létta hinum ótal bögglum og pinklum sem lagðir hafa verið á þessi fyrirtæki á undanförnum árum. Þetta og óreiðuskuldirnar bitna nú á verkafólkinu í land- inu. Frumvarp þetta er flutt til þess að útgerðarmenn og stjórn- endur frystihúsa geti verið eins og frjálsir menn þangað til eitt hvað verður gert raunhæft í þess um málum og miðum við frestinn við 1. maí 1969, en ekki er unnt að safnaý en.ianlegum skýrslum fyrr en eftir áramótin. Þetta er ekki gert í þeim tilgangi að menn tapi kröfum sínum á hendur þess ara fyrirtækja heldur til að greiða fyrir því að þeir erfiðleikar, sem fiskiðjufyrirtæki og útgerðarmenn eru í nú, verði minnkaðir í bili þar til raunhæfar ráðstafanir verða gerðar. Bændur borga 2 af hverjum 3 kr. af tekjuai Stofnfánadeildarmnar Lausaskuldir bænda og fyrirtækja þeirra orðnar óviðráðanlegar TK-Reykjavík, þrðjudag. Ásgeir Bjar*ason mælti í gær fyr ir frumvarpi Framsóknarmanna í Efrideild um breyting á lausa- skuldum bænda í föst lán. Komu margar stórfróðlegar upplýsingar fram í ræðunni um fjárhagsstöðu landbúnaðarins og fjárfestingar- sjóða hans og áhrif stefnu ríkis stjórnarinnar og gengisfellinganna á hag landbúnaðarins og stofnana hans. Meðal annars sýndi Ásgeir fram á að bændur borga nú 2 krón ur af hverjum 3 sem Stofnlána- deild landbúnaðarins hefur í tekj ur. Ennfremur upplýsti hann að á 2. hundrað bændur bíða nú eftir lánum úr veðdeild Búnaðarbank ans en hámarkslán þaðan eru 200 þús. og því ekki í neinu samræmi við verðlagsþróunina og þörfina og þyrftu því að hækka, eins og lagt hefði verið til í frumvarpi Framsókngrmanna, sem nú liggur í landbúnaðarnefnd Efri deildar. Nánar verður greint frá þessari fróðlegu ræðu Ásgeirs í föstu- dagsblaoinu, en hér fara á eftir nokkrar upplýsingar, sem fram koma í greinargerð þeirri, sem frumvarpi þessu fylgir, en þær eru byggðair á upplýsingum, sem fyrirliggjandi voru í fyrrahaust, en síðan hefur hagur bænda stór versnað: Breytingar þær, sem áttu sér stað á lánstíma og vaxtakjörum, hafa orðið þungur baggi á landbún j aði, þar sem vextir af föstum lán! uró hækkuðu árið 1960 um 60— • 70%, og þar við bætist 1% bú-; vörugjald á framleiðsluvörur | bænda. Árferði hin síðari ár hefur líka haft sitt að segja, þar sem gras- brestur hefur verið í heilum lands hlutum, einstaka sveitum |Og nokkr um jörðum hér og þar á landinu. Það þarf því enginn að undrast, þótt tekjur bænda séu mjög lág- ar, þar sem bæði dýrtíð og harð æri hefur á þá herjað. Eins og fram kom á stéttairsam bandsfundi bænda s. 1. sumar og og skýrt er frá í 19. töíublaði Freys, hafa lausaskuldir bænda aukizt mjög í seinni tíð, en þar segir um skuldir bænda m. a.: „Á framhaldsaðalfundinum í vet ur v-ar stjórn Stéttarsambandsins falið að afla upplýsinga um skuld ir bænda. Stjórnin leitaði eftir sam vinnu við Hagstofu íslands um öfl un þessara gagna, og leyfði hag- stofustjóri notkun á landbúnaðar úrtaki Hags|pfunpar,til þess, Skuld ir voru skrifaðar 'uþp hjá bændum sem hér segir: Meðaltals- skuldir bændum þúsund Suðurlandskjörd. 117 339 Vesturlandskjörd. 82 251 Vestfjarðakjörd. 39 178 Norðurlandi vestra 99 255 Norðurl. eystra 72 243 Austurlandi 58 247 Alls 467 266 Ekiki eru hér með talin ógreidd árgjöld við Búnaðarbanka íslands en það eru 10% árgjalda 1966.“ Samkvæmt þessu úrtaki skulda 85% bænda undir 500.000 kr., 13% 500.000 og upp í 1.000.000 kr. og tæp 2% yfir 1 millj. kr. Það, sem vekur mesta eftirtekt, er, að aðeins tæp 39% eru í lán- um í stofnlánadeild og veðdeild. Rúmlega 60% af skuldum bænda eru lausaksuldir í verzlunum, bönkum og manna á milli. Það hefur líka sýnt sig, að frá því í árslok 1961 hafa skuldir vaxið all mikið. f árslok 1961 eru lausa skuldir aðeins 35% af heildarskuld um bænda. Nú hefur þetta alveg snúizt við, þar sem lausaskuldir eru miklu meiri en nokkurn töma áður,. auk þess .sem meðalskuld á bönda héfur þrefalðazt síðan 1960. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir lágu á s. 1. sumri. voru heildarskuldiir bænda nálægt hálf um öðrum milljarð króna, þar fyr ir utan eru skuldir fyritrtækja bænda. Margt er það, sem veldur lausaskuldauakningunni hin síð ari ár: 1. Framkvæmdir allar og vél væðing krefjast mikils fjármagns, enda hefur dýrtíðin farið ört vax andi hin síðari ár. 2. Stofnlán landbúnaðarins hafa ekki hækkað í hlutfalli við stofn kostnað. 3. Lánstími stofnlána er allt of stuttur, enda styttri nú en áðúr, nema á lánum til íbúðarhúsabygg inga. Lán eru nú til 15 ára út á járnvarðar timburbyggingar, t. d. hlöður, fjárhús og fjós, en til 20 ára út á steyptar byggingar og ræktun, en aðeins til 5 ára út á aflvélar. 4. Vaxtakjör Stofnlánadeildar landbúnaðarins eru miklu lakari nú en áður, eða 6% til ibúðarhúsa lána, en voru áður 3Vz, til allra annarra lána deildarinnar eru 6y2%, en voru áður 4%. Vaxta hækkun síðan 1960 er 60—70%. 5. Lagður er nú sérskattur á bændur, og rýrir það til muna tekjur þeirra, en tryggir þeim ekki lán sem skyldi. eins og þeim var heitið; er skatturinn var á þá lagð ur. 6. Ungt fólk eða byrjendur í búskap fá hvergi lán til bústofns eða vélakaupa. 7. Þótt óðaverðbólga hafi ríkt síðan 1959, hafa rekstrarlán land búnaðarins ekki hækkað. 8. Veðdeild Búnaðarbankans hef ur allt of lítið fjármagn til um- ráða og vextir hennar ekki hag- stæðir, þar sem þeir eru 8%. 9. Verðlag búvara er allt of lágt, og þar með komið úr sam hengi við annað verðlag í landinu og þarfir landbúnaðarins. 10. Ræktað landið er of lítið til þess að veita nægjanlegan hey- forða fyrir það búfé sem fyrir er í landinu. 11. Grasbrestur veldur því, að fóðurbætisnotkun hefur talsvert aukizt. Vafalaust eru ýmsar aðrar or sakir samfara framantöldum atrið um þess valdandi, að margir bænd ur eiga í fjárhagserfiðleikum. Frv. þetta er í meginatriðum eins og lög frá 23. marz 1962. um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. Eftirtalin atriði eru ☆ Kristján Thorlacius mælti fyr ir frumvarpi sínu um 15% auka frádrátt af launatekjum við álang ingu tekjuskatts og útsvars í fyrra dag. Skúli Guðmundsson gerði nokkrar athugasemdir við frum varpið og taldi það ekki verða lágtekjumönnum til hags og nefndi dæmi. Kristján Thorlacius and- mælti athugasemdum Skúla og greindi frá launakjörum opiv- berra starfsmanna og vitnaði til hins háa framfærslukostnaðar, sem mældur væri í hinum nýja vísi- tölugrundvelli, þar sem vísitölu ifjölskyldan er talin þurfa 290 þúsund krónur til framfærslu. ☆ Eggert G. Þorsteinsson mælti í gær fyrir frumvarpinu um verð jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Ól- afur Jóhannesson sagði skyn- samlega hugsun að baki frumvarp inu og betur stæði nú ef slíkur sjóður hefði verið starfræktur á toppárunum 1965 og 1966. En ein- stök ákvæði frumvarpsins þyrftu nánari athugunar við, væru mjög óljós og laus í reipum. Eggert ját aði það að frumvarpsákv.æði væru mörg óljós og óákveðin en það stafaði af því að málið væri sam komulagsmál, mjög viðkvæmt. Af því stafaði og drátturinn á því að afgreiða málið en frumvarp sama efnis var flutt á þinginu í fyrra haust. '☆ Kristján Thorlacius mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Rakti hann reynslu opin- ben-a starfsmanna af lögunum um kjarasamninga opinberra starfs manna frá 1962 og óhæfa af- greiðslu mála í Kjaradómi. Enn- fremur greindi hann frá samþykkt BSRB um fullan samningsrétt með þeirri undanþágu að halda skyldi uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu. Haraldur Henrýsson lýsti sig samþykkan frumvarpinu. ☆ Kristján Thorlacius lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um að veita Kvenfélagasambandi Íslands aðild að barnaverndarráði. Þó í frv. þessu umfram það. sem var í lögum frá 1962: 1. að lögin nái einnig til lausa- skulda hjá fyrirtækjum bænda og taki yfir tímabilið 1960—1967, 2. að vextir verið ekki hærri en 6i/2%, 3. að einnig verði tekið veð í vélum bænda og vinnslustöðvum landbúnaðarins. 4. að heildarlán megi vera 80% af matsverði því, sem dómkvaddir menn meta hlutaðeigandi eignir lántakenda. 5. að Seðlabankinn kaupi banka vaxtabréfin á nafnverði.“ Margar fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi: Til fjármálaráðherra um Vest- fjárðaáætlun. Frá Steingrími Pálssyni. 1. Hvaða þáttum Vestfjarðaáætl unar er að fullu lokið? 2. Hvað líður áætlunargerð um uppbyggingu atvinnulífsins á Vest fjörðum? 3. Hefur verið gerð áætlun um samgöngumál Vestfjarða. þar með taldar samgöngur á sjó? 4. Hefur verið gerð sérstök á- ætlun um menntamál á Vestfjörð um? 5. Hefur verið gerð áætlun um raforkumál í Vestfjarðaáætlun, og hvenær má búast við, að raforku verði komið til allra sveitabýla á Vestfjörðum? 6. Nær Vestfjarðaáætlun einn- ig til Strandasýslu, og ef svo er ekki, hvers má þá vænta um hlið stæðar framkvæmdir þar og ann ars staðar á Vestfjörðum? I Til viðskiptamálaráðherra um innlausn Seðlabankans á íslenzk um seðlum, er skipt hefur verið í erlendum bönkum. Frá Jóni Skaptasyni. Hve miklum fjárhæðum hefur Seðlabanki íslands varið til inn- lausnar á íslenzkum seðlum, sem skipt hefur verið í ttialdeyri í er- |lendum bönkum, frá 1. ágúst 1968 j til þessa dags? Til sjávarútvegsmálaráðherra um a. Hvaða tillögur og ábendingar hefur Fskimálaráð, sem stofnað með lögum nr. 35 1968, gert til ráðuneytis sjávarútvegsmála varð andi hið alvarleg ástand. sem nú ríkir í sjávarútvegi og fiskiðnaði? b. Hvað hefur Fskimálaráð hald ið marga fundi á starfstíma sín- um? c. Hvaða menn eiga sæti í Fiski málaráði og fyrir hvaða aðila eða samtök? d. Er ætlunin að hafa samráð við Fiskimálaráð um þá heildar- stefnu sem væntanlega verður mörkuð í sjávarútvegs og fiskiðnað armálum, eftir að viðhlítandi ráð- stafanir hafa verð gerðar, ( er tryggja þessum atvinnugreinum rekstrargrundvöll? Til viðskiptamálaráðherra um verðlagsmál o. fl. Frá Jóni Skaftasyni. a. Að hve miklum hlutá er not uð heimild í lögum nr. 92 22. des. 1965, um breyting á lögum nr. 30 frá 1960. til innheimtu á 0.5% gjald af gjaldeyris- og inn- flutningsleyfum, svo og 0.5% gjaldi af gjaldeyrissölu bankanna. og hvað er áætlað að tekjustofnar þessir gefi á bessu ári? b. Hvernig skiptast tekjur þess ar á milli verðlagseftirlitsins, leyf isveitingaskrifstofu gj aldeyrisbank anna og ríkssjóðs? b c. Hvaða vörur og þjónusta er nú undanþegin opinberum verð- lagsákvæðum, og á hvaða rök- semdum byggjast undanþágurnar? Framhald á bls, 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.