Vísir


Vísir - 16.08.1977, Qupperneq 11

Vísir - 16.08.1977, Qupperneq 11
VISIR Þriðjudagur 16. ágúst 1977 „Hœttum um ófar ,\ að ir 0 kenna Ki rkustofn röflunefnd iunar" t baksiðufrétt i Visi 10. ágúst er skýrt frá áliti dr. James Kuwada frá San Francisco varðandi ástand borhola á Kröflustæðinu. Segir Kuwada það álit sitt að jarðhræringar hafi ekki áhrif á vinnslugetu holanna. Þetta er ánægjuleg ffrétt. Ekki álit/ áhyggjur einungis En blaðamaður Visis bætir við fréttina athugasend frá eigin brjósti, sem sýnist ósköp sak- leysisleg, en er þó villandi, ef grannt er skoöað. Blaðamaöur- inn segir svo: „Þessi yfirlýsing er mjög i andstöðu við það, sem haldiö hefur verið fram til þessa, þar sem bæði talsmenn Orkustofn- unar og Kröflunefndar hafa lýst þeirri skoöun, að jarðhrær- ingarnar, sem hófust á árinu 1975, eigi mikla sök á þeim erfiðieikum, sem við hefur verið að etja við guguöflun á Kröflu- svæðinu”. Við þetta vil ég sem aðili að Kröflunefnd gera þá athuga- semd að Kröflunefnd hefur aldrei svo ég muni til látiö uppi opinbert álit nefndarinnar á ástæðum fyrir erfiðleikum þeim, sem Orkustofnun á viö að striða i sambandi við gufuöflun á Kröflusvæðinu, enda er gufu borun ekki á neinn hátt i verka hring Kröflunefndar og nefndin ræöur ekki yfir neinum sérfræöingum á þvi sviöi, hvorki jarðfræðingum né tækni- mönnum. Hitt er annað mál að fáir munu hafa haft meiri áhyggjur af verkum Orkustofn un'ar en Kröflunefndarmenn. Blaðamaðurinn, sem samdi fréttina i Visi, er þvi miður haldinn þeim útbreidda mis- skilningi að Kröflunefnd sé allt i öllu að þvi er varðar Kröflu- virkjun. Menn geta helst ekki borið sér nafn Kröfluvirkjunar i munn svo að ekki sé nefnt nafn Kröflunefndar i sömu andrá. Ée Kröflunefnd er aðeins framkvæmdanefnd Ingvar Gíslason al- þingismaður skrifar þessa grein í tilefni frétta um Kröfluvirkj- un, og telur að menn geri sér ekki nægilega grein fyrir, hvert sé hlutverk Körflunefnd- ar varðandi þær fram- kvæmdir, sem nú er unniðaðá Kröflusvæð- inu. held ýmsir imyndi sér að Kröflunefnd hafi fundið upp þá hugmynd að virkja jarögufu, a.m.k. munu margir trúa þvi að Kröflunefnd hafi upp á ein- dæmi sitt ákveðið að reisa jarð- gufuvirkjun á Kröflusvæöinu. Svö er auðvitað alls ekki. Kröflunefnd er einungis fram- kvæmdanefnd að vissum ,verk- hluta Kröfluvirkjunar. fslenska rikið lætur gera þessa virkjun oghefur falið þremuraðilum aö sjá um sinn verkhlutann hverjum. t megindráttum er starfaskiptingin þannig að Orkustofnun sér um gufuöflun, enda eru öll rök um virkjunar- hæfni Kröflusvæðis niðurstaða af margra ára rannsóknum Orkustofnunar. Rafmagns- veitur rikisins sjá um lagning háspennulina og Kröflunefnd um byggingu margs konar mannvirkja á virkjunarsvæð- inu, auk vélakaupa ig uppsetn- ingar þeirra. Orkustofnun hefur mistekist Ekki er ætlast til að einn aðili að þessari verkaskiptingu fari inn á annars svið. Kröflunefnd hefur þvi ekki skipt sér af verkum Orkustofnunar og getur engu um þau ráðið. Hitt er ekki óliklegt að Kröflunefndarmenn hafi einstaklingsbundnar skoð- anir á þeim efnum. Verður þeim naumast bannað það. Min skoðun er sú, að Orkustofnun hafi mistekist ýmislegt i sam- bandi við gufuöflum og lausn bortæknilegra vandamála. En það er mannlegt að gera mis- tök: „Errare humanum est”. Min skoðun er einnig sú, að eöli- legt sé að stofnunin leiti ráða hjá erlendum sérfræöingum. Þvi miður hefur komið i ljós, mót allri von, aö Orkustofnun ræður ekki yfir nægilegri reynslu á sviði gufuöflunar á háhitasvæðum. Alit James Kuwada er athyglisvert i þessu sambandi. En umfram allt: Hættum að kenna Kröflunefnd um ófarir Orkustofnunar. Akureyri 11. ágúst 1977 Ingvar Gislason alþm. Saga til næsta bæjar Fimmtudagur. Það mældust meira en 9 mm rigningar i Reykjavik i morgun, en þrefalt meira hjá Karli á Hólmi, rétt á móts við Rauðhóla. Svona getur landsynningurinn verið miklu ill- skeyttari þar vegna nálægðar fjallanna. Bæði i dag og i gær er talsvert hlýrra en verið hefur, loftið er suðrænna að uppruna en að undanförnu. Þó á eftir að skipta meira um, þegar vindar fara að blása frá Evrópu, og ein- hverntima verður það, þótt sjald- an sé. Þegar lægðin er að sigla norðvesturmeð Reykjanesi i dag, er hún alldjúp, en einkum er hún kröpp, þe. þrýstilinur eru þéttar næst miðjunni og þvi hvasst. 1 einni vindhviðunni á Hveravöll- um mælast 80 hnútar, en á sama tima er tiu minútna meðaltalið 50 hnútar. Þessir 50 hnútar (90 km á klst) teljast 10 vindstig. Fyrir norðan er hann miklu hægari, og þeir eru núna að prófa vélar Kröflu. Þeir segja að allt gangi eins og i sögu, og má vissulega segja að það sé saga til næsta bæjar. Föstudagur. Nú er komin hæð fyrir norðaustan land i stað lægð- ar, sem var þar i fyrri viku. Frá Evrópu eru nú hlýir vindar lagðir af stað yfir hafið til Islands. 1 dag er ég að keppast við að þýða mynd um vinda fyrir sjónvarpið. Hún er kanadisk og að ýmsu leyti athyglisverð, einkum vegna vind- gangatilrauna með turna og brýr. Þeim hefur lika reynst, að háhýsi veiti bókstaflega sterkum vind- hviðum úr hærri loftlögum niður aðjörðu i stað þess að veita skjól. Þetta er athyglisvert hér á landi, þar sem yfirleitt er nógu hvasst, þóaðekkisé aukiðá vindhviðurn- ar af manna völdum. Önnur opinber heim- sókn. Laugardagur.Nú eru þeir komnir i opinbera heimsókn hlýju vindarnirfrá Evrópu. Þetta er al- gert hitamet I Reykjavik á árinu fram að þessu, 16 stig að meðal- tali frá miðnætti til miðnættis, enda þótt sólin nái mjög litið að skina og hita. Hitamóða fylgir þessum allsterka Evrópuvindi, og landslagið fer að taka á sig þann svip sem við könnumst við af HEIM SOKNIR Að sögti Péis Bergþórssonar komv fleirí í opinbera heimsókn í síðustv yXu Mmf^feaLyMÍiÍÉfVftáí lyJj vmmm cam *> ^ ké b/rófv, som olht tégpn héOmmoti í öteykj*v9t é érím ftmm «# þossv málverkum þeirra meginlands- manna, ef ekki af eigm sjón. Ég hef héyrt menn hneykslast á þvi, hvað Freymóður Jóhannsson hafði skæra liti og skfrt landslag i myndum sinum bæði I nálægð og fjarlægð. Ekki skal ég dæma um málverk hans að öðru leyti, en i þessu held ég að hann hafi verið sannari en þeir sem höfðu lært aö tákna þrividd með þvf að láta fjærstu hluti á málverkinu hverfa i móðu, þó að sýnilega væri aöeins um fárra kilómetra fjarlægð að ræða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.