Vísir - 09.09.1977, Síða 6

Vísir - 09.09.1977, Síða 6
6 Föstudagur 9. september 1977 visir Spáin gildir fyrir laugar- dag. rJ&£ 1 I' Hrúturinn, 21. ,mars-20. april: Mjög ákveðið andrúmsloft rikir i dag. Það þýðir að þú átt mjög á hættu að dragast inn i rifrildi og freistist til að segja stór orð og eftirsjáanleg. Nautið, 21. april-21. mai: Þú ættir að reyna að efla hæfi- leikana eins og þú getur, þetta er dagurinn til þess. Hittu nýtt fólk og þú skemmtir þér væntanlega vel i kvöld. Tviburarnir, 22. mai-21. júnl: Þú gætir allt i einu lent I harö- vitugri deilu viö einhvern af góö- kunningjunum. Notaðu hæfilek- ana til aö ota þinum tota, þú gætir haft heppnina meö þér. Krabbinn, 22. júni-23. júli: Þú kemst aö einhverju i sam- bandi við einhvern vinnufélaga þinn, sem kemur þér algjörlega á óvart. Aðrir hafa vitaö þetta, en þú hefur haft augun lokuö. Ljónið, 24. júli-23. ágúst: Peningavandamálin eru efst á baugi i dag og þú hefur hugann allan við viöskiptin. Fjárhags- áætlun þin hefur verið heldur hæpin og nú ertu að verða áhyggjufull(ur). Meyjan, 24. ágúst-23. sept: Haföu fjölskyldumálin og frum- þarfir i huga, þegar þú gerir áætl- anir eða tekur ákvaröanir. Sjálfs- aðhald eykur álit þitt. Vogin, 24. sept. 22. nóv: Er einhver að bregðast trausti þinu? Þetta ætti að kenna þér að vanda val þeirra sem þú segir leyndarmál þin. Best er aö þegja yfir þeim. Drekinn 24. okt.-22.ndv. Þú verður meöal athyglisverðs og skemmtilegs fólks i dag. Nokkrir úr hópnum verða mjög hrifnir af þér og þú bætir fé- lagsleea stöðu þina all verulega. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú skalt búast við þvi óvænta, þvi þá kemur þér ekkert á óvænt. Mjög ánægjulegur atburður er hápunktur þessa dags. Steingeitin, 22. des.-20. jan.: Aætlun sú sem þú ert með i hug- / anum gæti reynst þér ofviöa. 7 Haltu þig á mottunni. Kvöldið gæti orðið það besta i langan tima. Vatnsberinn 21. jan.-19. feb.: Treystu varlega nýliöa, þangað; til þú hefur kannaö fullkomlega ] bakgrunn hans. Þú kynnir aö uppgötva miður þægilega hluti. Kvöldið verður ágætt. Fiskarnir, 20. feb.-20. mars: Einhver fer ekki eftir leik- reglum á vinnustað. Það þarf aö ávita manninn, og þú viröist best fallinn til þess.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.