Vísir - 09.09.1977, Síða 23
VISIR Föstudagur 9. september 1977
Hringið í sima 86611 miili klukkan 13 og
y
r
I
for-
inni
Árni Helgason sendi
blaðinu eftirfarandi
svar til Haralds Blön-
dals:
„Enn svamlar Haraldur
Blöndal lögfr. i forinni á
breiða veginum. I Visi mið-
vikudaginn 20. ágúst heldur
hann áfram að vegsama
áfengið og eiturefnin og lof-
syngja hvað þau séu landi og
þjóð nauðsynleg. Meðal ann-
ars verði að lækka verð þeirra
svo að hver og einn geti fengið
sinn skammt og meira en það.
En það skiptir hins vegar engu
máli þótt holl efni, sem stuðla
að góðri heilsu og hreysti,
verði svo dýr að þau verði
ekki keypt af þeim sem á
þurfa að halda. Og hann minn-
ist ekkert á alla þá sem þjást
og kveina undan þessum
eiturefnum. Hann hefir litið
fyrir þvi að telja andvörp
þeirra, sem vaka yfir glötuö-
um sonum og dætrum eða öðr-
um ástvinum sem eru að far-
ast i þessum voða. Og að hann
liti á þá manndómsmenn, sem
þjóöin hefir tapað i elfu
Bakkusar, er fráleitt.
Hins vegar eru þetta
skiljanleg viðbrögð lögfræð-
ings þvi að málavafstri á
mörgum sviðum myndi ljúka
ef hægt væri að afnema eitur-
nautnir og það þýðir auövitað
minni atvinnu.
En það sem kom mér sér-
staklega til að gripa pennann
nú er ekki þessi hugsanagang-
ur H. Bl., þvi að hann á sér fáa
lika, heldur það sem hann seg-
ir og ég leyfi mér að taka hér
upp: „Ég minnist þess siðan i
vetur að fjórir þingmenn
vildu að menn sem keyptu
áfengi yrðu skráðir opinber-
lega eins og Gyðingar hjá
Adolf Hitler” o.s.frv. og Siðar:
„Vitanlega eiga þessir al-
þingismenn ekkert skilið af
þeim sem borga átta milljarða
aukreitis annað en að þeir
verði ekki kosnir aftur, til
þings en aðrir menn valdir i
þeirra stað.” Með öörum orð-
um: Þessum þingmönnum
verði rult úr vegi eins og Hitl-
er gerði við þá sem ekki voru
sama sinnis og hann. Er
Hitlersandinn betur túlkaöur
nokkurs staðar en i þessum
orðum og hugarfari. Þaö má
sem sé ekki ónáða brennivins-
og eiturberserki og beina fólki
inn á hollari brautir. Slikt skal
varða þvi að menn veröi látnir
„hverfa” af sjónarsviðinu.
Nýlega ákvað Carter banda-
rikjaforseti að i Hvita húsinu
skyldu ekki, meðan hann réði,
verða veittir sterkir drykkir i
veislum.
Ja, hann á aldeilis von á
góðu frá Haraldi lögspekingi
Blöndal.”
ÞÞþ. ÞORGRÍMSSON &C0
Armula 16 • Reykjavik • simi 38640
'6$, & O ’Ú
Albert hefur rétt fyrir sér
Akurnesingur hringdi:
„Ég var að lesa frétt hjá
ykkur i Visi þess efnis, að
Albert Guðmundsson hafi
neitað Akurnesingum um enn
einn mann i stjórn Skalla-
grims, sem er útgerðarfélag
Akraborgarinnar. Mig langar
til að lýsa ánægju minni meö
þessa ákvörðun Alberts, þvi
að utan þess, sem Reykvik-
ingar eiga hagsmuna að gæta i
sambandi við Akraborgina, þá
tel ég það einnig gott fyrir
okkur Skagamenn að hafa i
þessi starfi mann, sem ekki er
neitt tengdur Akranesi.
Ég fagna þess vegna að til
starfans skuli valinn utanað
komandi maður, ailsendis
ótengdur Akranesi, og sem
getur litið hlutlausum augum
á málin. Það er ýmislegt at-
hugunarvert við rekstur Akra-
borgarinnar, sem núverandi
stjórn hefur ekki náð aö laga,
svo ég held Albert hafi rétt
fyrir sér að þessu sinni”.
í SJALLANN
Jóhann á Akureyri
hringdi:
„I framhaldi af lesendabréfi i
Visi fyrir skömmu þar sem rætt
var um hátt miðaverð i Sjallan-
um langar mig að geta þess, að
um siðustu helgi var selt þar inn
fyrir 1.000 krónur og einungis
var boðið upp á eina hljómsveit.
Þvi langar mig til að spyrjast
fyrir um það hvort vinveitinga-
leyfi sé ekki bundið við þaö að
hafa miðaveröið i lágmarki.
Manni finnst það allavega
skrýtið að hægt sé að setja það
verð á aðgöngumiðana sem for-
ráðamönnum húsanna þóknast
án þess nokkuð sé að gert.”
BJORGUNARSVEITIN STAKKUR
KEFLAVÍK
TORFÆRUAKSTURSKEPPNI
VERÐUR HALDIN VIÐ HAGAFELL,
GRINDAVIK 4. SUNNUDAGINN
11. SEPT. KL. 14
ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR í SÍMA 92-1102
Björgunarsveitin Stakkur