Vísir - 11.09.1977, Qupperneq 2
2
Sunnudagur 11. september 1977 VISIR
„VIXÍ" OG SÍGARETTUR
Rœtt við Boga Jónsson, sem er nýkominn fró Angóla
Þann 2. júni siöast liöinn lagöi M/S Mávur úr höfn
í Las Palmas á Gran Canaria áleiöis til Luana,
höfuöborgar Angóla. M/S Mávur er kæliskip, tæpar
1400 lestir að stærö og í eigu útgeröarfyrirtækisins
Pólarskip hf. Skipið lagði af staö meö tæp þúsund
tonn af þurrsaltfiski frá Alasundi í Noregi þann 23.
maí. Eftir 10 daga siglingu var komiö viö i Las
Palmas og teknar vistir og olía. Síöan var ferðinni
haldiö áfram til Luanda.
Einn skipverja á Mávi, Bogi Jónsson er nýlega
kominn til islands eftir tæpra tveggja mánaöa úti-
veru. Hann flaug til Gran Canaria og sigldi meö
skipinu þaðan og suður á bóginn, kom síðan með þvi
til Belgíu og f laug þaðan hingaö til Islands. Helgar-
blaöiö hitti Boga að máli fyrir stuttu og bað hann að
segja lítillega af ferðinni. Mávur er fyrsta is-
lenska skipið sem leggst að bryggju i Angóla, en
landið hefur verið í heimsfréttum nú í langan tíma.
Fyrst vegna borgarastyrjaldarinnar sem braust út
eftir aö landið hlaut sjálfstæöi, síöan vegna af-
skipta stórveldanna af þeirri styrjöld og nú kannski
vegna þess aö kúbanskir hermenn í landinu sýna
hreint ekki á sér fararsnið.
Astandið á þessari mynd er kannski dæmigert fyrir ástandiö við
höfnina í Luanda. Nóg er af fólki til að vinna en skortur á vörubil-
um kemur i veg fyrir að það hefjist handa.
„Við urðum litið varir við
'skipaferðir á leið okkar frá
Kanarieyjum og til Luanda”,
sagði Bogi. „Við vorum að fjar-
lægjast helstu siglingaleiöir,
enda sást iitið til annara fragt-
skipa. Vestur af spönsku Sahara
og Mauretaníu var þó a 11 nokkuö
um rússneska skuttogara I fylgd
verksmiöjuskipa, og af fjölda
þeirra mátti ráöa að þarna væri
talsvert af fiski.”
„Veðrið var yfirleitt alltaf
eins, steikjandi hiti og Ivgnt.
Það var talsvert lif i sjónum en
fáa fugla sáum viö .
Við urðum áþreifanlega varir
við lifiö i sjónum, sérstaklega
flugfiskana. Það sást til þeirra
þegar þeir skutust frá stefni
skipsins, ýmist einn og einn, eða
þá um fimintiu saman. Þeir
svifu á cyruggunum, en knúðu
sig áfram með neðri hluta
sporðsins sem skagaði dálítið
niður. Meö þessu móti gátu þeir
svifið i allt að 5-15 sekúndur.”
Inn um káetugluggann
,,A næturna sóttu þeir i ljósið
og lentu þá oft á þilfarinu. Einn
varð meira að segja svo
óheppinn að fljúga inn um kýr-
auga bátsmannsins og lenti i
kojunni þar sem hann lá sof-
andi”.
— Hvernig varð honum við?
„Kannski eins og við var að
búast. Það er rétt hægt að
imynda sér hvernig það er að
vakna með spriklandi og blaut-
an fisk i fanginu.”
Sundlaug um borð
„Eftir þvi sem nær dró mið-
baug hlýnaöi sjórinn og þá tók-
um viö okkur til og útbjuggum
okkur sundlaug um borð. Sjór
var látinn renna i hana og varð
hún geysivinsæl og mikiö notuð.
Þegar siðan var siglt yfir mið-
baug var haldin mikil skirnar-
athöfn og menn settir á bólakaf i
laugina.”
„Hitinn minnkaði dSlitið þeg-
ar við vorum komnir yfir á
suðurhvelið enda rikti þar vet-
ur. Þarna bar mikið á maurild-
um i sjónum. Maurildi eru litlir
þörungar sem eru sjálflýsandi
og getur stafað af þeim töluverð
birta. Eitt sinn sigldum við
gegnum maurildabreiðu að
næturlagi þannig að allt skipið
lýstist upp. Þetta vakti svo
rhikla undrun að það gleymdist
að taka af þessu myndir. Eng-
inn okkar hafði séð neitt þessu
likt áður.”
Allt í tíriti
16. júni, fjórtan dögum eftir
að lagt var af stað frá Gran
Kanria, var komið á leiöarenda.
Þegar Mávur nálgaðist land
kom varðbátur á móti skipinu.
Mennirnir sem i honum voru
gáfu skipstjórnanum fyrirmæli
um að leggjast viö akkeri á ytri
höfninni i Lúanda. Þar voru
fyrir 16-17 skip.
„Við dóluöum þarna i fjórtán
daga, og allan þann tima var
okkur aldrei tilkynnt hvenær við
yrðum teknir aö bryggju”.
,,A öðrum degi komu til okkar
vegabréfsskoðarar og tollþjón-
ar. Þeir höguðu sér dálitið öðru-
visi en maður á að venjast héð-
an að heiman að þvi leyti að
engin tilraun var gerð til að leita
i skipinu. Þeir höfðu aftur á
móti mikinn áhuga á öllum list-
um, eins og áhafnarlista,
birgðalista, tolllista og svo
framvegis og vildu fá þá i ti-
riti.”
,,A meðan staðið var i að
kópfera 10 eintök af öllum list-
um um skipið og áhöfn þess gáfu
þeir sig á tal við okkur. Þeir töl-
uðu bara sina eigin mállýsku,
portúgölsku, en eftir þvi sem við
komumst næst föluðust þeir
eftir að kaupa Viský og
ameriskar sigarettur. Svo var
að skilja að þessar vörur væru
ófáanlegar með öllu i landinu,
enda ekki liklegt að Bandarikin
hefðu náin samskipti við
Angóla.”
Froskmenn sprengdir
„Dvölin á legunni gaf okkur
gott tkifæri á að skoða umhverf-
ið. 1 Lúanda er besta legupláss á
allri vesturstönd Afriku. Það
stafar af rifi miklu eða eiði sem
stöðugur suð-vesturstraumur
hefur myndað. Það var annars
fátt hægt að gera sér til dundurs
i þessa 14 daga annaö en að
skoða umhverfið”.
„Eitt olli okkur þó miklum
heilabrotum. Annaö slagið
brunaði innfæddur hermaður i
kringum skipin á gúmbát, og
fleygði niður sprengjum við
skipin sem lágu þarna. 1 sak-
leysi okkar héldum við að mað-
urinn væri að veiða, vegna þess
að hann hirti alltaf fiskana sem
flutu upp eftir sprengingarnar.
En okkur var siöan sagt að
maðurinn væri að reyna að
sprengja fyrir hugsanlegum
froskmönnum sem gætu verið
að festa sprengjur við siöur
skipanna. Við töldum þó enga
ástæðu til að óttast, þvi við vor-
um aðeins með meinlausan salt-
fiskfarm innanborðs. Höggin af
þessum sprengingum voru
gifurleg. Það var eins og slegið
væri i skipssiðuna hjá okkur
meö griðar stórri sleggju, þó að
sprengt væri i mörg hundruð
metra fjarlægö. Okkur tókst aö
ná hylki af einni sprengjunni
og af áletruninni mátti sjá að
það var kúbanskt aö uppruna.”
//Mildur vetur
,,A meðan við vorum þarna
kom aldrei úrkoma eða hvass-
viðri, og veðrið var bókstaflega
alltaf eins. Okkur var þó sagt að
á sumrin væri talsvert heitara
og á haustin gerði dálitla úr-
komu. Hinsvegar gerir aldrei
frost og má segja að þetta hafi
verið mildasti vetur sem nokkur
okkar hafi upplifaö”.
„Þegar við höföum legið
þarna i fulla 14 daga, gerðist
leiðsögumaðurinn svo vænn að
lita um borð til okkar og lóðsa
okkur að bryggju”.
„Affermingin gekk mjög illa
þvi það vantaði alltaf vörubila
til að setja saltfiskpokana á.
Saltfiskurinn var keyröur beint
til neytenda i fleiri hundruð
kilómetra fjarlægð og við viss-
um að einn billinn átti 1200 kiló-
metra leið fyrir höndum. Þetta
voru splunkuný ir Volvo-bilar”.
Skipiö vörugeymsla
„Þeir notuðu skipið sem vöru-
geymslu, og tóku bara úr þvi
þegar þeim hentaöi. Við vorum i
3 vikur að landa þessum þúsund
tonnum en hefðum getað gert
það á þremur dögum meö eðii-
legum afköstum.”
„Um hverja helgi sem við
vorum staddir þarna komu fjög-
ur til fimm þúsund mannS i
sjálfboðavinnu. Yfirvöld virtust
reyna að leysa vandamál
hafnarinnar með þvi að óska
eftir sjálfboðaliðum. Það var
ánægjulegt að sjá þetta fólk
vinna þvi að hver kepptist viö
annan um að vera duglegri.”
„Annars urðu samskipti okk-
ar við innfædda ekki mikil. Við
skildum ekki portúgölskuna og
þeir töluðu ekki ensku nema ör-
fáir. Flestir ibúanna eru svartir
en þó nokkrir hvitir og blandað-
ir”.
Hlaupiöúr bíó
„Yfirvöld þarna i Luanda
voru heldur spör á landgöngu-
leyfin og við fengum aðeins aö
fara i land milli 6 og 10 á kvöld-
in. Verslunum var svo lokaö
klukkan 6 þannig aö ekki kom-
umst við i búðir. Þetta var sjálf-
sagt gert til aö koma i veg fyrir
svartamarkaðsbrask á erlend-
um gjaldeyri, en gjaldmiðill
VÍSIR
1 tnefandi ' Hi*\kjaprrnl hf
Kramki arniriastjori: l>a\ift (iuömundsson
Kilsljórur: l*orsU*inn l’álsson abm.
olafur Kaunarsson.
Kitsljornarfulltrui: Bragi (íuömundsson Fréttastjóri rrlendra íretta: (iuftmundur G Pétursson
I msjon meft llelgarhlafti: Arm Pórannsson Rlaftamenn: Anders Hansen. Anna Heiftur Oddsdóttir
Edda Andrésdottir. Ktnar K Guftfinnsson. Elias Snæland Jónsson. Finnbogi Hermannsson. Guftjón
Arngrimsson. Hallgrimur H Helgason. Kjartan L. Palsson. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn
Guftjonsson. Sæmundur Guftvinsson Iþrottir: Björn -Blöndal. Gylfi Kristjansson ( tlitsteiknun: Jón
Oskar Halstejnsson. Magnus Olatsson l.josm\ndir: Einar (iunnar Kinarsson. Jens Alexandersson.
Kol tur Asgeirsson
Söliisl jori: Pall Stefansson Xuglysingastjori: Porsteinn Fr Sigurftsson
Dreifingarst jori: Sigurftur K Petursson
Xuglysiiigar: Siftuinulu x. Simar X32SO. XKKll. \skriftargjald kr. i:hmi a manufti innanlands.
Afgreiftsla: Stakkholti 2-1 simi xkkii Verft i Liusasiilu kr To eintakift.
Kilstjorn : Siftomula II. Sfmi XKKII. 7 línur. I'rentun : Klaftaprent hf
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar
fyrir aðeins 1300 krónur ó mónuði