Vísir - 11.09.1977, Page 6

Vísir - 11.09.1977, Page 6
6 Sunnudagur 11. september 1977"VISIR Carinthia. Þaö voru fleiri heimsóknir, heldur en konungsheimsóknin sem settu svip á lif fólksins og varða kvikmyndasögu okkar. 1 júlimánuði áriö 1926 kom skemmtiferðaskipið Carinthia til Reykjavikur með 350 farþega innanborðs: „Meö skipinu er frægur ferðamaöur, Burton Holmes aö nafni. Hefir hann eigi gert ann- aö i 25 ár en aö ferðast um heim- inn og halda svo fyrirlestra og sýna myndir — fyrst skugga- myndir og siðan kvikmyndir — frá þeim löndum er hann hefir feröastum. — Mr. Holmes hefir nú meö sér aðstoðarmann, Franklin Lavarre frá Honululu. Tóku þeir báðir kvikmyndir hjer i gær og i fyrrakvöld. í fyrrakvöld tóku þeir t.d. myndir af höfninni hjer og „Botniu” er hún fór hjeðan, einnig af söng- Metrópólis — Fritz Lang 1926. flokknum sem kom um borö. En myndir af glimumönnunum mistókust þá. Þess vegna fékk Mr. Holmes fjóra bestu glfmu- mennina ásamt Sigurjóni Pjet- urssyni, til þess aö koma um borð i gær og sýna þar glfmu eftir fegurstu reglum listarinn- ar og voru þar teknar myndir af öllum brögöum og vörnum gegn þeim. Var Holmes ákaflega hrifinn af gimunni og munu myndirnarhafa tekist vel. 1 gær voru teknar myndir af götulifi i Reykjavik og ýmsum merkum stöðum, svo sem Safnhúsinu og söfnunum, likneski Ingólfs Arnarsonar, Austurstræti, fisk- verkunarstöð og Laugunum. Þótti þeim fengur aö fá slíka mynd, þar sem margtfólk er viö þvott i sjóðandi laug. — Alls munuþeir hafa tekiö 1000metra „filmu”, en i dag ætla þeir að bæta miklu viö ef veður leyfir.” Þannig hafði þessi heimsókn kvikmyndagerð i för með sér likt og konungsheimsóknin. Munurinn er hins vegar sá að kvikmynd Lofts hefur varðveist fram á okkar dag, en um afdrif Holmes kvikmyndarinnar vit- um við ekki. Vonandi tekst að hafa upp á henni. Það var meö komu skemmti- ferðaskipsins eins og konungs- ins i næsta mánuði á undan, að hún hafði bein áhrif á lif fólksins i bænum. Sannaðist enn sú milda speki að fásinnið eflir upplifunarhæfileikann en of- framboöiö slævir. Auk Þing- valla og Kambabrúnar þótti Hafnarfjörður til að mynda full- boöleg túristaattraksjón. En Is- lend. létu sér þá ekki nægja aö sýna landið heldur fóru þeir um borð i Carinthiu og skemmtu ferðamönnunum með söng, hljóöfæraslætti og glimusýning- um. 1 þakklætisskyni héldu feröamennirnir dansleik um borö. Vafalaust hefur ekki skort veitingar þaö kvöldið og ef aö likum lætur hefur mönnum ver- ið skenkt i glös þeirri veig, sem Einar Benediktsson, skáld kall- ar um þetta leyti „ósvikið þrúguvin”. Spánarvln og Græn- land. Ekki fara sögur af Einari Benediktssyni um borö én hann kvartaöi þungan um þetta leyti undan þeim álögum sem voru á vfnum sem seld voru íslending- um. Einar haföi áhyggjur af þvi aö vinin kæmust ekki frá Spáni „til vor eins og þau afgreiðast þar. — En fyrir utan þetta er fyrst og fremst ein meginspurn- ing að-leysa Ur? Hvernig stendur á þvi að slikt afarverö er lagt á vinin, sem eru að miklu leyti ákaflega ljeleg og tæpast boöleg þeim, sem láta sér ekki standa á sama hvort þeir drekka ólyfjan eða svikiö þrúguvin. Hjer er sannarlega nógu dýrt verð gold- ið fyrir ýmislegt óhentugt fyrir- komulag, leiðandi af óverjandi heimskupörum, bönnum og af- skifti af frelsi einstakra manna og félaga i verslun, iðnaði og framleiöslu — þótt ekki væri tildrað upp ósýnilegum millilið- um, bak við þjóöina, i viðskift- um, er rekast af starfsmönnum, ráönum fyrir kaup af almanna- fje.” Svo mörg voru þau orö. Ann- ars var Einar Ben með allan hugann við Grænlandsmálið um þessar mundir, en það var Ein- ari kappsmál og hugsjón að Is- lendingar fengju óskoraðan rétt til yfirráða á Grænlandi, hinni fornu nýlendu þjóðarinnar. Flestar 25 greina og ritgerða sem Einar samdi 1926 voru um Grænlandsmálið, þó var þeirra á meðal ein helsta greinargerö hans um heimspeki, Alhygö, auk þess sem hann birti 4 ljóð eftir sig, þar á meöal Þagnir I Visi 5. október. Menningin kom einnig i heimsókn. Þess var getiö i dagblöðum, að Halldór Kiljan Laxness værki komin heim frá ttaliu með handritið af Vefaranum mikla frá Kasmir. ,,Og nú hafa bæjarbúar sjeö Kiljan hér á göt- unum langan og grannan, með gleraugun miklu og hattinn barðastjóra, þar sem hann stik- ar löngum skrefum tærður af rýni I regindjúp mannlegrar til- veru og umfaðmandi og um- lykjandi öll hin nýjustu form i skáldlist, þenkjandi um drengjakolla og stuttkjólatisku, „kaþólsk viðhorf” ' og Rhodymenia palmata”. En Kiljan vinnur meira en að ganga og hugsa. Hann talar lika. Og á anna i hvitasunnu ætl- ar hann að tala við bæjarbúa á þann hátt, að lesa upp fyrir þeim nokkra valda kafla úr hinni nýskrifuðu sögu „Vefar- inn”. Af öðrum menningarheim- sóknum ber hátt komu hinnar þýsku Fílharmoniuhljómsveit- ar frá Hamborg en það var Jóni Leifs að þakka. Haft var eftir norskum blaðamanni sem sleg- ist hafði i för meö hljómsveit- inni að Jón væri upprennandi hljómsveitarstjóri og tónskáld i Þýskalandi. Flutt voru verk klassisku meistaranna og þess var getið að þá hefði verk eftir Wagner verið flutt hér i fyrsta sinn, Siegfried Idyll. Nafni Jóns Leifs og góövinur Halldórs Laxness, Jón Helgason fræðimaöur, kom einnig i heimsókn til fósturjarð- arinnar þetta ár, þvi hann kaus að verja doktorsritgerð sina um seinni aldar skáldskap og Jón Grunnviking við Háskóla Is- lands.Fór vörninfram IAlþing- ishúsinu og voru andmælendur þeir Sigurður Nordal og Páll Eggert Ólafsson. Umsóknir um kvik- myndahúsrekstur. Þrátt fyrir mikið framboð af alls kyns menningarviðburðum á þeirra tima visu, hefur bió- sókn sennilega verið með ende- mum góð, 1926 sem ráða má af þvi að bæjaryfirvöldum bárust þá umsóknir tveggja einstakl- inga um rekstur nýrra kvik- myndahúsa. Spunnust miklar umræöur út af umsóknunum hjá bæjarlaga- nefnd. Meðal annars snérist umræðan um það hvort rétt væri að veita einstaklingum slikt leyfi eða hvort réttara væri aö bærinn tæki aö sér rekstur kvikmyndahúsanna. Borgar- stjóri hélt þvi fram að sætafjöldi hér væri mjög áþekkur þvi sem gerðist erlendis hlutfallslega og það myndi gera bióunum erfið- ara uppdráttar ef þriðja bióið bættistviö. Hann haföiog þá trú að hér væri biómyndaval yfir- leitt betra en tiðkast viða ann- ars staðar. Nokkrir bæjarfull- trúar tjáöu sig um máliö án þess að taka ákveðna afstöðu til þess, hvort bærinn ætti að hafa rekst- ur bióanna eða eigi”. Kvaðst Pjetur Halldórsson aöhyllast það „vegna þess eins, ef meö þviyrði hægtað vera viss um að myndirnar væru góðar.” Við Reykvikingar erum ekki skríD, sagði P.H. ,,en með slæmum biómyndum er hægt að gera okkur að skril”. Hvað var i bió 1926? Auk Dreyermyndanna, sem minnst hefur veriö á voru sýnd- ar a.m.k. tvær merkismyndir kvikmyndasögulega séð, sem gerðar voru á árinu á undan: Gullæði Chaplins og Variété, vel heppnuð kvikmynd af þýska skólanum, E.-A. Dupont stjórn- aði, Karl Freund kvikmyndaði og Emil Jannings lék. Og ekki má gleyma skopmyndunum. Sýndar voru tvær myndir með Buster Keaton, Sherlock Holm- es yngri og Buster Keaton sem Kauphallarbraskari. Tvær myndir voru einnig sýndar með Harold Lloyd. Þá má nefna 3 konureftir Ernst Lubitsch og Sá sem fær skellinn eftir Viktor Sjöström, báðar gerðar i Ame- riku. Þá voru sýndarþrjár fróð- leiksmyndir sem bera sams konar heiti: ísland i lifandi myndum (endursýnd), Finn- land i lifandi myndum og Dan- mörk i lifandi myndum. Danska Halldór Laxness (teikning úr Mbl) — „tærður af rýni I regin- djúpin...” Glomdalsbrúöurin — Dreyer 1925. a

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.