Vísir - 13.09.1977, Side 5

Vísir - 13.09.1977, Side 5
normex- reolen Y Hver fœr að nýta auð- œfi Suðurskaufslands? Sigvaldi Hjáímarsson skrifar um niundu ráðstefnuna um | Suðurskautsland, sem nú er að hefjast. I AHUGI fer nú mjög vaxandi á hverskonar möguleikum sem fólgnir eru i Suðurskautslandi, bæöi I jörftu og á, en víöa um hei'm uggir menn aö þessa veðrum böröu áifu þurfi aö verja sérstaklega gegn óskyn- samlegri nýtingu og mengun umhverfis. Suðurskautsland er sá hluti heims sem afskekktast liggur allra landa og mest vandhæfi er um aö fara. Þaö er fimmti hluti af þurrlendi jarðarinar. Uppúr næstu helgi koma full- trúar þrettán landa saman i Lundúnum til að leggja á ráðin um nýtingu þeirra auðlinda sem þar er að finna ánþess til skaða verði náttúrlegu umhverfi. Menn greinir á um hve mikil auðæfi liggi þar ónotuð, en svo mikið þykjast fróöir menn vita að i hafinu umhverfis þaö sé mesta forðabúr jarðarinnar af eggjahvituefnu fólgnu i fiski ööru sjávarlífi, auk þess sem þar kváðu vera niutiu prósent af nýtilegu ferskvatni jarðarinnar bundnu i klaka. Kröfur til landa Þessi ráöstefna I Lundúnum verður niunda ráðstefnan um Suðurskautsland og sáttmálann sm um þaö var fyrrum geröur. Nú er afturámóti svo komið að búast má við að einhverjir hyggi á nýtingu hinna miÚu auðlinda við Suðurpól. Um slikt er ekki fjallað i sáttmálanum, og vel má vera að nú sé að verða hver siðastur að komast að samkomulagi þarum. Ýmislegt bendir til að járn og úranium sé þar I jöröu og i landgrunninu kringum landiö finnst trúlega olía og j arðgas þótt ekki sé vitað hve mikið. A hinn bóginn gæti það bjarg- aö málinu i náinni framtiö að olíunám á hafsbotni svarar illa kostnaði I svo erfiðri veðráttu og þungum sjó. Þarf tækni mjög að fleygja fram við slika olíu- vinnslu áður að þvi komi. Einnig hefur fundist vottur af kolum. Skelfiskur Breskir sérfræðingar telja nýtingu auðlinda i hafinu við- ráðanlegri um sinn og hafa sér- staklega i huga skelfisk einn sem kvað vera einstaklega HUSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 4 HAFNARFIRÐI SÍMI: 51818 rikur aö eggjahvituefnum og þar lifir i gifurlegu magni. Ýmsar þjóðir, einkum Sovét- menn, Japanir, Þjóðverjar, Pólverjar og Chilemenn, eru búnar að gera rannsóknir á hugsanlegri nýtingu þessa skel- fisks, og giska bjartsýnismenn á að veiða megi 50-100 millj. tonna á ári. Til samanburðar er rétt að geta að skelfiskafli heimsins er i dag ekki nema 60-70 millj. tonna á ári. Gnægð er þarna af fiski i sjó, en vafamál hversu hann má nýta á haganlegastan máta eínsog stendur. Breskir sér- fræðingar eru vondaufir um aö fiskveiðar þar syöra borgi sig. Kveða þeir ókunnugum sjást yT- ir hve erfitt sé aö sækja sjó svo fjarri útvegs- og markaöslönd- um, hve mikið skorti þegar allar strendur i nánd við miðin séu i eyði og hve vanaleg útgeröar- tækni eigi illa við á geigvænleg- um viðáttum við Suðurskaut. Ný viðhorf Að þvl hlaut að koma að þró- unarlöndin færu að líta hýru auga til Suðurskatslands. Þau eru nú farin aö láta 1 ljós óskir um að taka þar til höndum. Og þá vantar yfirvald að útdeila heimildum til að nýta þann auö sem I rauninni er mannkynsins alls. Og nýlega kom sá boðskapur frá FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunun Sameinuöu þjóðanna, að timi væri kominn til að fara að nýta auðæfi suður- hafa til hagsbóta fyrir mann- kynið allt. Þetta er sennilega viðkvæm- asta atriði sem glima þarf við I téðu samhengi. 1 Bretlandi eru menn þeirrar skoðunar,ogsennilega viðar,að allt alþjóðlegt samstarf um Suðurskautsland undir forræði Sameinuðu þjóðanna, eða ann- arrar álika samkundu, yröi tvl- sýnna helduren á vegum þeirra sem standa að suöurskautssátt- málanum gamla. Engum hefur heldur verið bannað að sinna rannsóknum þar syöra en land- ið er ekki heppilegt æfingasvæði fyrir byrjendur i atvinnutækni eöa visindum. Verðurfróölegtaö frétta hvað ráðstefnan hefur til málanna að leggja. I þessu efni. VISIR Þriðjudagur 13. september Hana sækja fulltrúar þeirra landa, sem upprunalega stdðu að sáttmálanum — auk Pólverja sem nú er bætt I hópinn. Þessi lönd eru: Argen- tlna.Astralia, Chile, Frakkland, Nýjasjáland, Noregur Suður- Afrika, Bandarikin, Sovétrlkin og Bretland. Sjö lönd gera kröfur til yfir- ráða við Suðurskaut, Argentina, Astralia, Chile, Frakkland, Nýjasjáland, Noregur og Bret- land. Bandarikin og Sovétrikin lýsa þvi hinsvegar yfir að þau hafi engar landakröfur fram að bera. En sú ákvörðun var tekin 1959 að slá á frest afgreiðslu allra slíkra krafna uns endur- nýja skal sáttmálann áriö 1991. Ætlast er til að landið standi opið uppá gátt fyrir visindaleg- um rannsóknum og má þar á engar hömlur leggja. Það á og að vera frjálst af allri hernaöar- legri misnotkun. Engar kjarn- orkutilraunir leyfast og eigi má losa neinn úrgang frá vinnslu sllkrar orku. Og með það fyrir augum að tryggja að svo verði ekki er svo ráð fyrir gert að hver þjóö eigi þess kost að fylgj- ast náiö með athöfnum hinna. Nýting auðlinda LICENTIA VEGGHÚGÖGNIN í FJÖLBREYTTU ÚRVALI Hagstœtt verð og greiðsluskilmálar Verið ávallt velkomin í verslun vora og við munum veita ykkur alla þá aðstoð er við megum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.