Tíminn - 16.02.1969, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 16. febrúar 1969.
TIMINN
11
DENNI
DÆMALAUSI
— Ég get ekki komið út
núna, ég þarf að leggja mig
smástund!
Lárétt: 1 ftðlsk borg 6 Litu 8
Hlemmur 10 Svik 12 Burt 13 Leit
14 Fæðu 16 Tók 17 Hljómi 19
Blekklessu.
Krossgáta
Nr. 243
Lóðrétt: 2 ílát 3' Viður-
nefni 4 Kona 5 Manns 7
Jökull 9 Ýta fram 11 Kona
15 Tæki 16 Óþrif 18 Jarm.
Ráðning' á gátu no. 242:
Lárétt: 1 Glápa 6 Úða
8 Los 10 Rós 12yDR 13
Mó 14 Uml 16 Kam 17 Áka
1Q ÓclrTii
Lóðrétt: 2 Lús 3 Áð 4
Par 5 Eldur 7 Ósómi 9 Orm
11 Óma 15 Lás 16 Kar 18
KK.
Loftpressur - gröfur
Tökum að okkur múrbrot og sprengingar
og höfum einnig gröfur til leigu.
Vélaleiga Simonar Símonarsonar,
Sími 33544.
J.O. Curwood:
:;v v'*k
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Eftirtalin störf við veitukerfisdeild Rafmagnsveit-
unnar eru laus til umsóknar:
1. Starf rafmagnsverkfræðings.
2. Starf rafmagnstæknifræðings eða rafvirkja
með framhaldsmenntun.
3. Starf mælingamanns.
Upplýsingar í skrifstofu Rafmagnsveitunnar,
Hafnarhúsi v. Tryggvagötu, 4. hæð, herbergi
nr. 11.
Umsóknareyðublöð afhent á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 24. þ. m.
FMAGNSVEITA
EYKJAVÍKUR
13
urðu örlög Stimsons og konu
hans. Þú mátt ekki fara til Téte
Jaune. >ú mátt ekki heldur láta
stúlkuna fara þangað. Ég veit,
hvað ég er að segja, því að . . . .
Hann þagnaði við, og Aldous
beið fraimhaldsins. Síðan fann
hann, ,að Stevens lagði varir að
eyra hans og hvíslaði:---------því
að Quade lagði af stað þangað í
kvöld. Hann fór. ríðandi. Hann
þarf að ræða um eitthvað við Cul-
ver Rann og þorir ekki að gera
það í síma. Og þessum boðum
verður hann að koma áleiðis, áð-
ur en járnbrautarlestin kemur til
Téte Jaune á morgun. Skilurðu
nú, hvernig í pottinn er búið?
Áttundi kafli.
Aldous viðurkenndi fyrir sjálf-
um sér, að hann skildi ekki til
hlítar, hver nauðsyn væri á því,
að hann færi ekki til Téte Jaune,
þrátt fyrir allar óhugnaðarlýsing-
ar Stevens. Hann áttaði sig ekki
til fulls á þessum sögum, og hon-
um fannst, að hann yrði að fá
nokkurt tóm til þess. Þess vegna
hélt hann brott frá tjöldum Stev-
ens, en hét þó að koma þangað
aftur um kvöldið og gista. Hanni
gekk eftir stíg á árbakkanum í!
átt til yfirgefinna tjaldstöðva, því
að þar bjóst hann sízt við að
hitta fólk á ferli.
Áður en hano talaði við Stev-
ens, hafði honum ekki komið til
hugar, að Quade Léti sig þetta
svo miklu skipta, að hann gripi
til úrræða af því tagi, sem Stev-i
ens lýsti. En nú runnu á hann |
tvær grímur. Hann efaðist ekki um i
sanngildi þessara sagna, því að i
hann vissi að Stevens fór aldrei!
með fleipur og trúði ekki fleipri. i
Honum hafði orðið mest um það,!
sem hann sagði um Stimson og i
konu hans. Hafði Quade nú fyr-j
irbúið honum og Jóhönnu sömu
örlö'g? Hvers vegna hafði hann
haldið af stað til Téte Jaune þeg-
ar í kvöld? Hvers vegna hafði
hann ekki beðið lestarinnar á
morgun?
Hann var svo hugbundinn, að
hann var farinn að hlaupa við
fót, áður en hann vissi af, en
hann stakk við fótum, er honum
kom allt í einu nýtt í hug. Var
það svo kynlegt, þótt Quade
reyndi að ná valdi yfir Jðhönnu,
hvað sem það kostaði? Var hon-
um sjálfum ekki svipað farið í
því efni? Hafði hún ekki náð
því valdi yfir honum, að hann var
reiðubúinn að fórna hverju sem
var vegna hennar.
Hann gekk áfram með kreppta
hnefa. Honum var þó ekki efst í
huga ótti um sjálfan sig, heldur
Jóhönnu. Hvan mundi gerast, ef
maðurinn, sem hún var að leita,
væri á lífi?. SÚ hugsun ein, að
hún hefði áður tilheyrt öðrum
manni, eða mundi síðar verða það,
rændi hann allri hugró. En þann
ig var málið vaxið. Hún hafði sagt
honum það sjálf, að erindi henn-
ar á þessar slóðir væri einmitt að
ganga úr skugga um það, hvort
þessi maður væri lifs eða liðinn.
Og ef hann lifði? Aldous stakk
enn við fótum og starði út í
myrkrið. Hann sá blika á ána
milli trjánna. Hún rann þarna í
strengjum og straumköstum með
þungum niði. En Aldous heyrði
ekki nið hennar Hann sá hvorki
né heyrði á þessari stundu annað
en dyn síns eigin blóðs, Ef Jó-
hanna finnur eiginmann sinn á
lífi — hvernig fer þá fyrir mér?
Þegar hann sneri við aftur til tjald
búðanna, fann hann, að nýtt hat-
einnar
ur hafði fæðzt í huga hans —
hatur til manns, sem hann hafði
aldrei séð, en sú tilfinning virt-
ist honum þó léttbærari en sú
þjakandi kennd, sem hann hafði
áður verið haldinn. Hann fór allt
í einu að hugsa um Jóhönnu eins
og hún hafði verið, er hún stóð í
bjálkahúsi hans náföl og viður-
kenndi, að hún óskaði þess, að
hún frétti dauða hans með sann
indum. Þessi hugsun færði hon-
um undarlega gleði. Hvernig sem
á því stóð, óskaði hún þess,
að hann væri látinn. Hann hló
lágt með sjálfum sér og greikk-
aði sporið. Hann kynokaði sér
ekki við að viðurkenna gleði Sína
yfir þessu.
Aldous sneri þó ekki aftur til
tjaldanna, heldur stefndi að lítilli
stöð lengra upp með járnbraut-
inni. Þar lét stöðvarstjórinn þess
getið eins og af tilviljun, að Bill
Quade hefði lagt af stað til Téte
Jaune. Hann hélt þaðan brott með
þá vissu í huga, að þetta hlyti
að vera rétt. Honum kom þó ekki
til hugar að fara heim í tjald til
Stevens og taka á sig náðir, þvi
að hann vissi, að hann mundi
ekki geta fest svefn að sinni.
Hann reikaði áfram, unz leið hans
lá fram hjá verkfræðingabúðun-
um, og þá sá hann að Ijós var
í húsi Kellers og undraðist það.
Keller var vinur hans, það var
hann, sem hafði uppgötvað Téte
Jaune sem ákjósanlegasta áningar
stað þeirra, sem lögðu í langferð-
ir um fjöll og firnindi. Hann bar
því eins konar ábyrgð á tilveru
Kyrrahafs-járnbrautarfélagsins.
Þess vegna fagnaði Aidous
því á þessari stundu, að hann
skyldi ekki vera genginn til náða.
Hann drap á dyr og gekk síðan
hiklaust inn.
Keller stóð snöggklæddur á
miðju gólfi með hendur í vösum.
Rauðgljáandi andlit hans og
skalli gljáðu í lampaljósinu. En
augu hans skutu gneistum af reiði,
er hann leit á gest sinn. Jafn-
skjótt og Aldous var setztur, tók
hann að æða fram og • aftur um
góifið og huldi sig þykkum
reykjarmekki úr pípu sinni.
—Hvað er að þér, Pétur?
— Nú, það er ekkert smiáræði,
maður minn. Heldurðu, að ég
mundi hlaupa eins og héri fram
og aftur um gólfið hérna, meira
að segja um miðja nótt, ef ekkert
amaði að?
—Nei, það er ekki líkt þér
hversdagslega að minnsta kosti.
Þú ert of kvöldsvæfur og værukær
m
Sunnudagur 16. febrúar 1969.
8.30 Létt morgunlög:
9.10 Morguntónleikar:
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Háskólaspjall: Jón Hnefill
Aðalsteinsson fil. lic. ræðir
við Þórð Eydal Magnússon
kennara við tannlæknadeild.
11.00 Messa i Laugarneskirkju.
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Um rímur og rímnakveð-
skap. Hallfreður Örn Eiríks
son cand. mag. flytur fyrsta
hádegiserindi sitt.
14.00 Miðdegistónleikar í útvarps-
sal (bcin sending).
15.10 Þýzkir dansar og marsar
eftir Mozart.
15.30 Kaffitíminn:
16.10 Endurtekið efni: „Herðu-
breið á brá er heið“. Þættir
um fjöll og firnindi
16.55 Veðurfregnir.
17.00 Barnatími:
18.00 Stundarkorn með rússneska
fiðluleikaranum Nathan
Milstein,
18.25 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Náttkæla: Jóhann Hjálmars
/ son talar um síðustu Ijóða-
bók Jakobs Thorarensens og
velur til lestrar ljóð, sem
Þorsteinn Ö. Stephensen
flytur.
19.50 „Kvennaljóð", lagaflokkur
eftir Robert Schumann;
20.15 Svona var Hfið þá: Þórunn
Elfa Magnúsdóttir rithöfund
ur flytur annan minninga-
þátt sinn.
20.40 Píanókonsert í f-moll op. 21
eftir Chopin: Vladimir
Asjkenazý og Sinfóniuhljóm
sveit Lundúna leika; David
Zinmann stjórnar.
21.10 Leikhússpistill: Inga Huld
Hákonardóttir og Leifur Þór
arinsson bregða upp svip-
myndum frá sviði og að
tjaldabaki.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Danslög.
23.25 Fréttir i stuttu máll. Dag-
skrárlok.
Mánudagur 17. febrúar
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir Tónleikar. 7.55 Bæn:
Séra Óskar J Þorláksson. 8.
00 Morgunieikfimi: Valdimav
Örnólfsson. Tónleikar.
11.15 á Nótum æskunnar
(endurtekinn þáttur)
12.00 Hádegisútvarp. Dagskráin.
Tónleikar. Tilkynningar. 12.
25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar Tónleikar.
13.15 Búnaðarþáttur. Frá setningu
búnaðarþmgs.
14.40 Við, sem heima sitjum.
15.00 Miðdegisútvarp. Fréttir. Til
kynningar. Létt lög.
16.15 Veðurfregnir. Klassísk tón-
list.
17.00 Fréttir. Endurtekið efni:
17.40 Börnin skrifa. Guðmundur
Þorláksson les bréf frá
börnunum.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds
ins. 1
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Um daginn og veginn. Sverr
ir Pálsson skólastjóri á Ak-
ureyri talai,
19.50 Mánudagslögin.
20.20 Á vettvangi dómsmálanna.
Sigurður Líndal hæstarétta-
ritari flytm' þáttinn.
20.45 Einsöngur i útvarpssal: Sig-
urveig Hjaltested syngur.
Guðrún Kristinsdóttir lcikur
á píanó.
21.10 „Sjóhetjan' eftir Braga Sig-
urjónsson. Jón Aðils teikari
les smásögu vikunnar.
21.30 Sellómúsik. Pablo Casals leik
ur „Svaninn“ eftir Saint-
Saens og .Regndropa-prelúd-
íuna“ eftir Chopin. Nicolai
i Mednikow leikur á píanó.
21.40 íslenzkt mal Ásgeir Blöndal
; Magnússon cand. mag. flyt-
ur þáttinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu
sálma (13).
22.25 Konungm NVoregs og bænda-
höfðingjar.
22.45 Hljómplötusafnið í umsjá
Gunnars Guðmundssonar.
23.45 Fréttir í stuttu máli. Dag-
i skrárlok.
V /