Vísir - 13.10.1977, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 13. október 1977. VISIR
( í Reykjavík J
Saknarðu útvarps og
sjónvarps i verkfallinu?
Sólmundur BJörgvinsson,
húsvörður: Nei, alls ekki. Þó
hvorutveggja vanti hefur þaö
engin áhrif á mig. Yfirleitt hef ég
litið af útvarpi og sjónvarpi að
segja, svo ég er ekki i nokkrum
vandræðum með að eyða timan-
um.
Óiafur Guðmundsson, 11 ára:
Sjónvarpsins já, og þaö mikiö. Ég
hlusta ekkert á útvarpið, en fyrst
sjónvarpið er ekki, þá leik ég mér
bara á kvöldin.
Guðrún Ásgeirsdóttir, afgreiðslu-
maður: Nei, sérstaklega ekki
sjónvarpsins. En útvarpsins
sakna ég I hádeginu, i fréttatim-
anum.
Anna Pálsdóttir, afgreiöslumaö-
ur: Nei, þaðgeri ég ekki. Ég horfi
ekki mikið á sjónvarpið, enda
finnst mér dagskráin fremur lé-
leg. Ctvarpið er oft ágætt, en ég
hef nóg annaö að gera.
Marfs J. Sigurðardóttir, 12 ára:
Já, ég sakna soldið sjónvarpsins.
Annars er ég bara úti núna á •
kvöldin, og það finnst mér eigin-
lega skemmtilegra en að horfa á
sjónvarpið.
„VERKFALLSBROTIN FLEST
VEGNA ÞESS AÐ FÓLK VEIT
EKKI HVAR ÞAÐ STENDUR"
Brennandi starfsgieði er frem-
ur fátltt fyrirbæri hérlendis —þvi
miður. Starfsgleðin er þó það
fyrsta sem maður verður var við
þegar litið er við á skrifstofum
BSRB á annarri hæö i Hekluhús-
inu i Reykjavik. Þar eru simtólin
rétt I allar áttir, mikið þambað af
kaffi, menn koma og fara og ræða
málin af djúpri alvöru eða tómu
gríni.
Þegar Visismenn bar að garöi
voru nokkrir verkfallsverðir að
koma úr leiðangri i Háskólann og
Tækniskólann, og þar haföi ein-
hver kennsla farið fram um
morguninn. Henni var hætt án
þess að til nokkurra erfiðleika
kæmi.
Stéttarvitund fólksins
mikil
Skömmu siðar kom til tals að
fólk væri við vinnu i Grænmetis-
verslun rikisins, sem er sjálfs-
eignastofnun. Málin voru fyrst
rædd á skrifstofunum en siðan
ákveðið að senda mann d staðinn
og ræða við forráðamenn þar.
Vísismenn skruppu á eftir og
fylgdust með viðræðum Agústs
Guðmundssonar frá BSRB viö
verkstjóra og trúnaðarmann
starfsfólks i grænmetissölunni.
„Þetta er eitt af þeim fyrir-
tækjum”, skýrði Agúst fyrir
blm.” sem vafi leikur á hvar
standi i þessu máli. Mikill hluti
starfsfólksins er i Dagsbrún, og
hvorki það né sá hluti sem ekki er
i Dagsbrún höfðu beinan atkvæö-
isrétt i atkvæðagreiöslu um
samningana. En eins og þú sérð
Frá samningaviðræðum I Grænmetisverslun rlkisins.
HRUNADANS STJÓRNSÝSLUNNAR
Ofani 130 milljaröa fjárlög
kemur verkfall opinberra
starfsmanna, sem á endanum á
eftir að breyta niðurstöðutölu
fjárlaga um umtalsverða fjár-
hæð.
Ofani Kröfluvirkjun upp á
rúman tug milljarða kemur
tenging Norðurlands við Sig-
ölduvirkjun seint á þessu ári og
leysir allan rafmagnsvanda
ibúanna næstu árin.
Ofani snarvitlausa verðbólgu
hækka fjárlög um fimmtiu og
fjögur prósent á milli ára.
Þetta eru aðeins þrjú dæmi
um stjórnunarlega erfiðleika,
sem lenda að siðustu á herðum
skattborgarans og neytandans.
Aður hefur þess verið getið að
gengi dollarans er milli sjö og
átta hundruð krónur á mikils-
verðum vöruflokkum. Nú er
upplýst að 6200 milljónir fara i
niðurgreiöslur á landbúnaðar-
vörum. Spurningin er þá þessi
hvort landsmenn eigi að horfa
upp á það aðgeröarlausir að
þróunin verði hin sama næstu
tiu árin. Þá má búast við — að
sex árum liðnum, — að eintak af
dagblaði verði komið hátt i
fimm hundruð krónur.
Þeirspekingareruenn til sem
hamra á þvi að verðbólgan fari
voðalega með sparif járeig-
endur, þótt hneykslið sé svo
risavaxið að sparifjáreigendur
séu fyrir löngu dottnir úr um-
ræðunni. Hafi þeir ekki bjargað
málum sinum með þvi að kaupa
rikisskuldabréf, getur enginn
mannlegur máttur bjargað fjár-
munum þeirra úr þvi sem komið
er, og þess vegna er alveg
óþarfi fyrir Pétur og Pál aö vera
að belgja sig út yfir réttindum
sparifjáreigenda. Þeir eru orön-
ir fólk, sem tilheyrir nitjándu
öldinni.
Refsivextir Seðlabankans og
dráttarvextir innheimtustofn-
ana nema nií þrjátiu og sex pró-
sentum. Bankar hafa þó ekki
heimild til að taka meira
en átján eða nitján prósent
vexti, og eru hvergi ofsælir af,
einkum ef þeir lenda I löngum
og miklum yfirdrætti hjá Seðla-
bankanum. Til skamms tima
voru jafnvei lán á ferðinni
handa forréttindahópum með
ellefu prósent vöxtum, svo til-
teknir bankar gátu lent i þvi að
borga tuttugu og fimm prósent
vexti til Seðlabankans af þvi fé
sem þeir lánuðu með ellefu pró-
sentum.
Nú er á það aö lfta aö átján
prósent vextir, og jafnvel ellefu
prósent vextir, eru langt fyrir
utan venjulegar reglur í pen-
ingaviðskiptum. Við ekkert er
saman að jafna i þeim efnum
hjá okkur. Það er heldur ekki
við neitt saman að jafna hvað
snertir þau atriði, sem getið er
hér að framan. Við erum hrein-
lega komin út af landabréfinu,
og efnahagsmálin orðin I þeim
ólestri að þess finnast engin for-
dæmi, ekki einu sinni á ítaliu
upp úr siðustu heimsstyrjöld.
Meinsemdin liggur fyrst og
fremst i þvi, að rikisstjórnir á
tslandi og þingmenn þjóðarinn-
ar vilja stjórna upp á vin-
sældir. Allt skal helst gert
með samþykki allra og
fyrir alla. Þetta hefur m.a.
leitt það af sér að i rauninni
stjórna allir flokkar eins,
Alþýöubandalagiö ekki undan-
skilið. I vinsældakapp-
hlaupinu verður þó einstaka
rikisstjórnum það á, að missa
gjörsamlega tökin á efnahags-
málunum, eins og dæmin sýna
frá tveimur vinstri stjórnum. Sú
stjórn, sem tók við völdum 1974
hefur sýnilega ekkert ráðið við
verðbólguarfinn. Þess vegna
eru f járlög nú 54% hærri en árið
áður. Þess vegna eru engar
horfur á vinnufriði stundinni
lcngur, þótt samið sé við einn
arm launþega I dag. Hinn kem-
ur með samjöfnuöarkröfur á
niorgun.Og arfurinn nær lika til
þess, að nú er tugmilljarða
virkjun verkefnalaus, bæði af
þvi vantar gufu og af þvi önnur
virkjun, byggö á sama tima,
fullnægir eftirspurninni. Orku-
áreksturinn veröur siðan
greiddur af skattborgurunum,
eins og allt hitt, en vegna verð-
bólgunnar vinnur þessi sami
skattborgari varla fyrir mat
sinum og öðrum daglegum út-
gjöldum. Til viðbótar þessum
hrikalegu útgjöldum er svo ver-
ið að semja um Hrauneyjarfoss-
virkjun, þar sem Rangvellingar
virðast ætla að krefjast tvö-
faldra ráðherralauna handa
hverjum verkamanni.
Svarthöfði