Vísir - 13.10.1977, Page 8
8
Fimmtudagur 13. október 1977.
Nauðungaruppboð
á jöröinni Fifustööum i Ketildalahreppi V-Baröastrandar-
sýslu, þingl. eign Björns Emilssonar, sem auglýst var i 44,
47 og 49 tbl. Lögbirtingablaösins 1977, fer fram eftir kröfu
Inga Ingimarssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn
17. okt. 1977, og hefst kl. 14.
Sýslumaöur I Baröastrandasýslu
12. okt. 1977
Jóhannes Árnason
Móttaka á gömlum
munum:
Fró byggingarhappdrœtti
Nóttúrulœkningafélags
íslands
Dregið var 7. október 1977. Þessi númer
hlutu vinning:
1. Bifreið, nr. 35664.
2. Litsjónvarp, nr. 33301
3. Mokkakápa, nr. 28048
4. Dvöl fyrir tvo á heilsuhæli N.L.F.í. nr.
15126.
5. Dvöl fyrir einn á heilsuhæli N.L.F.l. nr.
13519.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir septem-
bermánuð er 15. október. Ber þá að skila
skattinum til innheimtumanna rikissjóðs
ásamt söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið
10. október 1977
Teppi
Ullarteppi, nýlonteppi, mikið úrval á
stofur, herbergi, stiga, ganga og stofnan-
ir. Gerum föst verðtilboð.
Það borgar sig að lita við hjá okkur.
Keykjavikurvegi «0
Hafnarfiröi. simi 53630
'Hótel Borgarnes
Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30.
Við minnum d okkar
rúmgóðu og
snyrtilegu hótelherbergi.
Pantanir teknar
i sima 93-7119-7219
cvgameó
„Menn
stefna
hœgt en
örugg-
lega að
eigin
glötun"
//Tæknivædd þjóðfélög
nútímans eru orðin svo
flókin að almenningur
getur ekki gert sér grein
fyrir afleiðingum gerða
sinna. Því eru menn hægt
en örugglega að stefna að
eigin glötun/' sagði dr.
Joseph L. Stevens/ pró-
fessor emeritus við
Virginíuháskóla/ í sam-
tali við Vísi.
Stevens flytur i þessari viku
röö fyrirlestra á vegum verk-
fræöiskorar Háskóla tslands um
mat tæknilegra framkvæmda
og þá stefnumótun sem sliku
mati fylgir.
,,Við getum ekki lengur
treyst á vilja almennings,”
sagði hann. „Þvi flóknari sem
þjóðfélögin verða þvi meira
verður almenningur að treysta
á túlkanir þess hóps manna sem
hefur menntun til að gera sér
grein fyrir heildarmyndinni.
Aðrir sjá of skammt. Sem dæmi
um þaö eru bilarnir, sem allir
vilja eiga, en sem eyða orku-
lindunum og menga andrúms-
loftið.
1 Bandarikjunum hefur mikil
áhersla verið lögð á raunvisindi
og með þvi komumst við meöal
annars til tunglsins. Hins vegar
hafa félagsvisindin verið van-
rækt og of litil áhersla lögð á að
ná fram félagslegum upp-
götvunum.
Það sem við þurfum er að
gefa tækninni mannlegan svip.
Við þurfum að hugsa um mann-
— segir dr. Joseph L. Stevens bandarískur
prófessor, sem heldur fyrirlestra um
tœknimat i Hóskólanum
Dr. Joseph L. Stevens: „Viö þurfum aö leggja meiri áherslu á
manninn og mannlegt samfélag.” Mynd: Jeg
inn og félagslegt umhverfi
hans.”
Lausnirnar eru til
„Þótt fyrirsjáanlegt sé að
maöurinn tortimi sér sjálfur
vegna skammsýni sinnar eru til
lausnir, sem geta nægt til að
komist verði af. Við þurfum að
finna upp ný tæki fyrir þjóðfé-
lagið svo það komist hjá stór-
kostlegum mistökum og
hörmungum, s.s. kjarnorku-
striði. Og þetta er hægt.
t Bandarikjunum hefur verið
komið á fót stofnun við þingið
sem vinnur að mati tæknilegra
athafna fyrir stjórnmálamenn-
ina. Slik stofnun bendir á mögu-
leika til langtima þróunar, en þá
möguleika má finna þegar
velmenntaðir visindamenn nýta
eigin þekkingu og taka jafn-
framt tölvutæknina i sina þjón-
ustu.
Astæða þess að ég er hingað
kominn er að ég lit á Island sem
ögrun, m.a. vegna smæðar
þjóðfélagsins. Ég ber hlýjan
hug til Islands og íslendinga og
ég held að svipað megi reyna
hér og i Bandarikjunum. Best
væri ef tæknimati yrði komiö á
fræðilega sviöinu óháð stjórn-
málum.
Ef slikt mat hefði verið til
staðar þegar tekin var ákvörðun
um virkjunina við Kröflu, hefði
niðurstaðan ef til vill orðið allt
önnur en raun varð á. Meðal
þess sem menn hefðu hugsan-
lega gert sér grein fyrir var, að
tæknin væri enn ekki til staðar
til að beisla jarðgufu.
Krafla er ágætt dæmi um þær
ákvarðanir sem teknar eru án
nægilegrar yfirsýnar. Þessi
ákvörðun er ekki sök stjórn-
málamannanna, heldur óhæfni
okkar að ráöa við tæknina,”
sagði dr. Stevens.
Fyrirlestrar dr. Stevens
verða fluttir i stofu 157 i húsi
verkfræöiskorar að Hjarðar-
haga 6 miðvikudag, fimmtudag
og föstudag og hefjast þeir allir
kl. 17. öllum er heimill aðgang-
ur.
Ekki í verkahring mið-
nefndar oð flokka
drottnunarstefnu und-
ir heimsvaldsstefnu
Undanfarnar vikur hafa veriö
gróskumikil skrif um aðgeröir
Samtaka herstöövaandstæöinga
(SHA) þann 21. ágúst s.l., og þar
kennt ýmissa grasa. Það væri aö
bera i bakkafullan lækinn aö ætla
sér aö taka afstööu til allra sjónar-
miöa sem uppi eru um þessar aö-
geröir. En þar sem svo mikils mis-
skilnings og beinna rangfærslna
hefur gætt i þessum skrifum, þá sé
ég mér ekki annað fært en aö svara
þeim aö nokkru, sérstaklega vegna
þess aö þaö kom i minn hlut sem
miönefndarmanns aö eiga viö-
ræöur viö svokallaða 21. ágúst-
nefnd. Nefnd þessi sem haföi þaö
markmiö aö standa fyriraögerðum
vegna innrásarinnar i Tékk-
óslóvakiu 2Lágúst 1968 var stofnuö
seinnihlutann i júll s.l., en hefur nú
veriö lögö niöur.
Um grundvöll að-
gerðanna
Um mánaðamótin júni/júli kom