Vísir - 13.10.1977, Side 10

Vísir - 13.10.1977, Side 10
10 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. i Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, AAagnús Olafsson, Óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Þrœtubók í skólablaðastíl Seölabankavaldiö, sem svo hefur veriö nefnt, er al- gengt og nokkuð vinsælt umræðuefni í stjórnmálum að því er viröistTEngu er líkara en stjórnmálamenn, bæöi þingmenn og ráðherrar, horfi til Seölabankans með nokkurri minnimáttarkennd, og sumir þeirra sýnast jafnvel kikna í hnjáliöunum, er talið berst að þessu musteri peningapólitíkurinnar. Stundum litur svo út, aö stjórnmálaflokkarnir velji ekki aðra menn til aö fjalla um Seðlabankann og pen- ingapólitíkina en þá sem minnst skynbragð bera á efna- hagsmál og stjórnsýslu. Þegar málum er þannig skipað er ekki nema von, að sumt gangi úrskeiðis í þjóðarbú- skapnum. Upp á síðkastið hefur staðið yfir allhörð en um leið nokkuð sérstæð ritdeila milli forystumanna annars stjórnarflokksins og stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Deiluefniðer Seðlabankabaldið, en skrifin eru fremur í ætt við skólablaðastíl en rökræður forystumanna í stjórnmálum, sem kunna eiga nokkur skil á stjórnsýslu og efnahagslegum lögmálum. Þessi deila er bæði gömul og ný og snýst helst um það hvort Seðlabankinn heyri undir ríkisstjórnina eða teljist vera sjálfstætt ríki í ríkinu. Svo undarlega bregður við, að viðskiptaráðherrar og talsmenn hans á hverjum tíma afneita alltaf Seðlabankanum og telja hann algjörlega óháðan boðvaldi ríkisstjórnarinnar, nema í þeim tilvik- um, að bankastjórastólar losni. Fyrir nokkrum árum ákváðu bankastjórn og bankaráð Seðlabankans að reisa mikið hús á umdeildum stað i borginni. Ritstjórar Timans réðust þá all heiftarlega að Lúðvík Jósepssyni, er þá var viðskiptaráðherra, og kröfðust þess að hann beitti ráðherravaldi sínu til þess að stöðva þessa framkvæmd. Ritstjórar Tímans bentu þá réttilega á, að Seðlabank- inn heyrir lögum samkvæmt undir viðskiptaráðherra og og er rétt og skyIt að sjá svo um að stefna rikisstjórnar- innar nái tilgangi sínum. Ritstjórar Þjóðviljans, er tóku upp vörn fyrir þáverandi viðskiptaráðherra, fullyrtu á hinn bóginn að bankinn starfaði í einu og öllu á eigin ábyrgð og viðskiptaráðherra gæti með engu móti hlutast til um ákvarðanir bankastjórnarinnar. Nú stendur yfir önnur deila svipaðs eðlis, nema hvað ritstjóri Timans flytur nú varnarræður viðskiptaráð- herra. Það blað hefur haldið þvi fram, að Alþýðubanda- lagið stjórnaði efnahagsmálum þjóðarinnar ásamt með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum þar eð þessir flokkar en ekki Framsóknarflokkurinn ættu fulltrúa í bankastjórn Seðlabankans. Ritstjóri Timans er nú þeirrar skoðunar, að Seðla- bankinn lúti alls ekki boövaldi viðskiptaráðherra og ríkis stjórnin ráði nákvæmlega engu um peningapólitíkina í landinu. Og aðstæður ritstjóra Þjóðviljans hafa einnig breyst, því að nú benda þeir réttilega á, að Seðlabankinn á lögum samkvæmt að vinna að framgangi stjórnar- stefnunnar á hverjum tíma. Þannig fara stjórnmálaumræður fram á islandi. Dag- legir talsmenn Framsóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins eru alls ekki einir um þennan skólablaðastíl í rök- ræðum, þó að dæmi hafi verið tekið af þeim. Kjarni málsins er sá, að menn geta ekki gert sér nokkra von um að landinu verði stjórnaðaf sæmilegri skynsemi meðan stjórnmálaumræður eru á þessu stigi. Kjósendur hafa alltof lengi látið bjóða sér lágkúru af þessu tagi, og það á rð meira og minna leyti við alla flokka. Flokksblaðafjölmiðlunin hefur vissulega átt nokkurn þátt í því, að almennri gagnrýni á stjórnmála- menn hef ur ekki verið komið við. En á því er nú að verða breyting, og kjósendur þurfa að fylgja á eftir með því að hafna hinni hefðbundnu skólablaðaþrætubókarlist. Fimmtudagur 13. október 1977. C Elías Snæland Jónsson7blaðamaður skrifar: ^ V ------y ---------' Sfendur verkfall opinberra sfarfsmanna lengi? — krafan um endurskoðunar- og verkfallsréft á samn- ingstímanum erfiðari þröskuldur en launaliðurinn Verkfall opinberra starfs- manna varð staðreynd aðfaranótt þriðjudagsins, og bendir ekkert til þess, að það leysist næstu daga. Deiluaðilar virðast mjög fastir á sinni afstöðu. Biliö á milli þeirra er að visu ekki sérlega mikið hvað launaliðinn varðar en hins vegar er grundvallarágrein- ingur um endurskoðunarrétt á launalið væntanlegs samnings á samningstimabilinu, og ýmis önnur atriði eru óleyst. Hvorugur aðilinn virðist á þess- ari stundu reiðubúinn að slaka til, og vérður þvi ekki séð, að viðræð- ur hefjist að nýju næstu daga nema til komi frumkvæði frá sáttanefnd. Áhrifum verkfallsins hefur It- arlega verið gerð skil I fréttum Visis, og verður svo áfram næstu daga. Um þá hlið málsins verður þvi ekki fjallað hér. Hins vegar er þvi ekki að neita, að margir eru i nokkurri óvissu um, hvernig samningamálin standa efnislega. A hverju strandaöi? Hvað hafa aðilar i reynd boðið? Almenningur er ekki slst I óvissuum þessiatriði vegna þess, að deiluaðilar hafa notað mis- munandi forsendur við útreikn- inga sina. Óllkar fullyrðingar um, hvað boðið hafi verið, hafa þvi eðlilega ruglað marga. Forsaga málsins Aður en farið er beint út i þau atriði nánar, er rétt að minna á nokkur atriði i forsögu málsins. A sibasta ári, nánar tiltekið frá 1. april, var gerður nýr kjara- samningur milli BSRB og fjár- málaráðherra. Samkomulag var um, að honum mætti segja upp þannig, að hann félli úr gildi 1. júli á þessu ári. Jafnframt var samkomulag um, að frá og með sama tima myndu ákvæði nýrra laga um kjarasamninga Banda- lags starfsmanna rikis og bæja taka gildi, en samkvæmt þeim fengu opinberir starfsmenn innan BSRB takmarkaðan verkfalls- rétt. A þingi BSRB i október i fyrra var samþykkt að segja samn- ingnum upp i samræmi við ofangreint, og tekin ákvörð- un um meginkröfur i kom- andi samningnum. Kröfu- gerð bandalagsins var siðan lögð fram i mars siðastliðnum. Við- ræður hófust nokkru siðar, en i júni var þeim frestað fram i miðj- an ágúst vegna þeirrar óvissu, sem rikjandi var i samningamál- um Alþýðusambands Islands. Timinn var m.a. notaður til að gera samanburð á kjörum opin- berra starfsmanna og sambæri- legra hópa á almenna vinnu- markaðinum. Viðræður voru siðan teknar upp að nýju 23. ágúst og stóðu, með hléi a meðan atkvæðagreiðslan Viðskipti eins og venjulega Um Alþingi og alþingis- menn hef i ég sagt og skrif- að margt svart — og þar af leiðandi allt rétt og satt. Alþingi hef i ég nef nt stíuna miklu við Austurvöll og markaðstorg ræfildóms, þingmenn fégráðugar lið- leskjur, líkamninga með- almennskunnar, kjarklaus stéttaþý. Jónas Kristjánsson og Davíð Oddsson Ýmsir ekki ómerkir menn hafa tekið i sama streng og sumir þó hnykkt allmiklu betur á. Þannig hefir Jónas Kristjánsson ekki hik- að við að stimpla þinglaunaliðið ótlnda bófa upp til hópa, án þess að nokkurri manneskju yrði úr vegi að hreyfa andmælum. Opin- skáastur — og orðdjarfastur — mun þó Davið Oddsson hafa ver- ið, enda byggir hann á nánum kynnum og persónulegri reynslu sem þingfréttaritari um árabil: „Bullurnar eru hreint ótrúlega margar I ekki fjölmennari hóp”, segir hann I „VIsi” hinn 17. júli OVINSÆLAR ATHUGANIR Jón Þ. Árnason skrifar um Alþingi , og segir m.a., að verðbóigan sé ekki í neinni teljandi hœttu, ekki heldur fjórmólaóreiðan og náttúruránskapurimv sl., og skýrir frá þegjandi sam- komulagi, sem hann og kollegar hans hafi talið sér óhjákvæmilegt að gera, og kjarni þess hafi verið, „að þú þegir yfir minum bullum og ég þegi yfir þinum”. Allir þögðu, enginn hristi höfuð Engum datt heldur i hug að bera brigður á, að Davið greindi samviskusamlega frá. Allir þögðu, enginn hristi höfuð. Ekki hvarflar heldur að mér að gera tilraun til þess að draga úr áhrifamætti orða nefndra kunnugleikamanna, og myndi hiklaust gripa til slikra lýsingar- nafnorða, ef Alþingi væri skipað fulltrúum ASÍ og VSI elleger marxtrúuðum sóslalistum ein- göngu. Fullvist má og telja að álit þjóðarinnar á löggjöfum sinum sé svona almennt og viðtekið að á- móta kraftyröi eigi rétt á sér. Ótindir bófar og bullur eru vissulega ófagrar einkunnir, sem sérhver ærukær manneskja myndi hafa svarað með málsókn og miskabótakröfum. Ekki hátt- virtir alþingismenn. Þeir töldu það vonlaust. Fyrir þvi má ætla, að þeir telji ekki of nærri sér höggvið, vitnisburðurinn rétt- mætur og þess vegna vitalaus.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.