Vísir - 14.10.1977, Qupperneq 1
SJÖ FARÞEGAR FÓRU UTAN
MED 249 AIANNA ÞOTU
Þota frá Flugleiðum fór um tiu-
leytið i morgun áleiðis til Luxem-
borgar með sjö farþega um borð,
þar á meðal tslending sem þarf
að gangast undir hjartauppskurð
i London. Flugvélin tekur alls 249
farþega i sæti.
Vélin kom i morgun frá Banda-
rikjunum með 99 farþega, en hélt
rúmri klukkustundu siðar til
Luxemborgar. Með vélinni var
Ingvar Ragnarsson, sem þarf að
gangast undir áðurnefndan upp-
skurð, Guðbjörg Árnadóttir, kona
hans, og Guðrún Sigursteinsdótt-
ir, hjúkrunarkona. Flugvél mun
siðan flytja þau frá Luxemborg til
London um leið og lent verður
ytra.
Auk þess voru með vélinni fjór-
ir aörir farþegar, þrir Banda-
rikjamenn og ein islensk kona,
sem er búsett i Bandarikjunum.
Þau þurftu öll að komast utan
vegna veikinda, og var læknir á
Keflavikurflugvelli fenginn til
þess að skoða þau i flugstöðinni
áður en þeim var hleypt inn i vél-
ina.
I Visi i gær var skýrt frá þvi, að
beðið hefði veriö um undanþágu
vegna Ingvars. Tengdasonur
hans, Hörður Sigurjónsson, hótel-
stjóri i Stykkishólmi, sagði i við-
tali við Visi á Keflavikurflugvelli
i morgun, að fyrst eftir að fréttin
birtist i Visi hefði komist hreyfing
á málin.
—SG/ESJ.
Enn enginn
sáttafundur
,,Það hefur enginn sáttafundur
verið boðaður, og við ekkert heyrt
um að það standi fyrir dyrum”,
sagði Kristján Thorlacius, for-
maður BSRB, i viðtali i morgun.
Sáttafundur var siðast haldinn
á mánudaginn. ESJ.
Á Xeflavíkurflugvelli í morgun
Kona beið
bana í
bílslysi
Banaslys varð á Reykja-
nesbraut á móts við Hafnar-
fjarðarkirkjugarð i gærdag.
Attatiu og tveggja ára kona
beið bana þegar hún varð
þar fyrir bil. Konan var að
fara yfir götuna þegar hún
varð fyrir wagoneerbil sem
kom akandi suður Reykja-
nesbrautina. Talið er að
konan hafi látist samstundis.
Ekki er hægt að birta nafn
hennar.
—E A
99 komu frá Bandaríkjunum:
Fengu að fara
með farang-
urinn í gegn
Með Flugleiðaþotunni, sem
kom frá Bandarikjunum i
morgun, voru 99 farþegar, sem
beðiö höfðu fars til tslands i
nokkra daga ytra.
Farþegarnir fengu eðlilega
tollafgreiðslu og gátu þvi tekiö
farangur sinn með Sér.
Meðal þeirra, sem voru meö
vélinni, var Hallgrimur Dal-
berg, ráðuneytisstjóri.
Farþegarnir létu vel af ferð-
inni i viðtölum við blaðamenn
Visis á Keflavikurflugvelli, i
mogun.og höfðu ekki orðið fyrir
alvarlegu tjóni vegna tafar-
innar i Bandarikjunum.
Hins vegar fannst þeim dálitið
undarlegt að komast til landsins
út á einn hjartasjúkling.
SG/ESJ.
Farþegarnir frá Bandarikjunum
við komuna i morgun.
Útifundur ó
Lœkjartorgi
ó laugardag
,,A útifundinum verður gerð
grein fyrir sjónarmiðum
Bandalags starfsmanna rik-
is og bæja i kjaradeilunni”,
sagði Kristján Thorlacius,
formaður BSRB, i morgun.
Bandalagið hefur 'jobab til
útifundar á Lækjartorgi kl.
13.30 á morgun, I; ugardag.
,,Það veröa for; stumenn
BSRB og einstakra banda-
lagsfélaga, sem munu gera
grein fyrir stöðunni og af-
stöðu samtakanna,” sagði
Kristján.
—ESJ.
Innonlandsflugið í gœr:
„Flogið eins og
fyrir 30 órum"
— sagði Sveinn
Sœmundsson,
blaðaf ulltrúi
Flugleiða i morgun
„Það var flogið í gær
með gamla laginu, það er
með þeim hætti, sem við-
hafður var fyrir þremur
áratugum eða svo", sagði
Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi Flugleiða. í
viðtali við Vísi í morgun
um innanlandsflug félags-
ins.
„Það er eingöngu hægt aö
fljúga sjónflug, og i gær var flogin
ein ferð til ísafjarðar, Horna-
fjarðar og Sauðárkróks, en tvær
vélar fóru til Vestmannaeyja og
Akureyrar. Flugvélinni til Egils-
staða varð að snúa við.
Fljúga varð upp á gamla móð-
inn og fá upplýsingar um veður á
sveitabæjum. Hvað Akureyrar-
flugið snerti þá var bjart yfir
heiðina til Sauðárkróks þegar
vélarnar tvær fóru af stað, en
þegar þær voru komnar norður
var orðið skýjað svo að vélarnar
urðu að fara gömlu leiöina út
Skagafjörö, fyrir Siglunes og inn
Eyjafjörð.”
Sveinn sagði að mjög tvisýnt
væri um flug i dag.
—ESJ