Vísir - 14.10.1977, Qupperneq 10
10
VÍSIR
útgefandi: Reykjaprent hf. j
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundur G. Pétursson.
Umsjón með Helgarblaði: Arni Þórarinsson.
Blaðamenn: Ánders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Oli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuði
Auglýsingar: Siðumúla 8. Simar 82260, 86611. innanlands.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verð i lausasölu kr. 80 eintakið
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611 7 linur Prentun: Biaðaprent hf.
SPURNING UM
MANNRÉTTINDI
Umræðurnar i þinginu hafa farið skemmtilega af stað
og með þó nokkrum þrótti. Athyglisvert er, að kjör-
dæmaskipanin og kosningahættirnir hafa komist í
brennipunkt þegar á fyrstu dögum þingsins, bæði með
fróðlegum og málefnalegum umræðum utan dagskrár
og ákveðnum tillöguflutningi nokkurra þingmanna.
Forsætisráðherra hefur boðað að ríkisstjórnin muni
beita sér fyrir viðræðum milli stjórnmálaf lokkanna í því
skyni að athuga, hvort samstaða geti orðið um breyting-
ar á kosningalögum á þessu þingi. Þó að lagabreytingar
varðandi kosningahætti séu ekki fullnægjandi án stjórn-
arskrárbreytingar gætu þær eigi aðsíður haft mikla þýð-
ingu varðandi jöfnun kosningaréttar.
Þetta blað tekur mjög eindregið undir það sjónarmið,
sem fram kom í ræðu Magnúsar Kjartanssonar á Alþingi
sl. miðvikudag, að öll atkvæði, hvar sem þau væru greidd
á landinu, ættu að vega jafn þungt. Hann benti réttilega
á, að kosningarétturinn væri þáttur í almennum mann-
réttindum, sem öllum ætti að koma að sama gagni.
Vanda strjálbýlisinssagði Magnús Kjartansson réttilega
að leysa ætti með öðrum hætti en að skerða mannréttindi
fólksins i þéttbýlinu.
Þetta er kjarni málsins. Og þegar á það er litið, að at-
kvæði Vestf irðinga eru a.m.k. f jórfalt gildari en atkvæði
Reyknesinga, má öllum vera Ijóst, að um er að ræða
óþolandi ójöfnuð. Stjórnarskrárnefnd mun fyrirsjáan-
lega ekki skila áliti í tæka tíð þannig að þingið geti af-
greitt þetta mál á þeim grundvelli. Því er það rétt ábend-
ing hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, að sérstök nefnd þingflokk-
anna þarf að fjalla um þetta afmarkaða svið.
Ingólfur Jónsson benti i athyglisverðri ræðu í þinginu á
ýmsar leiðir, sem færar eru með breytingum á kosn-
ingalögum, án þess að hreyfa þyrfti við ákvæðum stjórn-
arskrárinnar um kjördæmaskipan að svo stöddu. I
fyrsta lagi kemur þar til álita að úthluta uppbótarþing-
sætum aðeins eftir atkvæðamagni en ekki hlutfalli eins
og nú er og heimila, að fleiri en eitt uppbótarsæti komið i
hlut sama flokks í hverju kjördæmi.
Þingmaðurinn sagði, að Hagstofan hefði reiknað út, að
þessi breyting myndi flytja uppbótarþingmenn til
Reykjavíkur og Reykjaness. Með þessu móti mætti því
leiðrétta misvægi milli atkvæða í einstökum kjördæmum
úr einum á móti f jórum í einn á móti tveimur. Þannig má
augljóslega stíga veigamikið skref í átt til jafnari kosn-
ingaréttar, þó að fullur jöfnuður næðist ekki fyrr en síð-
ar með kjördæmabreytingu.
Þá vakti Ingólfur Jónsson athygli á, að unnt væri að
koma á persónukosningum með lagabreytingum einum
saman. Einfaldasta leiðin væri sú að raða nöfnum fram-
bjóðenda í staf rófsröð á kjörseðilinn en ekki númeraröð
og láta kjósendum eftir að númera. Um þetta atriði eru
þegar komnar fram tillögur bæði frá þingmönnum
Alþýðubandalagsins og Jóni Skaftasyni. Hugsanlegt
væri að fastákveða slíka reglu og eins mætti leggja það í
sjálfsvald flokkanna hvern hátt þeir vilja hafa á.
Loks vakti Ingólfur Jónsson athygli á þeim möguleika
að skipta núverandi kjördæmum upp í sérstök kjörsvæði
i því skyni að halda kostum einmenningskjördæma, þó
að hlutfallskosning réði f jölda þingmanna. Allt eru þetta
hugmyndir, sem vert er að brjóta til mergjar.
Mestu máli skiptir, að á þessu þingi verði teknar
ákvarðanir, er miða að jöfnun kosningaréttar. Það er
spurning um mannréttindi og henni má ekki skjóta á
frest, þó að ekki vinnist tími fyrir kosningar til allsherj-
ar breytingar á kjördæmaskipan. Þær umræður, sem átt
hafa sér stað nú í þingbyrjun lofa góðu og mega fyrir
enga muni detta niður.
Föstudagur 14. október 1977 iVISIR
Kristinn Marteinsson — samband vibskiptaráöuneytisins viö umheiminn. Visismyndir JEG
Maöur skyidi ætla aö verkfali
BSRB kæmi sérlega illa niöur á
stjórnarráöi landsins og ráöu-
neytum. Þar hljóta eintómir
rikisstarfsmenn aö vinna. Staö-
reyndin er hinsvegar hiö gagn-
stæöa. Starfsfólk ráöuneytanna
ernefnilega iang flest f Bandalagi
Háskólamanna, og þvi ekki i
neinu verkfalli.
Vfsismenn brugöu sér i nokkur
ráöuneyti f gær, og virtu fyrir sér
áhrif verkfallanna. Viö fyrstu sýn
virtust þau mikil. Þaö fólks sem
yf irleitt blasir viö þegar gengiö er
innf opinberar stofnanir, sima-
veröir, vélritunarfóik, og fólk
sem vinnur viö afgreiöslu var allt
á brott. Eftir var bara fólk sem er
inná skrifstofunum.
Viö nánari athugun kom svo i
ljós aö verkfalliö hefur ekki nein
afgerandi áhrif á starfsemi ráöu-
neytanna. Ekki til aö byrja meö
aö minnsta kosti.
Tveir af átta
I fjármálaráöuneytinu, sem
staösett er i Arnarhvoli hittum
við Gisla Blöndal, starfsmann
Sendillinn okk-
or samband
við umheiminn
Þá er talið fyrirsjáan-
legt að benzínlítrinn
hækki i 112 krónur áður en
þessu ári lýkur. Sam-
kvæmt vegaáætlun á
síðastliðnu vori voru
áætlaðar til vega árið 1978
einir sjö milljarðar
króna. í fjárlögum fyrir
árið hefur þessi upphæð
verið hækkuð í 9.6 millj-
arða, og er það allnokkuð
framyfir fyrri áætlun
jafnvel þótt verðhækkan-
ir á tímabilinu séu teknar
með í reikninginn.
Féð fer í malarburð en
ekki varanlega vegagerð
í fljótu bragöi litur lit fyrir aö
rikisstjórnin hafi i hyggju aö
veita hinu mikla fé til vegamála
i vaxandi mæli til geröar varan-
legra vega. Hins vegar telja
þeir sem til þekkja, aö um þessa
niu milljarða fari eins og vegafé
á undanförnum árum. Þvi veröi
eytt i malarburð viösvegar um
land, en til hliösjónar útdeiling-
unni veröi höföi uppi pólitfsk
sjónarmiö, sem endi meö tiu
kiiómetrum þar og fimm kiló-
metrum hér af malarvegi, sem
gerir mestmegnis aö rjúka upp i
nasirnar á vegfarendum. Jafn-
framt mun veröa haft til hlið-
sjónar sú bifreiöaeign i hverju
plássi, sem hentar til vega-
geröar.
Litlar framfarir með
fimmtíu vegamála-
stjórum
Verði þannig staöiö aö þess-
um málum horfa bifreiðaeig-
endur fram á óbreytt ástand á
vegum landsins. Þaö er alltaf
veriö aö hækka benzinveröið svo
hægt sé aö halda áfram vega-
gerð i landinu, en vegfarendur
sjá þess litinn staö vegna þess
að framkvæmdum er dreift um
allt i samræmi viö óskir og
sjónarmiö þeirra fimmtiu vega-
málastjóra, sem sitja á Alþingi.
1 rauninni erum viö komin alltof
langtaftur i tuttugustu öldina til
aö sætta okkur viö sömu aöfarir
viö vegagerö og tiökaöist á
fyrstu tugum aldarinnar, aö þvi
einu breyttu aö nú eru stórvirk-
ar vinnuvélar notaðar viö að
ausa mölinni i staö skóflunnar
áöur.
Færeyingar búnir að
malbika
Ég býst við aö Færeyingar
hafi oröiö seinni til aö leggja bil-
færa vegi en viö. Samt er nú
komið nokkurt vegakerfi i Fær-
eyjum, kannski einir fimm
hundruð kilómetrar. Engum
getum skal leitt aö fjárhag Fær-
eyinga, bilaeign þeirra og bila-
notkun. Aftur á móti er þaö
staðreynd, aö þeir eru um þess-
ar mundir aö ljúka malbikun á
öllu vegakerfi sinu og þaö án
mikillar umræöu um þaö hvort
leggja heföi átt varanlega vegi
um útnesin áöur en malbikaö
var milli þéttbýlisstaöa. En þá
er þess aö geta aö Færeyingar
koma ýmsu I framkvæmd, sem
okkur viröist ómögulegt aö
sinna.
Þingmenn heimta spotta
og spotta
Allt frá þvi aö vegagerö hófst I
landinu hafa þingm. haft það
fyrir venju aö heimta spotta og
spotta, ýmist lagðan eöa lag-
færöan I sinu kjördæmi. Þetta
var eftir atvikum skynsamlegt
þegar litlir vegir voru fyrir I
landinu. Þó held ég aö mér sé
óhætt aö fullyrða, aö bílvegur
milli Akureyrar og Reykjavikur
hafi strax veriö ofarlega á dag-
skrá að slepptum vegi um
Suöurland.
Engum þótti heimskulegt aö
leggja áherzlu á, aö gera bilfært
milli Akureyrar og Reykjavik-
ur, og áætlunarferðir milli þess-
ara staöa voru meö þeim fyrstu
sem upp voru teknar. Brúar-
gerð á þessum timum var mikið
nauösynjamál, vegna þess aö
brúarlaust vatnsfall gat bók-
staflega varðaö lif manna.